Dagur - 10.12.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1928, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, brnidin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ••••«•;••• XI. ár. ; • •• • • • ••-•-• • • • • •••••-• -•' •-• • •-• • •- Akureyri, 10. Desember 1928. -•-• • •-•-• ••-•-• • • • ♦ ♦ ♦••• ••• ••-• • •• 53. tbl. Msgnrn J- Xristjánsson fjármálaráðherra. Fyrra hluta dagsins í gær voru fánar dregnir í hálfa stöng víös- vegar í Akureyrarbæ. »Hver er dá- inn«? spurði maður mann. Og brátt varð andlátsfregnin öllum bæjarbúum kunn. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, var Magnús Kristjánsson ráð- herra skorinn upp í Kaupmanna- höfn við innvortismeinsemd fyrir nokkruin dögum. Hafði hann kent sjúkdómsins nokkuð lengi og verið talsvert þjáður af honum annað slagið. En hann bar þenna sjúkdóm sinn með mestu karlmensku, því hann var harðgerður í bezta lagi og 'inanninum ekki fisjað saman. Uppskurðurinn sjálfur tókst vel, og líðan sjúklingsins talin góð og því beztu vonir um bata og lengra starfslíf, þar til síðastliðið Föstu- dagskyöld. Þá greip hann skyndi- lega megn hitasótt, sem hélzt næstu nótt, og andaðist hann að morgni næsta dags (Laugardaginn 8. þ. m.). Andlátsfregnin kom því mönnum nokkuð á óvart, og urðu menn hljóðir við hana. Magnús Kristjánsson var fæddur 18. Apríl 1862 á Akureyri, og var því á 67. aldursári, er hann lézt. Foreldrar hans voru Kristján Magnússon, þurrabúðarmaður hér í bæ, og kona hans Kristín Bjarna- dóttir frá Fellsseli í Köldukinn. Mintist Magnús móður sinnar ætíð með mikilli elsku og virðingu. Korn- ungur að aldri fór Magnús utan og nam beykisiðn. Að því námi loknu hvarf hann heim aftur og stundaði iðn sína um nokkurt skeið ásamt utanbúðarstörfum við verzlun eina hér í bæ. Síðar setti hann á stofn verzlun sjálfur í félagi við Friðrik bróður sinn og gekk svo, þar til Friðrik varð bankastjóri; varð þá Magnús einn um verzlunina eftir það. Árið 1905 var Magnús kosinn þingmaður fyrir Akureyrarkaupstað Fylgdi hann jafnan Heimastjórnar- flokknum að málum á þeim árum. Hélt Magnús þingsæti sínu þar til árið 1908, að hann féll við þing- kos.ningu fyrir Sigurði lækni Hjör- leifssyni (Kvaran) með 10 atkvæða inun. Var þá ákaft barist um »Upp- kastið« svonefnda, og var Magnús því fylgjandi eins og flestir aðrir Heimastjórnarmenn. Árið 1913 var hann i annað sinn kosinn þingmað- ur Akureyrar í stað Guðlaugs sái. Guðmundssonar bæjarfógeta, sem þá var andaður. Var Magnús æ síð- an endurkosinn fyrir sama kjör- dæmi með yfirgnæfandi fylgi þar til haustið 1923. Þegar gamla flokkaskipunin var að hverfa úr sögunni, og nýju flokkarnir komu fram á sjónarsviö- ið, gekk Magnús Kristjánsson í Framsóknarflokkinn og var einn af helztu mönnum hans æ síðan, enda var maðurinn óhvikull í skoðunum. Við þingkosningar 1923 lögðu and- stæðingarnir ofurkapp á að fella Magnús frá þingsæti og tókst það. Að vísu var það skammgóður verm- ir, því árið 1926 varð Magnús land- kjörinn þingmaður af hendi Fram- sóknarflokksins, og 1. sept. 1927 var hann gerður að fjármálaráð- herra í hinu nýja ráðuneyti, er Framsóknarflokkurinn myndaði. Á þingi lét Magnús Kristjánsson jafnan mikið til sín taka, einkum um fjármál og sjávarútvegsmál. í stuttu máli sagt var hann mikilhæf- ur þingmaður, »þéttur á velli og þéttur í lund« þar