Dagur - 26.11.1921, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1921, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum laugard. Kostar kr. 8.00 árgatigurinn. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsíini 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. IV. ár. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvottapoftum, ofnrörum, rörþnjám, eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt meö verksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar úf um land. Jón Stefánsson. Talsími 94. Akureyri. »Barnabrek.« Svo heitir grein í 54. tbk ísl. Á hún að vera svargrein við greinum þeim, sem birtust í 39 og 40 tbl. Dags þ. á. undir yfirsk'riftinni »Brot- gjörn vopn." í nefndum greinum var verið að hnekkja þeim áburði á samvinnumenn, að peir væru fjandsamlegir sjávarútveginum og að þeim væri um að kenna ófarnað hans nú síðast. Nú er enn í þessari grein í ísl. hinu sama haldið fram og hefir blaðið alveg óvanalega viðleitni að rökstyöja mál sitt og er þessi grein flestu fremur svaraverð af því, sem birst hefir í blaðinu síðan um ára- mót. Dagur hefir haldið því fram, að það snögga þrot, sem togaraútgerðin hefir komist í og sem hefir orsakað mjög alvarlega atvinnuteppu hafi að sumu leyti verið orsakað af óvarkárni útgeröarmanna í meðferö fengins fjár. Að meiri áherzla muni hafa verið lögð á það, að spenna bogann meðan vel gekk, heldur en að tryggja atvinnuveginn fyrir misfellum með sjóðum. Þessu er nú verið að leitast við að hnekkja í íslendingsgreininni með því að segja sögu togarúigerðar- innar og síldarútgerðarinnar. Er þar bent á hvíiíkum vexti útvegurinn hefir tekiö. Þar er ennfremur fullyrt að »svo að segja hverjum eyri, sem atvinnuvegirnir gáfu af sér, haf verið varið þeim til eflingar og auka.“ íslendingi mun ganga erfiö- lega að færa sönnur á þessa full- yrðingu. Togarútgerðin og síldarút- gerðin eru ekki opinber atvinnu- rekstur og ura þetta liggja engar heimildir frammi. Þessi fuiiyrðing. er því út í bláinn sögð. En þó hún væri sönn, sannar hún ekki, það sem hún átti að sanna, að atvinnu- vegir þessir hafi verið á gróðaárun- um trygðir, svo sem þurft hefði að gera. Isl segir: »Við sölu togaranna (1917) kom það í Ijós, að félögin höfðu grætt stórfé eftir islenzkum mælikvarða, svo að höfuðstóll eig- andanna hafði margfaldast, svo áð dæmi munu til að 1000 kr. hluta- bréf í togarafélagi hafi verið 6- Akureyri, 26. nóvember 1921. 8000 kr. virði." Þetta telur hann sönnun þess, að ekki hafi verið ráðist of ört í skipaaukningar. En þetta sannar ekkert um það. Sú staö- reynd að upphafiegur hlutur varð 6-8 faldur að verðgildi sannar það eitt að félögin hafa grætt mikið, en ekki að gróðanum hafi verið varið skynsamlega. Gróðanum gat verið varið til of snöggrar aukningar á útgerðinni í stað þess að verja hon- um til nægilegrar tryggingar henni. Einmitt sú staöreynd, að útgerðin kemst svo snögglega í vandræði, bendir freklega á, að svo muni hafa veriö. ísl. gefur enn i skyn, að þátttaka samvinnumanna í stjórn landsins hafi orsakað straumhvörf f atvinnu- vegunum, verzlun og fjármálum. Það er svo að skilja sem togarasalan, verzlunarbrask stjórnarinnar, skipa- kaup hennar, kola- og salttollur hafi alt verið af völdum samvinnumanna. Er þetta hin fraklegasta blekking, sem. oröið getur. Þeir sem nokkuð hafa fylgst með atburðum síðustu ára, eru naumast svo minnislausir að þeim verði með þessu slegið ryk í augu. Það var styrjöldin sem orsakaði togarasöluna vegna þeirrar áhættu sem siglingum fylgdi. Það var sömuleiöis styrjöldin, sem neyddi til skipakaupa, til þess að tryggja flutninga að og frá landinu. Styrj öldin gerði verzlunina sömuleiðis svo áhættusama og erfiða að kaup- menn hvorki vildu né gátu annast hana aðstoðarlaust af því opinbera. Landsstjórnin var því neydd til aö taka hana að mikiu leyti i sínar hendur til þess að tryggja þjóðina fyrir vöruskorti. Alt þetta er öllum almenningi ljóst og er þýðingar- laust fyrir fsl. að nota þetta sem æsingameðal gegn samvinnumönn- um f landinu. Rugl fsl. um það að Dagur vilji koma stjórn útgerðarinnar undir at- vinnumálaskrifstofuna og um leið undir stjórn S í- S. er naumast svaravert. Dagur hefir sagt, að það sé skylda bankanna og ríkisvaldsins að hlynna að togaraútgerðinni, en jafnframt þurfi að koma eftirlit og íhlutunarréttur um, að atvinnuvegur- inn sé rekinn samvizkusamlega, ekki með hag togaraeigenda eingöngu fyrir augum, heldur og almennings. Dagur ber engan kinnroða fyrir þessi ummæli. Hér er ekki farið fram á neinar öfgakendar umbylt- ingar. En þegar þingið heimilar ríkisábyrgð