Dagur - 14.08.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 14.08.1924, Blaðsíða 1
i I DAGUR Kemur úf á hverjum fimtudegi, Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrfr 1. júlí. Innhelmtuna annast Arnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VII. ár. Akureyrl, ,14. ágúst 1924. aforeiðslan er hjá Jónl 1>. Þór. Norðurgðtu 3. Talsiml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramót lé komln tll afgrelðslumanns fyrlr 1. des. 32. bhB Um ættarnöfn. I. Á tveimur sfðustu þingum hefir Bjarni frá Vogi borið fram frumvarp tii Iaga uni, að banna ættarnöfn og nafnalýti eða léttúðarfulla meðferð þeirra staðarheita hér á Iandi, sem af sögulegum og þjóðernislegum á- stæðum mega teljast helg. Frv. Bjarna hefir í hvorttveggja skifti sofnað í þinginu. Fyrra skiftið hlaut það sam- þykki Neðrideildar en f seinna sinn komst það ekki áleiðis I deildinni vegna veikinda fiutningsmannsins. Dagur er Bjarna frá Vogi ósam- mála um flesta hluti i þjóðmálum. En i þessu máli er hann honum í höfuðatriðunum gersamlega sammála. Nú hefir fyrir skömmu staðið yfir í Lögréttu deila milli Bjarna og hr. Kristjáns Albertssonar um ættarnöfn og sýnist þar mjög sitt hvorum. Er Kristján Albertsson mjög ákveðinn meðhaldsmaður ættarnafnanna. Dagur vonar að eigi verði tekið hart á þvf, þó hann gangi hér á tveggja manna tal. Málið varðar aiþjóð. Það er að blaðsins áiiti alls eigi rétt á litið af Kristjáni Alberts- syni, að »ættarnafnamálið ættiað fara að verða útrætt úr þessu." Máiið eí enn að mestu órætt og óskoðað Þjóðin hefir enn eigi að neinu veru Iegu Ieyti áttað sig á þvf, hvað hún er f raun réttri að gera, er hún varpar frá sér venju jafngamalli sjálfri sér og það venju, sem er jafnnákomin henni, eins og nafnið er þeim, sem nefndur er. Þó að blaðið f þessari grein bindi sig að nokkru við áðurnefnda deilu, telur það ekki nauðsynlegt, að fylgja þræði hennar út f æsar, heldur grípa þar á, er því þykir mestu máli skifta. Hr. Kristján Albertsson segir í deilunni við Bjarna frá Vogi, f Lögréttu 8. júlí s.I.: »Það sem okk- ur greinir á um, er ekki það, hvort virða beri og varðveita það, sem gott er í íslenzku þjóðerni, heldur hitt, hvort nafnvenja vor hin gamla hafi nokkurt gildi fyrir þjóðerni vort. Hann heldur því fram að svo sé, — eg neita því " Hér er kjarni ágreiningsins f þessu máli og allar rökréttar umræður um það hljóta að miðast við væntan- legt svar við þeirri spurningu, hvort þjóðerni tslendinga sé af því nokkur hætta búin, þó þeir varpi frá sér nafnvenjunnii Það er hægt að Iáta ýms minni- háttar atriði að mestu óskoðuð, eins og til dæmis að taka þann ófrum- ieik málspillingar og þjóðernislegs undirlægjuháttar, sem kynni að leiða til þess, að mjög mikiH hluti þjóðar- innar hé!i 2—4 nöfnum, eins og Danir heita nú,. eða það, hversu einni mjög mikilsháttar grein í okkar þjóðlegu fræðum, — ættfræð- inni gengi að draga þá kollóttu sauði í rétta dilka. Kjarni málsins veröur fyrst fyrir og liggur næst að svara spurningunni: Hefir nafnvenja íslendinga, jafngömul þjóðinni, nokk- urt gildi fyrir þjóðerni hennar? Kristján Albertsson svarar þessari spurníngu neitandi. Eigi mun Kristján Álbertsson neita því, að tungan hafi giidi Jyrir þjóöernið, Ef með réttum rökum verður sýnt fram á það, aðupptaka ættarnafna sé röskun á lögum tung- unnar um föll og kyn og að sú stórfelda rö?kun hljóti að leiða tij málspillingar, verðúr þvl eigi með réttu neitað, að tungunni sé hætta búin af þeim aðgerðum, og um leiö þjóðerninu. Það hygg eg muni vera rétt rök, að föll og kyn nafn- orða f islenzku máli séu afltaugar tungunnar og að tungan sé afltaug þjóðernisins. Það mun þvl vera óvarleg ályktun, að tetja nafnvenj- una, bygða á þessum lögum, eigi hafa neitt gildi fyrir íslenzkt þjóð- erni. Kristján Albertsson segir i um- ræddri Lögréttugrein: »Þegar menn hafa vanist þvi að segja: vEg var að lesa ræðuna hans Ouðmundar Björnson í Morgun- blaðinu,0 eða: »Hver kemur þarna með honum Vilhjáimi Oíslason?" — Þegar menn hafa vanist þvf (( byrjun mun flestum þykja það óviökunnanlegt), þá mun engum framar finnast tungan hafa spilst viö, að þessi ættarnöfn eru látin óbeygð." Lesendurnir eru beðnir að veita þvi athygli, að höfundur þessara tilfærðu röksemda ieggur áherztu á prðið ■vanist.,‘ Það er þvi réttmætt að ræða málið við hann að nokkru út frá þessu orði. Orðið er dálítill gluggi, sem hægt er að horfa gegn- um óralanga vegu út yfirþetta mál. Sérhver hugsunarrétt og rökrétt staöhæfing á að geta staðist það, að regla sú, sem hún er bygð