Dagur - 18.06.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 18.06.1921, Blaðsíða 1
c DAOUR kemur úí á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurirm. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 18. júní 1921. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112, lnnheimtuna annast ritstjórinn. 25. blað. Minni fánans. Flutt á íþrótíamóti Norðlend- inga 17. júní 1921. Hörðum hönduni vinnur hölda kind ár og eindaga; siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininnstritar. J. H, Fyrir nokkrum árum síðan sigldi ungur maður báti sínum á Reykja- víkurhöfn og hafði dregið íslenzka fánan á stöng. Þetta var um það Ieyti, sem dróg að úrsliíum sjálf- stæðisbaráttu okkar, en hvorugt var þá enn fengið fullveldi eða fáni. Yfirmaður varðskipsins danska hér við land, þóttist ekki geta horft upp á, að rétti konungsríkisins danska værTmisboðið á þenna hátt og hann aftraði því með ofbeldi. Þetta atvik mun fremur hafa flýtt en tafið fyrir úrslitum fánamálsins á þá leið, sem við kusum. Upp í okkur reis mót- þrói, jafnvel taísvert hávær, og ekki ólíkur mótþróa íslendinga, þegar þeir á þjóðfundinum 1851 risu upp með Jón Sigurðsson í broddi fylk- ingar og mótmæltu allir ofbeldi konungsfulltrúans danska. Þá fylkt- um við okkur um fánakröfuna með meiri einbeitni en áður og með eindrægni þeirrar þjóðar, sem á sig- urinn vísan. Setjum nú svo, að einhvern þess- ara daga væri fáninn okkar svívirt- ur á einn eða annan hátt. Myndi þá verða herhlaup I Iandinu ? Mynd- um við rísa upp einhuga og mót- mæla allir? Er okkur eins hjartfólg- inn hinn löggilti ríkisfáni eins og okkur var hinn ólöggilti fáni á Reykjavíkurhöfn, sem var dreginn niður af erlendu valdi? Þetta er undarlega spurt og ó- líklega. En þó virðist mér spurn- ingin vera ekki ástæðulaus. Eg er að verða þeirrar skoðunar, að eitt af okkar ríkustu þjóðareinkennum sé tómlœtið yfir því sem fengið er. Við getum orðiö barnalega hrifnir, þeg- ar við komum auga á einhverja hugsjón. En við erum jafnframt barnalega istöðulausir, þegar að þvf kemur, að láta það, sem unnið er, bera fullann ávöxt. Má í því efni benda á Ungmennafélög íslands, sem hafa ekki getað á síðari árum varðveitt eldmóð sinn að fullu. Það má benda á aðflutningsbann á áfengi og mér er ekki grunlaust um, að það megi sömuleiðis benda á full- veldi okkar og fána, f mörgum fánaminnum hefir verið fimbulfambað um liti fánans. Mönn- um hefir þótt svo mikiis um það vert, að litir hans væru tákn einkenna þessa íands, eins og ekkert land nema ísland bæri jökla, eldfjöll og hefði yfir sér bláan himinn. Þessi litadýrk- un hefir verið aðalefnið í sumum fánaminnum. Og þegar athyglin stað- næmist svo mjög við gerð fánans, sem er í sjálfu sér aukaatriði, er þá fjarri til getið, að- allur þorri manna líti á hann fremur sem augnagam- an, heldur en sem tákn þeirrar þjóðarorku og þess þjóðarvilja, sem eru við því búin, að inna af hönd- um ákveðið hlutverk, með fullu sjálf- ræði og fullri ábyrgð? Petta ístöðuleysi, þessi skortur á einbeitni, alt <að markinu, er að minni hyggju sprottinn af því, að okkur hefir jafnan skort heil- steypta þjóðarhugsjón, sem hafi kall- að menn fram í fylkingar einn og alla. Okkur hefir skort þjóðarsárs- auka, sem liði frá manni til manns eins og örfandi straumur. Það hefir verið reynt að vekja okkur með háværum ræðum um dæmi feðr- anna, með þeim árangri, að allur þorrinn af æskUlýð landsins er stein- hættur að lesa íslendingasögur. Sjálf- stæðisbarátta okkar hefir verið lík- ari þvf, að við værum að innheimta gamla skuld, heldur enn að inna af höndum stórt hlutverk. Danir hafa aldrei í þessari baráttu verið okkur stórvondir og ekki heldur stórgóðir. Peir hafa farið með okkur eins og keipóttan krakka. Þverneitað fyrst, síðan smáslakaö til og loks látið eft- ir okkur að fullu. Baráttan hefir verið Iangdregið orðaþjark án á- hlaupa og síórsigra; hún hefir vérið reipdráttur, þar sem unnist hefir þumlungur eftir þumlung og þegar kom að stund sigursins, þá var það aðeins blá endinn, sem vanst. Þannig hefir í meðferðinni dofn- að yfir þessu hlutverki þjóðarinnar. Það hefir kólnað f höndunum á okkur. Tfmalengdin hefir tekið úr því allan sársauka og Iíka alla sig- urgleði. Það hafa þurkast úr *því nálega allir skarpir drættir og svip- miklar línur. Og þegar sigurinn vinst að lokum, er þjóðin orðin þreytt og köld. Er þá ekki von, að hún veröi fegin að hvíla augun þreytt og tóm á Iitum fánans, án þess að augun skjóti gneistum ást- úðar og skilnings á fullveldistákninu. Hugarástand manna og