Dagur - 22.07.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 22.07.1926, Blaðsíða 2
102 DAOUR 32. H)t. Mér virðist að meginhluti og meg- inatriði »Leiðréttingar« yðar, hr. end- urskoðendur, bera vott um, að nokk- uð bresti á ljósan skilning yðar á skipu- lagi Kaupfélags Eyfirðinga og sundur- greiningu þeirra þátta skipulagsins, sem koma til greina í sambandi við tillögu yðar og hinna, sem að réttu lagi eiga að liggja utan við svið þess- ara umræðna. Fyrir því hafið þér blandað saman talsvert fjarskyldum efnum, þar sem þér talið um verð- lagsaðferð félagsins, sem tillaga yðar snertir beint og ábyrgðarskipulag þess, sem tillaga yðar snertir alls ekki. Eg skal nú, áður en eg athuga nánar það, sem þið munuð vilja láta kalla rök í »Leiðréttingu« yðar, snúa mér að kjarna ágreiningsins. Sam- kvæmt þeim málavöxtum, er fyrir liggja, hlýtur ágreiningurinn að verða um það, hvað megi að réttu lagi kall- ast grundvöllur sá, sem félagið er rekið á og hvort tillaga yðar miðar til þess, að horfið yrði að meira eða minna leyti frá, að reka félagið á þeim grundvelli. Eg tel, að verðlagsaðferð hvers fé- lags sé grundvöllur sá, sem það er rekið á. Eg kalla, að hún sé starfs- grundvöllur félagsins. Ejns og þér hafið vafalaust veitt eftirtekt, hlíta fé- lögin mismunandi aðferðum um verð- lag. Sum afhenda vörur með kostnað- arverði, önnur með gangverði og enn önnur hafa báðar aðferðir. Eins og kunnugt er og ljóslega er rakið í sögu Kaupfélags Eyfirðinga í Minningarriti félagsins, er kom út 19: júní síðast- liðinn, var félagið rekið fyrstu tuttugu árin á grundvelli kostnaðarverðsálagn- ingar. En árið 1906 innleiddi Hall- grímur Kristinsson hið svo nefnda Rochdale-skipulag hér á landi, um leið og hann umsteypti skipulagi fé- lagsins. Höfuðstefnan í starfsaðferð fé- lagsins varð þá sú, að selja allar vörur með gangverði, þ. e. útsölu- verði kaupmanna, eins og það gerðist lægst á hverjum tíma, en verja arð- inum til úthlutunar í reikninga félags- manna og til eflingar sjóðum félagsins. Nú er það kunnugt flestum félags- mönnum, hverjum hraðvexti félagið tók við hina breyttu skipun. Með henni hófst það tryggingarstarf á vett- vangi félagsins, sem hefir verið haldið uppi síðan og sem hefir orkað vexti þess og styrkleik. Hér er um að ræða tvö höfuð- stefnumið í starfsaðferðum kaupfélaga. Félög þau, sera beita kostnaðarverðs- aðferðinni, leitast við að ná sem skjót- ustum árangri og skapa hmum kepp- andi verzlunarrekendum svo örðuga aðstöðu um verðsálagningu, sem fram- ast má verða. Reynslan hefir sýnt, að þau félög eiga erfiðari aðstöðu, til þess að færa út starfsemi sína og efla sjóðina, heldur en gangverðsfélögin, vegna þess að hin fyrr nefndu hafa minna afgangsfé, eða verzlunararð milli handa og til ráðstöfunar, frá ári til árs. Höfuðályktanir mínar um ágreinings- efnið verða þá þessar: 1. Verðsálagningaraðferð hvers kaup- félags er sá starfsgrundvöllur, sem það er rekið á. % Kaupfélag Eyfirðinga hefir síðustu 20 árin verið rekið á grundvelli gangverðs-álagningar og höfuð- stefna þess er sú, að selja a 11 a r vörur með ágóða. 3. Tillaga, sem fer fram á það, að félagið taki að selja megin-vöru- magn sitt með kostnaðarverði, er tillaga um, að raskað sé verulega þeim grundvelli.setn félagið var reist á fyrir 20 árum síðan og sem hef- ir orkað styrkleik þess og vexti sjóðanna. Eg skal nú, þessu næst, hverfa að nokkrum atriðum í »Leiðréttingu« yð- ar. Þér fáið ekki skilið, að tillaga um, að selja megin-vörumagn félagsins með kostnaðarverði, sé röskun á grundvelli félagsins, vegna þess, »að sú regla hefir gilt og gildir ennþá, að menn fá ýmsar vörutegunir í félaginu með kostnaðarverði*. Og meginrök yðar fyrir þessu eru þau, að á úttektar- nótum félagsins séu dálkar fyrir bæði ágóðaskyldar vörur og ekki ágóða- skyldar! Reyndar er það ámælisverð- ur skortur á athugun endurskoðenda, sem kemur fram