Dagur - 11.01.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 11.01.1923, Blaðsíða 2
6 DAOUR 2. ibl. Ógoldnar skuldir Gagnfræðaskólans á Akureyri fyrir árið 1922 séu tiikyntar á skrifstofu skólameistara föstudag 12. jan. og laugardag 13. jan. næstkomandi kl. 4—5 báða daga Við útför Róars (ósefssonar, námsveins, úr Gagnfræðaskól- anum á Akureyri, 2. des. 1922. Mér þótti stundum raunalegt að líta ét um austurglugga skólans, er frjósa tók í haust, er leið. Loks var hann farinn að komast á legg, eftir mikla umönnun og fyrirhöfn, gróður- inn í garðinum hérna, nýtekinn að anda frá sér ilmi, unaði og angan. En fyr en varði, datt á íslenzkt nætur- frost. Og nú mátti, í bókstaflegri merkingu, Hta >blómin fölna á einni hélunótt,« Þau voru, þessi blfðu smá- blóm, máttarminni en nýfætt barn | vöggu, gersamlega varnarlaus gegn haustkuldum og hörku. Þau gátu eigi skýlt sér, þau gátu engrar bjálpar leitað, þau fengu eigi slitið sig upp úr frosinni moldinni, þau skorti fætur að hlaupa, vængi að fljúga, þau áttu enga úrkosti nema þjást og visna og deyja að lokum jáðalaus, hvert á sfnum reit og sinni rót. Þetta er næsta ósögulegur atburður, alkunnur úr ljóðum og líkingum ræðu- manna og skálda, gerist á hverju ári. Samt fékk hann á mig, þessi ójafni leikur suðrænna blóma, ungra, veik- gerðra og ffngerðra, við norræna næðinga og feigðarhélu. Þetta er bæði nýtt og fjörgamalt dæmi þess, hversu dauðinu orkar á alla menn, sem eru eigi því sljórri, í hvert skiíti og í hverju lfki, sem þeir sjá svip hans og sigð, ægisvald hans á öllu lffi. Slfkt er eðlilegt. Alt lff biður sér endalaust Hfs. En einhvern tfma kemur þar, er allt lifandi, menn og málleys- ingjar, flækingur og konungur, fær enga björg sér veitt »í fellibyljum og éli,« ekki fremur en jurtin, föst á deyjandi rót, fær leitað hælis f hríðum og frosti. Einhvern tíma er hverju iífi á þessarl jörð vægðarlaust synjað lifsgriða, jafnt hetjunni, sem ekki kann að hræðast, og smáfuglinum, sem titrar af angist á lófa dauðans. Dóttir og fylgja dauðans er Sorgin. Móðir hennar heitir Ást eða Kær- leikur. Sjaldan er líkkista borin svo inn kirkjugólf, að ekki gangi grátinn á eftir. Og það er eðli vor flestra að forðast sorgina og flýja. Samt virðast sorg og dauði runnin undan ráðum djúpsærrar vizkn, sem leynist einhverstaðar hinum megin við skýjabakka skynhimins dauðlegra manna. Slfk sannfæring læsist því fastar, í hjartarætur .vorar, þvf greinilegar sem vér skoðum hlutverk þeirra í mannlegri tilveru. Sjálf vfsindin kenna oss, að dauð- ina sé eigi sfður skilyrði lífsins, en lffið er skilyrði dauðans. Alstaðar og án aflá^s endurnýjar dauðinn lífið, hann skapar sffelda fjölbreytni þess, vöxt þess og undursamlega framþróun á alla vegu. Hugsum oss dauðann brott numinn. Þá yrði, dauðalegt um- horfs á jörðu. Það er einmitt dauðinn, sem gerir lffið lffsins vert. Dauðinn er engu sfður sannnefndur vinur Hfs- ins en óvinur þess. Og sorgin er vaxtardis. Hún grætur rauðagulli, sem gyðjan forðum. Hún safnar minningunum, þvær af þeim gróm og sora, fléttar sfðan úr þeim trygðataugar, er hún tengir með lif- endur við látna. Heilbrigð scrg hvessir dómgreind vora. Hún sýnir oss, öllum betur, muninn mikla á léttúð og alvöru, grandvarleik/og gáska. SKkt er fjör- gömul og sfung aannindi. Á sorgar- stundum er sem oss birtist skýrast æðsta markmið mannlegs lífs, boðorð þess og varanlegust verðmæti. Hatnt dögg er grdðrardögg mannlegtat sálar. Rödd sorgarinnar má aldrei vanta og mun aldrei vanta f hinn mikla og margraddaða samsöng mannlegs lffs. En stundum er torvelt að sjá vís- dóm stýra höggum dauðans. Oft verð um vér höggdofa af ónærgætni hans og harðúð. Og þá getur sorgin orðið svo þung, að ekkert sýnist gróa eftir hana, ekkert verða eftir nema tómleikinn, sviðinn og sárin. Þá er aldraðir deyja, að fullnuðum þroska og nýtu starfi loknu, beygjum vér oss, anguiblíðir og bljúgir, fyrir anda dauðans og ávörpum hann f hljóði: »Verði þ!nn vilj!