Dagur - 30.04.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út einusinnt i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjaldclagi 1. iúlí. II. ár. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Akureyri, 30. apríl 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsími 112. 17. blað. VÖrður ríkisrjettindanna Eftir blaðaröddum að dæma, er það nálega ein- róma skoðun, að framvegis eigi stjórnmálaflokkarnir í landinu að bindast við afstöðu til eðlilegrar fram- sóknar í allsherjarmálum þjoðarinnar. Flestir láta sjer skiljast það, að lítið vit er í því að halda við gömlum flokkaerjum um alls ekki neitt, eða út af máli, sem allir hafa komið sjer saman um og til lykta er leitt. Pað mun aðeins vera eitt stjórnmálablað, blað »sjálfstæðismanna«, Frón, sem heldur hinu gagnstæða fram. Pað lítur svo á, að full þörf sje á því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að vera til, til þess að vera á verði um fullveldi Iandsins og rjettindi þess, því þó að fullveldið sje fengið og rjettindi þjóðarinnar viðurkend, geti þessu orðið spilt, ef eng- inn flokkur hafi það verk sjerstaklega með höndum að spyrna á móti slíkri rjettindaspillingu. Sjálfstæðisflokkurinn byggir þá tilverurjett sinn á þessu: að hann hafi þá köllun að standa á verði um ríkisrjettindi íslands. Pað eru nú allar horfur á því, að hjer hljóti að mýndast nýir flokkar eins' og áður hefir verið bent á hjer í blaðinu: Vinstriflokkur (framsóknarmenn), hægriflokkur (íhaldsmenn) og jafnaðarmannaflokkur. Hver þessara þriggja flokka hefir sitt ákveðna hlut- verk af höndum af inna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði þá 4. flokkurinn í Iand- inu, og mundi hann að sjálfsögðu líta tortrygnisaug- um til hinna flokkanna, af því hann teldi þá líklega til að glopra rjettindum iandsins úr höndum sjer við hvert tækifæri. Pað mundi aftur leioa til þess, að hver þeirra hefði horn í síðu Sjálfstæðisflokksins, af því þeir teldu sig engu síður færa um að gæta landsrjettindanna. Að líkindum mundi þetta þannig verða til þess að halda við lfði allsendis óþörfum flokkaríg, og gæti hann fremur orðið til þess að ríkisrjettindunum yrði ver borgið en ella. Pað sýnist nokkuð langt sótt, að byggja tilveru- rjett eins stjórnmálaflokks á væntanlegum eða grun- uðum ágreiningi út af sjálfstæðisrjetti þjóðarinnar. Sá grundvöllur er óneitanlega nokkuð reykkendur, Hyrfi Sjálfstæðisflokkurinn úr sögunni, yrði óefað sú raunin á, að sjálfstæðismennirnir gengju inn í hina aðra flokka, er fyrir yrðu, og er næsta óskiljan- legt að sjálfstæðishugur þeirra gufaði upp við það eitt, eðlilegast væri að þeir litu á sig sem sjálfstæð- issaltið í flokkunum. F*að er illa viðeigandi, ef ekki alveg rangt, að vera að gera ráð fyrir sundrungu og flokkadrátturn í sjálf- stæðismáli þjóðarinnar, eftir að alþjóða-samkomulag hefir á komist í því máli og fullveldið er fengið. Anægjulegra og að öllu hagkvæmara er að ganga að því vísu, að enginn s)erstakur flokkur þurfi að vera vörður ríkisrjettindanna, að »hvernig sem stríð- ið þá og þá er blandið*, hvernig sem flokkar skip- ast, þá verði það aldrei framar út af sjálfstæðismáii voru, eða þeiwi hlið þess, sem veit að umheimin- um; að þar verði aðeins ein hjörð. Eigi gömlu flokkarnir að haldast við líði áfram, þá verða þeir að lifa á reimleikum fortíðarinnar og ímynduðum grýlum framtíðarinnar. Á slíku viður- væri getur énginn stjórnmálaflokkur lifað ti! lengdar, svo að nokkurt líf geti heitið. t Jónína Jónsdóttir frá Austurhaga. Dáin í febr. 1919. Á milli lífs og feigðar er bilið ekki breitt, hve banastund er nærri ei grunar okkur neitt. Og fyr en nokkurn varir er lífssól liðin hjá og lokið hennar göngu að eilífðar sjá. — Og fyrir nokkrum vikum þú vanst þín dagleg störf og vaktir yfir barna þinna og heiinilisþörf. Ei þá var á þjer dauðamörk nje sjúkleik að sjá, en samt ertu nú dáin og horfin oss frá. Af því er sorg í hugum og dapurt yfir dal hve dauðans rökkur sneinma þig sjónum okkar fal. Vjer höfðum eigi vænst þess að hyrfir þú svo skjótt og hugðum ei svo nærri j}á síðustu nótt. Pólt líf þitt væri dáðríkt og ekki áti arfs, þú eiga sýndist krafta til lengra æfi-starfs. — En enginn skyldi deila við hins alvísa rök, því á þeim vantar skilning og þekkingar tök. Að þreyta stríð