í þessum staðhæf- ingum. Pessar »ýmsu« vörur, sem þér talið um, eru nú sem stendur inn- lendar vörur og af erlendum vörum aðeins timbur og sement. í öðru lagi er það ljóst hverjum manni, sem hef- ir athugað til hlítar þetta skipulags- atriði félagsins og reksturshætti þess, að stefnumið (prinsip) þess er það, að selja a 11 a r vörur með ágóða. Og þegar félagið hefir orðið að víkja frá þeirri reglu, hafa jafnan valdið því sérstakar orsakir, eins og til dæmis að taka óeðlilega hörð samkepni, verð- fall o. fl. Eg veit ekki, að svo stöddu, hvaða frambærilega afsökun þér kunn- ið að hafa fyrir því, að vita þetta ekki, eftir að þér hafið, sem endurskoðend- ur félagsins, haft á hendi það sérstaka hlutverk, að rýna í rekstur þess og starfsaðferðir um mörg ár! Þá skýrskotið þér til skipulagsbreyt- inga þeirra, sem gerðar voru í félaginu árið 1922 og teljið að með þeim hafi verið gerðar breytingar á þeim grund- velli, sem félagið hafi verið reist á fyrir 20 árum síðan. Og þér bendið ennfremur á, að eg hafi lagt blessun mína yfir þessar breytingar. Teljið þér sennilegt, að eg hafi þá ekki skilið, hvað í því fólst, að heimila pöntun samkvæmt 22. gr. félagssamþyktanna. Eg skal lýsa yfir því, að skilningur minn á þessum skipulagsbreytingum er hinn sami nú, eins og hann var, þeg- ar þær voru gerðar. En eg þykist sjá, að mig og yður muni greina á um skilning á suraum atriðum þessara breytinga. Eg tel vist, að þér munið, við athugun, fallast á, að skipun sú, er sett var um ábyrgð deilda, hafi í engu raskað starfsgrundvelli félagsins og megi því liggja utan við umræður um tillögu yðar, sem snertir aðeins verðlagsaðferð félagsins. En um pönt- unarheimild þá, er felst í 22. gr. fé- lagssamþyktanna, orkar fremur tvímælis. Hin fyrstu pöntunarfélög beittu und- antekningarlaust kostnaðarverðs-álagn- ingu. Pessvegna urðu pöntunog kostn- aðarverð (»pöntunarverð«) snemma ó- aðskilin hugtök. En að mínu áliti er þetta tvent ekki óaðskiljanlegt. Kostn- aðarverð er ekki sjálfsögð afleiðing af pöntun. Fyrir pöntun geta verið ann- arskonar ástæður, eins og til dæmis að taka þær, að tryggja einstaklingun- um ákveðið vörumagn, fá fyrir fram yfirlit um viðskifti o. fl. Paníaðar vör- ur er hœgt að afhenda með hvaða verðlagi, sem félagsmenn koma sér saman um. Pessvegna lít eg svo á, að með skipun þeirri, sem sett var um heimild til að panta, samkvæmt 22. grein, hafi ekki, hvorki að formi til né reynd, verið raskað starfsgrund- velli félagsins. Pá fyrst væri um slíkt að ræða, er upp yrði tekinn sá háttur, að selja eða afhenda mikinn hluta af innfluttum vörum félagsins með kostn- aðarverði. Þér segist hafa skilið þessa heimild þannig, að með henni hafi félags- mönnum verið gefinn kostur á, að fá vöru og þá einkum matvöru, með því verði, sem hún raunverulega kostar. Eg get hugsað mér, að þessi hafi verið hinn almenni skilningur. Breyt- ingin var gerð á þeim tíma, þegar félagið var statt í vanda. Var því eóli- legt, að leitað væri ýmiskonar úrræða. Og þetta atriði breytinganna var tek- ið upp til samkomulags við þá menn, sem höfðu trú á tilraunum í þessa átt. Um mig get eg sagt það, að eg hefi ekki haft trú á kostnaðarverðs-afhend- ingu í þessu félagi og mundi verða henni mótfallinn enn um skeið. Reynsl- an virðist og benda á, að svo sé fleir- um farið, því að ekki er kunnugt um, að neinir af félagsmönnum hafi neytt þeirrar heimildar 22. gr., sem hér um ræðir. En úr því að þér lítið svo á, að ákvæði 22. gr. myndu tryggja yður vörur með kostnaðarverði, ef þeim yrði beitt, hvers vegna í ósköpunum eruð þér þá að burðast með nýja til- lögu um þetta efni? Pað virðist vera nærri því ótrúlegt örlæti á tillögur, jafnvel frá hendi núverandi endur- skoðenda Kaupfélags Eyfirðinga, að vera að bera íram og ætla sér að bera fram á næstu aðalfundum félagsins til- lögu um efni, sem þegar er afgreitt og samhljóða skipun sett