«. Öðru máli gegnir, er ungir og vaskir hniga í hadd jarðar, er lffið er ókannað, nám nýhafið, æfistarf óbyrjað, f stuttu máli, alt eftir, er þeir virtust sendir ( beiminn til að lifa fyrir og vinna fyrir. Þá liggur oss við að segja við völd Hfs og dauða: Silkt œtti eigi fyrir aÖ koma. En dauðinn heitir aldrei griðum, veitir ekki öryggi styztu stund. Hann vofir með brugðinni ógnarbrand yfir öllu lifi, á öllura stöðum og öllum aldri. Vfst fylgir sliku sumt stórum gott. Þótt vér dauðlegir menn hö'um undrunarvert lag á að gleyma dauð- anum, óttumst vér ekkert yfirvald á jörðu sem hann. Svo einkennilega fer mannlegú eðli, að slíkur ótti er því hollur, sennilega ómissandi vexti þess og frjósemi. Hér grisjar því aftur í djúpan vísdóm. En dauðinn virðist vega svo oft um sakleysi, að lffaast er, að regin auðnu vorrar og æfi séu sjálf á þroskaleið og hafi enn eigi öðlast þann fullkomleik, að þeim takist ávalt jafnvel sfn duldu miklu ráð. Huggum oss eigi yfir ungs manns Hkfjölum með þvf, að ef til vill hefðu beðið hans böl og brotsjóar á Hfssigl- ingu hans. Slik huggun er óheil- brigð, ókarlmannleg og vanhugsuð. Böl bíður atlra, sem lengi lifa. Ef hraustum er gott ungum að andast, sökum barnings og boða æf- innar, er þá ekki æskilegast, að mann- legt lff Hði undir lok? En Hfshvatir vorar og tilfinningar prjóna beint f loft upp gegn slfkri hugsun. Engir óska sér dauða nema þeir, sem fengið bafa banasár á sinni. Og slfkir myndu reynast furðulega fáir, ef á herti. Sterk er Hftaugin. Mannleg skynsemi hlýtur þvf, eigi sfður en menskustu tilfinn- ingsr, að telja það skaða, er efnilegu ungmenni auðnaðist eigi að stýra bátnum f brimgarðana, vinna sigra og bfða ósigra, lifa vonir rætast og vonir bregðast, betgja á ró og reynslu ellinnar. Á öllu sifku átti sál hans að vaxa Á byljum og böli hafa þeir stækkað og vitkast, er bætt hafa og prýtt hafa þennan heim Guðshús er löngum hlaðið á »grýttri braut«, sem f sálminum segir. Horfumst skýrt f augu við grimd dauðans og sannindin þau, að hörð eru skilyrði mannlegs þroska Enginn hefir keypt mannvit og manndóm nema með þungum kost- um. Fyrir því fer fjarri, að sár og tár geri lffið ólifisvert. Lff án strfðs er harma verður einmitt f andlegum skilningi, auðn og hrjóstur, eins og lff án byrjar og sigra, blfðublæs og gæfubrosa breytir mannlegum hug f dverg, með bjarta úr köldu grjóti. Þessi athöfn sýnir eitt dæmi þess, er mannlegri skynsemivirðist dauðinn bæði grimmur og mLvitur. Hér hvflir nú efnilegur félagiykkar, nemendur, byrgð- ur undirþessu hvta kistuloki, Hann kom hingað sem þið f haust, til að stunda sama nám, sem gæfan veitir ykkur að verja vetrinum tit. Hann hlakkaði sem þið til komunnar, að sjá ykkur og skólann, taka þátt f félagsskap ykkar, skemt- unum og starfi. Framtfðin hló við honum, sem hún hlær við yður í brjósti honum logaði sama sterka Hfs löngun sem f yður og f oss öllum. Hann var jafn öruggur sem þér fyrir feigð og heli. En nú njótið þið bér dýrmætrar náðar, nemandí, starfandi, fagnandi, syngjandi, að bætti vonglaðrar æsku, — hann hvflir fúinn og fölur. Hvers átti hann að gjalda, er hann einn er hrifinn úr hópnum? Slíkt er mannleg spurning, er aldrei verður þó öðru svarað en bergmáii hennar sjálfrar. »Hvað dó með þér?