afstaða þeirra til fullveldis- og framsóknar- mála er eins og gróðurlífið í Iand- inu. Á láglendinu er það bráðþroska og fjölskrúðugt, en verður því fá- breyttara og kyrkingslegra, sem ofar dregur í fjöllin. Því ofar sem dreg- ur á æfi manna, því fáskiftnari og óhugkvæmari verða menn um þau mál, sem æskulýðurinn í íandinu fylkir sér um. Það er hin aldraða sveit, sem Þ. E. mintist á. Mér virð- ist, að síðan fullveldisdagurinn rann upp, hafi þeirri sveit fjölgað ískygg- lega mikið. Mjer virðist, að þeim mönnum fækka, sem hafa verulega trú á því, að við eigum og að við getum af eiginn ramleik int af höndum hlutverk frjáisborinnar þjóð- ar. Eg hefi hitt menn, sem á yngri árum sínum hafa verið brennandi fullveldissinnar og Iýst handseldri sök æskunnar í Iandinu á hendur íhald- inu, en sem nú eru sokknir ofan í böl- sýni og trúleysi á fullveldismál- efni olrkar, Eg hefi heyrt þá hafa fullveidið í fífiskaparmálum og tala um fullveldisrembing í sambandi við háskóla okkar og hæstarétt. Þjóð, sem er í kröggum og á Iítið til af hjartahita, stendur berskjölduð fyrir eiturtungum slíkra andlegra úr- kynjunga. Það er tiltölulega miklu léttara að níða úr mönnum kjark, svo þeir snúi stöfnum til undan- halds, heldur en aö eggja menn til viðnáms, svo þeir leggist þungt á árar gegn tvísýnum veðurbakka. En þeim mönnum, sem drepa kjark úr þjóðinni á hætíulegum tímum með háðsgtósum um öll okkar fulíveldis- tákn og þar á meðal fánann, get eg ekki annað en gefið langt nef fyrirlitningarinnar og eg vil Iáta hýð^t þá einskonar þjóðhýðingu; hýða þá að Lögbergi. Við getum’ ekki neitað því, að fullveldi okkar er statí í hættu. Þar með er ekki sagt, að það sé ótíma- bært og að við séum ekki vaxnir því, að sjá því borgið. Svo hefir viljað tii, að frumbýlingsár okkar eru óvenjulega erfið. Eina hættan, sem ógnar fuliveldi okkar, er böl- sýnið í landinu og skilningsleysi á því, hvað til okkar friðar heyrir. Okkur vantar sársaukann, sem hristi Dani eftir 1864 og okkur vantar þjóðarhugsjónina, sem gaf þeim orðin: «Það sem tapast út. á við, skal vinnast inn á við." Við höfum engu að tapa út á við. Yfir okkur gín ekkert erlent vald, sem er Iík- legt, til þess að slá okkur djúpu sári. Það er engin sjáanleg hætta á því, að erlent vald dragi fánann okkar niður. Þessvegna getur þjóðin gengið óáreitt f áttina til óvissunnar Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að laugar- daginn 11. júní andaðist að heimili sínu Litlahamri, konan mín elskuleg, Rósa Júlíana Jónsdóttfr. Jatðarför hennar er ákveðið, að fari íram föstudaginn 24. þ. m. hefst með húskveðju, kl 12 á há- degi frá heimili hinnar látnu. Lillahamri 15. júní 1921. Jónatan Guðmundsson. með skuldabölsýnið á aðra hönd en tómlætið á hina. Okkur eru að berast fréttir um það þessa dagana, að dönsk stór- blöð fari háðulegum orðum um fuliveldisbrask okkar f sambandi við lánsbeiðni okkar og fjárhags- vandræði. Ekki verður um það sagt, hversu mikil brögð eru að þessu. Skiftir litlu, hvort þau eru mikil eða lítil. Við »kennum þefinn" Það þarf ekki að koma okkur á óvart, þó enn kunni að vera til stórdanskur andi í garð fullveldis- máls ísíendinga, enda ekki hættu- legt. Hitt er verra, að til eru hér á landi íslenzkir Stór-Danir, sem þykir Dönum farast mjög að von- um í þessu máli. Og því er ver, að þessi þjóð er oröin svo geðlaus af margra aida sargi og gargi, að hún beygir hálsinn fyrir hverri smán. Þessvegna þarf svo mikils við, til þess að særa hana. En af því, hvernig þjóðin bregzt við þessu, má marka, í hve mikilli hættu fán- inn er staddur fyrir því, að við drög- um hann sjálfir niður. Eg á félagsbú með einhverjum manni, sem hefir verið fenginn mér til forráða ómyndugum og án mfns samþykkis. Hann fer með öll ráð bús okkar og alia ábyrgð. Með aldrinum rís upp i mér mannslundin sú, að vilja sjálfur bera ábyrgðina. En hann segir: „Vertu kyr, karl minn, við sömu kosti. Þér mun ekki tjá, að eiga með þig sjálfur. Þér mun farnast illa.“ En eg læt ekki letjast og fer að eiga með mig sjálfur. En fyrslu búskaparárin verða óvenjulega erfið og eg kemst í skuld og leita til fyrri félaga mfns um bráðabirgðarlán. Jú hann tekur er- indinu líklega, en lætur fylgja háðs- glósur yfir kröggum mínum. Eg hefi um tvent að velja, að taka við hjáípinni og háðinu eða þiggja hvorugt. Og framtíö mín sem bú- manns og bjargálnamanns er undir því komin, hvernig eg snýst við. Taki eg kinnroðalaus við hvoru- tveggja, velti skuld minni til og iáti, sem ekki hafi f skorist, verður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.