Dagur - 23.07.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 23.07.1921, Blaðsíða 3
28/tbl. DAOUR 111 iL T~}AÐ tilkynnist vinum og vanda- dL mönnum,aðfaðirokkarogafi, \ Halldór Jóhannesson, andaðist að heimili sinu, Hvammi, þriðjudaginn 19. þ. m. Ákveðið er, að jarðarförin fari fratn, að for- fallalausu fimtudaginn 28. þ. m. og heýst með húskveðju á heimili hins látna, kl. 11 f. h. : Dó/fir og dóífurbörn. Jarðarför konu rninnar, Filipíu Pálsdóttur, sem andaðist 20. þ. m., er ákveðið að fari fram frá heimili mínu, Norð- urgötu 15, laugardaginn 30. þ. m., kl. 121/.!. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Einar Björnsson. um hinna framliðnu, um lffið í öðrum heimi. — Með þvf nú að bera saman þessar frásagnir þeirra og lýsingar og kenn- ingar kirkjunnar um hið sama, sjáum við f hverju þaer eru ólíkar, sjáum að aðalágreiningsatriðið er þetta: Að kirkjan heldur þvf íram, að sumir menn verði eiliflega vansœlir, kvelj- ist til eilífðar binum óttalegustu kvöl- um f víti. En eítir frásögnum fram- liðinna, verður enginn vansœll til eilffðar. Á þessu tvennu er greinileg- ur munur. Útskúfunarkenning- in er það, sem ágreiningur- inn verður um. Framh. Ur öllum áttum. Líffið í Danmörku. Allir muna að forsætisráðherra sigldi þegar f þinglok til Danmerkur f þeim erindum, að Ieitast fyrir um nýja láutöku, til þess að losa eitthvað um peningakreppuua. Stjórnin hafði staðið á móti öllum lántökum, þar til kom fram á þingið og sýnt þótti, að gjaldeyrislán mundi þurfa einkum handa Islandsbanka. Meðan ráðherrann var ytra, bárust þær fregnir, að Danir tækju ekki ólfklega á þessari málaleitun, en létu fylgja ýms ummæli f blöðum sfnum um vandræði okkar og fullveldismál, sem vöktu gremju hér heima. Þó gerðist ekkert ákveðið í piálinu og heyrðist að ekki mundi útkljáð um það, fyr en forsætisráðherra kæmi heim, væri búinn að taka á móti kongi og skila honum af höndum sér. Þegar þetta er skrifað er enn ekkert ákveðið um lánið. Nú heyrist, að sá böggull fylgi þessu skammrifi frá Dönum, að láninu skuli fyrst og fremst varið, til þess að greiða skuldir kaup- manna við danska banka og verzlunar- hús. Mcð öðrum orðum: þjóðin á að ganga í samábyrgð fyrir kaupmennina svo þeir getí óhindrað haugað vörum inn í landið. Sennilega þætti kaup- mönnunum sú samábyrgð góð og rétt- mæt, þó þeir séu ekki sérstaklega hrifnir af samábyrgð bænda f samvinnu- félögum. Er skemst frá því að segja, að þessi kjör eru svo svívirðileg, að við þeim er ekki Iftandi. Annaðhvort er að fá lán, sem við megum ráðstafa án fhlutunar annara þjóða, eftir þvf sem þörfin heimtar heima fyrir til varnar því, að atvinnuvegirnir falli í kaldakol, ellegar að taka ekkert lán þetta árið, Iieldur þrauga og sjá, hversu um skipast. Spánarsamningarnir. Spánverjar hafa heldur en ekki hitt naglann á höfuðið í stjórnmálum með þeirri kröfu á hendur íslendmgum, að þeir leyfi innflutning á spönskum vínum, að við lögðum afarháum tolli á ís- lenzkum saltfiski. Því er fleygt, að þetta sé fram komið að undirlagi fslenzkra andbanninga. Jafnvel er svo illkvitnislegri tilgátu fleygt, að ericd- rekinn, sem er þarna suðurfrá, sé að starfa að þessu En slíkt er í mesta- lagi ótrúlegt og er alls ekki trúandi fyr en á verður tekið. Andbanninga- blöðin gfna við þessari flugu og vilja láta undan sfga þegar f stað, eftir orðsendingum einum. Stjórnin á úr vöndu að ráða f þessu þýðingarmikta máli og reynir mjög á skörungsskap hennar og ein- beilni. Ekkett mál er lfklegra, til þess að ráða örlögum núverandi stjórnar. Hvort heldar aukaþing eða reglulegt þing gerir út um málið, verður stjórnin spurð um, hvað hún hafi gert, til þess að forða því, að h- lendingar verði svíabeygðir á þenna hátt. Þau blöð, sem vilja láta þjóðina beygja sig umyrðalaust, standa heldur slælega á verði um þjóðarmetnað okkar. Þau vilja leggja okkur undir þá hraksmán, að erlent vald skipi málum okkar heima fyrir og þröngvi upp á okkur ónauðsynlegri og skað legri vöru, á þann hátt, að hamla sínum eigin þegnum, að kaupa nauð- synjavöru þá, sem við framleiðum, Undir þá kvöð er ósæmilegt að vfkjast fyr en í fulla hnefana. Þess vegna er það, að stjórnin vcrður spurð, hvað hún hafi gert. Það sem fyrir liggur í