Alþýðublaðið - 21.02.1969, Page 7

Alþýðublaðið - 21.02.1969, Page 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. febrúar 1969 7 FANGELSI GERA MENN „FORHERTA" , ,, >» ■ ■ 1 mg- ;; ""': 1 ► SX < >4 nrtekið/brot. Með öðrum orðum: Sú aðferðin sem kostaði þióðfélagið gífurlegt fé varð til þess, að af þeim sem hennar ntttu, brutu 85% fleiri af sér á tiý, heldur en af þeim sem sjálfir greiddu sína aðferð. Þjóð- félagið borgaði háar fjárupphæðir í meðferð sem spilhi mönnunum, það tapaði enn verðmætum þegar þessir menn brutu af sér á ný það beitti þá aftur hinni kostnaðarsömu mannskemmandi meðhöndlun, og steig þar með eilt skref til viðbótar í þessum undarlega vítabring. Af þessu má glögglega sjá, að sé ætl- upin að kenna einhverjum eitthvað, er ekki rétta aðférðin sú, að útiloka viðkomandi frá allri snertingu við námsefnið. Leiðin til happasællar og hamingjusamrar sambúðar við náungann verður aðeins kennd f umhverfi þar sem slíkt raunveru- lega þrífst. ar sem við höfum nú rakið töiur og líkur fyrir því að refsing bafi neikvæð áhrif á þá sem hennar gjalda, og aðstandeitdum þeirra, væri ekki úr vegi að athuga hver áhrif hótunin um refsingu vegna afbrots hefur á löghlýðið fólk, eða (réttara sagt) fólk sem hefur ekki hlotið dóm fyrir lögbrot. Það er einmitt þessi hóptir sem er frtim- kvöðullinn að kriifunni um þyngri refsingu, einkum vegna þess að honum stafar hætta af afbrotamönn- um, en alls engin sjáanleg hætta af óréttlátum hegningum á þeim. Þótt allir menn hafi brotið lög og regl^r og sé það fullkomlega ljóst, mun enginn þeirra vilja líta á sjálf- an sig sem 1 afbrotamann, og alls ekki taka þessa aðvörun til sín, þ.e. fvrr en þeir eru stimplaðir með dómsúrskurði. Það sem aftrar þeim frá lögbrotum er hin siðferðislega sektarmeðvitund og óttinn við álitsskerðingu, en alls ekki óttinn við þá hegningn sem við einhverju afbroti liggtirt Hvgg ég að' öllum sé þetta nokkuð Ijóst. Rétt er. cinnig -að minna hér á þá: augljósu stað- reyncl, að þeim mönnum sem mest áhrif hafa á lög og hegningardóma, eru, af eðlilegum umhverfis og hug- arfarsástæðum, ýmsar tegundir af- brota meira fráhrindandi og fyrir- litlegri, og þannig alvarlegri en aðrar, þó að þjóðfélagslegt tjón af þeim sé hið samá. Þetta hefur í för ' með sér óréttláta valdbeitingu „efri“ Hvernig á að meta lög- . brot stéttanna á þeim „lægri", og er það greinilegast þar sem þjóðir eru stéttaskiptar, en það er auðvitað ekki ' eins ríkum mæli bér á landi. Eina Ieiðin fyrir samfélagið til að meta og dæma lögbrot, er að meta þann skaða sem það veldur. Eina sanlfélagslega mælistikan á skaða, er andvirði þess sem skemrnt er, í peningum, hvort sem mönnum líkar sú fullyrðing betur eða verr. Ef að dóma ætti að byggja á dul- mótaðri réttlætiskennd eða tilfinn- ingum manna, yrði ekkert samræmi með þeim, sökum þess að slíkar kenndir eru mjög misjafnar með mönnum, allt eftir ólíku innræti og uppeldi. Þeir sem í raun og veru ímynda sér að hegning beri jákvæðan árangur, ættu, hvað sem öllu öðrti líður, að leggja þyngstu viðurlögin við þeirn lögbrotum sem mestu fjárhagslegu tjóni valda. Þessi réttmætiskrafa, svo langt sem hún nær, er að mestu leyti hlunn- farin. Ejnn maður sem brýzt inn á nokkra staði og hefur ef til vill tíu þúsund krónur upp úr krafs- inu, hlýtur mun þyngri dóm en annar maður sem árum saman not- ast við óskráð sjónvarpstæki, og veldur