Dagur - 02.07.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 02.07.1921, Blaðsíða 3
26. tbl. DAGUR 103 að tilkynnist hérmeð ættingjum og vinum að jarðarför son- ar okkar, GarðarS GuðlaUgS, sem andaðist 30. f. m., fer fram að heimili okkar priðjudaginn 12. f). m. kl. 12 á hád. Mððrufelli, 2. júlí 1921. Ólöf B. Árnadóttir. |ón jónsson. hornablæstri, er skipið lagðist að bryggju, en þeir svöruðu með því að syngja á íslenzku »Eldgamla ísafold.* Þenna sama dag sýndu fimleika- mennirnir íþróttir sfnar á leikvangi ungmennafélagsins, bæði venjulega leikfimi og áhaldaæfingar. Safnaðist þangað fjöldí mánna, til þess að horfa á, og þótti mikið til koma fimleika Austmanna, og var þeim óspart klappað lof í lófa. Var þetta hin bezta skemt- un og fóru æfingar mjög vel fram. Sundkensla hér í bæ byrjaði á mánudaginn var. Sundkennarinn er hinn sami og áður, Lárus J. Rist. Mikil endurbót hefir farið fram á sund- stæðinu í vor, er búið að steypa að því steinveggi á þrjá vegu. Aðsókn að sundnáminu er svo mikil, að það hefir orðið að taka aðstoðarkennara. 19- jtlní héldu konur hér f bæ hátíð- legan, með kvöldskemtun f Samkomu- hiljsi bæjarins og veitingasölu í barna- skólanum. Frú Kristín Matthíasson setti samkomuna með stuttu erindi, frú Ingibjörg Benediktsdóttir las upp prýðisgóða smásögu eftir Kristfnu Sigfúsdóttur, frú Guðný Björnsdóttir las upp nýtt kjarnyrt æfintýri eftir Ólöfu frá Hlöðum, og söngflokkur (blandaður kór), undir stjórn Sigur- geiis Jónssonar, söng nokkur lög, þar á meðal tvö frumsamin hátíðakvæði, er ort voru fyrir þennan dag. Sfðast var skrautsýning, »Nýjársósk Fjallkon- unnar,< leikið af frú Mangúsfnu Krist- insdóttur, og svo stfginn dans á eftir. Samkoman fór mætavel fram, og var góður rómur ger að öllum skemti- atriðunum. Bæði á undan og eftir, og eins f hléunum milli skemtiatriðanna voru veitingar framreiddar í barna- skólanum, og munu allir sammála um, að þar var svo vel til vandað, sem kostur var á. Gangur skólans og tvær kenslustofur voru fánum skreyttar f hólf og gólf, borðin blómum sett, og hljómfagur grammófónn skemti gest- unum frá kl. 3 síðd. og fram á nótt. Landspftalasjóðnum áskotnaðist 1350 krónur. Sundmót. u. M. F. Akureyrar hefir ákveðið að efna til sundmót3 hér á Akureyri um miðjan ágústmánuð. Kept verður f fjórum flokkum. Karlmenn yfir 15 ára, drengir 10—15 ára, stúlkur yfir 14 ára, telpur io—14 ára. Viljum við hér með skora á aila þá, sem sund kunna, að æfa sig fyrir þetta mót, svo að það geti orðið bænum okkar til sóma og þessari fögru íþrótt til eflingar og upplyftingar. Nánari tilhögun mótsins verður auglýst sfðar. £/. M. F. A. Stúlka óskast í kaupavinnu á gott heim- ili nálægt Akureyri. Upplýsingar hjá Árna Jóhanns- syni, í Kaupfélagi Eyfirðinga. Gullfoss kom frá Rvík í gær. Með skipinu voru nokkrir farþegar, þar á meðal Ragnar Olafsson konsúll, Hall- grímur Davíðsson verzlunarstjóri, As- geir Pétursson lraupmaður og sænskur verkfræðingur, til að standa fyrir bygg- ingu rafstöðvarinnar við Glerá. Ltk Valdemars Thorarensen