Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 1
ÚTVARPSVIKAN 10. -16. nóvember 1968 Sjónvarpskvikmynd kvöldsins: HORFiN SJÓNARMIÐ með Roland Colman í kvöld, laugardagskvöldið 9. nóvember, klukkan 21.35 flytur íslenzka sjónvarpið óvenjulega athyglisverða bandaríska stór- l mynd, gerða af Frank Capre árið 1937, og var hann einnig leikstjóri; nefnist mynd þessi „Lost Horizon” eða „Horfin sjónarmið”, er byggð á heims- frægri skáldsögu eftir James Hilton og var talin meðal beztu mynda ársins 1937. Sumir kynnu að halda, að árið 1937 hafi yfirleitt ekki verið gerðar merki legar myndix; það er þó hinn mesti misskilningur, því að það var blómaár í kvikmyndagerð og margar sígildar myndir frá því ári. Auk „Lost Horizon” má nefna myndir eins og „The Life of Emile Zola”, „The Good Earth” „Dead End”, „Ecstasy” (sem gerði Hedy Lamarr fræga og skipar sérstakan sess í sögu kvikmyndanna), o.sv.frv. Aðalhlutverkið í„Lost Hor- izon”llék Ronald Colman, leik- ari sem allir þeir sem nú eru komnir á miðjan aldur kann- ast mætavel við. Af öðrum leikurum má nefna Jane Wy- att, Margo Edward, Everett Horton, Thomas Mitchell, Isab- el Jewell og John Howard. „Lost Horizon” er viðburðarík saga (eins og þeir vita, sem lesið hafa bókina, en 'hún hefur m.a. komið út í íslenzkri þýðingu) og ánægjuefni þeim, sem gaman hafa af spennandi og vel gerðum kvikmyndum, en þessa tvo kosti sameinar hún með ágætum. Semsagt: missið ekki af „Horfnum sjónar miðum” í sjónvarpinu í kvöld klukkan hálf tíu. Góða skemmt- un! /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.