Dagur - 06.08.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 06.08.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgangurinn. Ojalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni t». t>6r, Norðurgötu 3. Talsími 112, Innheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár. Akureyri, 6. ágúst 1921, 31. blað. E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapotfum, ofnrörum, rörþnjám, eldfösfum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94, Akureyri. Fundargerð. Niðurl. Frá Gjaldeyrisnefndinni komu fram þessar tillögur: 1. Aðalfundur Sambandsins brýnir fyrir samvinnumönnum um land alt, að bregðast eigi þeirri skyldu, að fá kaupfélög- unum allar framleiðsluvörur sín- ar til sölu. Ennfremur skorar hann á kaupfélagssíjórana að fræða félagsmenn með funda- höldum o. fl. sem bezt og ít- arlegast um nauðsyn þessa og að þeir safni Ioforðum um gjaldeyrisvöru i tæka tíð. 2. Aðalfundur Sambandsins á- lyktar að bera frarn þá kröfu til landsstjórnarinnar, hafi lands- stjórnin einkasölu á hrossum í sumar og borgi andvirði þeirra í tékkávísunum á banka, að Sambandið fái svo mikla upp- hæð þess erlenda gjaldeýris, sem fyrir hrossin fæst, er svari til tékkávísanna sem greiddar verða til sambandskaupfélaga og Sam- bandið getur framvísað til hrossa- útflutningsnefndarinnar fyrir þeirra hönd". Voru báðar þessar tillögur samþyktar í efnu hljóði. Fundi síðan frestað til kl. 4 s.d. Kl. 4 sama dag hófst fundur a.ð "ýju. XI. Samvinnulögin. Framkvæmdarstjóri hóf umræð- ur og skýrði í stuttu máli frá starfi nefndar þeirrar er sfðasti aðalfundur kaus, til þess að undirbúa skattalöggjöf um sam- vinnufélög. En Jónas Jónsson framsögumaður nefndarinnar skýrði síðan Samvinnulögin í öllum aðal atriðum. TalÓi að reynslan mundi verða sú, að enn meira virði en réttarbótin um sanngjarna skatta mundi reynast sjálf löggjöfin um sam- vinnufélög. Hinsvegar gat hann þess að samvinnumenn mættu eigi líta svo á, að um skatta- ákvæðin væri endanlegur sigur fenginn, og gerði ljósa grein fyrir eðlismuninum á því að skattskylduákvæðin fengju að standa í samvinnulögunum eða hinu að þau stæðu í einhverju því skattakerfi, er sífelt væri verið að breyta. Pá taldi hann æ§kilegt að lög Sambandsins yröu á þessum fundi samræmd samvinnulögunum, svo að Sam- bandið kæmist þegar undir vernd þessara laga. Voru síðan bornar upp eftir- farandi tillðgur: 1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir hinnm nýsamþyktu sam- vinnulögum og vpttar þakklæti siít sambandsstjórn, skattanefnd þeirri, er kosin var á síðasta aðalfundi, þingmönnum þeim og blöðum er báru málið fram til sigurs og þeim mönnum öðrum er á einn eða annan hátt hafa stutt að úrslitum þess. 2. Fundurinn álítur að það verðið heppilegast til frambúð- ar, að öll ákvæði um gjald- skyldu samvinnufélaga, bæði til ríkis og sveitar, standi í sam- vinnulöggjöfinni sjálfri. 3. Fundurinn brýnir það fyrir öllum samvinnumönnum lands- ins, að standa örugglega á verði gegn öllum árásum og blekk- ingaríilraunum, bæði innan frá og utan að, sem miða að því, að draga úr framþróun sam- vinnustefnunnar hér á Iandi. TiIIögur þessar allar sam- þyktar í einu hljóði. XII. Innheimta fyrir blöð. Um það mál kom fram svo- feld tillaga: „Með því að mörg af blöð- um landsins beita sér gegn samvinnustefnunni og reyna að hnekkja gengi hennar, mælist fundurinn eindregið til þess, að framkvæmdarstjórar Sam- bandsdeildanna innheimti and- virði samvinnublaðanna, hver hjá sínum viðskiftamönnum. TiIIagan samþykt einum rómi. Ólafur Briem skýrði frá, að nefnd sú'er verið hefði stjórn- inni til aðstoðar við að semja frumvarp til samvinnulaga, hefði gert allmargar