Dagur - 17.09.1921, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1921, Blaðsíða 3
37. tbl. DAGUR Í47 Uppboðsa ug/ýsing. Föstudaginn þ. 7. okt. verður opinbert uppboð haldið í leikfimíshúsi Gagnfræðaskólans á Akureyri og þar selt, ef viðunandi boð fást, ýmsir búshlutir, húsgögn, svo sem borð, divan, chaiselongue, leirtau, sængur- fatnaður, reiðtýgi, svo og ílát og annað, sem hentugt er í sláturtíðinni, ásamt mörgu fleiru. Uppboðið hefst kl. 2 e. h. Söluskilmálar auglýstir á uppboðsstaðnum. BWT Langur gjaldfrestur. “SWU Steinunn Frimannsdóttir. Up p b o ð verður haldið á ýmsu efni tilheyrandi raforkuveitu Akureyrarbæjar, Iaugardaginn 24. þ. m. Verður þá selt, ef viðunanlegt boð fæst, allskonar trjáviður, tunnur, verkfæri, pokar o. fl. Uppboðið verður haldið við Glerárfossinn, par sem stýflugarð- urinn er, og hefst kl 1 e. h. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. sept. 1921. Jórj Sveinssoij- Östar og margaríne nýkomið. TULINIUSARVERZLUN- MÁLNING allskonar, einnig MOTORLAKK r‘“T nýkomið. TULINIUSARVERZLUN. JVIATVARAsí ódyrusf í T uliniusarverzlun Listigarður Akureyrar frlkkar ár frá ári. Þrátt fyrir kuldann á liðnu sumri hefir hann aldrei verið fallegri. Má það mikið þakka hinni áhuga- sömu garðyrkjukonu, ungfrú Krist- björgu Jónatansdóttur, er hefir hirt um garðinn f sumar. En til þess að þessi fallegi blettur geti blómgast og orðið enn þá á- nasgjulegri fyrir bæjarbúa, þarf tals- vert fé, en altaf er Listigarðsfélagið fátækt, því tilkostnaður er talsverður árlega. Listigarðsfélagið hefir því ákveðið, að halda skemtisamkomu næstkomandi sunnudag í samkomuhúsi bæjarins til tekna fyrir garðinn. Er það vinsam- leg ósk félagsins að bæjarbúar fjöl- menni á samkomuna, því marga á- nægjustund hafa þeir átt í garðinum á liðnum sumrum, og munu eignast ennþá fleiri í framtíðinni, sérstaklega ef þeir vilja rétta hjálparhönd, svo að efnahagsins vegna geti »Listigarður Akureyrar* blómgast og frfkkað, og orðið bænum til yndis og sóma inná- við sem útávið. H. H. Kaupendur blaðsins f Múlasýslum og Norður- Ping- eyjarsýsltt eru beðnir að greiða áakriftar- gjöldin til þess kaupfélags, sem þeir verzla við, Eyfirðingar! Greiðið andvirði blaðsins til Kaup- félags Eyfirðinga eða útbús þess á Dalvfk, eftir þvf sem yður hentar bezt -------í Ritstjórann er að hitta á Eyrarlandsvegi Nr. S (Æsustöðum). Gengið upp á loft að aunnan. Minningarorð. Hinn io. febr. s. 1. vildi það sorg- lega slys til að Kristján Þorvaldsson frá Þinghól, sem var vetrarmaður á SyðriBæisá druknaði f Öxnadalsá. Hafði hann verið sendur af Snorra Þórðarsyni húsbónda síjnum yfir f Hörgárdal og var á heimleið úr þeirri sendiför enn einn á ferð og er þvf ekkt hægt að vita hvernig slysið hefir atvikast, veðurhæð var mikil með stór- feldri rigningu og að kunnugra manna sögn mun áin hafa verið ofaná og ekki hrein, þar af leiðandi verra að sjá hvort fsinn var tryggur undir eða ekki enda erfitt að halda þeirri stefnu sem tekin var, vegna veðurhæðarinnar. Mun hinn látni hafa treyst á kunnug- Ieik sinn og það annað, *að hann hafði farið yfir Öxnadalsá í næstum öllu mögulegu ástandi og f þriðja lægi var hann vel syndur, kjarkmaður mikill og ötull ferðamaður. Kristján Sigurbjörn, það var hans fulla nafn, var fæddur að Þinghóli f