Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 10.09.1921, Blaðsíða 3
36. tbl. DAGUR 143 og ljós lifir baerir hún lítið á sér. En þegar menn slökkva ljósið, til þess að losna við ágang húsflugunnar, eiga menn hinn óvininn handvísan, sé hann á annað borð til í húsinu. Þegar dimt er orðið þyrpast veggjalýsnar út úr fylgsnum sínum og f rúm til manna. Má þá heyra óljósan léttan dyn eins og heyra má í fjarlægð af umferð í borgum. Brátt gera lýsnar þó vart við sig á annan hátt. Þaer eru sem sé ógurlegir bitvargar svo að bæði þarf mikla stillingu og mikinn vana til þess að haldast við í rúminu. Að morgni, þegar birtir eru lýsnár allar horfnar inn í fylgsni sfn, en til minja eru rauðir flekkir á líkama manns, þar sem þær hafa höggvið strand- högg. Þess var áður getið að innflytjend- ur nútímans fengju litla hugmynd um við hvað írumbýlingarnir áttu að strfða, þar sem veggjalúsin var. Hún var einn af þeim örðugleikum sem þeir þurftu að vinna bug á, ásamt fátæktinni. Og því betur hefir þeim tekist það að mjög miklu leyti með bættum húsakynnum. Þó er veggja- lúsinni hvergi nærri útrýmt enn og verður að Ifkindum seint útrýmt til fulls. Veggjalúsin er mórauð að lit flat- vaxin og mjög lágfætt. Fullvaxin er hún á stærð við járnsmið. Auk þess sem hér er talið, ónáða mosquitoes menn líka f húsum inni þó varla geti talist mjög mikil brögð að því. Er nú hér með lokið þessu, að mörgum kann að finnast, óhugnæma eíni. Verður nú í næstu köflum vikið að verklegum myndarskap vestra. Úr öllum áttum. Dánardægur: Nýlega eru látnar þessar fimm húsfreyjur: Margrjet Stef- ánsdóttir, Syðstabæ í Hrfsey kona Jóhannesar Davíðssonar í Syðstabæ og áður gift Jörundi, sem þar bjó til dauðadags og er víða þektur. Anna Gísladótlir, systir Þorsteins bónda, Svínárnesi, gift Jóhanni Magnússyni, Selárbakka á Árskógsströnd. Sesselía Porleifsdóttir frá Hóli á Upsaströnd. Eyvör Timoteusardðttir kona Stefáns Jónssonar verzlunarstjóra í Dalvfk. Hróðný jðnsdóttir, kona Flóvents Hall- grímssonar, Lindargötu 2, Akureyri. Ennfremur er nýlega látinn Jósef Jó- hannsson, Naustum, Akureyri. Síldveiöinni er að verða lokið. Þegar veiði útlendinga er talin með, munu hafa fiskast um 130 000 tn. eða litlu minna en í fyrra. Fyrst framan af gekk veiðin illa vegna ógæfta, en hefir gengið afar vel síðari hluta tím- ans. Sfldin hefir verið bæði mikil og nærtæk. Eftir því sem meira hefir veiðst, hafa söluhoríur heldur óvænk- ast, svo enn er óséð, hvernig útgerð- inni reiðir af. Tíöarfarið. Sumárið hefir verið afar kalt og óþurkasamt á Norð-Austur- landi. Flestir spáðu að batna mundi meji Höfuðdegi, en svo hefir ekki reynst. Gluggagler Nýkomið til undirritaðs. Alt að helmings verðlækkun írá i íyrra. Eggerf Sf. Melsfað. Vefnaðarvara er stórmikið Iækkuð í verði. T. d. kosta nú tvíbreið karlmannatataefni frá kr. 11.50 m. Frakkatau sérstaklega vandað, kostaði áður kr. 48.00 nú kr. 33.00 m. og ódýrari tegundir á 17.00 og 28.00 kr. Molskinn frá kr. 4.80 m. Kjólatau úr ull, í miklu úrvali, frá kr. 6.20 m. Ennfremur til fata: fóður, Iasting, millifóður o. m. fl. Enn eru umhleypingar með úrkomu við og við en þurkflæsum á milli og veður hlýrri. Hefir tfðin Vérið ura- hleypingasöm um alt land sfðustu vik- urnar. Heyfengur manna vcrður í ár mjög misjafn á landinu. Spretta hefir verið í meðallagi og sumstaðar rúm- lega það. En nýting hefir verið afar misjöfn. Á Suður- og Vesturlandi hefir heyskapur gengið afar vel svo sagt er að þar hafi heyast óvanalega mik- íð. Á Norðurlandi alt austur að Eyja- fjarðarsýslu hefir hann sömuleiðis gengið þolanlega, en þar austan við og á Austurlandi er óhætt að segja að heyskapur hafi gengið mjög erfið- lega. Töður sínar gátu menn ekki hirt á því svæði fyr en seinast í ágúst. Vinnukraftar notuðust illa vegna óveðra og