Alþýðublaðið - 01.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1921, Blaðsíða 2
2 A L í» Y Ð U B L A ÐIÐ er einmiít þörf á því, að tala um aðrar leiðir, en hingað til hafa verið farnar. Vér bendum á þjóð nýtinguna. Vísir bendir á að láta hásetana vinna íyrir iægra kaup, og þeir menn sem sýnt hafa svo ljóslega að þeir eru ekki færir um að fást við útgerð, eiga að haida áfram að stjórna. Hans kjörorð virðist vera „að láta alt drasía', síðan hnýtt var upp í ritstjórann í fyrra í íslands bankamálunum. En það stoðar ekki. Hér duga engin undanbrögð. Það er stað- reynd, að öðrum aðalatvinnuvegi vorum, sjávarútgerðinni, hefir verið siglt í strand, að miklu leyti, af þeirn mönnum sem nú stjórna henni. Þeir hafa viðurkent van■ mátt sinn, með þvií að leita til rikisins. Rikið heíir hlaupið undir baggann, en það er ekki nóg, það verður að jafna svo byrgðarnar að ekki snarist af um leið og litið er af klárnum. Tækiíærið er einmitt nú til þess í alv'óru, að ræða um þjóðnýting togaranna. Það hefir aldrei verið eins augljóst og nú, hver ógæfa það er, að einstakir menn hafa framleiðslutækin í sínum höndum. Atvinnuleysi, peningaleysi, fram- kvæmdaleysi, — hungursneyð. Finst Vísi ekki ástæða til að ræða allar þær leiðir sem\hugsan- legar væru út úr vandræðunum? Á vængjum. Burt úr annanna ys, út úr mannanna þys, yfir fannskýja fislétta tinda. Yfir sveit, yfir dál, yfir háfjalla sal flýgur sál mfn í svalheiði vinda. Flýgur sveig eftir sveig, svelgir iífsunaðs veig, finnur sjálfa sig hækka og hækka. Svelgir þor, kyngi kraft, kennir ei nokkurt haft. Æskuglöð af að stækka og stækka. Flugtök stinn. Ofar enn. Eyjan mín kemur senn upp úr logandi Ijósvaka hafi. Þar sem eilffum óm æfa söngfuglar róm. — Skfn í grasinu á gulltöflu stafl. Sigurjón Jónsson. Rikislánið í ðönskum blððnm. Verður islenzk króna skráð? Khöfn,. 30. júlf. í blaðinu „Dagens Nyheder. er rætt um að skrá íslenzka krónu / í kauphöllinni (Börsen). Mismunur á danskri og íslenzkri krónu sé að vísu ekki viðurkendur af hálfu íslendinga, en það sé engu að síður staðreynt, að íslenzskir seðlar séu minna virði en danskir og hafi það nokkur óþægindi í för með sér; íslenzka stjómin ákveði um þetta, endaniega, og voni menn að hún muni faliast á skrá- setningu, sem daglega lýsi opin- berlega í hvaða verði íslenzk króna stendur. Alitið er að íslenzk króna sé nú um 93 aura virði. Spánarsamnmgarnir. Khöfn, 31. júlí. Verzlunarsamningarnir milli Danmerkur, íslands og Spánar eru nú undirskrifsðir. Verður eftir þeim tekinn lægsti tollur af dönsk- um og íslenzkum vörum til 30. september, en eftir þann tíma gildir samningurinn unz annarhvor aðilja segir honum upp með mán aðarfyrirvara. átkaiar jréttir. Úrsllt norska sjómannayerk- fallsins. Samningum milli norsku sjó- mannanna og útgerðarmannanna er nú fyrir nokkru að fullu lokið. Gilda þeir fyrir millilandaskip og strandferðaskip með föstum áætl unum til 31. mars 1922 og fyrir önnur flutningaskip þannig, að segja má samningunum upp hve nær sem er með tveggja mánaða fyrirvara. Það varð að samkomuiagi að iaun sjómanna lækkuðu alls um i7°/o, strax um 12% og 1. des- ember næstkomandi um 5%. Újóðverjar hafa enn fengið lán í Amsterdam, auk þeirra sem þeir áður hafa fengið þar. -átvinnnleysið í Englandi. 17. júní voru taldir 2,168,455; gersamlega atvinnulausir menn í Englandi og 847,000 sem unnu styttan vinnutíma. Viku seinna 24. júní, voru þeir atvinnulausu 2,178,000 og styttan tfma unnu 953.26o.| Kolavinslan í Englandi. Öil kolaframleiðsSan í Englandt meðan á kolaverkfaliinu stóð (4. apríl til 2. júlí) nam 179,100 smálestum. Til samanburðar má geta þess, að vikuna 11.—18. des. 1920 var kolaframleiðslan í landinu 5,507,- 000 smál., 5.—12 mars 4,240,400, 19.—26. mars 3 660,000 og 26. marz til 2. apríl 1,950,000 smá- lestir. Skattabyrðin í Pýzkalandi. Nýlega hefir þýzka stjórnin lagt fyrir ríkisþingið áætlun sfna um þær skattaálögur, sem þurfi tii þess að geta uppfylt skilmála Bandamanna, og er sú áætlun ekki glæsileg fyrir Þjóðverja. — Stjórnin áætlar að takast megi að hafa saman árlega f sköttum 80 miljarða marka, þar af helming f tollum. Tekjuskattinn á að auka stórkostlega, verðhækkunarskatt og tekjuskatt einnig og loks er gert ,'ráð fyrir miklum tekjum af einkaleyfum af kolagreftri og öðru sliku. Toilar|eiga að vera mestir á áfengi og)tóbaki, en gffurlega háir verða þeir engu að síður á sykri, eldspýtum og kolum. Þetta skattafrumvarp stjórnar- innar hefir mætt afskaplegri mót- spyrnu og er óvíst hvernig um það fer. Þinginu er nú frestað fram í september, en þegar það kemur saman verður þetta mál fyrst og fremst til meðferðar. Mn ðaglttn «g vegtas. Skemtiför fara verzlunarmenn 2. ágúst upp í Vatnaskóg. Hafa þeir tekið á leigu b/s Austraftil fararinnrr. Lúðrafélagið Harpa skemtir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.