Kræklingahlíð S. ágúst 1895, var því aðeins rúmlega 25 ára er hann burt- kallaðist. Hann ólst þar upp hjá for- eldrum sfnum, Þorvaldi Jóhannssyni og Guðrúnu Þorláksdóttur, þar til vorið 1914, að hann fluttist með þeim að Bessahlöðum í Öxnadal. Var hann eftir það lengst af í kaupavinnu á sumrum, en við fjárgeymslu og ferða- lög á vetrum og mun oft hafa lagt mjög hart að sér, til að geta sem bezt hlúð að heilsulitlum, fátækum for- eldrum. Eg, sem þessar línur skrifa, var Kristjáni heitnum kunnugri en flestir ef ekki allir vandalausir, gegnum margra ára viðkynningu og vinskap. Er mér þvf hægt og sönn ánægja, að skýra stuttlega frá ýmsumn, óskum hans, eiginlegleikum og framkomu. Það var hans heitasta og dýpsta þrá, að geta sem bezt bjálpað foreldrum sínura, til þess að æfikvöld þeirra gæti orðið bjartara og blíðara, en lffs- skeiðið hafði lengst af verið og til að hugga og gleðja hina veiku og sorg- mæddu systur sína og geta lifað lífinu þannig gagnvart skyldum og vanda- lausum, að ekki yrði hægt að segja að hann vanrækti skyldur sfnar eða brigðist trausti þeirra, er trúðu hon- um fyrir einu eða öðru og að starf hans yrði sem mest til gagns þeim, er hann starfaði fyrir. Enda veit eg ekki dæmi þess, að nolckuð það, er honum var falið, hafi hann ekki leit- ast við að leysa af hendi með sér- staklega mikilli alúð og trúmensku. Hvort launin til hans lffs og liðins frá öllum þeim er hann starfaði fyrir, hafa verið eins vel og samviskusamlega greidd, skal eg ósagt láta. Þó hygg eg að fáar muni þær undantekningar vera, að þeir minnist hans ekki með hlýjum hug. Kristján heitin var maður sem frem- ur lítið bar á, hægur og stiltur f allri framkomu og jafnvel alvarlegur, enda mun hann þd ungur væri, hafa bragð- að á hinum beiska bikar þessa heims, en glaðlegur og þægilegur var hann ætíð, ef hann var tekin tali, glaður og skemtinn gat hann verið f góðum vina- hóp, enda var hann fremur góðum gáfum gæddur, heill og einlægur fé- lagsmaður og óeigingjarn vinur vina sinna. Munu þessir mðnnkostir hans hafa haft beztan stuðning og endur- næringu frá hinni barnslegu einlægu trú á alt gott, bjart og fagurt og þó sérstaklega á höfund þess og með þá trú og við það ljós mun hann hafa fárið yfir takmörk þessa lffs. Hér er því stórt skarð fyrir skildi orðið, átak- anlega þungur harmur kveðin að fá- tækum foreldrum, að missa svo svip- Bláft Chevioí nýkomið í verzlun Björns Grímssonar. K-E-X (hard bread) nýkomið í verzlun Björns Grimssonar A T V 1 N N A. rifin og myndarleg stúlka getur fengið nú þegar vist til lengri eða skemri tíma eftir því sem um semst. Mjög lélt störf. R. v. á. leg jafn ástríkan son og um leið einu stoðina, sem þau gátu treyst á í ell- inni gegn barátlunni við fátæktina. Sár mun og fréttin hafa verið kærum systkinum, einkum hinni veiku systnr, sem svo oft og áþreifanlega hafði orðið aðnjótandi hans innilegu um- ^yggju og bróðurkærleika og aár mun söknuður vina og kunningja og þungt fyrir hina litlu þjóð að missa svo trúan þegn á bezta aldri. Nú kveðja þig klökkir vinir og vandamenn með ástarþökk fyrTr sam- veruna og huggast f þeirri von að þú hafir hlotið hlutskifti betra en það sem þér var úthlutað hér meðal vor. Blessuð sé minning þín. Virtur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.