Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 2
100 DAGUR 27. tbl. Á slíkum stundum getur okkur hlýnað af ástríki barnslegrar gléði. Þær stund- ir bera f sér töframagn æskunnar. Þær eru mótverkun þreytu og slits eijudaganna. Þær eru gróðrarreitir mannssálarinnar á leiðinni gegnum lífið. Eg vil í kvöld minnast á eina tegund gróðrar, sem þróast í þessum reitum. Það er gróður endurminning- anna. Eg ætla fyrst að ségjá ykkur stutta sögu áf henni ömmu minni. Amma gamla sagði okkur drengjunum sögur. í rökkrinu settumst við hjá henni og hún jós af brunni minnis sfns undur- samlegum sögunt. Þó hún væri marg- fróá og minnisgóð, gekk söguforðinn tií þurðár. Þá var sjálfsagt að hún segði sömu sögurnar aftur og aftúr. Okkur voru þær altaf því sem næst nýjar og við þreyttumst aldrei. En það kom stundum fyrir, þegar hún var áð segja okkur eiiihverja söguna já, við skulum segja f hundrað og tuttugastá sinni, að hugur hennar hvarflaði frá efninu. Þá kom það fyrir að hún lagði aftur augun, táutaði eitthvað ineð sjálfri sér og tugði, að okkur virtist, ekki neitt. Okkur þótti það ekki skemtilegt, þegar söguþráð- urinn slitnaði súndur af þessum or- sökuin. En eftir að við höfðum spurt nokknim sinnum: »Hvað svo meira?* fórum við að veita þessum undarlega fyrirburði áthygli og ávo spurðum við: >Hváð ertu að tiggja, amma?« »Eg er að tiggja gamlaii hátfðamat,« svar- aði amma. Ykkur þykir þettá llklega hlægilegt, sem von er. Þó er það ekki hlásgilegt nema á yfirborðinu. í orðunum hennar ömmu er falinn djúpur sannleikur, Iffsspeki og skáldskapur. Ekki svo að skilja, að hún ainmá hafi verið skáld, eða nein afburðamanneskja. Nei, en lífssannindin er hvarvetna að finna, f einföldustu blæbirgðum lífsins og undir yfirborði gráts og hláturs. Hún amma var að tiggja gamlan hátíðamat og tauta fyrir munni sér gömul samtöl. Hún var að Iifa upp liðna atburði, liðnar hátíðir lffs síns. Hún var að njóta ilms og lita endur- minningagróðursins í friðuðum reitum hugans. Lff okkar er að verða hraðstreym- ara með hverju ári sem líður. Atburð- ir sögunnar, sem nú er að gerast, toga hugann fram á leið. Við erum i huganum búin að lifa hvern daginn, áður en við komum að honum. Sann- reyndir stórkostlegra atburða verða að spurningum, sem vekja ágizkun og leit fram í tfmann. Við hvessum sjón okkar gegn óveðursbakka nágrannaland- anna. Dýrtfð og reipdráttur er að rugla hugmyndum okkar um lífsgildið. Við erum koniin á harðasprett á eftir veltándi krónum. Silfurglampinn er að verða lampi fóta okkar. Bankaseðlar eru að verða töfrafeldirnir, sem eiga að bera okkur upp yfir hæðirnar, þar sem gæfan bfður okkar. Við horfum ekki aftur, við skoðum ekki einusinni hug okkar um líðandi stund. Við horf- um fram og keppum fram, til þess að grfpa hnossin, sem eru á næsta leiti, svo að segja: auður og alls nægt- ir, gleði óg gæfa. En þettá er lfklegá að miklu leyti á misskilningi bygt. Eg held við sé- um að renna gönuskeið. Gæfan vérður ekki handsömuð á hlaupi. Gæfan er, eins og guðsrfki, innra með okkur. Hún er þar, sem við stöndum, hún er f sámúð og skilningi náungans við hliðina á okkur, hún er í hversdags- legu starfi, hún er í þögulli fórn, hún er í gleði góðs félagsskapar, hún er umfram alt í lítillætinu. Raunverulegt gildi þeirra hluta, sem við ráðum yfir, er ekkert ákveðið. Gildi þeirra fer eftir þvf, hversu vel þeir falla í smekk okkar eða fullnægja þörfum okkar. Sveitabarfiinu er eitt kerti jafn dýrmætt eins og kaupstað- arbarninu er jólatréð. Það liggur þvf f augúm uppi að kröfur okkar vaxa öllum hugsanlegum ráðum, til þess að fullnægja þeim, yfir höfuð. Vsxandi kröfur eru eiús og botnlaus hft eða óslökkvandi eldur. Því meir sem við leitumst við að handsama lífsánægjuna, á þann hátt að