Dagur - 29.03.1928, Page 3

Dagur - 29.03.1928, Page 3
14. tbl. ÐAQUR 57 1 blandað kaffibætinum SÓLEY, Kaffibœtir gefins. Hversvegna kaupa kaffibætir, þegar þér getið fengið hann gefins? — Fyrst um sinn gefum við eina stöng 250 gr. af okkar ljúffenga kaffibæti Sóley með hverju 1 ‘|2 kg., sem þér kaupið af okkar ágæta brenda og malaða kaffi. Er sama hvort þér kaupið alt í einu, eða cd smátt og smátt, því kaupbætismiði fylgir TT cs hverjum poka. ; *0 Notið tækifærið og sparið peninga með S Ct3 E því að fá gefins helming af öllum þeim kaffi- TT bJD bæti, sem þér notið. rps —t o Lesið á kaupbætismiðana og geymið þá. ar —t | T3 C Gætið vandlega að á pokanum standi c/l u. -O c Kaffibrensla Reykjavíkur. *n’ ú 1— C3 Nýbrent og malað KAFFI ffq O o og KO T2 kaffibœtirinn „SOLEY“ Eu O z er ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá undir- rituðum umboðsmönnum okkar á Akureyri, sem einnig taka á móti pöntunum til afgreiðslu beint frá verksmiðjunni. — Umboð fyrir Kaffibrenslu Reykjavíkur á Norðurlandi hafa: 1. Brynjólfsson & Kvaran. Akureyri. Sími: 175. Símnefni: Verus. g Milli linanna les maður, að Steven- son hefir að vísu haldið velli. P. e. a. s. hann hefir ekki lægt metnað sinn til sátta, en hann er beygður maður, sem hefir komist að raun um, að það er satt, sem skáldið kveður: >Hefndin er heimskunnar fró, hún grípur aetið í tómtc, F. H. B. -----o Dánarfregnir. Blaðið Heimskringla skýrir svo frá: Aðfarcmótt Laugardags 21. Jan. s. 1. andaðist að heimili sínu í Wynyard Sask., húsfreyjan Petr- ína Guðmundsdóttir ættuð úr Mý- vatnssveit, > kona Steingríms Þor- steinssonar frá Daðastöðum í Reykjadal í S.-Þing.sýslu. Veilct- ist hún um miðnætti og var látin eftir eina kl.stund. Hún var 72 ára að aldri. Þrír synir þeirra lifa: Jón, Þórsteinn og Pétur. Föstndaginn 27. Jan. s. 1. lézt að heimili sínu í Winnipeg, 693 Banning St., Þorlákur Jónasson frá Grænavatni í Mývatnssveit, 78 ára að aldri. — Húskveðja fór fram á heimili hins látna 30. s. m., og líkið síðan flutt vestur til Kandahar, þar sem hinn fram- liðni var jarðsettur daginn eftir við hlið konu sinnar, Kristrúnar Valgerðar Pétursdóttur frá Reykjahlíð, er lézt fyrir 7 árum síðan. Sjö börn þeirra hjóna eru á lífi: Petrea, Hólmfríður, Val- gerður, Benedikt, Björn, Kristján og Jónas. Miðvikudaginn 25. Jan. lézt að heimili sínu í Winnipeg Arngrím- ur Johnsson, 69 ára að aldri. Var hann einn af Héðinshöfðasystkin- unum, er Vestur fluttúst. Arn- grímur heit. hafði legið sjúkur síðan um hátíðar í vetur, að hann fékk heilablóðfall, er dró hann til dauða. Arngrímur var tvígiftur: með fyrri konu sinni átti hann 4 dætur; og með síðari konunni, er lifir mann sinn, átti hann 2 syni og 1 dóttur. Þamn 10. Jan. s. .1 andaðist Hólmfríður Einarína Margrét Gannon, aðeins 22. ára að aldri, úr afleiðingum- af uppskurði á spítala í Climaxbæ. Hún var dótt- ir Mrs. Ole Tocle, við Climax- pósthús Sask. -----o----- Al þ i n g i. Þingið hefir nú afgreitt lög um Byggingar- og landnámssjóð, með litlum breytingum frá hinu upp- haflega stjórnarfrv., og verða þau bráðlega birt hér í blaðinu. Enn- fiemur lög um að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisvið- auka; en þó var samþykt breyt- ingartillaga um að undanskilja gengisviðauka á andvirði kaffi og sykurs. Frumvarp um stofnun sildar- bræðslustöðva hefir verið samþ. í Neðri-deild ,og endursent til Efri- deildar. Jafnaðarmenn fluttu breytingartillögu um að ekki mætti selja félagsskap síldarút- vegsmanna bræðslustöðvarnar, nema með samþykki Alþingis, en hún var feld. Síldareinkasalan var samþykt við 2. umræðu í Neðri-deild með 14 atkv. gegn 7. Þriðja umræða stendur nú yfir þar. Samþyktar voru breytingartillögur frá meiri- hluta sjávarútvegsnefndar, uml að ráðnir yrðu þrír framkvæmdastj. en í frumiv. var upphaflega gert ráð fyrir tveimur. Og ennfremur: að einkasalan megi vera útgerðar- mönnum hjálpleg um að lána þeim fyrir tunnur og salt, ákveðinn ' tíma, gegn tryggingum. Þá var og ákveðið, samkvæmt tillögu frá Bernh. Stef., að útgerðarmenn á Siglufirði ættu rétt á að kjósa fulltrúa í stjórn einkasölunnar, á- samt öðrum útgerðarmannafélög- um við Eyjafjörð. Tillaga um að varnarþing einkasölunnar yrði á Siglufirði var feld með miklum atkvæðamfun. íhaldsmenn í N.