Dagur - 27.08.1918, Side 4

Dagur - 27.08.1918, Side 4
64 DAGUR. — Fyrri miðvikudagsnótt varð Gústaf Grönvold útgerðarmaður frá Rvík bráðkvaddur í skipinu Wille- moes. Iijartaslag varð honum að bana. Gústaf heitinn var vel gefinn maður á besta aldri. — Blaðið Njörður á ísafirði er sagður mótfalfinn sambandslaga- frumvarpinu. Öll hin íslensku blöð- in munu vera því fylgjandi. — Ritstjóri Vísis fór þess á leit skömmu fyrir þinglausnir, að al- þingi leyfði sjer að stefna forsætis- ráðherra fyrir »ærumeiðandi« orð um sig í þingræðu. Kom erindi þetta til umræðu og atkvæða í neðri deild. Enginn þingmaður gerðist til að flytja máiið, svo óvænlega horfði fyrir íitstjóranum. Kom hon- um þá hjálp úr óvæntri átt, því sjálfur forsætisráðherrann síóð þá upp og æskti þess mikillega, að deildin leyfði þessa málshöfðun. Varð þá deildin við beiðni forsæt- isráðherra. — Landsverslunarútbú á að setja á stofn í þremur kaupstöðum lands- ins: Akurcyri, Isafirði og Seyðis- firði; er svo ti! ætlast að vörur verði framvegis fiuttar beint til út- búanna frá Ameríku að svo miklu leyti sem við verður komið, og að vöruverðið s sje hið sama og í Rvík. — Jón Guðmundsson bóndi í Litlubrekku í Arnarneshreppi er'ný- lega andaður. Greindur maður og grandvar. — Alþingi kemur saman næst- komandi mánudag, til þess að gera út um sambandslaga-uppkastið. — Magnús Kristjánsson alþm. kom hingað með Willemoes síðast og hefir dvalið hjer í bænum síð- an. Hann fer affur til Rvíkur nú með Sterling. — Ungfrú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir kenslukona hefir sagt lausu starfi sínu við barnaskólann hjer og flytur alfarin til Rvíkur nú með Sterling. Fóðurbætir. Með því að fóðurbætir verður ekki fáan- legur fyrir veturinn, nema pantaður sje af sveita- og bæjarstjórnum, verða bæjarbúar að senda skriflegar pantanir sínar á síld og fóðurmjöli fyrir 30 þ. m. til okkar. Verðið er: Síldartunnan 15. kr., fóðurmjöl 100 kg. 35 kr. á Siglufirði. Dýrtíðarnefndin. Fjármörk. Peir, sem vilja koma fjármörkum í viðbætir við marka- skrá Eyfirðinga, sendi þau til undirritaðs fyrir 31. okt. n. k. og 35 aura með marki og 15 aura með brennimarki. Hálsi, 22. ágúst 1918. Bened. Jzinarsson. Upplag Dags hefir orðið að stækka á miðju ári vegna vaxandi kaupendafjölda. Síðari helm- ingur árgangsins kostar 1 kr., er borgist fyrir 1. desember þ. á. Auk þeirra, sem bein- línis hafa pantað blaðið, er það sent nokkrum mönnum víðsvegar um land. Ef þeir ekki æskja að gerast fastir kaupendur, eru þeir beðnir áð endursenda það. Gert er ráð fyrir að blaðið stækki að miklum mun um næstu áramót. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Skilvindur á kr. 110—250 . fást hjá Pjetri Pjeturssyni. Kaupendur Dags mega borga blaðið í versl- un Kaupfjel. Eyf. á Akureyri, Sölu- deild Ringeyinga á Húsavík og til Rórarins Stefánssonar bóksala þar. Ennfremur til kaupfjelagsstjóra Björns Kristjánssonar Kópaskeri. Gjalddagi blaðsins var 1. J-Ú-L-í.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.