Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 1
* DAGUR keraur út tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUH AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Ldrus J. Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. I. ár. Heilbrigð stjórnmálastefna. Samninganefndirnar, sem fjallað hafa um þjóðasamband Dana og og íslendinga, hafa Iokið störfum. Almenningi er enn ekki kunnugt utp árangur eða niðurstöðu samn- ingastarfsins. Svo mikið er þó hægt að fullyrða, að allir nefndar- menn, bæði fulllrúar Dana og ís- lendinga, hafa að lokum orðið sam- mála um fyrirkomulag sambandsins. Margir voru í fyrstu vondaufir um að málalokin yrðu þessi, óttuðust heimtufrekju íslendinga og þver- girðingshátt Dana, sem ekki yrði hægt að samrýma. Reynslan hefir þó orðið þessi. Mega þetta heita mikil tíðindi, og ettgin ástæða að ætla annað en hjer sje einnig um góð tíðíndi að ræða. Enginn skyldi væna íslensku nefndarmennina þess, að þeir hafi ekki sjeð sóma og hagsmunum íslensku þjóðarinnar borgið við samningagerðina, eða að þeir hafi fallist á nokkuð, sem ekki trygði okkur fttllan rjett yfir málum vorum. Á þessu verður að byggja og þessu mun vera óhætt að treysta. En þá getur heldur ekki hjá hinu farið, að dönsku nefndarmennirnir hafi sýntsamvinnu- lipttrð og fullann skilning á rjett- um málstdð vorum. Ætti það að vera mikið gleðiefni báðum þjóð- unum, Dönum og Islendingum. Skilyrði fyiir því að góð sam- búð og gott samkomulag geti á komist milli þessara tveggja þjóða er sá samba tdsgntndvöllur, sem Ritstjóri: Ingimar Eydal. Akureyri 19. júlí 1918. 12. blað. báðar þjóðirnar geti verið ánægð- ar með, samband samfara óánægju leiðir til ills eins og því á að slíta, sje ekki hægt að nema óánægjuefn- in burt. Pað sem mest á veltur er að sambandið sje óþvingað á báðar síður, en óþvingað getur það tæpast orðið, nema hvor þjóðin fyr- ir sig geti sagt því slitið, ef hún vill og æskir þess einum huga. Rann- ig lagað samband mundi best tryggja gott samkomulag milli þjóð- anna og varna því að ísland leys- ist úr tengslum við hin önnur Norð- urlönd, sém talið er og telja verð- ur að skaði hlytist af. Eins og áður hefir verið að vikið í þessu blaði, reynir nú mjög á þroska íslendinga í þessu máli. Aldrei hefir meira við legið en nú að verða samtaka og samhuga. Verða menn að gera sjer það vel Ijóst, hver- jar afleiðingar það hefði aðsundr- ast nú í sjálfstæðismálinu. Kæmi til þeirrar sundrungar, yrði það á- reiðanlega það þyngsta stjórnmála- böl, er þessa þjóð gæti hent. Sum- um finst, og það ekki að ástæðulausu, að stjórnmálalífið íslenska sje ekki vel heilbrigt, en þá fyrst yrði það fársjúkt, ef við færum á ný að ber- ast á pólitiskum banaspjótum útaf sambandinu við Dani. Fjöldi stór- mála bíður úrlausnar og þolir enga bið. Sundrung í sambandsmálinu mundi leiða af sjer herfilegar var.- rækslusyndir gagnvart þessum stór- málum. Líftaugar þjóðarinnar ligg- ja um þessi mál, og að sinna þeim ekki, eða þá mjög slælega, væri hið sama og skera þær taugar sund- ur. Rað slys má engan góðan ís- fendiúg henda. Bæru íslendingar gæfu til að leiða sambandsmálið til farsælla lykta, þá má vænta þess að upp úr því skapist heilbrigð stjórnmála- stefna á þann veg, að þá mynd- ist ný, föst flokkaskipun um alinn- lend velferðarmál þjóðarinnar. AII- ir íslendingar ættu að því að vinna að þetta megi takast. Alþingi. Því var loks slitið 18. þ. m. Hafði það þá átt setu viku betur en 3 mánuði, eða fullar 14 vikur alls. Mun það sú lengsta þingseta, er átt hefir sjer stað hjer á landi og þó var þetta ekki reglulegt þing. Rað sem lengdi þingtímann mjög var fánamálið, sem snerist upp í meðferð sambandsmálsins í heild. Regar því máli sleppir, verður naum- ast sagt að þingið hafi afrekað miklu, miðað við þenna langa starfstíma þess. Óánægjan yfir slælegum og hægfara störfum Alþingis kom víða í Ijós, bæði í blöðum og manna á m'illi. Sumir töldu þetta Ijelegasta og afkastaminsta þingið, er nokkru sinni hefði háð verið. Hjer skal enginn dómur á það lagður, að hve miklu leyti þetta hafði við rök að styðjast, en hvað sem um það er, þá eru nú allar horfur á að þrátt fyrir alt, muni þetta nýafstaðna þing verða merkasta þingið er háð hefir verið af íslendingum. Því veld- ur sambandsmálið. Pess er getið á öðrum stað hjer I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.