Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 2
142 DAQUR 36. tbl. Ritfregn. Morgunn II. 2, 1921. Tímarit um and- leg mál. Ritstj. Einar 11. Kvaran. í þessu hefti tímaritsins birtast margar og fjölskrúðugar greinar. Börn- in, sem deyja ung\ erindi flutt í Rvík á barnadaginn 1921, eftir próf. Har. Nfelsson. Talsími handa Jramliðnum, eftir ritstjórann. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, erindi eftir Jakob Jóh. Smára. Rödd jrá kirkju Jesú Krists, kafli úr prédikun eftir séra Stefán M. Jónsson. Ný tégund sannana, eftir rit- stjórann. Líkamningarannsáknir íParis, eftir Gustave Geley. Ferming, eftir rit- stjórann. Endurminningar um prój. james Hervey Hyslop. Fyrirbrigðabálkur o. m. fl. Morgunn er sannkallaður ljósberi til margra þeirra manna, sem er líkt farið og Tómasi trúarveika. Varla nokkur maður kemst svo í gegnum mannsaldurslangt líf, að hann verði ekki fyrir ástvinamissi, sem sverfur mjög að hjarta hans. Byrði sorgarinn- ar, 'sem hvílir á mönnunum, er ægi- lega þung. Okkar gamla þjóðkirkja, sem eftir sínum hætti leggur sig fram, til að gera þessa byrði léttari, orkar þó ekki að létta Tiana nema á sumum, og mér liggur við að segja, tiltölu- lega fáum. Fjöldi manna »gengur einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum«. Vafalaust er það einhver ekki óverulegur misbrestur, sem með hverju ári stækkar bilið á milli fullnægingar- orku kristilegrar kirkju og þeirra krafa, sem nú rfsa upp í mannsálinni. Sú trúarlega auðsveipni, sem áður fyrri lagði hlemmigötur heim að hverri kirkju, er á þrotum. Auðvitað má kalla, að þar í sé misbresturinn fólginn. En það bendir þó á það, að þau öfl, sem kirkjan beitir, megi ekki við öðrum öflum, sem toga í gagnstæða átt. Mjög er hætt við að seint vinn- ist að lagfæra afstöðu mikils meiri ' hluta margra safnaða til kirkju sinnar, meðan kirkjan heldur opnum aðeins einum dyium, — þeim, sem trúar- játningarnar hafa viðurkent, en lokar öllum öðrum. Kirkjan er ekki lengur tákn þess andlega valds, sem knýr til lotningar og meðan hún kýs að standa álengdar, án þess að hafast að, á hún á hœtlu, að standa þar sem minnismerki, að vísu glæsileg- ustu menningarstofnunar þjóðarinnar öldum saman, — en aðeins sem minnismerki á æ sjaldfarnari Icið, þar sem með tímanum ríki öræfa- kyrð. Naumast er annað hugsanlegt, en hjá mörgum, sem bægja ekki öllu slfku frá sér vegna fordóma eða andlegrar leti, hljóti að vakna alvarlegar hugs- anir um andlega velferð þjóðarinnar, þegar þeir lesa Morgunn. Rödd jrá kirkju Jesú Krists eftir séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu hefir sérstaklega vakið þessar hugleiðingar, sem hér koma fram. Þar er margt viturlega mælt og algerlega fordómalaust. Hann kemst að þeirri niðurstöðul að þunga- miðja hinna aýju stefna sé ekki ann- að en sá einfaldi sannleikur, sem kirkjan hefir kent f 19 aldir og sem hann hefir sjálfur boðað í nálega hálfa öld; sannleikurinn um framhalds- lffið. Munurinn aðeins sá að hinar nýju stefnur leitast við að skoða hann f ljósi nútíðarreynslu og þekkingar. Honum skilst ekki, að það sé neitt hættulegt eða ósæmilegt eða að kirkj- unni sé af því búinn háski, en lætur þessar stefnur