Dagur - 09.07.1921, Page 1

Dagur - 09.07.1921, Page 1
DAGUR kernur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá J6ni t». t»6f, Noröurgöfn 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn IV. ár. Akureyri, 9. júlí 1921. 27. blað. Ritfregnir. FYLKIR 6. árg. Ritstj. og útg. Frím.B. Arngríms- son, Akureyri, 1921. Fyrir nokkru síðan birtist ritlregn hér í blaðinu um 5. árg. rits þessa. Nú hefir því borist 6. árgangurinn til umsagnar. Um þennan árgang er það að segja, að hann er tæplega eins veigamikill og sfðasti árgangur. Rúml, einn þriðji cða 38 bls. af rit- inu eru helgaðar rafveitumáli Akur- eyrar. Er það sundurliðuð áætlun um stöð við neðsta fossinn frá Bill & Wijkmark f Stokkhólmi með athuga- semdum eftir ritstj. Þá er ágrip af verðlagsskrá yfir raforkutæki frá ame- rítku félagi og auk þess hitt og þetta um málið. Dagur vill sem minst blanda sér inn f deilu þá, sem stend- ur á milli ritatj. Fylkis og raforku- nefndarinnar út af rafveitumálinu. En hann álftur þýðingarlaust að setja sig upp á móti því að nú vcrði loks hafist handa f málinu, enda ekki ástæða til þess. Þegar bæjarbúar eru búnir að reyna, hvað raforka er, munu þeir áður langt lfður færast meira í fang. En verði nú málinu drepið á dreif með ofstækisfullum kröfum um milljóna fyrirtæki á þessum tímum eða með úrtölum þeirra, sem eru á móti öllum framförum, getur orðið langt að bíða eftir framkvæmdum. Sumar tölur og fullyrðingar ritstj. Fylkis virðast lfka vera hæpnar. T. d. talar hann á bls. 13 um >tilboð og áætlanir amerfkanska raforkufél.* En hvaða tilboð og hvaða áætlanir eru það? Frá þvf hefir ekki komið annað en verðlisti yfir þær vélar, sem þurfa mundu við hinar ýmsu stöðvar, eftir lýsingum þeim að dæma, sem þeir hafa fengið f hend- ur. Það er ritstj. Fylkis sjálfur, sem gerir áætlanirnar bara >upp á slurnp.* Telur að ko3tnaður við hverja stöð annar en vélar mundi verða álíka mikill og vélarnar. Á þessu eru svo bygðar tölur þær á bls. 50 um kost- naðarverð hinna ýmsu stöðva. Þetta geiuT alt verið rétt. Um það vill Dagur ekki reyna að dæma. En nú sem stendur liggur frammi aðeins ein sundurliðuð áætlun og þó er ekki hægt um það að segja, hvað stöðin muni kosta, þvf áætlun er vitanlega ekki sama og endanlegt verð stöðvar- innar á þessum breytilegu tímum. Það er helzt til mikið af þessu þjarki í ritinu fyrir lesendur fjær, sem ekki fylgjast með rafveitumáli Akur- eyrar og er það ekkert sérstakiega hugleikið f smáatriðum. > í ritinu er einskonar framhalds- grein um rafhitun íveruhúsa. Hún er c almenns eðlis og mjög ítarlega rök- studd. Almenn iíðindi ér mjög góð og skarplega skrifuð grein. Sést glögg- lega hversu Iétt höfundi veitist að sjá yfir ástandið f heiminum og skilja það til rótar. Akureyri og grendin eru ýmsar hugleiðingar um bjargræðis og framfaramöguleika bæjarins. Er þar margt vel og rétt athugað. Rannsóknatferðir og fundir er um feróalög höf. f þarfir hins opinbera f byggingarefnisleit. Þessir kaflar í rit- inu eru alt af ágætlega skrifaðir og skemtiiegir um leið og þeir eru fróð- leg