Dagur - 08.05.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1918, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí. DAflHR AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus f. Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 8. maí 1918. 1: blað. Samvinna. Pað er öldungis óyggjandi sann- leikur, að margar samtaka hendur geta auðveldlega rutt þeim stórbjörg- um úr vegi, sem einn fær ekki þok- að. Á þeirri vissu er aliur fjelags- skapur bygður. Regar umbótaþörfin er orðin nógu brýn, taka nokkrurn veginn vel upp- lýstir menn höndum saman — gerast samvinnumenn. Grundvöllur góðrar samvinnu er þekking, fjeiagslund og sameiginleg tilfinning fyrir þörfinni á breyttum og bættum kjörum heildarinnar. Ganga má að því vísu, að slík samvinna eigi mótspyrnu að mæta. Hún kemur frá þeim, sem meta meira hagsmuni fárra einstaklinga en velmegun fjöldans, Verslunin hjer á landi hefir til skamms tíma verið öll í höndum kaupfnanna. t*eir hafa gerst milli- liðir seljenda og neytenda. t»að gefur að skilja að kaupmenn eru að öllum jafnaði hvorki verri eða betri en aðrir menn. Af því hefir leitt, að aðalmarkmið þeirra hefir verið, að gera milliliðsgróð- ann sem mestan að hægt hefir verið, því sá gróði hefir verið þeirra eiginn gróði. Samvinna almennings í verslun er að sjálfsögðu sprottin af þvf, að kaupmannaverslun hefir ekki verið hagkvæm alþýðu manna. Annars hefði með öllu verið ástæðulaust að stofna kaupfjelög. Petta má orða þannig: Pegar kaupm.verslun þjáir fólk- ið, mynda dugandi menn kaupfje- lög. En það er ekki aðeins óáran í verslun, er knýr fólkið til samvinnu. í því efni skal bent á annað mál, sem að vísu er náskylt hinu fyrra: Samgöngur og flutningar. Lengi höfum við íslendingar átt því að venjast, að útlend gróðafje- lög önnuðust flutninga fyrir okkur. Pau fjeiög hafa fyrst og fremst hugs- að um sinneiginn hag; keppikeflið að hafa okkur að sem stærstri fje- þúfu. Afleiðingin varð, a6 íslend- ingar tóku höndum saman, og Eim- skipafjelag íslands myndaðist. Sama reyndin mundi á verða, ef peningastofnanirnir í landinu, bank- arnir, færu að beita kúgun í ein- hverja átt. í einu Hægrim. blaði í Rvík hef- ir því verið haldið fram, að sam- vinnumenn hafi »afsalað sjer öllu frekara lánstrausti« með því að taka þátt í samábyrgð fjelag- anna. Pað þarf nú að vísu ekki að gera ráð fyrir því, að þessi skoð- un fái nokkurt fylgi, en hugsum okkur samt sem áður, að hún yrði ofan á og bönkunum yrði Iolcað fyrir samvinnumönnum; hvað mundi þá ske? Að sjálfsögðu yrði þá óð- ara snúist að því að að setja á stofn nýjan banka — samvinnubanka. Og þá eru blöðin. Pegar þau hneigjast til fylgis við þær stefnur, sem þjóðinni eru mið- ur hollar, og hagsmunavindar frá ein- stökum mönnum ráða stefnum blað- anua, þá stofnar fólkið ný blöð á samvinnugrundvelli. Svo er fyrir að þaklca, að sam- vinnuhugurinn hefir náð þeim tök- um á fólkinu, að úr þessu lætur það ekki kúgast til lengdar. Sam- vinnustefnan hefir fest rætur í ís- lensku þjóðlífi. Kostir hennar eru: öryggi, sjálfseign álmennings og ó- hvikul stefna í samrœmi við þarf- ir þjóðarinnar. Frá útlöndum. Pjóðverjar sækja stöðugt á að vestan, einkum á norðurvígstöðv- unum, þar sem Bretar eru fyrir. Telja bandamenn það ætlun þjóð- verja að beita þar öllu því afli, sem þeir megna, og mest hætta muni af þeim stafa um og eftir mánaða- mótin maí — júní. í Prússlandi er kosningarjetturinn mjög takmarkaður. Ný fregn seg- ir, að kanslarinn hafi nú tilkynt, að almennur kosningarjettur yrði lög- leiddur þar í landi. — Svo er nú komið á Finnlandi, að uppreisnarflokkurinn (rauðu her- sveitirnar) hefir beðist vægðar, en nú eru honum ekki grið gefin af stjórninni. Megn óánægja er á írlandi út af herskyldulögunum, sem samþykt hafa verið í enska þinginu. Er her- skyldu takmarkið fært upp í 50 ár og herskyldan Iátin ná til írlands. Landsþingið í -Bessarabfu hefir samþykt, að hún skuli sameinast Rúmeníu, Við kosningar í Danmörku hefir frjálslyndi flokkurinn sigrað með tilstyrk jafnaðarmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.