Alþýðublaðið - 03.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.08.1921, Blaðsíða 1
€3-<efIo ikt a>t .AJþýo^floldtasraiiiu 1921 Miðvikudaginn 3. ágúst. 175. tölubl. „JJinir ínglegn". Morgunblaðið hefir aldrei þótt iiílögugott né djúpviturt þegar það einstökusintsum hefir lagt eitthvað lítilsháttar til opinberra mála. Eng- •an mun því undra þó það geri ekki annað en verja gerðir út- gerðarmanna og bæla íslands- banka f grein sem í því birtist s. 1. sunnudag. Blaðið er eign útgerðarmanna ag því eðlilegt að það taki svari þeirra og telji alt „illgirni" og „lítið vit", sem fer í bága við 4tagsmuni þeirra og eigingirni. Stefna blaðsins er eigingimis- -stefna. Blaðið ræðir um dugnaðarmenn- ina, sem réðust í kaup á botn -vörpuskipum. Þessu má því svara, að upphaflega voru það skfpstjór- ar og sjómenn, sem séð höfðu gengi ensku botnvörpuútgerðar- innar, sem réðust í þessa útgerð hér. Þegar svo ýmsir eiginhags- tnunamenn sáu hve vel þeim gekk, vildu þeir auðvitað lika mata krók- inn. Og er ekkert við það að at- huga frá sjónarmiði eiginhags- munamanna Útgerðin blómgaðist. <Jróðinn óx. Heimstríðið braust út. Gróðinn margfaldaðist fyrstu árin; en bráðlega kom að því, vegna stríðshætu o fl., að gróða- vonin varð ekki jafn mikil En þá bauðst ágætt tækifæri til að græða fé á engu — að útgerðarroönnum íanst. Erlend ríki buðust til að kaupa togaraflotann fyrir svo hátt verð, að eigendurna suwdlaði. Þeir ætluðu að kaupa skip í stað inn miklu ódýrara, þegar stríðið væri búið. Skipin voru seld. Útgerðin lamaðist í bilil Verð á fiski varð gifurlega hátt. Það •lokkaði fjárgróðamennina. Stríðið var á enda. Þeir gátu fengið skip með girnilegum kjörum, að þeim þá virtist. Fé var líka fáanlegt. Það var til hér á landi peninga- stofnun, sem lánaði mikið. Meira en góðu hófi gengdi. Og erlendis var hægt að fá lán. Skípin kost- uðu helmingi meira, en þau sem seíd höfðu verið, og vel það. Lán- in voru tekin. Skipin keypt. Og félögin háfa síðan alt af verið að tapa, segir Vísir. Lánin þóttu líka ekki tryggari en það, að sam- ábyrgðar hluthafanna var krafist, ef þau áttu að fást, sum. Það eitt nægir til að sýna, á hve veikum grundvelli og hve fyrirhyggjulaust hefir verið stofnað til þessara nýju botnvörpufélaga, sem nú hafa leitað á náðir rfkis- ins og beðið það að bjarga sér frá bráðu hruni. Það er sannað, að því nær eígnalausir menn, réðust f sum þessi fyrirtæki. Vitanlega af gróða- von. Og þeir fengu svo að segja viðstöðulaust þau lán er þeir þurftu. Morgunblaðið kallar þessa menn „dugnaðarmenn, sem að miklu ieyti hafi skapað þær framkvæmd- ir, sem orðið hafa f bænum tvo síðustu áratugina". Annað hljóð var í því síðast- liðið ár þegar það bar fram þá tiliögu, að vert væri að athuga, hvort ekki væri meiri þörf á því, að banna innflutning á botnv'órpu- skipum en óþarfavarningi. Þá sá blaðið hættuna. En nú hefir það gleymt þvf, sem það sagði f fyrra 1 Þessa „dugnaðarmenn" er varla hægt að Iofa hástöfum, og eng- inn maður með heilbrigða skyn- semi getur treyst peim til þess, að rétta við aftur útgerðina. Þeim, og engum ððrum, verður kent um hvernig komið er. Þeir hafa ekki kunnað að fara með út- gerðina eins og hagsýnir menn, og þeim hefir Iáðst að reka hana með heill almennings fyrir augum. Er þá eðlilegt að trúa þeim enn fyrir málinu? Er sanngjarnt að krefjast þess, að ríkið taki að eins við skellinum vonda tfmabilið og beri þá hallann, en jafnskjótt og um hægist sleppi það hendinni af útveginum? 5 Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrari en hjá A. V. Tulínius vátryggingaskrlfstofu 9 Eimskípafélagshúsinu, Á 2. hæð, * »40 Sjómenn og aðrir alþýðumenn eru sannarlega fusir tll þess að „rétta aftur við" útveginn. En þeir krefjast þess — og það sýn- ist eðlileg krafa — að eftirleiðis verði komið í veg fyrir pað, að einstakir menn raki saman /<?', pegar vel géngur, en hœtti svo rekstrinum jafnskjótt sem gréðinn minkar, og heimti það, að tapið sé látið lenda á sjómönnum og verkamönnum eða rfkissjóði, ef þeir eiga að hefja reksturinnc aftur. Morgunblaðið getúr ekki neitað þvf, að flestir útgerðarmenn hafa hagað sér eins og flón, og „dugn- aðarmönnunum" þess er núverandi ástand að kenna. Og fyrir það eiga þeir sízt hrós. Hafi þeir „skapað" botnvörpu- útgerðina, þá hafa þeir líka einir — án hjálpar verkamannanna, sem ekki hafa úr býtum borið annað en lélegt lífsviðurhald, þeg- ar ve! gekk útgerðin — komið henni á grafarbakkann, Máður, sem tæki barn til fóst- urs og umsjár og eyddi fjármun- um þess, en léti það svo veslast upp úr hor, þegar féð væri upp- étið, mundi settur í fangelsi. En útgerðarmenn, sem safnáð hafa saman mörgu fólki og Iátið það þræla fyrir sig á góðu árun- um, fyrir það kaup er þá sjálfa lysti, en kasta þvf svo á dyr, blásnauðu, þegar í móti blæs, eiga ekki annað skilið en hrós, segir Morgunblaðiðl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.