Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1921, Blaðsíða 2
74 DAOUR 19. tbl. tilnefnt svo háa tölu, — Steingr. Matthfasson áætlar 50 rúm í bæklingi sínum —; nefndin hefir 40 rúm að hámarki og er það einmitt sú tala, sem mér þykir hæfileg; og þó að svo sé talið f útlöndum, að bezt fari á þvf að heilsuhæli rúmi að minsta kosti 100 sjúklinga, þá er þeirri reglu ekki fylgt þar undantekningarlaust og auk þess kemur okkur Norðlendingum ekkert við, hvað áferðarbtzt er talið utanlands, heldur það eitt, sem við þurfum og höfum gagn af. Það er svo sem auðvitað, að kostnaður yrði mikill, ef farið væri að reisa nýtt heilsuhæli, en berklasjúkrahús nefndar- innar mundu lfka kosta ærna peninga og að öllum lfkindum þó verða að litlum notum, af því að reynslan hefir sýnt, að sjúlingar fælast fremur en girnast slfkar stofnanir, sem ekki eru heilsuhæli; nefndin kannast lfka sjálf við, að svo sé. Það er líka óhætt að fullyrða, að ef reist yrði hæli hér nyrðra, þá yrði viðhöfð meiri forsjálni, en þegar Vffiisstaðahæli var reist, og séð um að fyrir hendi væri nóg vatns- afl til að reka suðu, hitup og ljós með rafmagni og má það telja góðan búhnykk. Engan kvfðboga ber eg fyrir þvf, að Vífilsstaðahæli yrði ekki Tfull- skipað, þó að 40 rúma hei'suhæli væri reist hér nyrðra, svo framarlega serrt það er úlœtlun yfirvalda og al- þjóðar að kosta kapps um að fá sem flesta berklasjúklinga á byrjunarstigi lœknaða; og nefndin má ganga að þvf vfsu að hér á landi eru f raun- inni miklu fleiri berklasjúklingar, en bókfærðir eru og komist hafa á skýrsl- urnar, þó að ekki sé hægt að sanna það með rökum f stuttri blaðagrein. Nefndin gerir mikið úr því hvað örðugt sé að komast úr Húnavatns- sýslu til Eyjafjarðar og telur jafnvel þá leið enn þá erfiðari en til Reykjavfk- ur; þó er sjóleiðin þaðan miklu styttri til Akureyrar en Rvíkur og skipaferðir engu ótfðari og ekki væri það íjærri sanni að telja Holtavörðuheiði erfiðari fjallveg en Stóra-Vatnsskarð og Öxna- dalsheiði. En hvað sem þessum erfið- leikum lfður, þá hafa nokkrir berkla- sjúklingar úr Húnavatnssýslu leitað á spftalann hér á Akureyri og er þvf leyfilegt að álykta að þeir mundu miklu fremur gera það, ef hér væri heilsuhæli. Þá er eftir að athuga hve mikil not við Norðlendingar hefðum af 28— 30 rúma berklaspftala á Akureyri, sem Magnús Pétursson mælir svo mjög með. Ef sú spftaladeild væri svo vel úr garði gerð, sem gert er ráð fyrir, þá yrði hún að vera alveg aðskilið hús Og þá mundi byggingar- kostnaðurinn siaga nokkuð upp f 40 rúma hæli, og reksturinn yrði lfka tiltölulega dýr, þvf að ekki yrði bjá þvf komist að hafa sérstakt þjónustu- fólk fyrir deildina. Manni verður að spyrja, hvort sjúklingar langt að mundu nokkuð kæra sig um að vera fluttir til Akureyrar. Hvergi er minst á það einu orði f nefndarálitinu, að þar eigi að vera neinn sérfræðingur, tif þess að annast þessa sjúklinga, og verður ekki annað séð, en að nefndin ætlist til, að berkfasjúkrahúsið eigi að leggjast f herðar héraðslækninum á Akureyri. Mun mörgum þykja har.n hafa f nógu mörg horn að líta eins og stendur, þó ekki yrði bætt 30 berklasjúklingum á hann að auki. Og valt er að treysta þvf að sjúklingar úr Skagafirði eða Norður- Þingeyjarsýslu færu að láta flytja sig til Akureyrar, til þess að bíða þar dauða sfns eða f hinu fall- inu að bfða byrjar til Vífilsstaða; hætt er við að þeir reyndu í lengstu lög að halda sér við heimilið eða þá leita til þess sjúkraskýlisins, sem næst þeim væri, enda væri það ekki nema eðlilegt og alveg samkvæmt reynslunni. Alt öðru máli væri að gegna, ef hér væri fullkomið heilsu- hæli; þangað vilja