Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 13
6. nóvember 1968 ALÞYOUBLAÐIÐ 13 íf>RÓTTIR ritstj. ÖRN ÍK pttTTIP EIDSSON |P 1\™ 1 I IS\ Afmælismót Víkings annað kvöld: Átta lið taka þátt í mótinu Knattspyrnufélaffið Víkingur efnir til innanhúss knatt- spyrnumóts í íþróttahöllinni í Laugardal annað kvöld, en keppnin hefst kl. 8. Mótið er haldið í tilefni 60 ára afmælis félagsins, sem var nýlega. Átta liS taka þátt í mótinu, Víkingur sendir tvö lið, en eftirtalin félög eitt lið hvert: Keflavík, Akranes, Fram, KR, Valur, Þróttur. Keppni þessi verður með út- sláttarfyrirkomulagi þannig að það lið sem tapar er úr leik. S;gurvegarinn í mótinu hlýt ur veglegan grip, sem Söbechs- verzlun hefur gefið. Rúsínan í pylsuendanum á þessu móti er leikur Lúðra- sveitar Reykjavíkur og Hljóma, hinnar kunniu pophljómsveit ar. Hljómsveitirnar leika knattspyrnu og auk þess munu Hljómar leika nokkur lög og þeir munu leika hvort sem þeir tapa viöureigninni við Lúðrasveitina eða ekki. Eins og skýrt er frá annarsstaðar á Íþróttasíðunni efnir Víkingur til afmælismóts í knattspyrnu inn anhúss á morgun. Þessi mynd er frá innanliúss knattspyrnu að Hálogalandi. ásunnudag Á SUNNUDAG fer fram keppni í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Það er úrval körfuknattleiksmanna úr Reykja- víkurfélögunum og úrval varnar- liðsmanna. Áður en aðalleikurinn hefst ieikur 2. flokkur Ármanns, sem sigraði í íslandsmótinu í vetur við úrval úr hinum Reykjavíkur- félögunum. Jafntefli 14:14 í lélegum leik f Leik landsl'ðsins og pressu liðsins í gærkvöldi lauk með jafntefli; 14mörk gegn 14 Ekki er hægt að segja, að leikur þessi gefi miklar vonir í sam bandi við landsleikina við Vestur Þjóðverja eftir 10 daga, hann var lélegur og leik menn yfirleitt áhugalausir. Pressuliðið skoraði tvö fyrstu mörkin, en landsliðið jafnaði fijótlega metin og í hléi var staðan 6:4 landsliðinu í vil. í síðari hálfleik var pressu lið'ð sterkari aðilinn og tókst að jafna metin. Liðin skiptust á um iorystu í leiknum og þeg ar honum lauk hafði hvort lið um sig gert 14 mörk. Að sumu leyti sanngjörn úrslit, en þó var pressuLðið nær sigri. Illa var farið með mörg tækifærin og þar áttu foáðir aðilar hlut að máli. Pressu- liðið átti 1° stangarskot, en landsliðið 4. Um einstaka leikmenn er lít ið að segja, í marki pressuliðs Það vantaði þrjá góða menn í ins sýndi Hjalti góð tilþrif. lið landsliðsnefndar, Geir og Örn Hallsteinssynj og Sigurð Einarsson. Það veikti að sjálf- sögðu liðið, en þeir sem komu í stað'nn voru sízt lakari en aðrir landsliðsmenn. Þeir Ás- geir Elíasson, ÍR Gísli Blöndal. ÍBA og Bergur Guðnason, Val léku í stað áðurnefndra þriggja manna. Dómarar voru Björn lírjst- jánsson og Sveinn Kristjáns- son og segja má að þeir hafi verlð lökustu menn vallarins og er þá mikið sagt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.