Alþýðublaðið - 01.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1921, Blaðsíða 1
ýðubla O-efto tit af .AlþýOwflolclaftiura, 1921 Mánudaginn 1. ágúst. 174, tölubl. Ríkislánið. Þá er nú ríkisláninu kotnið svo langt, að Danir rauau ætla að lána 5 miljónir krónal Danskir fjármálamenn hafa spilt láni þessu eftir mætti, samir hverjir, sem sjá má af ummælum „Börsen" fyr og síðar. Og það sem verra er, grunur leikur á, að spilt hafi verið fyrir því, að enskt lán, sem stóð til boða, fengist. 'Þetta er rannsóknarefni fyrir dug- s andi stjórn, en sú sem nú hangir við völdin gerir vitanlega ekki neitt, nema velta vöngum, ræskja sig og verða fegin því, að hafa ekki lagt út á neina ófærul Finiín miljóo króna lání Jú, það er ekki ófélegt. En hvað verður gert tneð það. Danir vilja láta greiða sér með því skuldir einstakra íslenzkra manna við sig. Sumir vilja láta það ganga upp í skuldir þær, sem ís- landsbanki hefir safnað, með því að yfirfæra ekki fé fyrir póstsjóð og ríkissjóð. Hvorttveggja er jafnilt. Því það bætir að engu leyti úr því ástandi, sem ríkir hér og mun ríkja hér, uqz hrun hefír orðið. Hrun, sem héðan af er óhjá- kvæmilegt, og þegar hefir borið nokkuð á. Þessar fimm miljónir eru sem svarar því, er samþykt var illu heilii að leggja íslandsbanka, sem hverjum öðrum ómaga. Danir eru helztu eigendur bankans. Þeir ótt- ast að hann sé tæpur og vilja því gjarna bjarga honum i bili, meðan verið er að koma því svo fyrir, að skellurinn lendi á landinu, ef illa tækist til. Þetta fé verður því verra en ekks neitt, því þó greiddar verði þær skuldir, sem bankinn stendur i vegna landssjóðs, verður það skammgóður vermir. Slíkt hefir 4ður verið gert'. í fyrra. Og bætti að engu úr vandræðunum, né jók lánstraust bankans. Lánstraust hans verður ekki reist við með minna fé en alt að 20 miljónum, segja fróðir menn. Hvað segir þá fé þetta? Ekkert, alls ekkert. Það verður að eins til þess eins, að fresta því sem fram mun koma og skella tapiuu á landið. Hér þarf meira til, en þá góðu menn er nú fara með völdin. Það þarf sterkan og einbeittan vilja og snarræði, svo alt sigli ekki í strand. Alt virðist benda til, að „óhepnin" sé með stjórninni í þessu lántökumáli, og mun það ekki hvað sízt að kenna, að hún bar ekki gæfu til að leita þang- að, sem von gat verið á, að lán fengist umyrðalaust, og án þess að afarkostir fylgdu því. Nú er komið sem komið er. Danska lánið er orðið að því, sem búast mátti við: satna og engul Og nú liggur vitanlega ekki annað fyrir, en reyna annarsstaðar, eða gefa sig upp á bátinn og lofa öllu að fara sem fara vill. Stjórnin hefír kannske mesta löngun tii þess. Togaraútgerðin enn. Vísir telur það „óþarft verk", að þrátta yið Alþbl. um kaup- gjaldið á togurunum, en eyðir þó löngu máli i að reyna að sanna sitt mál. Honum tekst þó ekki betur en það, að hann kemst að þeirri niðurstöðu „rannsóknarlaust" (( fyrstu greininni vildi hann þó láta rannsaka málið), að jafnvel þó að kaupgjaldið lækki að mun, muni sú útgerð víst tæplega bera sig". Þarna er Vísir kominn á sömu skoðun og Alþbl., að kauplœkkun háseta mundi lítil ákrif hafa á útgerðarkostnaðinn. Blaðið blandar saman ísfiskiveið- um og saltfiskiveiðum og gerir engan greinarmun á þeim, að þvf er bezt verður séð. Það er kunnugt að útgerðar- kostnaðurinn hefir lækkað stórum upp á síðkástið, og veiðin varð meiri í vor á saltfiskiveiðunum, en áætlað hafði verið, Og verðið er ekki lægra en gért var ráð fyrir. Saltfiskiveiðarnar hafa þvf yfirleitt borið sig. Engin reynsla er fengin fyrir því, að isfiskiveiðar í sumar bæru sig ekki. En það er frá voru sjónarmiði ekkert aðalatriði. Aðal- atriðið er það, að útgerðin beri sig að öllu samanlögðu. Landssjóður hefir hlaupið undir bsgga með togurunum, og gera verður ráð fyrir að það sé gert með það fyrir augum að þeir séu ekki látnir liggja i lægi. Ef það er rétt, að útgerðin beri sig ekki, þegar ársreksturinn er tekinn, þá er því meiri nauðsyn á, að minka óþörfu útgjöldin. En þau útgjöld köllum vér óþörf, sem fara til þess að greiða fleiri starfs- mönnum en þörf er á; það köll- um vér óþarfan kostnað, sem fer til þess að reisa háar og langar steingirðingar og sumarbústaði á kostnað útvegsins; það köllum vér óþarfa, þegar menn kaupa dýr- indishúsgögn, silkikjóla, bifreiðar og allskonar prjál á kostnað út- vegsins. Og vér teljum það óþarfa að greiða einstökum mönnum arð- inn af útgerðinni, þegar hann er, ( stað þess að leggja hann í vara- sjóð, svo hægt sé að halda áfram útgerðinni, þó eitthvað blási á móti. Við þetta ait losnar útgerðin, ef hún væri þjóðnýtt. Vfsir segir þjóðnýtingu ekki á dagskrá. En hvað verður, ef fé- lögin, sem „ekki hafa gert annað en íapa, sfðan þau voru stofnuð", fara á höfuðið og skellurinn lendir á landssjóði, sem gengið hefir f ábyrgð fyrir þau? Þegar komið er eins og nú er,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.