Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostarkr. 8.00 árgangurinn. Qjalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 7. maí 1921. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. í>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Inulieimtuna aunast ritstjórinn. j 19. blað. Minningarsjóður Stefáns Stefánssonar, skólameistara. Degi hefir^borist uppkast að skipu- lagsskrá fyrir sjóð penna og skulu sagðir hér nokkrir drættir úr henni. Stofnfé sjóðsins er fé það, er safnast með frjálsum samskotum, svo og allar tekjur af annari út- gáfu »Fióru íslands", sem höf. bjó undir prentun fyrir andlát sitt. Er búist við, að margir góðir menn eigi þar hlut að, svo útgáfukostn- aður skerði lítið eða ekki tekjurnar. Veröur þá sjóðnum að því ærinn styrkur. Tilgangur sjóðsins er, að styrkja^einn efnilegan mann í senn, til náttúrufræðislegra rannsókna, er koma að liði atvinnuvegunum hér á landi. Eigi skal styrk veita fyr en hann getur numið 4000 kr. árlega, og má eigi verja til styrkveitinga nema 4/s af vöxtum sjóðsins; Vs leggist jafnan við hðfuðstólinn. Styrkþegi skal njóta styrksins í samfleytt 4 ár. Ennfremur getur stjórn sjóðsins veitt honum viðbótar- styrk til útgáfu rita um rannsóknir hans, ef hún telur vera ástæðu til þess. Styrkþegar sem safna náttúru- gripum, meöan þeir njóta styrks, skulu skyldir til að gefa náttúru- gripasafni ríkisins kost á að eign- ast nátíúrugripina endurgjaldslaust að honum Iátnum. Undantekning frá þvf á þó að gera, ef niðjar styrk- þega stunda sama nám, svo að það sem styrkþegi hefir safnað, getur komið þeim að verulegu liði við nám eða seinna lífsstarf, Stjórn sjóðsins skipa skólameist- ari Gagnfræðaskólans á Akureyri eða þess skóla, sem helzt yrði tal- inn eftirkomandi hans ef hann legð- ist niður; forstöðumaður náttúru- gripasafns ríkisins og hver sá, er síðastur hefir notið styrks úr sjóðn- um í samfleytt 4 ár. Þar til að því kemur, tekur einn af nánustu ætt- ingjum Stefáns þátt í stjórninni. Styrk úr sjóðnum geta allir feng- iö, karlar jafnt og konur, sem hafa íslenzkan ríkisborgararétt. Þó skulu þeir, sem útskrifaðir eru úr Gagn- fræðaskólanum á Akureyri eða þeim skóla, sem helzt verður talinn eftir- komandi hans, að öðru jöfnu, sitja fyrir. Styrkvéitingum skal haga eftir því hvaða rannsóknir á náttúru lands- ins, dauðri eða lifandi, getur kom- ið atvinnuvegunurn að skjótustu liði. Hér eru þá taldir aðaldrættirnir. Auk þeirra verða auðvitað ýms nánari ákvæði, sem ekki er þörf að skýra hér frá. Viö höfum, íslendingar, oft verið fljótir, til að stofna minningarsjóði þeirra manna, sem okkur hafa ver- ið kærir og minnirigar verðir. En svo virðist, sem til slíkra sjóða hafi oft verið stofnað af lítilli forsjá. Á- huginn hefir ekki reynst eins hald- góður, eins og hann var ör undir stundaráhrifum. Afleiðingin er því sú, að margir þessara sjóða eru engum til sóma og með öllu gagns- lausir utn ófyrirsjáanlegan tíma. Þess- konar víti þurfum við að varast. Til minningarsjóðs Stefáns hefir verið stofnað af miklum og almenn- um áhuga, þar sem til hefir náðst. Enda hefir Stefán um æfina eignast marga andlega aðstandendur og vini, sem munu ekki Iáta sinn lilut eftir liggja, að reisa honum þann minnisvarða, sem ætla mætti, að væri honum mest að skapi. Horfur eru á, að sjóðnum verði ráðstafað á þann hátt, að hann verði hvorttveggja, til verðugs sóma Stef- áni og til mikillar nytsemdar fyrir þjóðina. Hér er s(pfnt í þá átt, að vinna að ákveðnu marki og ganga ekki frá hálfnuðu verki. Á þann hátt kemur sjóðurinn að verulegu liði; elur upp með þjóðinni afburða vel mentaða menn á þeim sviðum, sem henni veröur jafnan mest þörf á í erfiðu landi. Á næstu 5 árum verður með frjálsum samskotum safnaö í sjóð- inn. Fjársöfnun dreift yfir það skeið vegna núverandi greiðsluöröugleika. Ákveðnir menn taka að sér fjár- söfnun á vissum svæðuin og er mönnnum í sjálfsvald sett, hvort þeir greiða tillag sitt í sjóðinn þegar í stað, eöa jafna því niður á næstu 5 ár. Um þetta veröur að sjálfsögðu auglýst nánar síðar. Sjóður þessi þarf aö verða 100 þús. kr., til þess að verða starffær. Tekjurnar af Flóru verða væntan- lega drjúgur