Alþýðublaðið - 21.02.1969, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.02.1969, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. febrúar 1969 rAt íímDKD Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—‘10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjal^ kr. 150,00. í lausasölu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f, Eggert sér um sína íslenzka þjóðin stendur um fþess'ar imundir andspæ'nis örlaga ríku vandamáli. Gengi krónunn ar hefur verið læk'kað til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir sjávarútveg og fis'kvinnslu. Hækkandi verð á erlendri vöru renntur til að hækka verð útflutn ingsafurða. Ef þessum hækkun um verður velt út í kaupgj'ald, 'þurrkast áramgur gengisbreyting tarilnniar út, og þjóðin stendur aft ur í sömu isporum og síðastliðið haust. Samtöik launþega eru nú að tygja sig til viðræðna og kref j tast Iviísitöluuppbóta á kaup. Veit enginn í dag, hvernig því máli ílyktar. Einn er þó sá hópur launþega, sem hefur þegar fengið vissu fyr :ír 17% uppbót til að bæta verð liækkanirnar. Það eru yfir 14.000 aldraðir borgarar og yfir 4.000 oryrkjar. Tryggingastofnun ríkis- ins greiðir þessu fólki verðskuld uð laun fyrir hönd þjóðari'inar allrar. Þessi laun mættu að sjálf sögðu vera hærri, en á síðustu <Dg verstu tímum verður það að kallast gott, að á þau skuli koma 17% hækkun. Eggert Þorsteinsson félagsmála ráðherra fer með málefni þessa fóllks sem og önnur trygginga- tmál. Hann hefur haft forgöngu um þá hækkun, sem tryggð hefur verið þessu fó'lki og raunar öðru, isem trygginganna nýtur. Sem betur fer hefur ekki verið nein landstaða gegn málinu, og er þjóðin vonandi öll sammáia um það. Samt sem áður hefur Þjóðvilj- inn séð ástæðu til að ráðast harkalega á Eggert fyrir með- ferð hans á tryggingamálunum. Er sú árás raunar ekki annað en þáttur í illkynjaðrí ofsókn komm únista á hendur Eggert og á ekk ert skylt við málefnalega stjórn málabaráttu. Ekki er hægt að auka trygg- ingagreiðskir án þess að hækka um leið tekjur trygginganna. Það er augljóst. Og um tekjur al- mannatrygginga gilda lög, s'em mæla fyrir um, hvemig þeirra skulil aflað frá ríki, sveitarfélög um, atvinnurekendum og hinum tryggðu. Kommúnistar 'hafa ekki flutt frumvörp um að 'breyta þessum lögum og þeir samþykktu að fara eftir þeim í trygginga ráði og við fyrstu umræðu um málið í Efri deilld. Mæltu ekki eitt orð í mótmælaskyni. En svo rís Þjóðviljilnn upp og gerir árás á Eggert fyrir mál, sem flokks- tmenn iblaðsins hafa þegar sam þykkt. Hækkunin á daggjöldum sjúkra husa tviar afleiðing af almennum hækkunum í landinu, sem orðið haíla undanfarna mánuði. Verk Eggerts í því sambandi hefur fyrst og frem'st verið að leggja til hækkun fæðílngai’styrksins, svo að mæðurnar fái sjúkrahús kostnaðinn grfeiddan eins og áður var. Það kann að vera, að fyrir heil brigt fólk með litlar fjölskyldur geri hækkun trygginganna ekki 1 meira en að mæta hækkun á tryggingagjaldi og sjúkrasamlags gjaldi. En fá menn bætur fyrir ýmsar aðrar hækkaríir? Er þetta ástæða til árása á tryggingamála- ráðherrann? Fyrir gamla fólkio, öryrkjana, barnmörgu fjölskyldurnar, — fyr ir þúsundir þeirra sem standa höllum fæti í lífsbarúttunni, kem ur hækkun trygginganna allt öðru vísi út. Þetta fólk mun ekki þakka Þjóðviljanum árásir hans á Eggcrt Þorsíeinsson fyrir þær breytingar, sem verið er að gera í tryggingamálunum. t- ARFLEIÐSLUHÆFI 'Hinir föstu, vikulegu þættir Alþýðublaðsins um almenna lögfræði, sem bintust í blaðinu síðari hluta vetrar í fyrra og :t’ram á sumar, hafa nú legið niðri um skeið sökum anna und irritaðs og af öðrum óviðráð anlegum ástæðum, en nú er ætlunin að hefja þá að ein hverju leyti að nýju, eftir því sem rúm og tími leyfa. Mega iesendur eiga von á þeim að íminnsta kosti hálfsmánaðar- 'iega, en eigi verður unnt að birta þá á ákveðnum dögum til að byrja með. Eins og í fyrri þáttum verður reynt að veita alniennum lesendum nokkra innsýn í lögfræði dag iegs lífs, ef svo má segja: kynna (þeim og gera þeim skiljanleg ýms þau lagaákvæði og lagarök, er mest reynir á í daglegum samskiptum manna. En nóg um það! Kig minnir, að í síðasta þætti — á; öndverðu sumri — ihafi ég rætt nokkuð um 'erfðaskrár al mennt, gerð þeirra, form og tilgang. Þc;im, sem vilja rifja þessi atriði upp, áður en lengra er haldið, verður að vísa þang að. í beinu frli. af því virðist ■liggja næst að taka til athug unar svonefnt arfleiðsluhaefi manna, eins og það. 