-d. spyrntu gegn þessu máli eftir föngum; og hefir það mjög tafið göngu þess gegnum deildina, en eigi haft önnur áhrif; og verður það sennilega að lögum í þessari viku. Afengislaga frumvarpsbálkurinn hefir verið afgreiddur til Neðri- deildar frá Efri-d. Frumvarp til breytinga á Landsbankalögunum hefir verið samþykt í E.-d. og er nú komið til þriðju umr. í N.-d. eftir miklar og langstæðar umi- ræður með 15 :4 atkv. Nýjar tillögur: Halldór Stef. og Jör. Br. flytja þingsál.till. um að rannsakaðir verði leigumálar fyr-. ir húsnæði í Reykjavík. Magnús Torfason flytur þings- ályktunartill. um varnir gegn rán- skap og yfirgangi erlendra fiski- manna við strendur landsins. Meirihl. fjárhagsn. í N.-d. flyt- ur þingsál.till. um skipun milli- þinganefndar til að athuga skatta- og tollalöggjöf landsins. Jörundur Brynjólfsson og Jón ólafsson flytja þingsál.till umJ að berklavarnalögin verði endurskoð- uð. Bjarni Ásgeirsson fyltur þings- ál.till. um að landstjórnin láti endurskoða lög um vátryggingu sveitabæja. Þingsál.till. hefir verið samþykt um að skora á ríkisstjórnina að flýta fyrir byggingu landsspítal- ans með því að nota lántökuheim- ild. Fjármálaráðh. áleit tillöguna óþarfa og taldi að hún myndi ekk- ert flýta fyrir byggingunni. Fjárlögin eru nú til annarar umr. í Efri-deild. Fjárveitingan. hefir eigi gert stórfeldar breyt- ingar á þeim, aðrar en þær að hækka tekjuáætlunina, með tilliti tii þeirra nýju tekjulaga sem þingið afgreiðir, þannig að fjár- lögin verði að minsta kosti tekju- hallalaus. Búist er við að þinginu verði lokið úr miðjum Apríl. f Neðri-deild voru samþ. þessar fjár- veitingar, auk þess, sem áður er talið: Styrkur til íslandssögu dr. Jóns Stef. kr. 2000; til Þorkels Jóhanness. til að safna drögum að atvinnusögu íslands, kr. 1200; umbastur á Hólakirkju kr. 1000; hækkun á framlagi til fjallvega 5 þús. kr. og akfærra sýsluvega 5 þús. kr. Frá einstökum þingmönnum: Kjal- arnesvegur 10 þús. kr.; Vesturlands- vcgur 10 þús. kr.; byggingarstyrkur til Páls Stefánssonar, Ásólfsstöðum 4000 kr.; flóabátar 6760 kr.; til styrktar mönnum, sem þurfa gerfilimi 4000 kr.; til húsmæðraskólans á Staðarfelli 65 kr. fyrir hverja námsmey, alt að 1000 kr.; til húsmæðrafræðslu í Vík í Mýrdal 2500 kr.; aukastyrkur til Reykjalaugar og Steinsstaðalaugar 2500 kr..; til Guð- mundar Kambans 2400 kr.; til Stefáns frá Hvítadal 2000 kr.; til Jóhannesar L. L. Jóhanness. 6300 kr.; til íþrótta- samb. íslands 2500 kr.; til Björns Björnssonar gullsmiðs 2000 kr.; til Jóns Ófeigss. kennara, vegna orðabókarvinnu 2000 kr.; til búfjártryggingasjóðs Is- lands 15 þús. kr.; vegna ráðstafana um tilbúinn áburð 10 þús. kr.; brimbrjótur í Bolungarvík (lokaveiting) 17500 kr.; * til Álftveringa til að verja engjar fyrir spjöllum af Skálm 1500 kr.; til gamal- mennahælis ísfirðinga 1000 kr.; til sjúkrasamlags Rvíkur 1500 kr.; til Friðriks Jónss. pósts 150 kr.; til undir- búnings flugferða 5 þús. kr. (Eggert V. Briem); til slysavarna 10 þús. kr.; til vegar yfir Hvolsvöll 10 þús. kr.; til bókasafna við unglingaskóla 2000 kr.; aðstoð við efnarannsóknarstofuna 1600 kr.; lækningastyrkur til Unnar Vil- lijálmsdóttuf 1000 kr. og ýmsir náms- styrkir. Heimiluð var ríkisábyrgð á 250 þús. kr. láni til hafnarbryggju á Siglufirði og 85 þús. kr. rafveituláni fyrir Búðar- Tréklossar og T róbotnastígvél er hlíjasti endingarbestí og ódýrasti skófatnaðurinn. — Nýkominn. Kaupfélag Eyfirðinga. Gulrófnafræ fæst í Kaupfélagi Eyfirðinga. hrepp, auk samvinnufél.lántöku ísfirð- inga 320 þús. kr. -----o--- Simskeyti. Rvík 27. Marz. Nokkuð af póstinum, sem stolið var í Esju, fanst nálægt Alliance- húsunum hér í bænum á Föstu- dagskveldið 23. þ. m. Þar á meðal öll ábyrðgarbréf óhreyfð og póst- ávísanir. Þjófurinn er ófundinn. óðinn tók nýskeð tvo þýzka tog- ara við Eldey; var annar sektað- ur um 12.225.00 kr., en hinn 15 þús. kr.; afli og veiðarfæri gert upptækt. í Vestmannaeyjum hefir verið lélegur afli síðastl. hálfan mánuð. Genf. Afvopnunarfundi þeim, sem ræddi afvopnunartillögur Rússa, var slitið án nokkurs ár- angurs. Spánn hefir gengið aftur inn í Þjóðabandalagið. 'iJju

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.