fullnægja vaxandi kröfum, því meir firrumst við hana, vegna þess að kröfurnar vaxa, en ráðin, til þess að fuilnægja þeim þverra. Héfllaráðið verður þvf ekki það, að gera lífið að eltingaieik við mislynd atvik og fmynduð gæði, heldur að njóta lfðáhdi stundar sem bezt. Ráðið verður ekki það, að brjóta svo og svo mikið áf umhverfinu til geðþekni við sig, heldur samþýðast mönnum og málefnum með vakandi viðleitni til umbóta. Þá skiljum við betur eðli þeirra atburða, sem eru að gerast, mikilvægi þess hlutverks sem okkur er falið. Þá skiljum við gildi lfðandi stundar. Á þann hátt verður hver dagur fyllri þáttur f lífi okkar, sem sáir góðu óbrigluðu sæði f gróðrar- reit endurminninganna. Við þurfum ekki að elta framtfðina á röndum. Hún kemur yfir okkur nógu fljótt. Hún er eins og óstöðvandi fljót eða foss í fjallshlíð. Hún kemur stund- um eins og ofviðri með þrumum og eldíngum. Hún kemur áreiðanlega með dauðann f fanginu og það, ef til vill, f dag eða á morgun. Hitt virðist vera sltynsamlegra, að lifa hvern dag til fulls, og láta hann verða okkur kenslustund í reynslu og f viðbúnaði ókominna dularfullra daga. Öngþveitið er eins og skollablinda. Við handsöm- um margt, en við rannsökum það ekki né skiljum; við sleppum þvf, til þess að handsama það næsta^ Á þann hátt verður Iffið ekki veruleikf, heldur ósam- stæður draumur fullur af vonbrigðum og blekkingum, meira og minna fá- nýtur. Ávinningur lffsins verður þá sáralítill. Við göngum loks með bund- ið fyrir augun í greipar dauðans og með hugann svo að segja auðan. Það getur ekki verið tilgangur lffs- ins, að eignast háa krónutölu eða komast til valda. Dauðinn jafnar okk- ur við jörðu. Tíminn og eyðingin sundrar efnunum. Glötunarkistan gleypir auðæfi mannanna. Þesskonar er ekki takmark, heldur leið. Hinn sanna ávinning lffsins er að finna á leiðum hugrænna hluta. Það er ilmur huggróðursins, sem stfgur til himna. Það er ljós sálarinnar, sem sundrar myrkrinu. Það er athyglin, sem gefur okkur þekkinguna. Það er lftillætið og göfug viðleitni lfðandi stundar, sem gefur okkur góðar endurminningar. En góðar endurminningar eru ávinningur lífsins. Þær gera lífið að veruleik, þær gera það að hátíð. Gróðrarreitur endurminninganna er paradís lífs- ánægjuqnar. Okkur ber því, að gera hvern dag að sólskinsstucd f þessum gróðrarreit, svo við getum, þegar dagur er að kvöldi liðinn, eignast kyrláta stund í síðasta rökkrinu og látið hugann reika um laufskrýdda lundi. Svo við getum litið yfir Iffið eins og samstæða, samræmisfulla heild, lesið blóm horfinna hátfðisslunda, en látið sorgirnar verða sem visnuð og fallin lauf. Stærsti ávinningurinn er að geta þá auðugur af göfgandi reynslu, sáttur við Kfið og náungann, verið reiðubúinn til þess ðð hefja gönguna með brekkuna f fangið móti ungum degi, sem er að vaxa að fjalla baki. ,Andkristni.‘ Svo heitir fyrirleatur eftir hr. Árna Jóhannsson, fluttur f Reykjavík 28. okt. og 4. nóv. 1920. Fyrirlestur þessi er prentaður f Bjarma 1.—6. bl. þessa árs, og sfðan sérprentaður og sendur út um sveitir lands vors. Eg get nú eigi stilt mig um að minnast nokkrum orðum á þennan nefnda fyrirlestur; mun þó eigi taka hvert einstakt atriði hans til athugun- ar, finst hann tæpast þess verður og álft að þess gerist eigi bein þörf. En hitt tel eg nauðsynlegt, að gert sé, að sýna framá og sanna höfuðvillu hans, þá sem allar aðrar »eru runnar af«, eins og fyrirlesarinn kemst að orði, f sambandi við annað. Það tel eg nauðsynlegt af þeirri ástæðu, að fyrirlesturinn getur vilt þeim sýn, er eigi koma auga á þessa höfuðvillu og blandast þá hugur um hinar aðrar og um leið hinn augijósa tilgang höf- undarins með slfkum lestri. En eg býst við, að það geti hent marga, þá er eigi fylgjast því betur með f