kulda. Inflúenzan hefir líka tafið fyrir mönnum til og frá um alt land. Heyfengur yfirleitt á landinu verður þó líklega um eða yfir meðal- lag. Aftur eru slæmar horfur með kartöflu-uppskeru norðanlands, vegna sífeldra kulda og næturfrosta. Grænlandsfar kom inn tii Akur- eyrar á miðvikudagskvöldið með veikan mann, sem fluttur var í sjúkrahús. Skipið heitir Teddy (skipstj. Thostrup, stýrimaður N. Seeih). Ferðasaga þessa skips er all merki- leg. Blaðið haíði tal af stýrimanui og segist honum svo frá: „Teddyu fór frá Kaupmannahöfn 19. júní s. 1. til þess að leyta að skipinu „Dagny", sem fór f júnf f fyrra norður til Græn- landsóbygða, til þess að færa veiði- mönnum, sem dvelja á austurströnd Grænland3 norðarlega, vistir, flytja þangað menn og taka aðra, sem ráðn- ir væru til heimferðar. »Dagny< kom aldrei fram. Hún fórst f fsnum f ágúst s. 1. sumar, 30 mflur norðaustur af Shannon-eyju. Skipverjar tóku með sér nokkur matvæli og einn bát, sem þeir drógu yfir ísinn og náðu til eyj- arinnar. þar var eitthvert skýli, sem veiðimenn höfðu bygt og dvöldu þeir þar um tíma, en lögðu síðan af stað aftur og náðu til Bass Rock, þar sem þeir hittu norðurfarastöð, sem amerísk- ir norðurfarar höfðu reist 1901. Þarna dvöldu þeir s. 1. vetur, og höfðu þar nóg til að bfta og brenna þvf vistir voru þar fyrir. Það var stór hepni að ► Teddy« fann þessa menn, þvf ekki höfðu menn hugmynd um hvort þeir voru lífs eða liðnir eða hvar þeirra væri helzt að leita. Eftir að »Teddy« hafði bjargað skipbrotsmönnunum fór skipið til grænlenzku stöðvanna með vistir og farþega. Mun þeim 4 mönn- um, sem þar dvöldu, hafa verið mál á heimsókninni. Alls létu þeir eítir 8 menn við veiðiskap þarna norður frá. »Tcddy« hafði meðferðis fsbjörq, ref, hreysikött, og tvo máva, sem eiga að fá vist f dýragarðinum f Kaupmannahöfn. Er ferð skips þessa orðin gæfusamleg og frægileg. ísinn sögðu skipverjar vera um 200 — 300 mílur undan Snæfellsnesi Gullfoss kom í gærmorgun. Með skipinu komu meðal annara þrír menn til þess að rannsaka íslandsbanka, samkvæmt lögum frá sfðasta þingi. Þessir menn eru þeir Eggert Claessen, bankastjóri, Björn KrÍ3tjánsson, alþm. og Ágúst Flygenring, kaupm. Enn- fremur kom með skipinu' Steingrímur Jónsson bæjarfógeti. JÓI) Þorleifsson, liatamálari, soh- ur Þorleifs Jónssonar, Hólum f Iiorna- firði, er nýlega kominn til bæjarins. Hann auglýsir á öðrum stað f blað- inu málverkasýningu í hátíðasal Gagn- íræðaskólans á morgun og mánudag- inn kl, 10—7. öimskeyti. Reykjavík, 9. september. Rússneska bjargráðanefndin hefir verið Ieyst uppeog sumum nefndarmönnunum varpað í fang- elsi. Eru þeir af stjórninni sakað- ir um undirróður gegn bolché- vismanum. Norska stjórnin eykur tollland- helgina, til þess að hindra vín- smyglun. írar hafna sáttaboði Breta. Vilja láta hlutlausan oddamann úrskurða. Segjast aldrei munu af frjálsum vilja viðurkenna sam- band við Breta. Hótanir um of- beldi verði að hætta, svo full- trúar geti samið óháðir. Ulster- búar hervæðast. Afstaða Morgunblaðsins Spán- verja megin í tollmálinu ekki jafn ákveðin og verið hefir. Landsstjórnin gefur engar upp- lýsingar um lánskjörin. Fréttaritari Dags. Fjármark undirritaðs er: Stýft hægra, sneitt framan vinstra. Baldvin Jóhannssoij, Dalvík. Síldarnetja-,trossa‘ með tilheyrandi, ómerkt fanst ca. 3 mílur norður af Gjögri. Réttur eig- andi gefi sig fram hið fyrsta við Sueinbjörn Jóhannsson, Dalvík. Málverkasýning |óns Þorleifssonar verður opin í hátíðasal Gagnfræða- skólans sunnudag og mánudag frá kí!* 10 árd. til kl. 7 síðdegis. Inngangseyrir 1 króna. Kýr, ung, góð og snemmbær, óskast til kaups. Upplýsingar hjá Stefáni Stefánssyni, járnsmið. Grænmefi svo sem: Grænkál, Kryddkál, Blómkál, Hreðkur og Majnæpur fæst í Ketbúðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.