Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 9
Omar Shariff má eiga fjórar konur Hér er ein af vinkonum Omars Shariff — þokkadísin Claudia Cardinale. —— Margir Reykvíkingar kannast nú við Omar Shariff, þann sem leikur dr. Shivago í Ga-mla bíói. Við rákumst nýlega á grein í dönsku blaði um Omar og hefst greinin á þeim frétt- ,um að hann megi konu sinnar vegna gjarnan sænga hjá öðr um konum. Kona hans er egypzk lelkkona, Tatima Ma- hama Shariff og þau hafa ver ið gift í 13 ár. Þau kynntust er hún var orðin stjarna í heimalandi sínu, en hann var þá statisti og hét Michael. Hann er af frönskum og egypzkum ættum. Við gifting- una snéri hann frá katólsku til Islamtrúar, en þau trúar- brögð gefa honum frjálsar hendur í ástamálum. Frúin segir: — Hjónaband okkar er aust rænt. — Ég veit að ég er efst á blaði hjá manni mínum, enda þótt hann fái daglega mörg gift'ngartilboð. Hann er jú heimsfrægur leikari. Ef Omar vill skjlja þá get- ur hann fengið skilnað. En hann þarf þess ekki. Islamtrú- in veitir honum tækifæri til að eiga fjórar konur. Og Omar notfærir sér þessi fríðindi, segir blaðið. Hann hefur sézt í fylgd með mörg- um fögrum konum, enda seg- ist hann vera eins og fugl sem þarf að fljúga frá blómi til blóms. Hann er um þessar mundjr í Hollywood að'vinna að kvik- mynd um Che Guevara, en á meðan er kona hans að kvik- mynda í Cairó og Beirut. Þá þykja það tíðindi að hann skuli sjást nakinn í síðustu kvikmynd sinnj. Við þær frétt ir fjölgaði aðdáendabréfum í- skyggilega mikið. — Það kætir mig, að kon- urnar skuli vilja sjá fitu- kepp na á mér. En ég hef ekki enn náð tækni Brigitte Bardot að ganga nakinn — ég veit ekki hvað ég á að gera við hendurnar á mér. Eigið þér erf itt með svefn? — Sofið þér vel á nóttunni? Þessarar spurningar spyrja læknar yfirleitt alltaf þá, sem til þeirra leita, hvað svo sem kann að ganga að þeim. Þetta sýnir m. a. live miklu máli svefninn skiptir. Og haf- irðu reynt, hvað það er, að vera andvaka, veiztu hvað það er niðurdrepandi fyrir alla þína vellíðan? Daginn eftir andvökunótt er hreint ekkert gaman að lifa. Helzt viltu þá' forðast að líta í spegil, því að í honum gefst þér giögg mynd af óhrjálegri mannveru. Svefn er bezta fegrunarlyf, sem til er, enda sagði kvik- myndastjarnan Audrey Hep- burn einu sinni, þegar hún var spurð, hvernig hún færi að því að halda sér svo ungri og fal- legri, að hún svæfi mikið óg væri mikið utan dyra. Ferskt loft og svefn eru lyk- ill að fegurð. Ætli til sé kvilli, sem jafn- mörg ráð hafa verið gefin við og svefnleysi? En þeir, sem lifað hafa andvökunætur, ættu að vita, hversu örvæntingar- fullt fólk getur orðið og þar með notar það alls konar fá- ránleg rá'ð til bjargar, allt til að geta sofnað. Það er til firnamikið af húsráðum og þið þekkið þau flest, en ef ekkert af þeim dugar, neyðist þið kannski til að grípa til annarra og kostnaðarsamari. Það nýj- asta er hvorki meira né minna en glerrúm, sem að vísu fæst ekki enn í öilum verzlunum, en hver veit nema það verði von bráðar? Læknir frá Suður Karólínu fann það upp. Þetta er eins konar dýna, fyllt af lofti og litlum glerperlum, hver um sig er á' stærð við sandkorn. Upp- hafiega hugsuð til að flýta lækningu á brunasárum — en hefur einnig verið reynd með góðum árangri á fólki, sem þjá ist af svefnieysi. Nú þýðir ekki lengur að taka svefnpiHur. Þú sefur sætt og vært á glerperlum! , OPNAN 6. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Ullarnærfatnaður - peysur Ullarnærfatnaður á kvenfólk, karlmenn og börn. Ullarsokkar þykkilr og þunnir. Lopi í hespum og plötum. Mikið úrval af peysum. — Skinnavörur. FRAMTÍÐIN Laugavegi 45 — Sími 13061. Nýkomið Vatnslásar og hraðamælabarkar fyrir flestar bílategundir. BÍLABÚÐIN, i Hverfisgötu 54, Reykjavík. LEIKFANGALAND Leikfangakjörbúð Hjá okkur er úrvalið af leikföngum. LEIKFANGALAND, VELTUSUNDI 1 — SÍMI 18722. Sjómannafélag Hafnarfjarðar TILLÖGUR trúnaðarmannaráðs um aðalmenn og vara- menn í stjórn Sjómannafél'ags Hafnarfjarðar fyrir árið 1969, liggja frammi í skrifstofu fé- lagsins. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu fé- lagsins, Vesturgötu 10, fyrir kl. 22, 20. nóvem ber 1968, ásamt tilskildum fjölda meðmæl- enda og er þá framboðfrestur útrunninn. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Útvarpsviðgerðir VÉLAR OG VIÐTÆKI, Laugavegi 147, símar 22600 — 23311. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.