fyrir stórum upphæðutn vegna togaranna er það ekki ósann- gjörn krafa, að það öðiist aðstöðu, tii þess að sjá ábyrgðinni borgið. Og því verður ekki mótmælt, að togaraútgerðin hefir einkum verið rekin sem gróðatrygging eigendanna. Eftirleiðis þarf hún líka að verða at- vinnutrygging fyrir almenning. Þess- vegna þurfa tryggingarsjóðir að myndast að baki hennar. Uppreist. Leysist ríkið upp? Föstudsginn 17. þ. m, geröust þeir atburðir í Reykjavík, sem munu verða lengi f minnum hafðir. Einn borgari bæjarins gerir uppreist gegn fyrir- skipunum stjórnarvaldanna, hindrar með tilstyrk sinna flokksmanna fram- kvæmdir lögreglunnar og ber hana ofurliði. Þegar Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins, kom heim úr Rúss- landsför fyrir nokkru sfðan, hafði hann með sér dreng, 15 ára gamlan, Fried- mann að nafni. Dreng þenna, sem var munaðarlaus, hafði hann tekið að sér. Eftir að hingað kom, kemur það f Ijós, að drengurinn þjáist af augna- sjúkdómi, sem er, eftir þvf sem fregn- ir herma, óþektur hér á landi að dómi lækna, en samt hættulegur og kvala- fullur. Augnlæknir gerir landlækni að- vart og landlæknir leggur það til, að þessum sjúklingi verði vlsað úr landi, til að verjast þvf, að sjúkdómurinn verði landlægur. Þegar stjórnin gefur út skipun þar að Iútandi, lýsir Ólafur Friðriksson þvf yflr, að hann hlfti ekki úrskurði stjórnarvalda og heilbrigðis- stjórnar í málinu og muni verja sjúk- linginn með valdi. Fiokkur verka- manna safnast um hann, þegar lög- reglan kemur, til að framfylgja fyrir- skipunum yfírvaldanna. Oíbeldi er beitt, lögreglan er borin ofurliði og verður írá að hverfa. Meðan róstur þessar standa yfir, lýsir Ólafur Friðriksson þvf yfir frá svölum hússins, að drengn- um verði ekki slept nema hann sé sóttur af erlendu hervaldi. Jón Magnússon, forsætisráðherra var, þegar þetta gerðist, kominn suður f Hafnarfjörð, um borð f Botnfu, á leið til útlanda, en er honum bár- ust fregnir um rósturnar, sneri hann aftur til Rvfkur. Fregnir herma, að tveir menn f Rvfk, þeir Héðinn Vaidemarsson og Ástvaldur Gfslason, hafi farið á fund stjórnarinnar og leitað um sættir á þeim grundvelli, að stjórnin gengi að 47. blað. þeim skilmálum Ólafs Friðrikssonar, að rfkið kostaði lækningu piltsins erlendis og að stjórnin hefði orðið við kröfunni, en þá hefði Ólafur sett þvert nei fyrir. Þegar þetta er skrifað hefir ekkert fleira gerst sögulegt í málinu. Heyrst hefir að Ax-sl Tulinius væri að safna liði og koma á það skipulagi með það fyrir augum, að aðstoða lögregluna ef til þess komi, að henni þurfi að beita, til að koma fram fyrirskipunum stjórnarvaldanna. Eru viðsjár miklar með höfuðstaðarbúum og æsing á báða bóga. Þetta mun vera f fyrsta skifti sem nokkur borgari þessa þjóðfélags lýsir opinberlega og formlega yfir að hann þverskallist og hefji uppreist gegn rfkisvaldinu. Svipuð dæmi eru til frá seinni tfmum, en ekki jafn þverbrotin og ótvfræð. Má þar til nefna dæmið alkunna frá ísafirði er múgurinn varði Skúla Thoroddsen fyrir fulltrúum yfirvaldanna. Samsærið, sem stofnað var til f Rvlk 1918 á hendur ráðharr- unum er og eitt dæmi, þó það kafn- aði f fæðingunni vegna uppljóstrunar. Til þess eru og dæmi að andbann- ingar hafa haldið þvf fram opinberlega að bannlagabrot væru ekki vftaverð, vegna þess að lögin væru ranglát. Þetta er dregið hér fram ekki til að réttlæta það ótvfræða lagabrot, sem hér er framið af Óiafi Friðrikssyni, heldur til að benda á, hvað lögbrota- sýkingin er almenn og að ( þeim skilningi býr þjóðin í glerhúsi, sem þolir jafnilla grjótkastið, hvort sem það er hafið af Pétri eða Páli. Þegar litið er á þetta sérstaka mál, virðist afstaða sú, er stjórnin hefir tekið, vera í aðaldráttum rétt. Skylda hennar er að fylgja fram fyrirmælum sóttvarnarlaganna. Og f þeim málum verður hún að hlfta úrskurði Iækna og landlæknis. Hér var um það að ræða að verja þjóðfétagið fyrir alvar- legum sjúkdómi, sem innflytjandi var haldinn af. Engin þjóð hikar við að varna á land sjúklingum, þegar svo stendur á sem hér og er ekki að sökum spurt. Úr mikilvægi þessarar ástæðu dregur það nokkuð, að það er tilviljun ein að hér var ekki um fslenzkan rfkisborgara að ræða, sem ekki hefði verið hægt að vfsa úr landi og hefði þvf orðið f þvf falli að leita annara bragða. Enn meira dregur það úr, ef satt er, sem blað- inu hefir borist, að til sé maður hér á landi með sjúkdóminn og hafi gengið með hann f sfðustu 5 ár. Þetta hvort- tveggja mun f augum margra draga úr mikilvægi þeirrar ástæðu, sem stjóroin hefði til þess að gefa út svo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.