'er nefnt í erfðalögum nr. 8 frá 1962. Arfleiðsluhæfi er samiheiti JxÖ<5 . & RETTUR þeirra hæfileika, sem. krafizt er af manni til að hann geti gert bindandi erfðaskrá að lög um. Er arfleiðsluhæfi ein fceg und gerhæfis, sem í persónu- rétti er skilgreint sem Ihæfi til iað ráða sér og réttindum sínum sjálfur, svo að gilt sé að lög um, en í gerhæfinu felst bæði Ihæfi til þess að fara með raun veruleg (faktisk) umráð rétt- indanna og hæfi til þess að stofna rótt sér til handa og skapa sér skyldur með eigin gerðum og aðgerðarleysi í lög skiptum við aðra réttaraðila. Arfleiðsluhæfi manna er slungið þremur meginþáttum: í fyrsta liagi eru gerðar kröfur til aldursþroska arfleiðanda; í öðru lagi eru gerðar 'kröfur til andlegrar lieilsu hans, og í þriðja 'lagi er að því hugað, hvort gerhæfissvipting kunni að eiga við um hann- Þi var og það nýmæli upp tekið með erfðalögum nr. 8 frá 1962, að hjúskapur afli arfleiðsluhæfis. 34. grein ofangreindra laga hefur að geyma ákvæði um arf leiðsluhæfi að íslenzkum rétti, og segir þar að hver sá, sem orðinn sé fullra 18 ára eða hafi stofnað til hjúskapar, geti ald urs vegna ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. Þá segir og, iað erfðaskrá sé því aðeins gild, að sá s'em lrana geri, sé svo heill heilsu andlega, að 'hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Ekki eru erfðaskrár yngri manna en 18 ára þó skilmála- laust ógildar — nema um bam unga menn sé að ræða — held ur verður 'hinn ungi aldur að- eins grundvöllur véfengingar, ef til rengingar kemur. Andleg heilsa er hins vegar afgerandi atriði við erfðaskrárgerð, en ekki kernur lögfræðissvipting sem slík í veg fyrir arfleiðslu ihæfi, nema andleg van'heilindi ikomi einnig til. Þó að lög- ræðissviptir menn séu ófærir til erfðaskrárgerðar, er það því Fjölskyldu- hátíð Óháði söfnuðurinn hefur und anfarið haft nokki-ar fj.ölskyldu messur, það er að segja, messuc í kirkjunni og samtímis sunnu- dagaskóla í safnaðarheimilina Kirkjubæ. Eftir messu næstkom andi sunnudag, 23. þ.m. helduC kvenfélag safnaðarins skemmfc- lun í Kirkjubæ við hæfi allrar fjölskyldunnar, og býður jafn- framt ungurn og gömlum til kaffidrykkju. Sérstaklega 'hvetja fólagskonur ungt fólk ti'l að koma með atdrað fólk með sét á fjölskyldUhátíð þessa. Messunni mun ljúka kl. 3 á sunnudaginn og þá hefst sam- eiginleg kaffidrykkja og ýmia skemmliatriði. Meðal annars verður leikþátt ur frá Langholtssöfnuði eftir séra Árelíus Níelsson. Söngkon urnar Guðrún Tómasdóttir og Álfheiður Guðmundsdót'tir syngja íslenzk lög með undirleik Hönnu Guðjónsdóttur, Öllu fólki í Óháða söfnuðin- um er að sjálfsögðu heimill að- gangur, og að taka með sét gesti. •ekki í skjóli lögræðissvipting arinnar sem slíkrar, heldur sam kvæmt alveg sjálfstæðu mati. Það mat mundi yfirleitt fram kvæmt af sérfróðum læknum, Þ6 að dómstólar verði annars al- mennt að dæma um hæfi erfða skrárhöfunda, ef út í það efl farið. Geðveikis'hugtök læknis- frseði og lögfræði falla þó ekki alls ikostar saman, og toer a3 ganga út frá því. ‘Maður getur verið geðveikur á einu sviði eq' ekki öðru, eins og kunnugt er, og váð gerð erfðaskrár skiptir Iþað eitt máli, hvort arfleiðandl er fær um að gera sér grein fyrir gerðum sínum og afleiíl ingum gerða sinna í sambandl við erfffaskrána. Fræðimenn ihafa á það toent, að sé arfleiŒ iandi vistaður á geðveikrahæli, virðist að sönnu sterkar lí'kur fyrir úhæfni lians lil erfðaskrár gerðar, en henni verði þó alla eigi slegið fastri fyrirfram, þar sem alkunna sé, að ýmsum geŒ veikrahælum sé skipt í ólíkar deildir eftir mismunandi sjúlo- dómsstigum sjúklinga. Áhugasömum lesendum un< arfleiðsluhæfi skal til gagna og gamans toent á eftirtalda hæstaréttardóma í dómasafnl Hæstaréttar fslands: II. bindi hls. 41; xxix bindi bls. 359; 0g xxxv. bindi bls. 656-658. Þess ber svo að geta að lolfi um, að menn þurfa aff sjálfi sögffu ekki að gera erfðaski’á frekar en þeir vilja, þó að ,hæ£ ið" sé fyrir hendi; hér er um sjálfstæða viljaákvörðun að ræða, 'háða persónulegum liögi um hvers og eins. "j G.A. )

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.