greinargerð höí. um árangur ferðanna. Ferðalögin hafa sannfært hann um að ísland sé mjög fátækt af kalksteini, en mjög ríkt af öðrum byggingarefnum, svo sem steinteg. og leir. Hringsjá. Hugleiðingar um friðar- skilmáiana og heimspólitfkina o. s. frv. Nokkrar stœrðir, mjög eftirtektarverðir fróðleiksmolar um rúmíak hluta, tíma og vigt og um stjörnuíræði. Ritsjá er að þessu sinni heldur stutt og veiga- lítil. Nærri helmingur af henni er svar til Dags gegn ritfregn um 5. árg. Tekur höfundur þar upp þann sið, sem stundum hefir tlðkast, að rfsa upp til andsvara gegn ritdómum. Loks er í ritinu ýmislegt smávegis. Yfir höfuð er ritið fróðlegt og fjöl- breytt. En vilji höf. gera það vinsælt og vfðlesið, vcrður haun að takmarka deiluskrif f því um einkamál Akureyrar- bæjar, sem alipenningur út í frá vill ekki einu sinni lesa. Væri höf. nær, sem er bæði fróður og glöggur á bókmentir eldri og yngri, að skrifa meira um þær. Auk þess væri æski- legt að bann skrifaði meira um fs- lenzka málfræði og samanburðar mál- fræði ýmsra tungumála, sem hann er svo fjölfróður um. Þekking og vfðsýni höfundar þarf að verða almenningi aðgengileg. Hann má því ekki láta seinustu kraftana fara til ónýtis f agg og þras um aukaatriði. J• A Danmörk eftir 1864 eftir Ejnar Munk. Vilhj. Þ. Gíslason íslenzk- aði. Bókaverzlun Ár- sæls Árnasonar. Rvík 1921. Höfundur bókarinnar er lýðháskóla stjóri. Hún er gefin út að tilhlutun Dan3k-íslenzka félagsins. Áge Meyer Benedictsen rithöfundur hefir skrifað inngar.gsorð að bókinni. Hún á að koma út í 4 heítum og er aðeins i. heftið út komið og fjallar um viðgang dönsku þjóðarinnar eftir 1864 Von er á 2. hefti sfðar á þessu ári, og verður það um kirkjulíf í Danmörku á þessum sama tíma Tvö síðari heftin eiga svo að koma út á næsta ári, og á 3. heftið að vera um danskar bók- bentir, en hið síðasta um þegnfélags- legan og stjórnlegan viðgang Dan- merkur eftir 1864. Dani hafði löngum dreymt um »stóru Danmörk,< en sá draumur hafði illa rætst f sögu þeirra. Snemma á 16. öld gekk Svfþjóð undan þeim, Skánar- héruðin mistu þeir eftir miðja 17. öld, og 1814 gekk Noregur þeim úr greip- um. Svo kemur árið 1864, þetta örlagaþrungna ár f sögu Danmerkur, þegar Danir stóðu einir gegn prúss- neska ofureflinu, og sú kvalanna stund kom, að þjóðin var skorin f sundur lifandi. Afleiðing ófriðarins við Þjóð- verja varð sú, að Danir mistu alt Suður-Jótland Að vfsu gátu þeir vænst þess, samkvæmt friðnum Í Prag, að fá aftur Norður-Slésvík, én voru sviknir um það eftir 1870. Alt benti f þá átt, að stórveldisdraumurinn mundi rætast á þann veg, að Danmörk glataðist sem sjálfstætt ríki, að rfkið væri á leið til grafar. Það var því ekki að undra þó að þessi spurning kæmi fram: »Getum vér haldið áfram, eða eigum vér að gefast upp?