Dagur - 06.08.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 06.08.1921, Blaðsíða 2
122 DAGUR 31. tbl. grein fyrir starfsemi Samvinnu- skólans síðastliðið ár og enn- fremur fyrir starfi því, sem honum væri ætlað að vinna í framtíðinni. Pangað mundu sxkja menn sem ætluðu sér að gera vinnu við samvinnufélög að aðalstarfi, en engu síður menn, sem afla vildu sér al- mennrar samvinnumentunar. — Þá gerði hann og grein fyrir Timariti Samvinnufélaganna, hverjir annmarkar hefðu á verið um útgáfu þess undanfarið, kvað ritið hafa orðið að verða einhæft meðan staðið hefði á því að koma samvinnulögunum fram, og skýrði jafnhliða framtíðar- ráðagerðir um á hvern hátt það yrði fjölbreyttara. XVIII, Alþeimssamband samvinnu- félaga. Eftir að Jónas Jónsson hafði flutt erindi þar sem hann skýrði frá Alheimssambandi samvinnu- félaga og hvert gagn ísl. sam- vinnumenn mundu geta haft af þvi að ganga í það, kom fram svofeld tillaga sem sam- þykt var í einu hljóði: »Fundurinn heimilar stjórn Sambandsins að ganga í Al- þjóðasamband samvinnufélag- anna, ef hún telur að það geti orðið samvinnufélögunum á íslandi til eflingar." XIX. Pönfunarfélag Rauðasands- þrepps. Fundurinn samþykti upptöku þess félags í Sambandið, með þeim fyrirvara, að félagið af- henti sambandsstjórn þau skil- ríki er enn vanta og lög Sam- bandsins krefjast. Sakir anna fundarmanna var ákveðið að næsti fundur yrði eigi fyrr en að morgni næsta dags. Sunnudagsmorgun kl. 9,30 var fundur settur að nýju. XX. Úrskurður ferðakosínaðar; Nefnd kosin til þess að safna og búa undir úrskurð ferða- kostnaðarreikninga fulltrúanna: Davíð Jónsson. • Olafur Metusalerasson. Jakob Lfndal. XXI. Kosningar. Formaður til 3ja ára kosinn Pétur Jónsson ráðherra og var hann kosinn með lófataki. Meðstjórnandi til eins árs var kosinn með lófataki Ingólfur Bjarnason, Fjósatungu. Með- stjórnendur til tveggja ára Jón Jónsson i Stóradal kosinn með 22, atkv. og Guðbrandur Magn- ússon, Hallgeirsey með 21 atkv. Varaformaður kosinn Sigurður S. Bjarklind með lófataki. Vara- meðstjórnendur Tryggvi Þór- hallsson og Stefán Stefánsson, Varðgjá. Endurskoðandi sam- bandsreikninga kosinn Jón Guð- raundsson til 2ja ára. XXII. Flufningsgjöld. Nefnd sú er kosin var til þess að semja hlutfallsgjaldskrá út- fluttrar vöru, hafði komið fram með tillögur sem teknar voru aftur meðan á umræðum stóð, en málið síðan afgreitt með svofeldri samþykt: „Fundurinn skorar á fram- kvæmdarstjórn Sambandsins, að gjöra sérstaka samninga við eimskipafélög um flutningsgjöld frá hinum ýmsu höfnum sam- bandsdeildanna." í sambandi við mál þetta kom fram svofeld tillaga: •Fundurinn álítur rétt að. flutningsgjöld séu færö hinum ýmsu félögum til gjalda fyrir s: 1. ár, eins og Eimskipafélag- ið hefir ákveðið þau á hverri höfn.« Varð' það að samkomulagi að tillögu þessari yrði umræðu- laust vísað til stjórnarinnar, og henni þar með selt sjálfdæmi í málinu. Fundi síðan frestað. I<1. 2 hófst fundur að nýju. XIII. Hrossasöluhorfur. Jón Árnason skýrði ítarlega þær sölutilraunir sem gjörðar hefðu veriö um sölu hrossa á þessu ári, og horfur þær sem væru um söluna. XXIV. Framtíðarhorfur. Formaður talaði um fjárhags- ástæður landsins í heildssinni, og taldi skuldirnar við útlönd orðnar mjög miklar, svo miklar að þar mætti eigi við bæta. ísland mætti eigi taka meira út í reikning sinn við önnur lönd, að þessu sinni yrði að greiða ársþarfirnar á árinu, og auk þess eitthvað af eldri skuld. Framkvæædarstjóri tók í sama strengin og lauk ræðu sinni með snjöllum hvatningarorðum um að samvinnumenn landsins glæddu þann mátt sem þeir búa yfir, því meir, sem að kreppir. XXV. Ferðakosfnaður- Ferðakostnaðarskýrsla sú, er nefndin hafði samið, sem til þess var kosin, úrskurðuð með samhljóða atkvæðum. Fundargjörð upplesin og samþykt. Fundi síðan slitið. Sigurður S. Bjarklind. Sigfús Jónsson. öuðbrandur Magnússon. O Áge JMeyer Benedicfsetii ríthöf- undur flytur 2 fyrirlestra í Samkomu- húsi bæjarins. Fyrri fyrirlesturinn flyt- ur hann í kvöld og umræðuefnið er: Hin nýja Norðurálfa. Síðari fyrir- lesturinn á morgun. Umræðuefni: Armenla, t Margrét Sigurjónsdóttir. í gærdag andaðist að heimili sínu hér í bænum Frú Margrét Sigurjóns- dóttir kona Lárusar J. Rist, kennara. Inflúenzan varð henni að bana Svo atvikaðist, að