við fátækt og frumbýlingshag og flýta þjer að striti bvern einasta dag, og ganga svo ekkja á hólm við sorg og hel var hlutskiftið þitt\stranga, er leystir þú vel. Far bærinn litl.i stendur við bládjúpan hyl í brekkuskjóli heiðar með hvamma og gil, þú haslaðir þjer starfsvið og hita og þunga barst, og húsmóðirin fyrsta í sögu hans þú varst. F>ar sáum við og skildum, hve reyndist þú í raun — að ræktarsemin dugði, þó seintæk væru laun, og híbýlaprýðin, þótt húsin væru þröng, og hirðusemi og nýtni, sem blessa lítil föng. Jeg veit, þú hefir rnunað þar nrarga sára stund, þótt mein og hvarf þíns vinar þjer slægi dýpsta und. En aðrar voru sælar og sólskin fluttu inn i sambúð ykkar hjóna og litla bæinn þinn. F*ar brosgeislana fyrstu í blíðri móðurást úr barna þinna augum með fögnuði sást. Og fegurð mörg þjer birtist við bæjarvegginn þinn, þjer bárust töfraraddir í stofuna inn. í heimilis þíns sögu við lokið lífdags-svið er lesinn fyrsti þáttur. — Og hvað sem tekur við er verki nýtu skilað og vottuð þakkar-Iund, það verður Ijúft og skyldugt við síðasta fund. Frá barna þinna hópi þó heitust þökk er flutt, þau harma það og trega, hve samleiðin varð stutt. F*ótt margt þú hafir veitt þeim og leitt þau vel á veg, þeim verður sorgin þungbær og óbætanleg. En þyngstu tjóni lostin er litla stúlka þín, er lá þjer mest á hjarta með veikindi sín. F’að var þín æðsta gleði að vernda hennar líf og vera henni’ í þjáningum skjöldur og hlif. En máttur þinna bæna, þín móðurást og tár ei miður hygg jeg stoði, þó orðin sjertu nár; þótt hjarta þitt sje kólnað og horfið bros af kinn, er höndin Guðs hin sama með verndarkraftinti sinn. Og öldungurinn faðir þinn, sem unni þjer svo heitt og athvarf hjá þjer hafði, af ljúfum huga veitt. — Jeg skil, hve djúpt er sár hans og harmur heitur er í hárri elli verða að sjá á eftir jajer. * * * Hún streymir ennþá, áin, kveður kveðjuljóð, og! kvöldgeislarnir bregða á læki roða-glóð, og aftangola’ um brekkuna þýtur þýðum hreim, — þau þakka öll þfer stundir, er helgaðirðu þeim. Við sögu þína heyrum í árinnar óm, þá að henni vjer gönguni, er liftia næstu blóm, og þangað hvarflar önd þín og hjýðir ltennar nið, þó hulin vorum augum í vornætur frið. Frá ástvinum og nágrönnum einlæga þökk vjer innum þjer að skilnaði, munarbljúg og klökk, og óskum þess, er rjettum þjer hinsta sinni hönd, að himinijós [ojer skíni á ókunnugri strönd. K. V. Færeyingar eru að stofna innlent einiskipafjelag. Hefir for- göngumaður fjelagsins dvalið í Reykjavík utn tíma og verið að kynna sjer síarfsemi Eimskipafjelags íslands. Sóttvarnir. Heilbrigðisráðherra hefir skipað þriggja manna nefnd, til þess að sjá um framkvæmd á vörnum gegn erlendum sóttum. Nefndina skipa: Guðm. Hannesson prófessor, Stefán Jónsson læknir og Garð- ar Gíslason stórkaupmaður. Látin er í Reykjavík 30. f. m. Sigríður Thordarsen, tengdamóðir Hannesar Hafsteins. Hún var 86 ára gömul. Mannslát. Aðfaranótt 25. f. m. andaðist að heimili sínu Skriðulandi í Arnarneshreppi Jón Halldórsson faðir Jóhanns bónda þar og þeirra systkina. Jón heitinn var nær hálfáttræður að aldri; var sagður dugnaðar- og sæmdarmaður af þeim, er hann þektu. Skepnutjón. í páskahlákunni hljóp vatnsflóð á fjárhús á Kol- grímastöðutn í Hólasókn og drap milli 30 og 40 kindur, eign bóndans þar. Annað vatnstlóð hljóp á fjárhús á Halldórsstöðum í sömu sókn og drap þar um 50 fjár, eign Árna Friðbjarnarsonar bónda þar. Fórst þar nálega öll kindaeign hans. Fóðurskortur er víða íyrir dyrum í nærsveitunum, ef ekki rakn- ar bráðlegá fratn úr tíðarfarinu. Heyaflinn lítill á síðasta hausti og það sem enn verra er, að heyin hafa víða reynst stórskemd eftir haustrigningarnar.— Nú er ttðin breytt til batnaðar og vonandi að á því verði framhald. # Barnakvefsóttin er nú í rjenum hjer í bænum. Ekkert b.trn hefir dáið úr henni svo kunnugt sje. Almennar samkom- ur hafa fallið niður mi um tíma vegna veikinnar. Búnaðarmót. í ráði er að stofnað verði til búnaðarmóts í Kaup- mannahöfn, þegar hentugleikar leyfa. Gangast bún- aðarfrömuðir Dana fyrir niótinu, og á það að vera fyrir öll Norðurlönd. Að sjálfsögðu verður íslend- ingum gefinn kostur á að taka þátt í búnaðarmótinu og jafnsjálfsagt að við færum okkur það í ’nyt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.