eins og hvarvetna annarstaðar. Hann var mikill at- orku- og starfsmaður, málsnjall eða hrífandi ræðumaður var hann ekki en einkar fylginn sér í hverju máli og þolgóður í hverri raun, ódeigur skapfestumaður og trygglyndur við menn og málefni. Um nýár 1918 var Magnúsi falin forstaða Landsverzlunarinnar og hefir haft það starf með höndum síðan. Hefir hann gegnt því starfi með sömu skyldurækni og öðru, sem hann hefir haft með höndum fyrir það opinbera. Eins og vita má um jafn ötulan og starfhæfan mann og Magnús var, gegndi hpnn miklurn og mörg- um trúnaðarstörfum fyrir Akureyr- arbæ heima fyrir. Hann sat um langt skeið í bæjarstjórn Akureyrar og naut þar jafnan hins mesta trausts samborgara sinna. Hann rak um skeið mikla atvinnu hér og var tvímælalaust einn hinn vinsælasti atvinnurekandi þessa bæjar. Giftur var Magnús Kristjánsson Dómhildi Jóhannesdóttur, hinni myndarlegustu konu í sjón og raun; lifir hún mann sinn. Þrjú börn þeirra eru á lífi: Jóhanna, gift Árna Bergssyni kaupmanni í Ólafs- firði, Kristín, ógift, heima hjá móð- ur sinni, og Friðrik stud. jur. við háskólann í Reykjavík, öll hin mannvænlegustu. Um aldamótin rnistu þau hjón einkar efnilegan dreng, er þau áttu; tregaði Magnús hann mjög og mun honum hafa orðið sonarmissirinn allþung raun, og var hann þó gæddur miklu sál- arlegu þreki. Magnús Kristjánsson naut ekki skólalærdóms fram yfir venjulega barnafræðslu. Hann var sjálfment- aður maður og fróður uni margt, einkum í íslenzkum bókmentum og sögulegum fræðum. Auk þess færði liann sér kostgæfilega í nyt þá fræðslu, sem fá má í skóla lífsins. Magnús var maður skapmikill og vildi ekki láta hlut sinn að óreyndu, jafnvel þó við ofurefli væri að etja. Þrátt fyrir það gat hann sýnt ótrú- lega mikla skapstillingu, þegar því var að skifta. Þannig minnist sá, er þetta ritar, þess, er kosningaúr- slitin hér í bæ urðu kunn árið 1923. Þá var komið langt fram á nótt, og Magnús genginn til hvildar fyrir nokkru. Sóttum við hann þegar heim, nokkrir fylgismenn hans, og kom þar niður ræðu okkar, hvernig hann myndi af berast, er hann frétti um ósigur sinn. Kosningin hafði verið sótt af miklu kappi eins og áður er sagt, og okkur var kunnugt um að Magnús var maður kapps- fullur. Sjálfir vorum við nokkuð meyrir og áttum hálft í hvoru von á, að hann mundi glúpna nokkuð við tíðindin. En þar reiknuðum við skakt. Magnúsi brá svo við, að hann lék á alls oddi, var glaður og reifur eins og ekkert hefði í skorist og talaði kjark í okkur, sem yngri vorum. Þá dáðumst við að Magnúsi. Þá sáum við í honum mikilmennið, sem kann að taka ósigri á réttan hátt. Sögu Magnúsar Kristjánssonar verða ekki gerð þau skil í stuttri blaðagrein, sem vert væri. Hún er að mörgu merkileg og eftirtektar- verð. Hann byrjar starf sitt sem fá- tækur, umkomulítill beykir og ut- anbúðarmaður, en endar sem mik- ilsmetinn stjórnmálamaður uppi á hæstu tindum valda og trúnaðar- starfa fyrir þjóðina. Uppi á slíkum tindum er oft ónæðissamt og vand- lifað. Ef til vill hefir það verið gæfa fyrir hann að fá einmitt nú að stíga yfir á land eilífðarinnar, áður en aldurinn færðist meira yfir hann, úr því að heilsan var farin að bila og starfsþrekið þar af leiðandi að minka. Og þó finst okkur að við höfum illa mátt missa hann frá störfunum. /. E.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.