Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1921, Blaðsíða 3
6. tbl. DAGUR 23 Munið eftir uppboðinu priðjudaginn næstkomandi (15. p. m.) Selt verður: Rúmstæði, rúmfatnaður, stofugögn, eldhúsgögn, nýleg skilvinda, ný fótsaumavél og margt fleira af innanhúsmunum Ennfremur mikið af timbri, bátar, veiðarfæri og margt fleira. Otto Tulinius. Úr bæjarstjórn. Úr öllum áltum. Kosningarnar í Rvik fóru sem hér segir: B-listi (Jón Baldvinsson) 1795 atkv. A-listi (Jón Þorláksson) 1463 — C-listi (Magnús dosent) 1404 — D-listi (Þórður Sveinsson) 965 — 19 seðlar ógildir, 10 auðir. Kosnir voru Jón Baldvinsson, Jón Þorláksson og Magnús Jónsson, dósent. A ísafirði voru samþyktar svipaðar tillögur í viðskiítamálum og hér á Akureyri. Dánardægur. Nýlega er látinn Sigurður Jónsson á Reynisstað f Skagafirði, faðir Jóns alþm. á Reynisstaðj Sömuleiðis nýlega látinn Markús Krisljánsson, Krauna- stöðum í S-Þingeyjarsýslu. Báðir voru orðnir gamlir menn. Tíðarfarið er hið ákjósanlegasta. Sunnan hlák- ur undanfarið og sauðjörð komin f sveitum. Veturinn einhver mildasti f manna minnum. Björn Líndal lögmaður fór til Siglufjarðar til þess að lesa erindi sitt yfir hausamótum manna þar. Skoraði hann á menn til umsagnar með eða móti að fyrirlestri loknum, en enginn tók til máls. Afli hefir verið hér á Firðinum inni hjá Arnarnesi. Tveir bátar reru úr Hrísey á miðvikudag og sökkhlóðu. Otto Tulinius, konsúll kom með Sterling sfðast, en hefir hér skamma viðdvöl. Hann heldur uppboð á innbúi sínu þann 15. þ. m. samkvæmt auglýatu. í Nœsta blaði verður fyrirlestur Björns Lfndal lög- manns tekinn til umræðu. Skipafregnir. Sterling kom til Rvfkur í gær. Fekk ágæta ferð, sem betur fór, með jafn dýrmætan farm innanborðs. Lagarfoss kemur til Reykjavíkur úr helginni. Fer að líkindum norður fyrir. Willemoes að leggja af stað írá Vestmannaeyjum til Austfjarða og norður um land. Eftir messu á morgun syngur herra Skagfeldt í Lögmannshlfðarkirkju. Agóðinn rennur til ekkju Jóns Guðlaugssonar frá Ási í Glæsibæjarhreppi, sem dó nýlega af afleiðingnm meiðslis, sem hann varð íyrir í verksmiðjunni Gefjun. Ekkjan er svo fátæk, að sögn þeirra, sem þekkja til, að slfk munu fá eða engin dæmi hér um slóðir. Eigum við ekki öll að neita okkur um eina ferð í »Bíó«, eða á aðra skemtun, og leggja aurana saman f sjóð, til þess að reka þessa fátækt á dyrf Erum við svo þroskuð að við getum það? Þeir, sem koma með aurana sfna svara. Hinir svara lfka. Blaðið biður um játandi svör, ekki stór, heldur mörg. Sig. s. J. Skájffeldt Öngvari. í gærkvöld söng herra Skagfeldt aftur og var gerður ágætur rórour að. Skagfeldt hefir sérlega mikla og fagra rödd, og er hið síðara fátítt og afar dýrmætt. En maðurinn er að stíga sín fyrstu spor á þeirri braut, sem verður honum áreiðanlaga braut frægð- ar og gæfu, ef honum auðnast líf og reglusemi. Að loknum söng hafði ritstjóri Dags tal af okkar fyrv. ágæta söngmanni séra Geir og spurði: »Hvað segið þér um Skagfeldt?* »Eg segi það, að hann er hið ágœtasta söngmannsefni, en á mikið ó!ært«, var svarið. Dagur óskar söngmanninum til ham- ingju. Bréfkafli úr Arnarnesshreppi. Mig minnir að Dagur væri að mæl- ast til þess, af lesendum sínum, fyrir ekki löngu síðan, að þeir sýndu hon- um þá ræktarsemi að hripa honum lfnu, og skýra írá þvf, sem við' bæri f þeirra sveit, ef f frásögu þætti fær- andi. — Það virðist ekki til mikils mælst, en er þó örðugra heldur en manni virðist í fljótu bragði, Það er hvorttveggja að oítast er fátt um fréttir f sveitunum, og svo hitt, að okkur sveitakörlunum er margt betur gefið, en að sitja við skriftir og semja íréttapistla í skyndi, þvf það er fremur sjaldgæft að þeir hlutir gerist vor á meðal að mikilli almennri um- hugsun eða umtali