sjúklingarnir leita, ef þeir viija á annað borð gera nokkra tilraun, til þess að leita sér lækningar. Læknarnir þekkja það vel, að það er erfitt, ef ekki alveg ófrarokvæmilegt, að skilja sauðina frá höfrunum, eða með öðrum orðum læknanlega sjúklinga frá ólæknanleguro. Þegar á alt er litið, finst mér til- laga Magnúsar Péturssonar nauða gagnslítil og ófullkomin. (Niðurlag.) Jónas Rafnar. Yfirlit yfir heilsufar í Akureyrarhéraði 1920. (Úr skýrslu til landlæknis). Dýrtíð, en efnaleg vellíðan. Kaupgjald hátt og atvinna nóg. Enginn sultur. Jafn- vel skepnum gefinn matur í heyskorti, vegna snjóþyngsla. Fyrri helming ársins gekk kfghósti og skarlatsótt á börnum, en júlf til október inflúenza. Og alla mánuði árs- ins gengu kvefsóttir. Skarlatsóttin var meinlaus, en af hinum farsóttunum stafaði mikill mann- dauði svo að meiri varð en nokkurt ár sfðan eg tók við héraðinu. Alls dóu 107, mest börn á fyrsta ári og menn yfir 40 ára. í skarðið fæddust 145 börn lifandi en 2 and- vana. Vildi vel til, að menn voru í duglegra lagi þetta ár, að fjölga mannkyninu. (Til samanburðar skal eg geta þess að: Ar. Dóu. Fæddust. 1919 55 148 1918 52 122 1917 58 127 191G 7i 111 1915 86 128 ) Fólksfjöldi héraðsins var f árslok 5563 og íbúunum hafði fjölgað á ár- inu um 94. Fólksljöldi f Ákureyrarkaupstað var í árslok 2414 og hafði fbúum þar fjölgað um 158, meðfram fyrir að- streymi úr sveitunum eins og fyr, því fbúunum i sveitinni fækkaði um 64. Framan af janúarmánuði var eg fjar- verandi eins og fjóra sfðustu mánuði af fyrra ári, en kom heim úr utan- íerðinni 20. jan. Jónas læknir Rafnar sem þjónað hafði aðstoðarlæknisem- bættinu frá 1. júlf 1919, fékk loks veitingu fyrir embættinu frá 1. maí 1920 að telja. En þar eð launin höfðu ekki verið bætt, eins og laun annara lækna og ekki látin fylgja dýrtfðar- uppbót eins og hann hafði búist við, sleppti hann tilkalli til embættisins. Fannst honum ekki ómaksins vert, að taka á sig skyldur f þarfir hins opin- bera fyrir ekki rfflegri laun (kr. 800). Og sennilega fæst enginn læknir til að lúta að þeim bitlingi. Jónas hefir þó eigi að sfður veitt mér þá aðstoð, er eg hef þurft, bæði við sjúkrahúsið og með þvf að fara flestar ferðir út um héraðið. En eins mikil sanngirni hefði mér fundist að launa aðstoðar- lækni hér sæmilega eins og að3toðar- lækninn á ísafirði (honum eru veittar 4000 krónur á ári á fjárlögunum) Samtals höfunl vér læknar hér f bænum skráð rúmt 5000 sjúklinga yfir árið (eg um 1200, Jónas Rafnar um 1100, Vald. Steffensen um 1800 og Friðjón Jensson um 1100) Margir þessir sjúklingar eru utanhéraðs vlðs- vegar að — og margir hinir sömu munu hafa leitað fleiri læknanna ( sama sjúkdómi. Vald læknir Steffensen dvaldi utan- lands um sumarið til að kynnast ný- ungum í eyrna- nef- og hálssjúkdóm- um. Ferðir út úr bænum fór eg um 30 en Jónas Rafnar um 112. Hinir tveir læknarnir höfðu Ktil eða engin ferða- lög. Farsóttir: / Kíghósti hafði fyrir veturnætur bor- ist hingað óvörum úr Reykjavfk. Hann breiddist smámsaman um bæinn og nokkuð út um sveitir. Reyndist þung- ur á ungbörnum þegar leið fram um nýjár og varð 17 börnum að bana. Olli því kvefsótt Ineð lungnábólgu er bættist ofan á hóstann. Skarlatsólí hafði viðdvöl á mörgum heimilum hér f bænum, en slæddist aðeins strjált út um sveitir. Veikin var væg og varð engum að bana. Inflúenza, ekki þó »sú spanska*, beldur væg inflúenza, en sjálfsagt beinn aikomandi þeirrar spönsku, barst hingað í byrjun júlí úr Þingeyjarsýslu. 