hún ól barn veik af inflúenzunni og fékk sfðan lungna- bólgu. Margrét var dóttir Sigurjóns Berg- vinssonar, sem bjó um eitt skeið á Sörlastöðum í Fnjóskadal, en er nú í Ameríku og Önnu Þorkellsdóttur frá Flatartungu í Skagafirði. Hún mun hafa verið um þrítugt er hún lézt. Hér er ung kona dáin frá manni sfnum og sjö ungum börnum, Okkur er ástvinadauðinn jafnan sár. Þó má telja, að varla geti sorglegri atburði en hér er orðinn eða aðra þvílíka. Slíkir atburðir vekja almenn- asta samúð og almennasta undrun yfir því, hvað örlðgin virðast vera óhlífisöm. En við getum lítið annað en kveinað og undrast. Sum okkar geta þó látið þeim, er harmurinn slær, ástúð í té í orði og verki. Og sum okkar geta beðið um huggun og varöveizlu til handa móður- leysingjunum sjö, sem skilja ekki en skynja sum þeirra með barnsins djúpa sársauka sinn mikla missi. Símskeyti. Reykjavík, 5. ágúst. Miklir þurkar og hitar hafa verið íAustur- og Mið-Evrópu. Hræðilegur uppskerubrestur í Rússlandi; gert ráð fyrir, að mikla hjálp jourfi frá öðrum lðnd- um, til að afstýra afskaplegri hungursneyð. Frakkar búast við, að hungrið muni fella bolsévíka- veldið. Álandseyjabúar mótmæla úr- skurði Þjóðbandalagsins um, að eyjarnar skuli vera áfram finsk- ur ríkishluti. Drukkinn, danskur hermaður hefir í Khöfn vegið íslending með byssusting, Porgeir Hall- dórsson að nafni, veitingapjón. Konungshjónin eru nýkom- inn til Hafnar. Landsbankinn hefir lækkað forvexti niður í 7%. Verzlunarmenn Reykjavíkur fóru skemtiferð til Hvalfjarðar 2. ágúst. Veðurvonzka eyðilagði ferðina að miklu Ieyti. Atvinnuleysi mikið í Reykja- vík; búist við óvanalegum erfið- leikum, pegar vetrar. Börsen hamlar á móti íslenzka láninu í Danmörku, en landið mun eiga kost á viðskiftaláni í Englandi, dýru en afarkosta lausu um skuldgreiðslur fyrir kaup- menn. Wíllemoes væntanlegur með hveiti til Landsverzlunar. Nýkomin kol til Landsverzl- unar, pykja pau beztu sem kom- ið hafa til landsins í mörg ár. Fréttaritari Dags. Úr öllum áttum. Athugið! Vegna forfalla verður sundmóti því, sem auglýst er á 4. síðu hér f blaðinu, frestað um óákveð- inn tfma. Borg kom í gær með olíu til Lands- verzlunar og sömuleiðis nokkuð af kolum. Mikið af kolum berst nú á land hér á Akureyri. Tuliniusarverzlun er nýbúin að fá kolafarm. Ásgeir Pét- ursson sömuleiðis. Sagt er að Höepfn- ers verzlun eigi von á kolum o. s. frv. Loks hefir borist tilboð um að senda hingað kolafarm um næstu mánaðamót sem mundu kosta 84 kr. tonnið við skipshlið. En kolaverðið er enn á reiki hér í bænum. Kol hafa verið seld á 130 kr. tonnið, en eru nú að lækka eftir því sem meira berst að. Vonandi aér Landsverzlun sér íært að færa verðið drjúgum niður. Almenningur verður í haust illa við því búinn, að kaupa dýrt eldsneyti. f 10. kapitula Benjamfnsspjalls í íslendingi standa meðal margs ann- ars álfka góðgætis þessi orð: >Eins og kunnugt er, rökræða guðspekingar ekki.« Allir guðspekingar eiga hér óskilið mál hjá B. K. Hvernig lfzt mönnum áf Undir þertnan dóm þessa nýmóðins rithöfundar fellur t. d. Jónas heitinn Jónasson. Félla fyrverandi súknarbörn hans og lærisveinar sig vel við þenna vitnisburð, er hann fær látinn. Af handahófl má og nefna Pál Einarsson hæstaréttardómara. Hann fær þenna sama vitnisburð hjá B. K. Átakanlegt hlýtur það að vera í aug- um hans, að P. E. skyldi lenda f dómarasæti f hæstarétti, maður, sem ekkert rökræðir! Hið sama er að segja um alþektan rithöfund, nýlega látinn, Jón Aðils prófessor. Hann fær vitanlega þessa sömu útreið hjá B. K. í bókum hana fínst hvergi nokkurt atriði rökrætt! Viti B, K. nokkuð hvað hann er að segja, þá Iftur út fyrir að hann sé að keppa að þvf marki, að verða mestur sleggjudðmari í landi hér. Það er ekki annað sýnilegt en hon- um ætli að veitast sú virðing! /. E. Tíðarfarið er enn hið versta. Norð- angarður látlaus með veðurofsa, úr- felli og kulda. Öll fjöll snævi þakin ofan í rniðjar hlíðar. Heyskemdir verða minni vegna kuldans, en ilt er útlit um hirðingu heys. Sfldarútgerðin stendur f stafni vegna ógæfta. Mörg hundruð sfldarkvenna sitja nú að- gerðalausar á Siglufirði í verstu húsa- kynnum og hafa sex krónur á viku f kaup f aðgerðaleysinu. Er útlitið hörmulegt til lands og sjávar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.