Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1921, Blaðsíða 4
108 DAGUR 27'tbl. Ágœtar ^Taupúllur^ seldar með 25 °l 0 afslætti í n Evfhdimfa. Samband Isf Sam vinnuféjaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. T-I-JVI-A-R-I-T isl. samvinnufélaga. Nýútkomið hefti rekur í aðaldráttum sögu samvinnustefnunnar hér á Iandi síðust 40 árin. Koma þar við sögu fjölmargir þjóðkunnir menn: t. d- Tryggvi Ounnarsson, Jakob Hálfdánarson, Benedikt á Auðnum, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans þrír, Einar í Nesi, Jón í Múla, sr. Einar Jónsson á Hofi, Skúli Thoroddsen, Ólafur Briem, Páll Briem, Torfi í Ólafsdal, Guðjón á Ljúfustöðum, Hallgrímur Kristinsson, Sigurður á Ystafelli, Ágúst í Birtingaholti, Bogi Th. Melsteð, Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Lárus Helgason Kirkjubæjarklaustri, Guðmundur Þorbjarnar- son á Hofi, Eggert í Laugardælum, Björn Bjarnarson í Grafarholti, o. m. fl. Ennfremur er í sama hefti rækilegt yfirlit yfir mörg hin helstu málaferli sem risið hafa út af útsvarsskyldu samvinnufélaga. Nýir kaupendur að árg. 1921 fá þetta hefti í kaupbæti, ef borgun fylg- ir pöntun. Afgreiðsla tímaritsins er í Sambandshúsinu, Rvfk. Sími 603. JARÐARFÖR okkar hjartkæru móður og tengdamóður, Puríðar Kjartansdóttur, sem andaðist að heimili okkar 1. þ. m., er ákveðið að fari að forfallalausu fram 16. þ. m., kl, 12 frá heimili okkar. Fyrir hönd okkar og fjarverandi skyldmenna. Jóhanna Jónsdóttir. Stefán Sigurðsson- Sláttur á túnum er byrjaður hér í bænum. í sveitunum hér I kring byrjar túnasláttur í næstu viku. Tún eru víða sögð dável sprottin, en engjar mis- jafnar; harðvelli víða slæmt. Inflúensan stingur sér niður hér og hvar í bænum og einnig í sveit- inni. Veikin er talin væg. Úrslit íþróffamóts U. M. F. Norð- lendingafjórðungs 17. júní 1921. Langstökk: 1. verðlaun Jón Benediktsson prentari, Akureyri. Stökk 5.42 m. 2. verðlaun Björn Björnsson, Laufási. Stökk 5.16 m. Húsiökk: 1. verðlaun Steindór Hjaltalín, Akureyri. Stökk 1.45 m. 2. verðlaun Björn Björnsson, Laufási. Stökk 1.45 m. 100 m. spretthlaup árengja: 1. verðlaun Arthur Ouðmundsson, Ak- ureyri. 15Vs sek. 2. verðlaun Guðm. Ásgrímsson, Akur- eyri. 153/< sek. 100 /72. spretthlaup fullorðinna: 1. verðlaun Steindór Hjaltalín, Akureyri. 12V6 sek. 2. verðlaun Vigfús Sigurgeirsson, Akur- eyri. 132/s sek. 800 /72. spretthlaup: 1. verðlaun Steindór Hjaltalín, Akureyri. 2 mín. 32*/2 sek. 2. verðlaun Óskar Guðnason, Akureyri. 2 min. 352/s sek. 5000 /72. þolhlaup: 1. verðlaun Steingr. Kristjánsson, Akur- eyri. 18 mín. 162/s sek. 2. verðlaun Þór Rorsteinsson, Bakka. 18 mín. 17 sek. Kappglíma: 1. verðlaun Garðar Jónsson, Akureyri. 2. — Jóhannes Jónatansson, Ak. Fegurðarglima: 1. verðlaun Garðar Jónsson, Akureyri. 2. — Guðni Jónasson, Hrauni. Kappsund 50 m.: 1. verðlaun Ólafur Magnússon, Bitru. 533/s sek. 2. verðlaun Gestur Pálsson, Akureyri. 