mála- flutningsmanns kom með Gulifossi í gær. Meðal farþega var ekkja hins látna. Úr öllum áttum. Landsspítalasjóðurinn. í árslokin síðustu var sjóðurinn orðinn kr. 179681,54 að upphæð. Er það árang- ur af hálfs sjötta árs starfi. Aukningin á sfðasta ári hefir verið stærst; nemur hún rúmlega 63 þús. kr. Búast má við að sjóðurinn sé orð inn nú, cftir 19. júní, 200 þús. fall. Dánardœgur. Nýiega er íátin á Ytri-Brckkum á Langanesi Sigrlður Davíðsdóttir, 69 ára að aldri. Sigríður var ekkja Vilbjálms Guð- mundssonar, fyrrum bónda á Ytri- Brekkum. Meðal barna þeirra hjóna er Guðmundur Vilhjálmsson kaup- félagsstjóri á Þórshöfn. Nýlálinn er á Vifilsstaðahæli eða Rvík Jóhann Fridjinnsson frá Árgerði f Eyjafirði. Garðar /ónsson, sonur Jóns í Möðru- felli, andaðist að heimili sfnu í fyrra dag eftir langa og þunga legu. Fyrir nokkru önduðuat tvær konur í Öngulsstaðahreppi. Öanur þeirra var Rósa Jónsdóttir húsfreyja á L-tla- hamri, kona Jónatans bónda þar. Hin hét Sigríður Jónsdóttir, ekkja á Borgar- hóli. Þá er og andaður fyrir nokkru Sigtryggur Sigurðsson, er lengi bjó á Uifá og oft kendur við þann bæ. Þingeyingar! Greiðið andvirði blaðsins til kaup- félagsstjóra Sig. Sigíússonar Bjarklind f Húsavík eða kaupfélagsstj. Ingólfs Bjarnasonar, Fjósatungu. Grýtubakka- hreppsbúar greiði áskriftargjöld sfn til Kaupíélags Eyfirðinga, Ákureyri. Verziun Þóru jVIafthíasdóttur. Nýkomnir ódýrir Kvenna og barnahattar. Stjórnarráðið hefir með auglýsingu 20 þ. m. felt úr gildi reglu* gerð 15. marz þ. á., um sérstakan tímareikning þannig, að miðvikudagur 22. þ. m. endar einni klukkustund eftir miðnætti samkvæmt tímareikn- ingi þeim, er ákveðinn var í reglugerðinni. Þetta tilkynnist hér með til eftirbreytni, Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 21. júní 1921. Steingrímur Jónsson. é í l Mikit oerdlækkun í Sapubúðinni á Oddeyri. (Sfmi 82.) Bezta Krystalssápa V* kg. . . . 0.60 Sódi — — . . . 0.14 Marseillesápa - - . . . 0.52 Sápuspænir - - . . . 1.65 A. B. C. Sápa, stk Sápuspænir í kössum .... . 0.90 Jurtasápa, stór stykki. . . . 0.40 Standardsápa, — — . . . . 0.40 Ágætir skúringaburstar frá . . . 0.55 — gólfskrúbbar — . . . 0.95 Lessive lútarduft . . . oBedste" þvottaduft lh pk. Do. Do. lk - Sodanak Vi — Do. V2 — Skúringaduft, pk.. . . Salernispappír . . Fægiefni „Qull" gljisið frá Marseille úrgangssápur */* kg. 0.50 0.48 0.30 0.46 0.27 0.27 0.70 0.40 0.52 j I Mikið úrval af ágætum handsápum. 800 kgr. af hvítri blautsápu, ‘/2 kgr. á kr. 0.39. 1000 — - handsápu, V2 kgr. á kr. 1.00. Mikið úrval af alskonar burstum og gólfsópum, pvottaskinn, greiður, kambar, hár- og fataburstar. Krydd í brauð og mat. Mikið úrval af svömpum. Verðfall. © ©• •g mjol Rúgur D ay* m j /í 1 hefir lækkað úr kr. IX U ^ III | U I 75.00 í kr. 70.00 tn. hefur lækkað úr kr. 73.00 í kr. 68.00 tn. Ennfremur « mikið ýmsar Jdt II V UI 141 lækkaðar, t. d.: steindir, tinaðir og aluminiums-katlar, pott- ar, skaftpottar, hlemmar o. fl. lækkað um 25-50 01 0- Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.