« Á tfmum reynslunnar er slík spurning eðlileg. Henni var að vfsu svarað á ýmsan veg. En ekkert sýnir betur þann menningarþroska, er danska þjóð- in hafði yfir að ráða, en það svar, er ofan á varð og birtist í þessari þjóðar- . .. hugsjón: »Hvad udad tabes, skal indad vindes* — það verður að vinna inn á við, sem tapast út á við. Þessi hugsjón ætti að grópast inn f rneðvit- und, ekki einungis hverrar þjóðar, heldur og hvers einstaklings, því hvers virði er allur ytri ávinningur og ljómi, ef hina innri þróun vantar? í þessu fyrsta hefti, sem út er komið, er nú frá því skýrt, hvernig Dönum hefir tekist að koma þessari hugsjón sinni f framkvæmd og hvernig að því hefir verið unnið. Leiðirnar, sem farnar hafa verið, eru f stuttu máli þessar: Ræktun heiðanna, efling atvinnuveg- anna, fræðsla almennings (lýðhánkólar) og endurreisn fullkomins þjóðfrelsis (barátta lýðræðismanna gegn hægri- mannastjórnunum). Áþreifanlegast tákn menningarfram- fara Dana á sfðasta 50 ára skeiðinu er það, að fyrir árið 1864 voru fbúar danska rfk?sins um tvær miljónir að tölu. í ófriðnum 1864 misti Danmörk nálega þriðjung fbúanna, og nú er íbúatalan komin upp í þrjár miljónir sem eiga við betri kjör að búa^ en miljónirnar tvær fyrir 1864, þrátt fyrir minna landrými. Loks hefir Danmörk aftur hlotið Suður-Jótland, orustulaust og án þess að taka afstöðu í heims- styrjöldinni. Souurinn hefir aftur horfið heim til móður sinnar eftir meira en 50 ára útlenda kúgun og eftir að hafa staðist þá raun. Við höfum oft brugðið Dönum um þekkingar- og skilningsleysi á landi voru og þjóð, og það ekki að ástæðu- lausu. Við ættum þá að forðast að eiga sama ámæli skilið frá þeirra hendi, en leggja okkur eftir að afla okkur góðrar þekkingar og glöggs skilnings á sambandsþjóð vorri. Eg hyggi bók sú, er hér hefir verið getið, sé mjög^ vel til þess fallin að veita almenningi þessa fræðslu. Hún ber þess vott, að hún er skrifuð af frjálslyndum, vfðsýnum manni, án allrar hlutdrægni eða þjóðmetnaðargrobbs. Eg hlakka til að sjá framhald bókarinnar. lngimar Eydal. Úti á þekju. Mannanna börn hafa ekki elskað annað meir en Ijósið. Ljósþráin er samtvinnuð lffsþránni, en myrkrið er fmynd grafarinnar. Gangurinn er erfið- ur fyrri hluta Vetrar, jafnvel þó halli undan fæti niður f dalbotn skammdegis- ins. Ein skammdegisnótt annari lengri hleðst á okkur og f kringum okkur. Myrkrið verður eins og versnandi ófærð. Gangurinn cr ólíku léttari, þó f fangið sé, þegar myrkrið fer að grynna. Við klffum léttilega erfiðustu brekkur móti ungum degi, sem er að vaxa að fjalla baki. í fornum sið höfðu forfeður okkar jóla- eða miðsvetrarblót. Þá blótuðu þeir til gróðrar. Sennilega hafa þau blót verið hátfðin til fagnaðar hækk- andi sól og vaxandi degi. Þau hafa verið hátfðir til fagnaðar gróðrarárs- tfðinni. Enn f dag höldum við jól og við höíum miðsvetrarblót og við höldum hátfðir á öllum tímum árs til fagnaðar ljósinu. Hver sú stund, hvort heldur er f margmenni eða f einrúmi, sem leiðir okkur út úr Völundarhúsi dags- anna og áhyggjanna um spón og bita, er hátfð mannshugans til fagnað- ar Ijósi og gróðri f einhverri mynd. Langoftast fögnum við þvf ókomna og þvf eftirvænta. Borgir vona okkar eru bygðar á hæstu tindum, baðaðar f Ijósi, umkringdar litfögrum gróðri. 0 •■

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.