trú- máladeilum nútfmans. Með lestri þessum þykist hr. Á. J. vilja »draga upp sanna yfirlitsmynd af trúmálaástandinu f Iandinu«. En f raun og veru er hann heilmikil árás á hinar svo nefndu »nýju trúmála- stefnur, er hér hafa rutt sér til rúms nú á seinni árum, þ. e. guðspeki, ný- guðfræði og spíritisma. Sérstaklega verða honum þá þyrnar í augum rit og ræður þeirra manna, er gerst hafa formælendur spfritismans hér á landi, þeirra prófessors Har. Níelssonar og hr. E. H. Kvarans. Má raunar veita honum það til vorkunnar sem slfkum og hann kem- ur til dyra, styðjandi og bendandi á þá kenningu, sem kirkjan lengi hefir hæst hampað, og það svo, að menn jafnvel af þrælsótta einum hafa tekið henni. Þá kenöingu, sem miðalda- kirkjan notaði svo ósleitilega, að jafnt háir sem lágir óttuðust hana. Þá kenn- ingu, sem hún beitti sem vopni gegn saklausum, á grimmlegasta hátt. Þá kenningu, sem enn þann dag f dag hefir gegnsýrt allar kenningar hennar og eitrað; en það er útskúfunarkenn- ingin. — Kenning, sem Kristur aldrei hefir flutt. — En þá kenningu mun hvorugur þeirra próf. H. N. eða hr. E. H. K. vilja hrópa til fóiksins með háttvirtum fyrirlesaranum. Það svíður honum sárt, og þvf snýst hann og aðrir meðmælendur útskúfunarinnar, öndverður gegn þessum mönnum og þeirra prédikunum og fylgjendum. En f fyrirlestri þessum reynir hr. Á. J. að snúa öllu við, breiða yfir þetta, en telja ástæðuna, til þess að kirkjan geti ekki viðurkent eða þolað kenningar spfritista, eða hinna annara stefna, alt aðra. Byrjar hann fyrirlest- ur sinn á þvf að gefa öllum þessum nefndu stefnum nafnið andkristni, af þeirri ástæðu, segir hann, að >allar vinna þær f fráhvarfsátt frá biblíunni, og hafa það sameiginiegt, að afneita guðdómi Krists, sem telja verður höf- uðvilluna, sem flestar aðrar villukenn- ingar þeirra era runnat* af<. Og á bls. 27 í hinum sérprentaða lestri segir hann: »Var Kristur sameinaður Guði á æðra hátt en nokkur þeirra er nefndir eru Guðs börn? Eða var hann jafningi okkar, að því leyti, að hann væri Guðs barn á sama hátt og sér- hver á að vera það ? Petta et það, sem skiftir stefnunum. Biblíutrúin heldur sér fast við Jes- úm Krist, Guðs eingetinn son, frelsara mannkynsins. Andatrú og ný-guðfræði kýs heldur Jesúm Jósefsson. Og Guð- spekin á von á nýjum frelsara*. Svo mörg eru þessi orð hans, er eiga að koma mönnum til að trúa þvf, að allar hinar >nýju stefnur« afneiti gérsamlega Jesúm Kristi sem guðs syni og frelssra, eða leiðtoga. Og að þetta sé ástæða, til þess að kirkjan amist við þeim. Og í þriðja lagi, að af þessu séu »atlar aðrar villur þeirra runnar*. Eg, sem þetta rita, viðurkenni það fúslega, að þekking mfn, hvað þéssi mál snertir, sé eigi svo fullkomin, sem vert væri og vera ætti. En svo mikið þykist eg vita af þvf, sem eg hefi lesið um þessi mál, að hvað spíri- tism. snertir, að minsta kosti, þá fer hr. Á. J. hér algerlega með rangt mál. Þetta er sem sagt höfuðvillan f fyrirlestri hans. Petta er alls ekki höf- uðástæða þess, að kirkjan er andvíg spíritismanum og það af þeirri ein- földu ástæðu, að spírit. hafa aldrei neitað guðdómi Krists. Og hafa enga ástæðu til þess, eins og sýnt skal verða. Mér liggur við að undrast, að nokk- ur maður skuli vcra, vægast sagt, svo gálaus, að halda þvf fram, að það sé aðallega afneitun spfritista á guðdómi Jesú, er gerir kirkjuna þeim andvfga, vitandi það, að kirkjan ^fyrirdæmdi spíritismann löngu áður, en slfkt gæti komið til nokkurra mála. Langar mig nú til, í sem fæstum orðum, að Iýsa gangi málsins frá byrjun og afstöðu kirkjunnar til spfri- tismans. Eí menn af þvf gætu nokkuð áttað sig á, hver er hin eigin- lega orsök til andúðar kirkjunnar * Léturbreyting mfn, B. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.