1 byrjun ársins hafði inflúenza fluttst til Austurlandsins (Seyðisfjarðar) með strandferðaskipinu Sterling, þrátt fyrir allar sóttvarnir. (Um sama leyti hafði veikin komist á land f Reykjavfk og Vestmannaeyjum eins og kunnugt er). — Breiddist faraldrið brátt um alt Austurland, en ströngum vörnum var baldið hér nyrðra bæði gagnvart Aust- urlandi og Suður- og Vesturlandi. Þessum innanlandsvörnum var baldið fram í maf og’ var það auðgjört með- an samgöngur voru strjálar. Kostnað höfðu va'rnirnar ekki f för með sér fyr en með komu Sterlings 28. apríl. Þá komu hingað um 43 farþegar með skipinu og þar eð ekki var hægt að fullyrða, að enginn sótthætta stafaði af þeim, ákvað bæjarstjórnin að setja þá f sóttkví tiltekinn tfma. Voru 8 settir á sóttvarnahúsið en hinum kom- ið fyrir f 2 húsum úti á Oddeyri. Læknir Fr. Jensson var settur til að gæta hinna sóttkvfuðu og var honum uppálagt sjálfum að kvfa sig heima og forðast umgengni við aðra. Eng- inn veiktist í kvfnni, svo öllum var sleppt eftir 4 daga. Alt þetta hafði mikinn kostnað f för með sér og féll sá kostnaður á bæinn, þvl sóttvörn- um á opinberan kostnað gagnvart inflúenzu innanlands var þá hætt. — Eg var mótfallin þessum ráðstöfunum og sömuleiðis bæði sýslumaður og bæjarstjóri, en meiri hluti bæjar- stjórnar réði. Það var að mér fanst fyrirsjáanlegt að ekki væri hægt að verjast veikinni þegar liði fram á sumarið nema með þvf að hefta sam- göngur og atvinnufrelsj að miklu leyti, en hins vegar reynsla undan- genginna mánaða búin að sýna bæði sunnan- og austanlands að þessi in- flúenzka var mjög væg, ólfk hinni fyrri og vantaði það sem bezt dugði til sóttvama gegn »spönsku«, sem var að geta vakið Iffhræðslu fófksins. Eigi að sfður vildi bæjarstjórn verjast og horfði ekki f kostnaðinn. En hingað barst svo inflúenza f byrjun júlf mán- aðar eins og fyr er ritað, frá Þingey- ingum. Veikin hafði þangað fluzt um hvftasunnuleyti (8. júnf) frá Grfms- stöðum á Fjöllum. Varð fyrst vart við hana á Gautlöndum við Mývatn, en sfðan breiddist hún smámsaman bæ frá bæ vfðsvegar. Var hún svo væg að læknar voru f vafa um hvort heitið gæti inflúenza. Og svo var einn- ig hér. Næmleikinn var mjög misjafn. í sumum húsum veiktust flestir, en á mörgum heimilum enginn eða örfáir og lágu fæstir rúmfastir nema 1—2 daga. Hiti var nokkuð hár f byrjun, höf- uðverkur og beinverkir en duttu brátt niður og bati kom oftast án þess eftirköst fylgdu. Sumir kvörtuðu um bringspalaverk, fengu velgju og upp- sölu en lftinn hita. Seinna fór meira að bera á kvefeihkennum og fengu ýmsir upp úr þvf brjóstkvef og lungnabólgu. Slæm lungnabólga kom fyrir sem líktist þeirri er fylgdi spönsku veikinni, en varð hún þó f þetta skifti engum að bana. Farsótt- in gekk í bylgjum — að minsta kosti þremur yfir Akureyrarbæ og var hlé á milii, svo að margur hélt að alt væri búið. Tfndust þá smámsaman upp margir þeirra scm sloppið höfðu framan af, en sumir fullyrtu að veikin hefði tekið sig upp í þeim tvisvar til þrisvar. Framan af voru það yfirleitt ung- lingar og menn innan 40 ára sem veiktust, en seinna veiktist einnig eldra fóik. í dánarskýrslum presta héraðsine er talið að 9 hafi dáið úr inflúenzu og voru það alt gamalmenni yfir 70 ára, nema 1 barn á fyrsta ári. En sjálfsagt hafa fleiri dauðamein orðið að inflúenzunni eða eftirköstum hennar. — Margir kvörtuðu undan að inflúenzukvefið væri þrálátt að batna og mörgum ber saman um að frá þvf inflúenzan kom og þar til þetta er ritað hafi kvefsóttir fylgt hver af annari. Loks ber að geta þess, að tvfvegis varð hér vart við svefnsýki, en það er veiki sem komið hefir fyrir á strjálingi f flestum löndum undanfarin ár f kjölfari inflúenzunnar. Báðum sjúblingunum batnaði og urðu jafn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.