Dagur - 02.07.1921, Side 1

Dagur - 02.07.1921, Side 1
/ DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi Fyrir 1. ágúst. IV. ár. Akureyri, 2. júlí 1921. AFOREIÐSLAN er hjá J6ni I>. I>6r, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innheimtuna annast rítstjórinn. 26. blað. Um hjúkrurj. Eftir Júlíönil Friðriks hjúkrunarkonu. (Flutt á samkomu á Akureyri.) Hjúkrun er ein elzta listin. Það hafa jafnan verið til f heiminum hjálparþurf- ar, á einn eða annan hátt. Sár hafa þarfnast hirðingar, ungbörn og gamal- menni hafa þarfnast umönnunar — og sjúkdómar í mörgum myndum orsakaðir af ásetnings eða breyskleika syndum, þar sem lög náttúrunnar hafa verið brotin, hafa altaf átt sér stað. Hin mikla, alvarlega móðurtilfinning hefir jafnan mætt öllum þessum örð- ugleikum, með því sem kallað hefir verið hjúkrun. Fyrstu drög til sögu hjúkrunarinnar sýna, að aðíerðin var upphafiega sú, að ákalla guðina um hjálp. Um bjúkrun í þeirri mynd sem hún birtist okkur nú, var ekki að ræða fyr en eftir 1S36, þegar Theodor Fleedner kom á stofn sjúkrahúsi í Kaiserswerth á Þýzkalandi. Það var þar sem Florence Nightin- gale fékk 4 mánaða hjúkrunarfræðslu. Jafnvel þó hér og þar um heiminn væru svokölluð sjúkrahús, þá ber öll- nm saman um það, að frömuður raun- verulegrar hjúkrunar var Florence Nightingale, enda er hún um heim all- an kölluð móðir hjúkrunarinnar. Hjúkrunarkonur skilja bezt og meta það, sem hún hefir afrekað fyrir mann- kynið. Hún hóf starfið til vegs og virðingar, og skipaði því til sæti3 meðal þjóðnýtustu starfa. Eg vil þessu næst minnast fáum orðum á langstærsta hjúkrunarfélagið í heiminum, sem kallar sig Rauða- krossinn. Uppruni þessa félags stafar frá Harry Ðunaut, svissneskum manni. 18O3 mætti þessi maður f svissneska þjóðnytjaíélaginu og lagði fram tiliögur sfnar um stofnun þes3a lélagsskapar. Hann stakk upp á, að stofnað yrði í hverju landi hjálparíélag, sem starf- aði að hjúkrun á tímum styrjaldar, með strangri skuldbindingu um sam- vinnu og algert hlutleysi. Tillögum hans var vel tekið og sama árið var kallaður saman alþjóða- fundur. Þar mættu fulltrúar frá 14 þjóðlöndum. 1864 var svo íélagið stofnað. Til- gangur félagsins var þá aðeins sá, að hjúkra særðum mönnum á vígvöllum veraldarinnar. Nú hefir starfssvið félagsins aukist. Mönnum er kunnugt um hvílíkt starf það hefir int af hönd- um i heimsstríðinu síðasta. Auk þess er starfssvið félagsins alstaðar I beiminum, þar sem einhver óvenjuleg þörf kailar. Tildæmis stór- feldar slysfarir, eldsvoði, fellibyljir eða stórsóttir. Rauðakrossfélagið er ekkert húmbúgs- félag, ef svo mætti að orði komast, sem gerir sér alla krafta að góðu. Inntökuskilyrði fyrir hjúkrunarkonur eru mjög ströng, þar sem eg þekki til. Mér er ekki kunnugt um inntöku- skilyrði eða starfshætti þessa félags- skapar annarsstaðar en í Bandarfkjun- um. En inntökuskilyrðin eru þar meðal annara þessi. Hjúkrunarkonan má ekki vera yngri en 25 ára. Hún verður að vera hraust. Hún þarf að hafa numið hjúkr- unarfræði eigi skemur en 3 ár, á sjúkrahúsi sem rúmar yfir 50 sjúklinga. Hún þarf að hafa