valdi. En þó ber útaf þessu stundum. Þegar það varð hljóðbært hér um sóknina, að séra Jakob Kristinsson ætlaði að flytja erindi í Möðruvalla- kirkju 23. jan., þá hugsuðu allir gott til að hlusta á hann, því lofsamleg um- mæli höfðu blöðin, bæði syðra og hér nyrðra, flutt um hann sem fyrirlesara og ræðumann. En svo óheppilega vildi til, að daginn, sem séra Jakob flutti erindið, var hörkufrost og hríð, svo aðsókn varð fremur lítil, en þó mun enginn af þeim, er kitkjuna sóttu, hafa iðrast eftir þá ferð, þó kalt blési. Ræðumaður talaði um ýmsar trúar- bragða tegundir, og sýndi með ljósum rökum fram á, að allar væru þær grein- ar á sama stoíni, og að einn og sami væri þráður þeirra eða uppistaða, þó fvafið væri margskonar. Næsta dag flutti séra Jakob annað erin^i í þinghúsi Arnarnesshrepps. Gjörði hann það fyrir beiðni kvenfé- lagsins »Freýja«, sem stofnað hafði til skemtunar þetta kvöld, var þar mikill fjöldi fólks saman kominn. Erindið var um skoðanir ýmsra dul- spekinga á lffinu eftir dauðan og sagð- ist ræðumanni ágæta vel og gerðu menn góðan róm að máli hans. Mun óhætt að fullyrða, að allir hafi farið ánægðir af þeim fundi. Eiga bæði sóknarnefnd og kvenfélag þakkir skyldar íyrir að hafa fengið séra Jak- ob til að flytja þessi erindi, og sfðast, en ekki sfzt, á hann sjálfur kærar þakkir þeirra, er á hann hlýddu. F. H. B. Á aukafundi, sem haldinn var á fimtudaginn, var samþykt að leita eft- ir tilboðum f byggingu minstu stöðv- arinnar við neðsta foss f Glerá. Enn vantar fé til fyrirtækisins. Er líklegt að bæjarbúar, sem eitthvað geta lagt fram, liggi ekki á liði sínu þar sem góð kjör eru f boði en raflýsingin, sem menn hafa þráð, og sem færir mönnum mikinn hagnað, heimilisprýði og þægindi, virðist nú vera á upp- siglingu. Til of mikils mælst. Einhver gáfumaður f herbúðum ís- lendings skorar á ritstj. Dags meðal ar.nara. að sýna fram á, að ástandið sé ekki eins vont og það er. Þetta er til of mikils mælst, hitt verður reynt, að sýna fram á, að ástandið sé betra en hr. B. L. sagði það vera. Geta ekki hr. Jón Eshólín eða Hall- grfmur Davíðsson kent þessum H. G. að hugsa áður en hann ritar, svo að hann óprýði ekki málgagn þeirra með hugsanaskekkjum og bögumælum. Símskeyti Reykjavík 11. febr. Útflutt kol, bezta tegund frá Suður-Wales Iækka niður í 50 shillings. Allir þýzkir stjórnmálaflokkar mótmæla skaðabótakröfu banda- manna, Þjóðverjar gruna banda- menn um viðbúnað til pess að knýja skaðabæturnar fram með hervaldi. Svípjóð sendir verzlunarfull- trúa til Rússlands. Símað er frá Washington, að utanríkisráðaneytið Ieggi til, að banna allar lánveitingar, nema með sampykki þingsins. Enskur botnvörpungur strand- aði á Blakksnesi við Patreksfjörð. Talið að allir skipverjar hafi farist. Verkamannalistinn hæstur við kosninguna, pá A-listinn (Jón Porláksson), pá C-listinn (Magn- ús Jónsson, dósent). D-listinn kom engum að. Tæp 6000 manns greiddu atkvæði. o N KAFFI á kr. 2,80 kílóið, ef keypt eru 5 kíló eða meira, í verzlun P. Péturssonar. Ludvig Davids margpráða EXPORTKAFFI fæst í heildsölu og smásölu í verzlun P. Péiurssonar. í bókaverzlun Sig. Sigurðssonar nýkomið H. Níelsson: Árin og eilífðin. S. Nor- dal: Snorri Sturluson. Aln.annak Þjóð- vinafél. 1921. Blómsturkarfan (hin margeftirspurða, ágæta barnasaga). Handbók yfir stjörnuspádóma. Enn- fremur mikið úrval af útlendum fræði og skemtibókum. Sömuleiðis, reikninga og höfuðbókum. Fundargjörðarbókum Kladdar og reikningseyðublöð og margskonar pappfr og ritfæri. Salffiskur verkaður er til sölu á 0.75 kilóið hjá Pétri Þorgrímssyni. Akureyri. Ritstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOjy"Vi Prentari: ODDUR BJÖRNSSOJV ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.