skerfur af þeirri upp- hæð. Nemendur Stefáns fjær og nær og íslendingar yfir höfuð. Látið Stefán skólameistara ekki liggja ó- bættan hjá garði. Látið minningu þessa manns ekki liggja í þagnar- gildi, meðan sú kynslóð er uppi, sem bezt minnist verka hans og áhuga fyrir heill þessarar þjóðar. Látið ekki að þessu sinni stundar- hrifninguna kulna út í fálæti og vanþökk næstu daga. Sjáifur leggur Stefán drýgsta hornsteininn til þess- arar menningarstofnunar, þar sem er nátturfræðislegt afrek hans sjálfs. Látið nú bergmála úr hverju lands- horni skjót og ákveðin svör við þeirri framhvöt, sem líf hans alt og starf var fyrir þjóðina. Þá verður skamt þess að bíða, að Stefáni verði reist verðug og hald- góð minning, þjóðinni til sóma og óbornum kynslóðum til blessunar. Áfelli. Að austan fer harðviðrahrýna og heiðinni yglir í brún. Svalur er blærinn á Barði, svo bliknar hið grænkandi tún. Dimt er að sjá fram til dala, dapurt um alla Strönd, og dregur úr geigvænu djúpi dökkva á bæði lönd. Bóndanum verður vandi að verjast í hretunum þeim, er ill-skeyti, send til að særa, sækja hann aftur heim. Þá illspár og ókvæðisdómar eru á hvora hönd, dregur úr hugraunadjúpi dökkva á bæði lönd. Nefndarálit berklaveikisnefndarinnar. Frh. Þá er komið að þeim kafla nefndar- álitsinn, sem fjallar um sjúkrarúm og niðurskipun þeirra og er þar flest á þann veg, sem okkur Norðlendingum mun þykja næsta leitt. Nefndin hefur í því efni ekki orðið fyllilega sam- roála, Guðm. Magnússon og Sig. Manússon orðið samferða, en Magnús Pétursson íarið aðrar götur. Meiri hluti nefndarinnar ber fyrir sig þá útlendu reynslu, að sjúkrarúma- þörf fyrir berklaveika sé fullnægt, ef til séu jafnmörg rúm og tala þeirra nem- ur, sem deyja úr berklaveiki f land- inu á ári hverju, og eftir þeirri reglu ættu að nægja hér 150 rúm (þegar til kastanna kemur áætla þeir þó ekki nema 141 —145 rúm). Þessi regla lætur eitthvað svo skringilega f eyrum, að manni verður ósjálfrátt að efast um gildi hennar, enda gerir þriðji nefndarmaðurinn ráð fyrir þvf, að hér á landi muni vera þörf á 177 rúm- um fyrir berklaveika og virðist niður- staða hans vera studd af miktu sennilegri rökum. Svo hluta þeir landið niður og leggja til, að hver hluti fái berkladeild við einhvern þeirra spítala, sem fyrir hendi eru, svo að þar megi einangra smitthættu- lega sjúklinga, láta þá ólæknanlegu bfða þar dauða sfns, en búa aðra undir för að Vífilsstöðum, þegar ástæð- ur leyfa. Skifting rúma er áætluð þannig: Á Vífils3töðum - Eyrarbakka - Eskifirði - Akureyri - Hvammstanga - ísafirði 110 rúm. 4 — 6-7 - 12—15 — 3 — 6 — Samtals 141 —J45 rúm. Þeir géta heilsuhælishreyfingarinnar hér norðanlands, en finst hún f alla staði óalandi og óferjandi; þeim telst svo til að berklasjúklingar hér nyrðra séu ekki svo margir, að það taki því að reisa hæli handa þeim, enda yrði kostnaðurinn við það óbærilegur. Aftur á móti leggja þeir til, að langt leidd- um sjúktingum verði gert það tit góða að reisa handa þeim 12—15 rúma berklasjúkrahús á Akureyri, svo að þeir fái að deyja f ró og næði langt frá sfnum, og að f sama húsi megi bíða bata minna veikir sjúklingar, unz þeir séu ferðafærir suður að Vífils8töðum. Magnús Pétursson segir aftur á móti f ágreiningsorði sfnu, að hann geti ekki gengið fram hjá einróma ósk norðlenzkra lækna um berklahéilsu- hæli hér á Norðurlandi, sem stúdenta- félagið á Akureyri tjáði nefndinni f íyrra; hann telur, að reynslan hafi sýnt þeim þöifina á heilsuhæli og að þeir hljóti eð byggja á eigin reynslu og þekkingu á ástandinu í þeirra bygðarlögum. En samt er tillaga M. P. sú að, reist sé í sambandi við sjúkrahúsið á Akureyri sjúkrahús fyrir berklaveika, er rúmi 28 — 30 sjúklinga; hann segist ekki hugsa sér það, sem reglulegt heilsuhœli, og þarf hann í rauninni ekki að taka það fram, úr því að hann vitl láta það standa á Akureyri, enda eiga heilsuhæli aldrei að standa f bæjum. Hér skulu talin nokkur af þeim atriðum, sem nefndin hefir á móti heilsuhæli hér nyrðra. Hún segir að forgöngumenn mátsins vitji hafa rúm fyrir 60 sjúklinga í hælinu, en mér vitanlega hefir enginn kunnugur maður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.