Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 23.04.1921, Blaðsíða 3
17. tblj DAQUR Myndi það nú vera nokkur landráð, þó leiðtogar verkamanna notuðu skarp- skýgni sfna og talgáfu til að gera þennan samanburð skýran í meðvitund skjólstæðinga sinna, betur en eg fæ við kornið í þessu stutta erindi? Jón Gauti Péfursson. Símskeyti. Reykjavík 2i.apríl. Enska verkfallið heldur áfram. Járnbrautar- og flutningsmenn hættir við samúðarverkfall. Hold- ges, næstæðsti maður í félagi kolamanna hefir sagt af sér. Frakkar hefja undirbúning að hersetja bezía námahérað Þýzka- Iands, með 200 þúsund her- mönnum, ef Pjóðverjar rjúfi Ver- salasamninginn, um greiðslur. Kolin ein í þtví héraði gefa af sér 250 miljónir króna mánað- arlega. Frakkar hóta að svifta Aust- urríki öllum styrk til viðreisnar, ef þeir hætti ekki að óska sam- einingar við Þýzkaland. Togararnir afla vel, • en búist við, að þeir leggi upp í sumar. Ekki sýnilegt, að neitt verði bygt í Reykjavík í sumar. Pví nær allir norðlenzkir ping- menn, af öllum flokkum skora á stjórnina, að veita Sigurði Ouð- mundssyni magister skólastjóra- stöðuna á Akureyri, ef hann sæki, sem óvíst er enn. Atvinnurekendur vildu færa niður kaup við eftirvinnu og helgidagavinnu, án samnings. Verkamenn risu öndverðir móti og hafa haldið sínu. Mynduð var svo kölluð pjóðhjálp, eftir danskri fyrirmynd, til að annast uppskipun; en hún hefir enn ekki tekið til starfa. Verkamenn hóta að leggja afgreiðslubann á íslenzk skip í Englandi, pau, sem pjóðhjálpin ynni við hér. Búist við að konungur dvelji hér mjög stutt, ef til vill aðeins 2—3 daga. Fréttarilari Dags. Akureyri. Druknut) Bræður tveir voru á báti bér utan við Oddeyrina sfðasta vetrardag. Voru þeir að koma fyrir segli á báti sfnum kom þá vindkviða í seglin svo að báturinn sökti upp f sér og sökk þegar. Annar bróðurinn jón Guðmundsson Seyðfjörð druknaði, en hinn bróðirinn Ingólfur bjargaðist til lands á sundi. Lfkið finat sama daginn. Fjórðungsþing U, M. F. Norð- lendingaíjórðungs var haldið hér á Akureyri g og IO. þ. m Verður ef til vill síðar getið þess helzta, er þar gerðist. heikfimi8félagið hélt kvöldskemt- un síðasta vetrardag. Þar var til skemtunar: Erindi Jónas Jónasson, (ritstjóri), vel áheyrilegt og gaman- samt. Karlakór, undir stjórn Magn- úsar Einarssonar. Varrösklega og vel sungið. Síðast var leikfimissýning og þótti það viðbrigða skemtun. Piltarnir voru ágætlega æíðir og fimir. Leiðrétting. Orð féll úr grein Ingi- mars Eydal í síðasta blaði. Þar stend- ur í grein um Yoga, 2. d., 3. málsgr. 1. ].: »Til þess að ná þessu takmarki, er nauðsynlegt.* Á aðvera: »Til þess að ná þessu takmarki er ekki nauð- synlegt.* Alhugulir lesendur munu leiðrétta þetta sjálfir. Sumarfagnaður Ungmennafélags- ins þótti hin bezta skemtun. Ofsagt mun það hafa verið í Degi, að ein- valalið syngi. Þvert á móti var fólk tekið í flokkinn án alls sundurdráttar, yngra og eldra. Furðulegt þykir mörg- um, hversu vel Áskeli hefir tekist að samþýða jafnsundurleita krafta. Er nú nær, að einvalalið geti talist. Gaman- leikur var þar stuttur og skemtilega leikinn. Loks var skrautleikurinn og þótti hann beztur. Hefir Ungmenna- (élagið heilsað sumrinu myndarlega. Skipafregnir. Lagarfoss Kom á þriðjudaginn. Var skipað hér upp all- miklu af kornvöru, bæði hingað og á hafnir austur. Með skipinu komu Óli Vílhjálmsson verzlunarmaður og Þorlákur Jónsson frá Héðinshöíða, báð- ir á leið til Húsavfkur. Lagárfoss fór á miðvikudagsmorgun austur um. Síérling kom litlu eftir að Lagar- foss fór. Fór aftur á fimtudagsndtt. Til Hússvíkur fóru, auk áður nefndra farþega, þeir sýslumennirnir Steingr. og Júlfus. Byggingafélagsfundur. Augiýs- ingin um hann f sfðasta blaði var skökk. Fundurinn verður á morgun í Bæjarstjórnarsalnum, kl. 2. Yfirlýsing. Útaf yfirlýsingu hr. B. L. í 21. tbl. íslendings, þar sem hann býður Degi fyrirlestur sinn til birting- ar, vill Dagur taka fram: Það er rétt til getið hjá hr. B. L, að Degi þyki ekki svara kostnaði, að birta meira af fyrirl., en þegar hefir verið gert, enda virðist það standa honum sjálfum næst, að birta þenna fyrirlestur, sem hann segir að hafi átt svo brýnt erindi til almennings, en hafi verið rangfærður í Degi. Dag- ur þiggur hinsvegar, að fá fyrirlestur- inn að láni og er reiðubúinn að leið- rétta, ef þess gerist þörf, samkv. áð- ur sögðu. 