Alþýðublaðið - 01.08.1921, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.08.1921, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nýkomið til H. P. Duus. Baunir niðursoðnar Súpu-Asparges Slik-Asparges , Tomatpurree Pickles Jarðarber Tröfler Kjöt niðursoðið Leverpostej Champinios Síld Ansjovis Rejer. Brunabótatryggingar á húsum (einnig húsum í smíðum), innanhúsmunum, verzlunarvörum og aliskonar lausafé annast Slghvatui? BjaPHHSOH banka- stjóri, Amtmannsstíg 2. — Skrifstofutími kl. 10—12 Og 1—6. 8 1» 8 Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrari en hjá A. V. Tulinius vátryggingaskrifstofu Eí m s kipaf ó Iags h ús i nu, 2. hæð. Rafmagnsleiðslur, Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur um hús sfn. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tfma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hlti & Ljóe. Laugaveg 20 B. Sími 830. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Óiaftsr Friðrikssoj:. Prenísroiðian Gntenberj?, Jack Lcxdon: Æflutýri. „Fullkomlega. [Þú hefir víst ekkert á móti því, að eg gefi nokkrar fyrirskipanir[?" „Alls ekki, svaraði Tudor mjög rólegur, því ósk hans var nú uppfylt. Sheldon lét sækja Adamu Adam og Noa Noah. „Heyrirðu nú,“ sagði Sheldon. „Þessi maður og eg ætlum að berjast í dag. Kannske deyr hann, kannske eg. Ef hann deyr, er alt gott. Ef eg dey, verðið þið að annast Jóhönnu. Þið byrgið ykkur að riflum og gætið hennar nótt og dag. Ef hún æskir þess sjálf, að tala við^Tudor, þá er alt gott. Ef hún vill ekki tala við hann, verðið þið að halda honum utan dyra. Skiljið þið það?“ Þeir muldruðu eitthvað og kinkuðu kolli. Þeir höfðu þekt marga hvíta menn, og vissu af reynslunni, að gagnslaust var að grenslast um alt þeirra undarlega athæfi. Ef þessa tvo menn langaði til að drepa hvorn annan, kom þeim það ekkert við; það kom eyjarskeggj- um ekkert við. Þeir gengu að skotvopnunum og tóku sinn riffilinn hvor. „Bezt væri, að allir Tahitimennirnir fengju strax rifla“, sagði Adamu Adam. „Kannske verður mikið stríð“. „Ágætt, gerðu það“, svaraði Sheldon, sem nú var að úthluta skotfærum. Þeir fóru út úr stofunni og fóru niður tröppurnar með átta rifla. Tudor stóð óþolinmóður og beið eftir Sheldon, hann var þegar húinn að spenna skothylkjabeltið um sig. „Komdu nú, flýttu þér. Við eyðum bara tímanum", sagði hann, þegar Sheldon leitaði eftir auka skothylkjum í skambyssu sína. Þeir urðu samferða niður tröppurnar og yfir girta svæðið niður til strandarinnar. Þar ánéru þeir bökum saman og fóru hvor til síns staðar, og með riflana undir handleggnum. Tudor fór til Beranda, Sheldon til Balesuna. XXVII. KAFLI. Sheldon var varla kominn til Balesuna, þegar hann heyrði byssuskot; það var merki um það, að Tudor snéri nú við. Sheldon hleypti líka áf sinni byssu út í loftið. Hann gekk eins og í draumi, hugsunarlaust eftir ströndinni. Honum fanst þetta alt svo asnalegt, að hann skyldi varla að það væri alvara. Hann fór í huganum yfir það, sem skeð hafði, til þess að reyna að finna eitthvað, sem réttlætti framferði þeirra. Hann langaði ekkert til að drepa Tudor. Þó hann hefði borið sig að eins og bjáni, þegar hann bað stúlkunnar, var það engin ástæða til að drepa hann. En af hverju stafaði alt þetta? Hann hafði að vísu sært Jóhönnu með seinni athugasemdum sínum, en fyrir það hafði hann verið barinn niður, og af því hann hafði slegið hann, þurfti hann ekki endilega að drepa hann. Hann hafði farið því nær fjórðung vegarins milli ánna, þegar honum varð það ljóst, að Tudör gekk auðvitað ekki á ströndinni. Hann gekk vitanlega í skjóli við pálmatrén. Sheldon snéri til vinstri, til þess lfka að leita skjóls, þegar hann heyrði skyndilega byssuhvell og um leið sá hann kúluna þyrla sandinum upp á að giska 100 fet aftan við sig. Hann fann nú, að hversu vitlaust sem þetta var, þá var það þó veruleikinn eiu- bær. Kúlan var ætluð honum, en þó var það óskiljanlegt. Hann hélt sér altaf 1 hlé við trén og gekk beint áfram, þangað til hann var kominn hálfa leið. Ef Tudor hefði gengið með sama hraða hlaut hann að vera kominn jafnlangt; en Sheldon þóttist vita, að hanu hefði gengið í boga. Þetta jók á erfiðleikana með að finna hann. Trén stóðu í beinum röðum, svo hann sá að eins eftir einum göngum í einu. Óvinur hans gat komið eftir hverjum þeirra sem var. Hann gat verið hvort sem var hundrað eða þúsund skref frá honum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.