breytingartillög- ur við hin núgildandi Sam- bandslög, en flestar væru þær fremur orða- en efnisbreyting- ar. Las hann síðan breyting- arnar hverja um sig og skýrði mjög rækilega. Hóf þá framkvæmdarstjóri máls á því að lögum Sambandsins mundi heppilegast að breyta éinnig að því leyti, að bætt verði 2 mönnum i stjórn og að í framkvæmdarstjórn yrðu 5 menn í stað eins manns áður, Rökstuddi hann mál sitt mjög ítarlega. Urðu um þetta allmiklar um- ræður er hnigu allar í sömu átt. Með þvi að lög mæla svo fyrir, var lagabreytingum þess- um frestað til næsta dags. XIII. Samvinnubanki.' Framkvæmdarstjóri taldi þörf- ina á Samvinnubanka fremur aukast en minka, þótt eigi verði því máli hrundið áleiðis í svip. Leit hann svo á, að nefnd sú er síðasti aðalfundur kaus stjórn- inni til aðstoðar í því máli, héldi umboði sínu óbreyttu og var á það fallist af fundar- mönnum. XIV. Aðalfundirnir. Framkvæmdarstjóri hreyfði því nýmæli, að aðalfundir Sam- bandsins yrðu haldnir á fögr- um stöðum víðsvegar um land, og að hafist yrði við í tjöldum, þar sem eigi væri nægilegt húsrúm. Gerði hann ítarlega grein fyrir þessari hugmynd. Tóku síðan margir fundar- menn til máls og rómuðu þeir ailir nýmæli þetta. Svolátandi tillaga var sam- þykt: «Fuudurinn felur stjórn Sam- \ bandsins að ákveða fundarstað næsta ár og þess væhst að hann verðs valinn á einhverri af hinum fögru sveitum lands- ins, ef framkvæmanlegt þykir." Var fundi þá frestao til næsta dags. Laugardagsmorgun kl. 6 hófst fundur aftur. XV. Lagabreyfingar. (Hér er slept mestu af Iaga- breytingunum, sem eru að rnestu orðabreytingar ein$r). Allar breytingartillögur voru samþyktar í einu hljóði. Þá voru bornar fram þessar tillögur; 1. Við 7. gr: Fyrri Iiður orðist svo: Aðalfundur kýs 5 menn. í sam- bandsstjórn, formann og 4 með- stjórnendur. Kosning formanns gildir um þrjú ár og sömuleið- is kosning meðstjórnenda, þó svo, að í fyrsta skifti fara 2 þeirra frá eftir eitt ár og hinir 2 að tveim árum iiðnum. Enn- fremur kýs aðalfundur árlega varaformann og 2 varameð- stjórnendur. — — — — 3. Við 9. gr.: Greinin orðist svo: Sambandsstjórn ræður forstjóra fyrir Sambandið, er hefir á hendi yfirumsjón, einkum í fjármálum og 4 framkvæmdar- stjóra í sérstökum starfsgrein- um. Hún ákveður verksvið þeirra hvers um sig, og felur þeim þau störf, er henni þyk- henta eða fulltrúafundur ákveð- ur. Hún gerir við þá starfs- samninga, er séu uppsegjan- legir með ákveðnum fyrirvara. Framkvæmdir þær, er forstjóri eða framkvæmdarstjórar gera samkvæmt samningunum, eru bindandi fyrir Sambandið, eins og þær væru gerðar af for- manni með samþykki með- stjórnenda hans, sbr. 8. gr. stafl. a. Forstjóri og framkvæmdastjór- ar bera ábyrgð fyrir aðalfundi. Samningarnir skulu lagðir fyrir fulltrúafund til álita. Tillögur þessar samþyktar ein- um rómi. Voru lög Sambandsins síðan samþykt í heild sinni með á- orðnum breytingum. XVI. Hliðsjónar-samþyktir. Svofeld tillaga samþykt: wFundunnn ályktar að fela stjórn Sambandsins, að semja frumvarp til samþyktar fyrir samvinnufélög, bygt á hinum nýsamþyktu samvinnulögum. Skaðabæíur heimilaðar: Svofeld tillaga borin fram og samþykt eftir nokkrar umræður með 29 gegn 8 atkv.: »í sambandi við tillögu þá um Afurðartryggingarsjóð, sem samþykt var i gær, heimilar fundurinn framkvæmdastjórn Sambandsins að Iáta Samband- ið greiða nokkurn hluta þess tjóns, þó eigi meira en að 2/s hlutum, er Kaupfélag Svalbarðs- eyrar, Kaupfélag Héraðsbúa og Kaupfélag Austur-Skaftfellinga urðu fyrir á síðastliðnu ári, vegna skemda á útfiutnings- vörum þeirra". XVII. Samvinnuskólinn og Tíma- ritið. Jónas Jónsson gerði ítarlega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.