þannig sama samfélagsskað- anum. Og undantekningarlaust hlýt- ur hann þyngri dóm en einhver þrautmenntaður og úrræðagóður einstaklingur, sem sólundar tugum milljóna af almannafé í eigin þágu, og ber úr býtum virðingu og viður- kenningu, í stað maklegra mála- gjalda. A meðan blómstra skattsvik og ýmiskonar ;fjárplógssf,arfsemi, ir sem hver um sig veldur margfalt meira árlegu tjóni, en innbrot og skemmdarverk. Glöggt er hversu okkur hættir við að sjá flísina í auga náungans, og hversu gjarnt okkur er að haga seglum eftir vindi. Sá ykkar sem syndlaus er ......... og nóg um það. I þjóðfélagi þar sem menn virða lög og reglur, líta þcir með van- virðu á þá sem þau brjóta. Lang- sferka.sta uppeldisaflið, og í raun og veru eina aðhaldið, er sjálft al- menningsálitið. Allir, jafnvel þeir sem við verst kjör búa, eru í flest- iim gerðum sínum mótaðir af ríkj- andi 'áliti fjöldaps. Virðing, traust, gott álit og önnur torsótt gæði eru UDDskorin á þeim vettvangi. Af ■þessum ástæðum hafa margir fylgj- endur þyngri refsingar farið fram á að lögbrjótar verði sviptir ærunni frammi fyrir alþjóð, þannig að nöfn þeirra og myndir yrðu birtar í fjöl- miðlunartækjum o. fl. Þannig æru- missir er tvímælalaust þyngsta refs- ing sem hægt er að beita nokkurn rnann í siðuðu þjóðfélagi. Hún brýtur nefnilega niður þann ramma sem hverjum Jöghlýðnum manni er gert að lifa innan. Þar sem álit fjöldans _er eitt sterkasta aflið sem bægir manninuni frá því að brjóta lögin, er sá sem ekki er lengur bundinn af því beinlínis bvattur áfram eftir sömu braut. Hann er þannig óvægt dæmdur af ókunnu fólki, sem lítið cða ekkert þekkir hann, nema fyrir þann eina verkn- að, þá einu hlið hans, sem opin- berlega er sýnd. Sú mynd sem þann- ig innprcntast iijá öllum einstakling- um samélagsins vcldur því, að hann er tortryggður hvarvetna sem lög- brjótur, jafnve! þótt hann aldrei framar stígi víxlspor. Vel kann að vera að þau atvik sem til slíkra dóma leiddu, seu sorgleg og vekji réttláta reiði manna, en rétta úr- lausnin er ekki að. halda þannig á taumunum, að þjóðfélagið svipti Framhald á bls. 10. TILKYNNING frá SÁPUGERÐINNI FRIGG Að marggefnu tilefni, viljum við minna á að framleiðslu vörur okkar eru eingöngu seldar til verzlana og fyrir- taekja. Er því tilgangslaust fyrir aðra en ofangreinda að leita til okkar. Síðbuxur Þýzkar úrvals skíðabuxur, allar herra- og unglingastærðir. Ó.L. Laugavegi 71 1 Sími 20141. b Iðnskólinn í Reykjavík gengst fyrir námskeiði fyrir meistara og sveina i pípu- lagningaiðn í samráði við Hitaveitu Reykjavíkur. Náms- ■efni samkvæmt bréfi, sem félögum í stéttarfélögum pípulagningamanna hefur verið sent. Innritun fer fram á skrifstofu Iðnskólans í Reykjavík til 26. þ.m. Niðurröðun í deildir fer fram föstudaginn 28. febrúar kl. 20.00 í skólann. Námskeiðið hefst mánu- daginn 3. marz n.k. kl. 20.00. Skipt verður i hópa effir þátttökunni. Kennt verður 5 kvöld kl. 20—22 fyrir hvern hóp. Skólastjóri. Dauðir menn segja írá merkilegum atburðum nefnist erindi, sem SVEIN B. JOHANSEN flytur í AÐVENTKIRKJUNNI, í dag FÖSTUDAGINN 21. febrúar < kl. 20,00 Kórsöngur - kvartettsöngur Athyglisverðar litskuggamynd- ir. ALLIR VELKOMNIR. Blaðburðarfólk óskast við: Rauðarárholt Hafið samband við afgreiðsluna. — Sími 14900- MATUR OG BENSÍN allan sólarhrínginn. Veitingaskálinn, Geithálsi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.