Dagur - 08.05.1918, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1918, Blaðsíða 4
28 DAGUR. Nýjar frjettir. I — Breskt skeyti skýrði frá því ný- skeð, að Þjóðv. hefðu komið fram með friðartilhoð. Samkvæmt því ætluðu þeir að gera Elsass-Loth- ringen að frjálsu ríki, endurreisa Belgíu og fara ekki fram á nokkra landvinninga að vestan. Nýrra skeyti frá Dantnörku herm- ir, að Rjóðv. hafi neitað því að hafa gert nokkurt friðartilboð. Vita menn ekki hverju á að trúa. Þá er getið um að fyrv. utan- ríkisráðherra Hollands sje á !eið til London í friðarerindum fyrir Pjóð- vetja. Dariska sendinefndin, sem á að semja við alþingi um fánann, get- ur ekki komið fyr en síðar í sum- ar. Rætt um að slíta þingi hið fyrsta og kalla það aftur saman í ágúst. Engin föst ákvörðun tekin um það enn. Ókunnugt um hvort semja eigi um sambandið yfirleitt. Rorkell Klemens hefir kynt sjer móvinslu í útlöndum. Stingur upp á nýrri aðferð, sem þykir mjög merkileg og vekur mikla eftirtekt. Eldhúsdagur nýlega afstaðinn.Gísli Sveinsson og sr. Sig. Stef. veiltust að stjórninni, einkum að fjármálaráð- herra. Vörn forsætisráðherra fyrir stjórnarinnar hönd var svo snörp, að hún snerist upp í sókn. Samningarnir við Breta fuligerð- ir, eii er haldið leyndum í bráð. (Eftir simfregnum iir Rv. i dag.) »Islendingur« bregst drengilega við og viður- kennir hispurslaust, að hann hafi farið villur vegar í ádeilugreininni: »Lagarfoss í þjónustu landsverslun- arinnar,« enda ekkert undanfæri þess. En hyggi ísi., að ritstj. Dags megi ekki segja afdráttarlaust sann- leikann, þegar þess gerist þörf, vegna trúarskoðana sinna, þá er slíkt hinn herfilegasti misskilningur. Annars verður tæpast sjeð, að sala saltkjöts- ins til Noregs standi í beinu sam- bandi við trúmálin! STÖKUR sendar ritstj. Dags. Fengið hef jeg frá þjer sending. Frá mjer aftur þessi hending: Hátt fyrir ofan — land og —lending Ljómar vona’ eg Dagur að ending. Flyttu ljósa fræðslu bending -Firðing-dæling-hverfing-strending. Skeyt sem minst um—land og —lending, Líður að þeirra næturending. Indriði á Fjalli. Krókódílatár. Nl. flutti nýlega langan harma- grát út af því, að Kl. Jónsson varð- ekki bankastjóri. Hjer verða gerð-1 ar nokkrar athugasemdir við sorg- aróðinn. Fyrst það, að úr því Kl. J. að sögn Nl. var of fínn til að sækja um embættið, var vonlegt að stjórn- in þættist ekki nógu gróf til að bjóða honum það. Hún gat Iíka óttast, að slíkur maður yrði aliof finn til að gegna starfi, sem hann þóttist of góður til að sækja um. I öðru lagi er ósamræmi f því, að hægrimenn á Akureyri bönduðu við Kl. J. í fyrrahaust, er hann var mátulega fínn að bjóðast að vera kandidat þeirra móti. Sigurði dýra- lækni, hafi þeir nú í alvöru viljað gera hann að höfuðfjármálaleiðtoga þjóðarinnar. I þriðja lagi er það mjög óvíst að það reyndist gróði fyrir lands- menn að fá fjármálaforustuna í hend- ur einverjum aflóga embættismanni, þó að landinu sparaðist ríflegt ó- magameðlag með því lagi. I fjórða lagi er ekki til neins fyrir oddborgara á Akureyri að reyna að leyna ósigri þeirra. Peir ætluðu að spila með Kl. J., espa hánn til að sækja um embættið, vel unnanda honum hryggbrotsins. En hann varð ekki að þessu sinni egg- junarfífl vina sinna á Akureyri. Launaði þeim viðtökur í fyrrahaust. N. Brot úr annálum. Pá um veturinn Ijet Einar St. hengja báða þingmenn Rangæinga við Þjórsárbrú að viðstöddu fjöl- menni. Höfðu þeir síra Eggert og Einar á Geldingalæk eytt 50 au. í hestagæslu á Kotströnd, er þeir komu af þingi, og gert Iandsjóði reikning fyrir. Þóttu þetta góð málalok. Þá voru þingrof. »Óli« flaut inn á þing á sleinolíutunnu og 38 aðrir velmentir kaupmenn. Jón og Sigurður fjellu enn. Einar Sigfússon var kosinn á Siglufirði, sem þá var orðinn stærst borg í heimi. Var Einar fluttur í flugvjel suður ókeypis, til þess að særa ekki landsjóð. Setti flýgillinn Ein- ar nfður á þinghúsþakið, svo að atkvæði hans týndist ekki út í bæ- Þá fluttist Berléme til Akureyrar og gerðist afgreiðslumaður íslend- ings. Orðtak hans var: Aft fyrir fánann! Jón lœrði. Reglugerð hefir stjórnarráð ís- lands gefið út, þar sem bannað er að selja til útlanda íslenskar afurðir, sem framleiddar hafa verið eða fram- leiddar verða á yfirstandandi ári. Gildir þetta meðan samningarnir við Breta standa yfir. Góður hnakkur, dálítiðbrúkaður en ódýr,fæstkeyptur. Ritstjóri vísar á. Raapakona óskast á gott sveitaheimili skamt frá Akureyri. Gott kaup í boði. Ritstj. vísar á. Síldartunnur brúkaðar kaupi jeg undirritaður. Seljendur gefi sig fram sem fyrst. Halldór Friðfónsson frá Sandi. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.