« spurði skáldið mikla við lát ungrar og glæsilegrar meyjar. Hann svarar: . . . »Því lýsa engin ljóð. Það Iiggur falið undir þessum klaka«. Enginn fær vitað, hver skaði er unninn "'fbreldrum, frændum, félögum og landi við fráfall þessa listhaga og mannvænlega námsveins. Þótt honum hefði eigi, fremur en oss langsamlega flestum, hlotnast að vinna svonefnt ódauðlegt verk, átti hann sem hver dugandi drengur óunnið starf, er ávaxt- ast átti f mannlegii framþróun. — Á þessari kveðjustund hugsum vér til föður og móður. Þau kvöddu hann heilan fyrir tæpum tveimur mánuðum. Nú rennir skipið með hann lfk inn fjörðinn fagra til hinstu hvflu, er honum er búin f hinum forna höfuð- stað Norðurlaads. Einu sinni enn hefir dauðinn sært það blóðgum brandi, sem blfðast er og viðkvæmast f þessari veröld, sjálft móðurbjartað, það sem á kærleikann mikla, sem er »lang- lyndur* og »góðviljaður< >leitar ekki sfns eigin,« »breiðir yfir alt, trúir öllu, vonar alt, umber alt,« eins og postulinn lýsir honum f einhverjum hinum fcgurstu orðum, sem skráð hafa verið á nokkurri tungu. Þeir einir skilja fyllilega harm föður og móður hins nýlátna nemanda, er sama hafa beðið sem þau reyna nú. Til er f bókmentum vorum merkileg frásögn af þessari sömu sorg, rituð fyrir 6—700 árum. Þið munið öll hrygð Egils, er Böðvar sonur hans drukknaði. Sagan segir, að hann hafi þrútnað svo, er hann heygði son sinn, að af honum hafi rifnað kyrtill og - hosur. En er hann kom heim, gekk hsnn þegar til lokrekkju sinnar, »Iagðist niður ok skaut fyrir loku«. Hann lauk ekki upp rekkjunni sfðan um daginn og þá hvorki mat né dryhk. óg engi þorði »at krefja bann máls.< Og svona lá bann, unz Ásgerður, kona hans, lét þegar er lýsti hinn þriðja morgun frá drukknun Böðvars sendi til Þor- gerðar dóttur hans f Hjarðarholti. Hún brá við skjótt og fer til Borgar, gengur þegar f lokrekkjuna til Egils og kveðst viija, að þau fari eina leið bæði. Þá mælti hann, meðal annars: »Mikla ást hefir þú sýnt við mig. Hver von er, at ek muna lifa vilja við harm þennan?« Og svo fer, að Egill, fyrir orð dóttur sinnar, yrkir Sonatorrek, sem er, að kalla, jafn- ungt f dag, og þá er það flaug út úr lokrekkjunni á Borg á Mýrum fyrir meir en nfu hundruðum ára. Og er lokið er kvæðinu, rfs hann upp úr rekkju, bjó sfðan búi sfnu sem áður >ok varð maðr gamall*. Þótt atburður þessi eigi gerzt hafa aftur f heiðni, sést á frásögninni af honum eðli og þungi þeirrar föður- og móðursorgar, er nú drúpir við dauða þessa unga námsmanns. Mann- leg sorg er söm sem hún var á dög- um þjóðskáldsins mikla fyrir nfu öld- um. En takið eftir þvf, að herðar sjálfs vlkingsins ætla að bila undir harmafarginu. En hvað bergur? Eigi er það sfður eftirtektarvert, að það er ásl Porgerðar hin mikla, er hún vill láta eitt yfir sig ganga sem föður 8inn. Fórnfús hluttekning er laknir góður í sorg og söknuði. En hún dugir ekki ein. >HjáIpaðu þér sjálfur«, býður lögmálið mikla einnig hér. Þótt hlut- tekning, er sýnir »mikla ást við þig,« geti veitt þér dýrmæta hjálp til hugg- unar, verður þú sjálfur að taka þyngsta takið, þér til hressingar og bata, hugga þig að mestu sjáltur. Það skildi Þor- gerður, og þvf blæs hún föður sfnum starfslöngun f brjóst. Athugið vel, hvað sagan segir um áhrif þess holl, er skátdið fór að yrkja. »Egill tók at hressast, svá sem fram leið at yrkja kvæðit.* Ást, auðsýnd syrgjandanurn, var fyrsta björgin, er vakti af dvala löngun til starfs og Hfs. Sfðan bjarg- aði gö/ug vinna sjálfs hans. Og andi Egils bar aldrei slfkan ávöxt sem á þessari þyngstu stund lffs hans. Sona- torrek er eitt hið stórfenglegasta dæmi þess f sögu þjóðar vorrar, hversu göfugt afreksverk sorgin fær UBRið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.