Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kamur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi Fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni t>. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. Akureyri, 12. febrúar 1921. 6. blað. »lnnflutningshöftin.« í 5. tbl. íslendings birtist grein með þessari yfirskrift. Blaðið vítir stjórnina fyrir það, hvaða menn hún hafi valið í viðskiftanefndina marg- nefndu, þar sem tveir þeirra hafi verið innflytjendur vara og sinn maður frá hvorum banka. Til þess að sýna fram á, hvað þetta hafi verið óviðeigandi, farast blaðinu svo .orð: „Erlendis voru gerð skýr grefnar- mörk á þessu, enda liggur það í augum nppi, að fjárhagslegar tak- markanir eru alt annars eðlis en lagalegar og koma fjármáiastofnun- unum einum við. Rétta valdsviðið, sem nefndinni bar, var því lagalegs eðlis og fyrir því bankamönnum óviðkomandi." Ekki er óhugsandi, að almenning- ur eigi bágt með að skilja svona hárfína skilgreiningu á verksviði viðskiftanefndar. Svona Iagaðar hag- fræðilegar útskýringar ganga aðeins í gleypigjarnar sálir. Almenningur sem nokkuð hugsar, getur ekki skil- ið, að verzlunarviðskifti, sem fara fram með aðstoð bankanna, sé fjár- málum óviökomandi. Því síður skil- ur almenningur þetta, sem viðskifta- nefnd var skipuð vegna skulda þjóð- arinnar í útlöndum og henni var falið að hafa hönd í bagga með fjárgreiðslum landsmanna til útlanda. Þessi orðaleikur blaðsins um að verksvið viðskiftanefndar hafi verið Iagalegs eðlis, verður í augum skyn- bærra manna ekki annað en tilraun að klóra yfir einhverja hugsunar- villu eða blekkingu, því starf við- skiftanefndar var og hlaut að vera fjármálaeðlis, þó henni væri fengið lagalegt vald. Ennfremur er í nefndri grein ann- að atriði, sem ekki er hægt að ganga jjegjandi fram hjá. Blaðið getur þess að menn hafi í fyrstu vænt góðs af viðskiftanefndinni, enda hafi hún haft skilyrði til þess að gera mikið gagn. En—-hvað hafi skeð? Landið hafi verið birgt upp af vörum keypt- um fyrir hæsta markaðsverð erlendis. Engin tilraun gerð til að spara og menn hafi kært sig kollótta um dýr- tíðina. Erlenda aðstaðan hafi síðan breyzt. Vörur hafi tekið að íalla í verði og þjóöirnar hafi farið að sprengja af sér styrjaldarfjötrana. Þessu hafi hvorki stjórn né viðskifta- nefnd sint, heldur haldið fast við það, að nauðsyn bæri til eyða fyrst þeim vörum, sem fyrir væru áður en nýjum birgðum væri bætt við. Við séum orðnir þrem mánuðum á eftir öðrum þjóðum með okkar styrj- aldarlöggjöf. Þessir þrír mánuðir hafa kostað okkur, að minsia kosti milljónif (ef ekki milljarða, er hér sennilega undirskilið) og kosti okkur þúsundir daglega. Lagalegu höftin orsaki þetta. Viðskiftanefnd tefji fyrir og neiti kaupmönnum um innflutn- ing vara, sem séu 25 — 50% ódýrari orðnar en það sem fyrir er, sví? að þeir tapi of fjár og þjóðin þá um leið* Við þetta er æriö margt að athuga. Fyrst og fremst sú ásökun, að þrátt fyrir viðskiftanefnd, hafi landið verið birgt upp af rándýrum varningi Kveður hér nokkuð við ar.nan tón, en við höfum átt að venjast frá kaupmönnum síðan viðskiftanefnd var skipuð, því ekki hefir skort um- kvartanir undan viðskiítahömlunum. Nú er henni legið á hálsi í málgangi þeirra fyrir það, að hún hafi Ieyft of mikinn innflutning á dýrum vör- um. Þó kveður enn meir að þéim ásökunum, að hún leyfi nú ekki innflutning á ódýrum vörum. Svo er að skilja, sem nefndin hefði ekki átt að leyfa neinn innflutning vara fyr en nú fyrir þrem mánuðum, til þess að geta þóknast þessu mál- gagni. Nú er það fyrst að athuga, að meginhlutinn af vörum þeim, sem fluttar voru inn s. 1. sumar, voru keyptar og pantaðar áður en við: skiftanefnd tók til starfa. Hún tók þá stefnu að takmarka eða neita nýjum innflutningsbeiðnum aðeins, þessvegna kemur árangur starfs hennar seinna í ljós, en margir hafa ■búist við. Dagur getur veriö -þv* sammála, að nefndin hafi verið of væg, en þykist ekki hafa aðstöðu, til þess að dæma um starf hennar. Um verðfall varanna fer blaðið með gifurlegar öfgar. Eftir nýustu fregnum, er t. d. álnavara og járn- vara ekki farnar að falla í Danmörku enn sem komið er. Rúgmél hefir hækkað, en sumar matvörur Iækkað. En að um 25-50% veröfall sé að ræða á vörum yfirleitt eins og ís- lendingur gefur í skyn, eru öfgar. Loks komum við þar að, sem feitast er á stykkinu, þar sem blað- ið segir að þjóðin hafi tapað mill- jónum síðustu þrjá mánuðina vegna innfiutningshaftanna. Því aðeins gæti