53Vs sek. Viðurkenning fyrir sundleikni var veitt til: Elínar Sigurjónsdóttur, Dalvík. Oddnýjar Sigurjónsdóttur, — Kristínar Tryggvadóttir, — U. M. F. A. Úr öllum áttum. Bannlögin. Svofelda áskorun sendu 20 þingmenn landsstjórninni f þing- lokin : »Við undirritaðir leyíum okkur hér með að skora á stjórnina að vernda bannlögin af fylstu alúð og kostgæfni; hafa vakandi auga á þvf, og gæta þess með fullri einurð og festu, að þeim, sem gæta eiga þessara laga, eða hafa sérstök réttindi samkvæmt þeim, haldist það ekki uppi að vanrækja skyldu þá, er á þeim hvílir f því efni, og sfðast en ekki sízt væntum við, að stjórnin gæti þess, að bannlögunum verði ekki misboðið við hina væntan- legu konungskomu á þessu sumri.< Bréfkafli frá Englandi. 29. maí 1921. Talsvert gengur hér á f Englandi nú. Kolaverkfallið hefir nú staðið í 8 vikur og stafa af þvf róstur og stóryrði og margskonar vandræði. Gas fæst hér aðeins takmarkaðan tfma til suðu. Járnbrautaríerðum er fækkað, og mesti fjöldi togara liggur hér í kvfunum fyiir kolaleysi. Sumir hafa fengið kol f Hollandi, en þau eru ekki nothæf fyrir allar vélar. En nú stendur til að verði samningstilraunir og lagast þá máske. Ver lítur út með íra. Þeir myrða og brenna heima hjá sér og líka í Englandi. Létu þeir verst í Lundúnum á laugardaginn fyrir hvftasunnu. Hjálp- uðu þeir þá fáeinum yfirum í hátfða- gleðina hinumegin og vildu hjálpa fleiri. Særðu þeir þá 5 í Lundunum, en fyrir dugnað doktora, sneru sumir af þeim aftur til þessa lffs á sfðustu stundu. Um hátíðina myrtu írar 33 menn á 2 dögum. Helzt verða fyrir þessu menn, er verið hafa í lögreglu- liði Englendinga á ídandi, eða ætt- menn þeirra. En írar eru eflaust hart leiknir nú sem fyrri. Blöðin geta um aftökur nokkurra og að svo og svo margir hafi verið drepnir f smáskær- um. En þau eyða ekki feitu letri á þá pósta. SKkt kallast löglegt. Nýlcga brendu írar eitt af stórhýsunum í Dublin, nýlega bygt, kostaði þá 1 miijón punda. Frakkar og Englendingar senda hverjir öðrum tóninn út af árásum Pólverja í Slesíu. Hygg eg xað um samband Frakka og Englendinga megi heimfæra vfsuna f Hávamálum: »Eldi heitari brennr með illum vinum friður fimm daga.< ndirrituð kennir allskonar Ijandavinrju frá 14. f>. m., svo sem fatasaum o. fl. Einnig sníð eg og m á t a algeng kvenna og barnaföt, fyrir pær, sem vilja sauma heima. Gagnfræðaskólanum 8. júlí 1921. Margrét Jónsdóttir. Eyfirhingarl Greiðið andvirði blaðsins til Kaup félags Eyfirðinga eða útbús þess á Dalvfk, eftir þvf sem yður hentar bezt. R a u ð u r Kandissykur á kr. 1.90 kíló í Kanpfélagi Eyfirðinga. Kaupendur blaðsins í Múlasýslum og Norður-Ping- eyjarsýslu eru beðnir að greiða áskriftar- gjöldin til þess kaupfélags, sem þeir verzla við, Saltkjöt °g rúllupylsur fást i Ketbúðinni. rRitstjóri: JÓNAS ÞORBERGSSOJV S v Prentari: OppUR BjÖRNSSON X

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.