á, sé framlengd út i æsar, ef það er gert á rökréttan og sanngjarnan hátt. Sé það rétt athugað hjá Kristjáni Al- bertssyni, að vaninn einn geti helgað og réttlætt þá röskun á Iög- um tungunnar, sem gerð er í þeim tveimur dæmum, er hann grípur til, er réttmætt að álykta svo, að vaninn geti helgað og réttlætt melri röskun. Þessi umræddi herra Kristján hefir felt niður eignarfallsendingu og venjulega beygingu föðurnafns síns og vill eigi láta teija, að vörn þess- ari fyrir ættarnöfnin sé haldið uppi af Kristjáni Albertssyni, heldur af Kristjáni Atbertson. Þettatelur hann að vaninn muni helga. Ef gert er ráð fyrir því, sem telja má liklegt, að ætt Kristjáns Albertssonar verði framlengd, er liklegt að i ættinni verði og framiengd þessi tiú á helgun og réttiætingu vanans á málspjöllum. Það mætti hugsa sér og er enda mjög líkiegf, að mjög nákominn afkomandi Kristjáns, sem bæri nafn þessa ■forföður" ættarinnar, teldi rétt að ganga feti framar en ■forfaðirinn" og nema burtu beyg- ingarendinear úr ski»ua»nnfai jW Oera má og ráð fyrir að um svipað, leyti verði uppi i landinu kynsióð, sem telji rétt, að láta vanan heiga svipaða meðferö allra nafnorða, og fornafna. Myndu þá setningarnar, sera til eru færöar hér að framan, hljóma þannig af vörum eriingja islenzkrar tungu og bókmenta: »Eg var að lesa ræðan hann Quðmundur Björn- son í Morgunblaðið," eða »Hver kemur þarna með hann Yilhjálmur Oíslason?" Kristján Albertsson mun telja sér Ijúft að þola það, að málstaður hans verði próiaður með hans eigin rök- um og að neytí veröi þeirrar útsýni, sem hann hefir opnað yfir málið, jðfnvel þó á það verði litið með meiri gaumgæfni og framsýni, en honum hefir tekist að gera í grein sirini. Úr því að hann telur lögmál vanans helga réttilega þá meðferð á tungunni, er hann lýsir, raun hon- um ekki verða unt að setja takmörk fyrir réttmætum verkunum þessa lögmáls. Ef regla hans stenzt, áhún að geta orðið framlengd út i æsar. Et rétt er talið, að þjóðin taki, með ráðnum hug, að höggva limi af orðum tungunnar, er ókleift að setja í einum staö fremur en öðrum tak- mörk þeim böðulshætti. — En þá blasir við opin sú ófremdarleið, er frændþjóðir okkar á Norðurlðndum hafa gengið, meðan þær voru að glata tungu sinni. Færeyingar eru komnir nokkru skemra á þeim á- fanga en hinar þjóðirnar. Af tungu- máli Færeyinga veröur einna Ijósast, hvað gerst hefir á þeirri leið. Van- n Prenfsmiðja 0. Björnssonar -::i jí Akureyri. Allskonar prtntun leyst fljótt og vel af hendi. : j Eyðublöð, nótubækur, stldarbækur og fisk- j j :": tökubækur hvergi ódýrari. Númerum - fram- ;::: haldandi númer - eyðubiöð og hvað annað er j j menn óska. Umslðg og pappír fyrirliggjandi, j j Fyrstu veroiaun fyrir prentun á iðnsýningunum á Akureyri 1906 og 1918. inn gerir þeim tunguna viðunandi. Alt málið ber sterkan svip uppruna síns, en helzt engin setning og sár-fá orð eru öðruvfsi en iimlest. Þar hafa verið að verki málspiil- ingaröfl annarlegrar menningar, en varnir eigi nógar. Munu þar hafa að miklu ráðið úrslitum menn, er svipað hafa hugsað og Kristján AI- bertsson — menn, sem eigi hafa skirst við að beita tunguna ofbeldi og sem hafa síðan beygt hálsinn i greip vanans. (Meira.) Krossaness-málið. Viðtal við afvinnumálaráöherran. Atvinnumálaráðherran, Mftgnús Guð- mundsson dvaldi nokkra daga hér f bænum. Aðalerindi hans hingað mun hafa verið að athuga og gera ráðstaf- anir um það tvöfalda ákærumál, sem fram hefir verið borið á hendur fram- kvæmdastjóra sfldarverksmiðjunnar f Krossanesi. Verkamannaféiagið á Ak- ureyri kærði yfir þvf, að framkvæmda- stjórinn hefði flutt inn ílandið i óleyfi um 35 verkamenn, og að hann hafl eigi samkvæmt landslögum látið þá gera grein fyrir sér eða gert sjálfur grein fyrir þeim á skrifstofu iögreglu- stjóra. Eftirlitsmaður rfkisins um mál og vog gaf skýrslu um það, að mál þau, er verksmiðjan mældi f þá sfld, er hún keypti, væru 10—15% stærri en þau væru talin vera. Dagur óskaði upplýsinga ráðherrans um máiið og skal birtur hér útdráttur úr viðtalinu: — Hvernig hygst stjórnin að snú- ast við ákærunni um óieyfilega inn- fiutta verkamennf spyr blaðið. — Stjórnin telur ekki rétt, að láta fólkið fara að þessu sinni, vegna þess að örðugt myndi að fá verkafólk í staðinn og hætta á, að verksmiðjan yrði að stöðvást. Helzt yrði verkafólk til verksmiðjunnar að koma úr sveitum og vil eg sfzt stofna til þess, að fólkið dragist þaðan. — Hefir framkvæmdastj. ekki brotið landslög f sambandi við þetta mál?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.