að öðru Ieyti hlutlaus- ar. Sá sem þetta ritar er á sama máli. Hann lætur stefnurnar hlutlaus- ar, að svo komnu, vegna þess hann skortir svo tilfinnanlega þekkingu og gersamlega alla reynslu í þessu efni. En hann vill í lengstu lög forðast þá heimskulegu fordóma, sem þekkingar- laust, gagnrýnislaust og f mótþróans blindni dæma þær heimsku eina, hugarburð og blekkingar. Honum getur ekki skilist að allir þeir merku menn séu ýmist svikarar eða auð- gabbaðir heimskingar, sem hafa glaðst og látið huggast, við að heyra kærar og þektar raddir utan úr djúpinu. Honum finst að það geti ekki verið neitt hættulegt fyrir kirkju Krists, þó þær ræddir bærust f gegnum hana. Hitt virðist honum að hljóti að vera fsjárvert að sú sannfæringarorka og sá huggunarmáttur, sem stefnur þess- ar virðast eiga yfir að ráða, eigi jafnan að streyma gegnum þetta þjóð- félag fram hjá kitkjunni. Um þetta sérstaka hefti ritsins er ástæðulaust að fjölyrða. Frágangurinn á því er prýðilegur, eins og vænta má frá hendi þeirra, sem að því standa. Margt í þvf mun reynast sannfærandi þeim mönnum, sem geta látið sannfærast af öðru en eigin reynslu. Fyrirbrigðabálkurinn er merki- legur. í honum er sagt frá atburðum sem eru að gerast mitt á meðal okk- ar. Væri óskandi að ritstj. bærist margt af þvf tægi, svo einn þátturinn í ritinu ged jafnan orðið hið merk- asta af þeim frásögnum vel frá gengn- um og ramralega vottfestum. í@) í@) /§) 0 í@) 0 05 0 í@) 0 Karlmanna spariföf — blá og mislit — saumuð á fyrsta flokks saumastofu í Berlín og áreiðan- lega fínustu og fallegustu fötin, sem hingað hafa flutst, nýkomin í stóru úrvali hjá Baldviti Ryel. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Spunaoélar. Bræðurnir Bárður Sigurðsson á Höfða við Mý- vatn og Kristján S. Sigurðsson, Akureyri taka framvegis, sem að undanförriu, að sér smíði á spunavélum og selja pœr á Akureyri eða heima á Höfða með eftirgreindu verði: 15 práða vélar kr. 550.00 25 - — - 600.00 30 - - 640.00 Vélunum fylgir hesputré (5 hespa), tilheyrandi tvinningarstóll og tvinningar- og spunaspólur. Hverri vélapöntun fylgi fyrirfram- greiðsla kr. 200.00, en eftirstöðvarnar greiðist við móttöku. Pantanir sendist til Kristjáns S. Sigurðssonar, Strandgötu 9, Akureyri. Á Vesturvegum. VII. Skordýr. (Framh.) Kaflarnir með þeasari íyrirsögn hafa nú um langt skeið fallið niður. Seinast var lítið eitt sagt frá skordýrum utan húss. Nú skal sagt frá þeim skordýr- um, sem hafast við innan veggja. Algengust er fluga sú, sem Vestur- íslendingar kalla alment húsflugu. Hún má líka heita að vera eitt að hús- dýrunum. Hún er svört að lit, helmingi minni en fiskifluga eða jafnvel tæplega svo stór. Fluga þessi sækir ákaflega eftir því að komast inn f húsin. Henni tekst það Ifka þar sem ekki standa á móti sérstakar varnarráðstafanir og sífeld aðgætni að hamla henni. Vegna þessarar flugu er það einkum að smá- gerð vírnet eru strengd fyrir alla glugga og sérstakar hurðir með slfku vfrneti fyrir öllum dyrum. Þessi út- búnaðdr þarfnait mikils viðhalds ef vel á að fara, og verður oft misbrest- ur á. Enda er menskum mönnum tæp- lega vært inni í þeim húsum, þar sem þetta er ekki í lagi. En á þeim heimilum