um í sam- þyktum félagsins. Hvf ekki að panta vörur, greiða þær kostnaðarverði og fara ánægður heim með sína sekki, án þess að vera með brölt og umstang á félagsfundura, úr því að pöntun er heimiluð og sömuleiðis kostnaðarverðs- afhending, samkvæmt skilningi yðar, hr. endurskoðendur? Loks kem eg að skemtilegu efni í »Leiðréttingu« yðar, þar sem þér, með þessari tillögu, þykist vera að þjóna hugsjón Hallgríms Kristinssonar. Eg geri ekki ráð fyrir, að margir geti fall- ist á, að með tillögu um, að félagið taki upp kostnaðarverðs-afhendingu í stórum stíl, sé verið að þjóna hug- sjón þess manns, sem stofnsetti gang- verðsfélögin hér á landi og gerði Kaup- félag Eyfirðinga að brautryðjanda á þeirri leið. Þér leggið að vísu áherzlu á hitt, að tillaga yðar miði í þá átt, að korna í veg fyrir skuldaverzlun; með henni yrði stigið spor í áttina, til þess að hönd seldi hendi. Víst var það hug- sjón Hallgríms Kristinssonar og stefnu- mið, að unninn yrði bugur á skulda- verzlun. En hann aðhyltist ekki það lnnilegt hjartans þakklæti votta eg öllum þeim Orfmseyingum, sem með stórri peningagjöf hafa styrkt mig i veikindum minum á heilsu- hælinu. Þetta höfðinglyndi blð eg aigóðan guð að launa á þann hátt, sem hann sér þeim bezt henta. QuOrún D. Þorkelsdóttir. ráð, að afhenda vörur með kostnaðar- verði. Pöntun og kostnaðarverðs af- hending er hvorki óhjákværailegt né óbrigðult skilyrði fyrir því, að hönd selji hendi. Að því mun verða stefnt í kaupfélagsmálum hér á landi, að að- skilja vöruverzlun og lánsverzlun. Lán- in eiga að standa í bönkum og öðr- um peningabúðum, en hönd selja hendi við búðarborðin í verzlununum. Áð setja slíka verzlunarhætti í óaðskiljan- legt samband við kostnaðarverð, er ekkert annað en skortur á ímyndunar- afli, sem getur orðið endurskoðendum bagalegur. Vegna þess, að þetta er orðið nokk- uð langt mál, skal eg að þessu sinni sleppa frekari athugunum um tillögu yðar. Pó er þar ýmislegt fleira að at- huga, eins og til dæmis það, hversu það myndi gefast í framkvæmd, að seija félagsmönnum vörur með öðru verði en utanfélagsmönnura og hversu þessi skipun yrði réttlát og vinsæl inn á við í félaginu. Er um þessi efni og fleiri, viðkomandi tillögunni, þörf frekari at- hugana. Eg vonast til, að þessar at- hugasemdir mínar orki því, að þér takið að athuga þessi mál gaumgæfi- legar, en þér virðist hafa gert hingað til og að þær athuganir leiði til þess skilnings, að »leiðréttingar« yðar ættu að byrja heima fyrir. Sérstaklega væri yður slíkt nauðsynlegt, áður en þér útbúið bunka yðar af »tillögum endur- skoðenda« fyrir næsta aðalfund Kaup- félags Eyfirðinga. Ritstj. LandsHjerÍð. Heyrzt hefir, að alls hafi kosið á Iandinu tæpar 14 þúsundir manna. Er það mun meiri þátttaka en síðast. Hin aukna þátttaka er nær öll í kaupstöðum og sjávarþorpum. Aftur skiftist fylgið þar meira en síðast. Sama eymdarsagan um þátttöku bænda berst nálega hvaðanæfa úr sveitum landsins. Þingeyingar hafa orðið bezt við nauð- syn flokksins. Eyfirðingar munu vera mjög aftarlega í lest. Engir eru aum- ri en Svarfdælingar. Aftur sóttu Gríms- eyingar manna bezt. En þar mun í- haldið hafa blóðmarkað nálega hverja skepnu. Deyfð bænda er hvorttveggja, sorgleg og hneykslanleg. Örlög bænda- séttarinnar í landinu og landsins alls, velta meir og minna á því, að kosn- ingaréttarins sé neytt og hans sé neytt á réttan hátt á hverjum kjördegi. Pó er tómlæti bænda svo mikið sumstað- ar í landinu, að heldur myndu sumir þeirra elta kviðarull á einni rollu, en neyta þess heilaga réttar, sem þeim er fenginn á hverjum kjördegi. Ekkert hlutskifti er slíkum mönnum maklegra, en að þeir fái aftur að veltast dýpst niður í eymd þá og andlegu óþrif, sem bændastétt landsins voru búin af erlendum og innlendum fjárplógsmönn- um, áður en samvinnu- og viðreisnar- samtök bænda hófust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.