þetta verið á viti bygt, að þjóðin gæti flutt út þá dýru vöru, sem fyrir er gegn fullu verði eða að vissa væri fyrir því, að vörur, sem nú hafa fallið, hækki aftur fljótlega. * Leturbreytingin raín. Ritstj. En hvorugt er fyrir hendi. Tökum nú einfalt dæmi: Setjum nú svo, að landið liggi með 5000 tonn af kol- um. Nú skyldi verð kola falla skyndi- lega. Ætli það væri þá heiliaráð, að hætta að selja þessi dýru kol og liggja með þau, en flytja inn nýjar birgðir. Hvenær ætti þá að selja dýru kolin ? Ætli nokkur bóndi, sem ætti ársforða áf dýrari vöru, færi að bæta við sig ársforða af vörum, sem væru að falla? Bændur geta svarað þessu sjálfir, hver fyrir sig. íslendingur segir. „Kaupmenn tapa of fjár og þjóðin þá um Ieið." Er það tap fyrir þjóðina að kaup- menn geta ekki prangað út í al- menning vörum sem hann getur veriö án? Hvaöan hafa kaupmenn sinn gróða nema frá almenningi? Tap kaupmanna er ekki tap alþjóð- ar, heldur sparnaður almennings. Og eins og það er sparnaður al- mennings að takmarka innkauþ sín eins er það sparnaður þjóðarinnar í heild að forðast í lengstu lög inn- flutning á fallandi vöru, meðan enginn vöruskortur er í Iandinu. Þessi kenning ísl. er því annað- hvort berstrípuð blekking eða hugs- unarvilla. Það vantar ekkLvörur í Iandið heldur gjaldeyri. ÞaP^antar ekki kaupmenn eða kaupmannsum- hyggju, heldur sparsemi. Gripið í strenginn. Dagur gat þess í haust, að bænd- ur teldu sig ófæra, til að rísa undir kaupkröfum verkalýðsins — að út- gerðarmennirnir hefðu sömu sög- una að segja og að — verkalýður- inn teldi sig eigi geta Iifað á kaup- inu, sem það fengi. Blaðið óskaði eftir umræðum um inálið. Gat þess, að allir mundu hafa satt að tnæla. Þaö óskaði eftir stuttum greinum um þetta vandræði. Sennilegt er, að blaðinu hafi borist og út séu komn- ar ritsmíðar um þetta efni í Degi, þó að mér sé ókunnugt, þar sem við sveitamennirnir lifum blaðalaus- ir milli póstferða, stundum mánuð- um saman. Þó tek eg nú penna í hönd, til umræðu um þetta mál, vísvitandi að mín orð gera þó ekki annaö, en að vekja óróa og ef til vill illan munnsöfnuð heima fyrir, ef ekki á almannafæri. Eg get eigi skrifað um þessi efni svo að öllum líki, get eigi það né vil. Þess er von, að allar stéttir þjóð- félagsins (eg hefði víst átt að segja ríkisins!) telji sig vanfærar til að lifa við þau kjör, sem íand vort og sjór hefur á boðstólum, þar sem allar stéttir þjóðfélagsins eru yfrleitt, meö einstökum innbyrðisundantekn- ingum, orðnar bandvitlausar í lifn- aðarháttum og kröfum til fjármuna. Eg get ekki verið að sleikja utan af því, sem eg álít sannleika, þó að hann kunni að þykja beiskur. Rökin fyrir þessari fullyrðingu eru svo mörg og svo dreifð, að þau verða eigi talin í fljótu bragði. Ef eg væri búsettur við prentsvertuna, skyldi eg smám saman telja ástæð- urnar fram. En nú er eg eigi blaða- maður og get þess vegna ekki ann- að gert en að grípa í strenginn umræðanna. Mér mundi verða svarað því, að dýrtíðin skapi alþjóð vorri lifnaðar- hætti, sem eigi verði reist við rönd. Hún gerir það í sumum greinum. Útlendu vörurnar sem við kaupum, getum við eigi verðlagt, það er satt. En bæði kaupum við útlendar vörur í hóflausu athugaleysi, kaup- um margt að, sem vinna mætti í landinu og afla heima, ef fólkið væri eigi á ringulreið gálausrar tímaeyðslu. Og í öðru iagi sköpum við okkur dýrtíð innanlands um skör fram, eins og eg mun síðar sanna í þessari ritgerð. Sjálfskaparvíti koma mönnunum í koll. Og þetta er sjálfskaparvíti.— Frímann B. Arngrímsson ritaði á- gæta grein i íslending s. I. haust, um fargan þjóðanna í skemtanir, nefndi einkum Frakka og skemtana- fargatt þeirra fyrir styrjöldina miklu og svo skemtana ærslin hérna f kaupstöðunum. Frakkar þoldu léttúð Parísar Iengi og vel, af þvi að bændastéttin var sparsöm og iðin. Hún átti mikið sparifé, og landið var frjósamt og vel ræktað suðrænum jarðargróða.— Hér er öðru máli að gegna. Hér eru Iítil ræktunarskilyrði og hér eru veðráttuannmarkar, sem flt er við að tefla. Og hér er fámenni, til þess að undir fullveldis-ofdrambi verði staðið f báða fætur. Og hér er strjálbýlt og þess vegna til tölulega dýrt að halda við samneyti manna, vegum og mannfélagsskipun. En þrátt fyrir alla annmarka, heldur þjóðin að við. getum Iifað hálft árið í iðjuleysi og meira en í iðjuleysi: í skemtana-hringsóli og fjáraustri, sem þeim er samfara. Þetta er vit- leysi — sú þjóð, sem þetta gerir, »

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.