61 Terpenfín-Salmiak-sápa inniheldur um 65t fitusýru, er afargóð og ó- dýr í notkun, 1 kg. af henni er á við 3 kg. af grænsápu. Marseille-sápa inniheldur um 351 fitusýru, er fljótvirk og ó- skaðleg, bæði þvotti og höndum. Sápuspænir, ágætf5uínd Kq upfélagi Eyfiiðingo. Opinbert uppboð, Laugardaginn hinn 7. maí n.k. verður haldið opinbert uppboð aðAuð- brekku í Hörgárdal, og þar selt, ef viðunandi boð faest: 40 til 45 kind- ur, 1 kýr og ef til vill 1 hestur. Enn fremur verður selt dálítið af bús- áhöldum. Söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. - Uppboðið hefst réttvísandi kl. 12 á hád. Auðbrekku í Hörgárdal, 14. apríl, 1921. Quðrún Jónsdóttir. Leiðrétting. Ekki er það alveg rétt, sem einhver Hallþór f blaðinu Fram segir um söluframboð á vatnsréttindum mfnum og meðeiganda f Fljótaá fyrir landi jarðarinnar Bakki. Það var einungis aflið f ánni, sém eg lét falt fyrir 5000 krónur, ef Siglufjörður vildi borga alt niður. Landræman með fram ánni til vatnsleiðsluskurðar og stöðvarstæðis var ekki þar með talin. Hana sagði eg nokkru seinna fala, en fyrir sér- staka borgun, veiði réttindi þar að auki eftir mati. 20. apríl 1921. F. B. A. Úr öllum áttum. Þingfréttir eru fáar. Fréttir þær, sem ganga hér nyrðra, um að stjórn- arskifti séu fyrir dyrum, eru allar tómur uppspuni. Helzt er talið lík7 legt, að eitthvað beri til tíðinda nú í næstu viku, þegar peniugamálin koma til umræðu. Þau mál eru langstærst og alvarlegust allra mála, sem þingið hefir til meðferðar. Frumvárp um fasteignabanka er komið gegnum Nd. Talið vafasamt, að það komist gegnum Ed., vegna andúðar, einkum gamalla heimastjórn- armanna. Frumvarp til laga um Samvinnu- félög var til 3. umr. í Ed. í gær. Hefir komist því nær mótstöðulaust gegn um deildina. Búist við að það komist klaklítið gegnum þingið. Á- kvæði um gjaldskyldu hafa verið hcrt að nokkru. Tíðarfarið. Góðar hlákur undan- farið og lágsveitir orðnar auðar. Bezta tfð sunnanlands og snjólaust. Sagt að farið sé að gróa undir Eyjafjöllum. Osíagerðin. Jón A. Guðmundsson, ostagerðarmaður hefir nú Iokið funda- höldum með bændum í Þingeyjarsýslu. Er nú fullráðið að til ostagerðar verði stofnað í 5 sveitum. Er gert ráð fyrir að aðalbú verði tvö, annað á Breiðu- mýri, hitt á Laxamýri, en aukabú á Halldórsstöðum f Kinn, Narfastöðum f Reykjadal og Gautlöndum f Mývatns- sveit. Til þessa fyrirtækis er stofnað á samvinnugrundvelli. Gert er ráð fyrir fremur lítilli þátttöku fyrst í stað, en von um að hún aukist, ef bærilega gengur. Aðalfundur kaupfélags Þingeyinga hefst á morgun. Molar. Blóðugur penni. Gáfaður bóndi hér norðanlands átti fyrir skömmu tal við kaupmannskonu eina hér f bænum. Talið barst að samvinnublöðunum Tímanum og Degi. Fann konan þeim margt til foráttu. Meðal annars varð henni tilrætt um penna Jónasar frá Hriflu og spurði bóndann, hrtrersu honum geðjaðist að skrifum Jónasar. »Satt er það,» hvað bóndi, blóðugur er penni Jónasar og mér þykir nóg um blóðið, en meðan penni hans verður eingöngu f kálfa og hunda- blóði, tel eg ekki á hann. Sama bónda varð að orði, þegar Reykjavíkurbúar tóku Jakob Möller fram yfir Jón Magnússon: »Gefið okkur BarrabasN Einar Sigfússon stendur á þófinu fyrir póstmeistarann í 21. tbl. ísl. Degi er kunnugt um yfirlýsingu þá, sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.