staðist bjúkrunar- próf, sem ríkið fyrirskipar, og vera á þann hátt orðin skrásett hjúkrunar- kona rfkisins. Af þessu munið þið sjá, hverjum augum Bandaríkjaþjóðin Iítur á hjúkr- unarstarfið. Hún áli'tur það ekki vera neitt tilgripastarf, sem sé bæði auð- lært af öilurn, og auðvelt í framkvæmd. Miklu frekar mætti segja, að hún iíti á það sem mikið vandastarf, ábyrgðar- mikið, og afar mikilsvert fyrir þjóðar- heildina. Þetta verður okkur líka skiljanlegt, þegar við hugleiðum að mannslífið getur verið komið undir réttu hand- taki,’ intu aí hendi á réttum tíma og að varnir gegn útbreiðslu sjúkdómanna eru komnar undir hinu ntrangasta hreinlæti og þekkingu á meðferð hinna ýmsu sjúkdóma. Næst vildi eg f örfáum dráttum benda á það, hvað bjúkrunarnámið, og hjúkrunarstarfið f nýtfzku, vei út- búnu sjúkrahúsi er mentandi fyrir stúlkurnar á fleiri en einn hátt. Fyrst og fremst eiga ojúkrahúsin að geta verið skólar í hússtjórn, matreiðslu og hinu fylsta hreinlæti. Þar eiga þær að geta lært stundvfsi og árvekni í ábyrgðarmiklu starfi. Þar kynnast þær alvarlegustu hliðum lífsins og læra að mæta erviðleikum mcð festu og stiilingu, sem við þurfum öll að geta gert oít og einatt f Ufinu. Mönnum er gjarnt að líta á sjúkra- húsin eins og kvalastaði, og heimkynni sorgarinnar. Góð sjúkrahús hafna þeirri nafngift. Hugsum okkur hinar beztu sjúkrastofur stórar, háar, sólrfkar stofur. Alt er hvftmálað innanveggja, blóm- jurtir hvíla augað, og þar inni rfkir kyrð og friður. Slík sjúkrahús eru ekki kvalastaðir, heldur hvfldarstaðir og heilsuhæli. Hjúkrunarnámið á að geta kent stúlkunum að gera stundirnar að heilsulindum fyrir sjúklingana á slfk- um hælum. Hjúkruuarkonunni geíst færi á að kynnast lffinu f mörgum myndum þess, kynnast harmi þess, gleði og vonum. Hvergi er slfkan brunn lffsþekkingarinnar að finna, sem við sjúkrarúmið. Hvergi slfkt verkefni, að veita skin fyrir skugga. Þetta er hin siðferðislega hlið starfsins, óendanlega mikilsverð, lærdómsrík og göfgandi, fyrir slla þá sem auðnast að færa sér þá fræðslu í nyt sem hún getur veitt. Þetta skilja stúlkurnar f Amerfku, sem sækja þetta nám, eða öllu heldur þetta hefir þeim verið kent að skilja með fyrirkomulagi sjúkrahúsanna þar. Til námsins sækja ekki einkum umkomulitlar stúlkur, f þvf skyni að leita sér að bráðabirgðar atvinnu, ekki heldur eingöngu þær, sem hyggjast að gera hjúkrunarstarfið að Iffsstarfi sfnu, heldur og einnig þær, sem eru af rfkum ættum og eiga sér allskosti annars, ef þær kysu það. Þessar stúlkur koma til að sækja sér marghliða mentun, sem gerir þær hæfar til að takast i hendur Iffsstarf konunnar á sfnu eigin heimili. Hjúkrunarstarfið átti framanaf erfitt uppdráttar til vegs og viðurkenningar sem sérstakt starf, vegna mótstöðu læknanna sjálfra, sem litu svo á, að hér væri um keppinaut að ræða, sem væri að troða sér inn á þeirra eigið verksvið. Smitt og smátt fór þeim þó að skiljast, að hjúkrunarstarfið var einn bráðnauð- synlegur þáttur í heilbrigðisstarfinu, ekki keppinautur þeirra sjálfra, heldur hjálp og vörður þeirra eigin verka. Hér á íslandi eigum við