sem geta veitt sér og hafa smekk fyrir fullan þrifnað — og þau heimili eru því betur miklu fleiri — er þessu litla uppvöðslusama dýri haldið utan dyra að mestu leyti. Sum- ar húsmæður eru sfvakandi f barátt- unni við þenna ófögnuð. Það ber jafn- vel við að hÚ8móðirin mætir manni sín- um eða öðru heimilisfólki í dyrunum og dustar svuntuna sfna ákaflega á móti flugunum, sem sitja um að þyrpast inn með hverjum, sem um gengur. Stundum fer heimilisfólkið f einskonar herferð á móti flugunum. Þeirri herferð er hagað svona: Liðið fær sér að vopnum svuntur, þurkur eða hverskonar önnur svipuð tæki. Hurðin á þvf herbergi, sem á að ryðja af óvinunum, er opnuð upp á gátt. Svo skipa iiðsmennirnir sér hver í sitt horn og hefja árás allir sam- tfmis. Vopnunum er beitt á þann hátt að dusta þau sem mest og vera sem bezt samtaka. Flugnaskarinn veit ekki sitt rjúkandi ráð; lætur undan síga til dyranna og hörfar út. En á þeim heimilum, lem Iftið er skeytt um að varna flugum þessum inngöngu, er sannarlega óvi3tlegt. Ó- vanir menn missa matarlystina, þegar þeir setjast til borðs, þar sem flug- urnar eru þegar seztar að snæðingi. Það er ekki svo, að um sé að ræða flugu og flugu á stangli, heldur er maturinn bókstaflega þakinn iðandi flugnakös. Það er árangurslítið að banda við þeim. Þær éru að vísu ákaflega styggar og snarar, en svo áleitnar sem mest má verða. Flugur þessar áreita menn jafnt og stöðugt f húsum inni. Þær sveima um loftið með sffeldri suðu, koma fljúgandi beint f andlit mönnum og skríða og skríða. Þær bfta ekki en valda mjög hvimleiðum kláðafiðringi, þar sem þær bera sig um hörundið. Meðan bjart er í herberginu setjast þær alls ekki að, en eru á sffeldu reiki. Það er talsverð skapraun að geta ekki haft minsta frið fyrir þessari áreitni, þegar menn hátta og taka sér bók f hönd til lesturs undir svefninn. Það er ekki til neins að ætla sér að handsama þær og klekkja á þeim, þvf þær eru aíbrigðilega snarar. Eina úrræðið verð- ur að slökkva og láta myrkrið hlíía sér. Þá taka flugurnar líka á sig náðir. Töluvert er gert að þvf, að hengja upp í húsum pappfrsræmur sem á er borið einskonar lím. Þcgar flugurnar 3etjast á þær, festast þær og láta svo líf sitt. Þessar fiugna- gildrur eru verzlunarvara fyrir vestan haf. Þá er að minnast á veggjalúsina. Einna mest orð hefir farið af henni hér heima. Á fyrstju árum vesturfluta- inganna bárust ógurlegar sög^r hing- að heim um þenna Iang versta ágalla, sem var á vistinni fyrir vestan. Þeir, sem um þessar mundir flytjast vestur, fá litla hugmynd af eigin reynd um þá plágu, sem veggjalúsin var fyrstu frumbýlingunum. Það mun hafa orðið úrræði þvf nær allra frumbýlinga, að byggja sér fyrst í stað bjálkahús úr tilhöggnum eikar- trjám, sem lögð voru hvert ofan á annað í veggina og geirnegld saman á hornum. 'Veggirnir, sem vitanlega voru mjög gistnir og hrjúfir, voru síðan þéttir með leir og kalkbornir. Þessi húsakynni voru sérlega góðar gróðrarstíur fyrir veggjalúsina. Hún lifir í sjálfum viðnum, grefur sér göng f honum, etur göt á þiljur o. 3. frv. Hún er að þvf leyti ólík húsflugunni f lifnaðarháttum, að á meðan bjart er 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.