málinu er ekki það, að beygja sig umytðalaust, heldur að fá sem lengstan frest. Senda nefnd valinna manna suður til samn- ingagerðar við Spánverfa um þetía sérstaka mál og ráða svo málinu til lykta á þeim grundvelli, sem þannig verður lagður. Þegar íslendingur byrjaði að ræða um þetta mál, reiknaði hann út mjög hátíðlega það tap, sem íslenzka þjóðin yrði fyrir við tollinn. Er það nú hand- víst að alt tapið eigi að skrifast ís- lendinga megin af þessum tolli ? Tök- um t. d. fsl. kaffitollinn. Eru það útlendingar sem borga hann? Vissu- lega ekki. Kaffið hækkar f verði fyrir fslenzka kaupendur f samsvörun við tollinn. Eins mundi fara um spánskan toll á fiski að minstakosti að éinhverju j Mikil oerðlækkun : í Sápubúðinni á Oddeyri. (Sími 82.) Bezta Krystalssápa V2 kg. Sódi Marseillesápa — — Sápusþænir - - A. B. C. Sápa, stk.. . . Sápuspænir f kössuni . . Jurtasápa, stór stykki. Standardsápa, — — . Ágætir skúringaburstar frá — gólfskrúbbar — 0.60 0.14 0.52 1.65 0.62 0.90 0.40 0.40 0.55 0.95 Lessive lútarduft . . . „Bedste0 þvottaduft V2 pk. Do. Do. V2 - Sodanak Vi - Do. >/2 - Skúringaduft, pk. . . . Salernispappír — . . . Fægiefni »Qull" glasið frá Marseilie urgangssápur V2 kg. 0.50 0.48 0.30 0.46 0.27 0.27 0.70 0.40 0.52 Mikið úrval af ágætum handsápum. 800 kgr. .af hvítri blautsápu, */* kgr. á kr. 0.39. 1000 — - handsápu, V2 kgr. á kr. 1.00. Mikið úrval af alskonar burstum og gólfsópum, pvottaskinn, greiður, kambar, hár- og fataburstar. Krydd í brauð og mat. ? Mikið úrval af svömpum. t i--------------------------------------------------------------i - • ••• • ••• •• • • • •••• • •• • •••-•-1 leyti. Spánverjar yrðu að kaupa fiskinn dýrara vegna hans, eða missa af þess- ^ari nauðsynjavöru áður langt líður. Miljónagrýlan f íslendingi er því að sumu leyti ein af þeim rökvillu og blekkinga hræðum, sem hann tyllir upp refilstigum málanna, til þess að skjóta mönnum skelk í bringu og villa þeim sýn. Þegar blaðið er að fara i pressuna, berst sú frégn að Spánverjar hafi til- kynt, að samningarnir við Danmörku og ísland séu framlengdir til 20 sept. þ. á. Eftir það eru þeir uppsegjanleg- ir með mánaðar fyrirvara af beggja hálfu. Grasár. Útlit er fyrir, að hér norðan lands verði meira en meðal- grasár. Tíðin hefir verið einmuna góg síðan seint f júnf og grasið hefir þotið upp. Vegna influenzunnar kom Dagur ekki sfðasta laugardag. Sfðar verður það bætt upp með aukablaði, þegar ástæður leyfa. Dularfullur reykur- Morgunbi. frá 25 maí segir svo frá: »í fyrrakvöld seint var maður einn á gangi hjá húsinu Grettisgötu 1. Tók hann þá eftir þvf, að mikill reykur gaus upp úr húsinu, þvf lfkt sem kominn væri upp eldur í því. Fóru íbúarnir að rannsaka þetta og urðu þá varir við nokkurn reyk í einu herbergi hússins, en hvergi eldneista. En svo stóð á, að hvergi var lifandi eldur í eldstæð- um hússins og haíði ekki verið síðan kl. 1 um daginn. Þótti því þessi reykur hinn furðulegasti. Var bruna- liði gert aðvart og sendi það menn til rannsóknar. En þeir urðu einskis varir, nema reyks. Þó var settur vörður um húsið yfir nóttina, ef ske kynni, að meira yrði að en reykurinn. Hafa menn enn ekki skilið af hverju hann stafar.* Heildsala Með síðusíu skipum hefi eg ýengið birgðir af eftirtöldum vörum: Allskonar Álnavöru, Primusum, Motorlömp- Um, Vindlum mikið úrval, Reyktóbaki, Sukkulade, Kakao, Kaffi og Strau- sykri. Vörurnar seljast með lágU heildsöluverði. Kaupfélögin œttu að nota tækifœrið og fd sér ódýrar vörur. ÞormóðH Sveinss— Skiivinda Iítiö brúkuð er til sölu. Pormóður Sveinsson. Fyrirspurn. Getið þér, herra ritstjóri, gert »vo vel eg gefið okkur undirrituðum upp- lýsingur um það, hvort B. K. sá, sem nú hefir lengi látið móðan mása í íslendingi, muni búast við að verða þingmaður Eyfirðinga eins og pabbi hans? J. & O. Svar, Þvf miður get eg ekki gefið upplýs- ingar um ofangreint atriði. Eftir skrif- um B. K. að dæma, virðist hann hafa háa hugmynd um vitsmuni sýna og hlutverk sitt, að leiða hinar 99 ger- samlega dómgreindar lausu sálir, sem f kringum hann eru, f allan sann- leika. Litiar lfkur eru, því til þesa, að hann álfti sjálfan sig munu verða verfeðrung. Ritstj,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.