þvf lini að fagna, að það cru einmitt lækn- arnir, sem beita sér fyrir hjúkrunar- fræðslu kvenna. — Eg hcfi nú drepið á örfá atriði í sögu hjúkrunarinnar. Eg hefi ekki rakið slóð hennar spor íyrir spor. Til þess gæti mér ekki unnist tími. En eg hefi bent á, að hún hefir þroskast frá því, að vera bænakvak, til þess sem hún er nú, þar sem hún er lengst á veg komin. íslendingar eru skamt komnir f þessu máli. Þar eiga þeir svo mikið framundan, eins og í mörgu öðru. Starfið hefir enn ekki hlotið þá viðurkenningu þjóðarinnar, sem það hefir hlotið víða annarsstaðar. Hér er ekki litið á það, sem mjög mikilsverð- an þátt í heilbrigðisstarfinu. Það eru enn gerðar oflitlar kröfur til hjúkrunar- kvenna yfirleitt. Og hjúkrunarkonurnar sjálfar skilja ekki mikilvægi starfsins, né mentunar- gildi þess. Þetta er eðlilegt. Reýnslan hefir hvarvetna verið sú, að fyrst þurfa að koma fyrirmyndar sjúkrahús, áður en hægt sé að fylgja fram þeim kröfum, sem gera verður til hjúkrunar- kvenna. Þetta verður okkur að skiljast. — Sjúkrahúsin fyrst, sem ekki skortir neitt, hvorki fjármuni né umhyggju þeirra, sem starfrækja þau og njóta þeirra. Þá fer að mega koma við fullkomnari hjúkrunarfræðslu og gera hærri kröfur. Ein af þeim kröfum, sem þarf að gera, er lengra nám. 3 mánaða námstíminn, sem hér er látinn nægja, er í Bandarfkjunum aðeins reynslutfmi, þá er skorið úr, hvort stúlkurnar séu hæfar til námsins. Sannarlega megum við ekki, þegar framlíða stundir, gera minni kröfur. Lfklega er hvergi meiri þörf góðra hjúkrunarkvenna en hér á íslandi í strjálbýlinu, þar sem langt er til lækna. Þegar sjúkrahúsum okkar er komið í það horf, að þau geta veitt hjúkrunar- fræðslu samkvæmt kröfum þeim, sem hér er drepið á, leiðir hitt af sjálfu sér, að við þurfum ekki að sækja hjúkrunarkonur til annara landa, til þess að stjórna sjúkrahúsum okkar eða á annan hátt sjá hjúkrunarmálum okkar farborða, íslenzkar hjúkrunar- konur, útlærðar í fslenzkum sjúkrahús- um stjórna þá þessum málum í þeim farvegi sem horfir til mestra heilla. Þeim er bezt trúandi til þess að þekkja staðháttu lands og þjóðar, sem til greina koma, og til þess að sveigja hjúkrunarstarfið og fræðsluna ina á brautir okkar sérstöku þarfa. Þrátt fyrir margvíslegar umbætur, sem gerðar hafa verið hér á sjúkra- húsi Akureyrar, á það enn býsna langt í land, til þess að vera eins og ákjósanlegt væri. Veldur þvf eink- um fjárskortur. Mér er ekki kunnugt um hvað Akureyrarbúar, sem óneitanlega standa sjúkrahúsinu næstir, hafa gert íyrir þessa stofnun, en mér hefir ver- ið sagt, að engin stúlka af Akureyri hafi leitað þar eftir hjúkrunarfræðslu. Akureyrarbúar þurfa líklega að skilja betur gildi þessarar stofnunar, læra að þekkja þarfir hennar og öðlast þann metnað, sem gæti lyft henni upp til þrifa. Hvað segið þið um það að gera sjúkrahúsið ykkar að bezta sjúkrahúsi Iandsins, sem gæti altaf veitt beztu læknum landsins ótakmarkað starfssvið og sem gæti veitt fullkomna hjúkrun- arfræðslu. — Já gæti alið upp for- stöðukonu handa Landspftala íslands.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.