Dagur - 10.12.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 10.12.1928, Blaðsíða 3
53. tbl. DAGUR rekað með ógurlegum blóðsúthell- ingum og mannfórnum. Það er þessi sigurvegari með andlegum vopnum, sem síra Friðrik Rafnar kynnir íslenzkum lesendum með bök sinni. Eg vildi óska, að sú kynning yrði til góðs. Sjálfsagt mundi »þúsundáraríkisins« á jörðu ekki langt að bíða, ef margir inenn gerðust Gandhi líkir. F. Á. B. ------o---- r Opreniuð rit og kvœði séra Matthíasar Jochumssonar. Eins og mörgum er kunnugt hefi eg sídustu 3 ár verið að hóa saman bréfum og öðru óprentuðu eftir föður minn sáluga. — Fyrsta átið barst mér ýmislegt, einkum brif, næsta árið minna og nú orð- ið kemur varla fyrir að nokkuð sendist. Ræður þar auðvitað mestu að margt hefir glatast með árun- um, en þar næst veldur gleymska. Eg er sannfærður um að margir eiga í fórum sínum sitthvað óprent- að í bundnu og óbundnu máli eftir föður minn, og þeir hinir sömu mundu finna það, ef þeir vildu gera svo vel og rumska og fara að leita. Pað er máske til mik- ils mælst af mér að vera að ónáða menn, en þakklátur verð eg hverj- um, sem vill gera sér ómakið og forða frá glötun og gleymsku þó ekki sé nema lítilli stöku eða stuttu bréfi. Mér er áhugamál að geta farið að láta eitthvað birtast af því, sem þegar er komið, og þá líka að geta nokkurn veginn áttað mig á, hve ritsafnið í heild á að vera stórt. Hér um daginn gtaddi það mig mjög, að kona í Fnjóskadal var svo væn að senda mér vísur, sem hún hafði lært af móður sinni og eg lærði sem barn í Odda og allir Ferðapislar. er sumstaðar ennþá meiri og hættu- legri en það ofbeldi, sem er sam- fara opinberri ritskoðun. Margur fær enn í dag að kenna á þvi, ef hann talar og ritar af hreinskilni og djörfung í þjónustu réttlætisins og sannleikans. Pressan er þá oft keypt af auðhringum og öðrum drotnum þessa heims, til þess að binda tungu þeirra, sem tala sann- leika, og hneppa í fjötra eymdar- innar þá, sem berjast fyrir sönn- ustu umbótunum í veröldinni. Skal í þessu sambandi bent á áhrif áfengisauðmagnsins á mörg stórblöð í bindindis- og bannmálinu. Framfarirnar í blaðaútgáfu eru aðallega fólgnar í stökkbreytingum til bóta á öllum prentvélum. Hraðinn, skipulagið, fjölbreytnin og útbreiðslan eru tákn hins nýja tíma. Að stórblöðunum vinnur heill her manna, dreifður um mörg lönd, fastráðnir fréttaritarar í flestum stór- borgum, ferðalangar í þjónustu blað- anna, er nú á tímum fljúga oft þangað, sem eitthvað stórfenglegt er um að vera, fréttasnatar um land alt, fulltrúar, er mæta á þing- um og meiri háttar fundum, til þess að skýra frá því, sem þar gerist, gagnrýnendur blaða og bóka, 209.' »RRmm I Vetrar-frakkar 9m fjölbreytt úrval. Karlmannafatnaður, margar tegundir. Athugið tilbúna fatnaðinn hjá okkur áður en þér kaupið annarsstaðar. Verð og gæði þola allan samanburð. Kaupfél. Eyfirðinga. jg á heimilinu lærðu og rauluðu um stund, en sem eg var búinn að gleyma að mestu leyti. Faðir minn hafði það til, að orða okkur bræðurna saman við dætur kunningja sinna, þannig, að eg fékk unnustu útnefnda þegar eg var þriggja ára, Ounnar bróðir minn aftur aðra, þegar hann var á svipuðu reki o. s. frv. Og svo orkti faðir minn undir okkar nafni ljóðaþréf eða ástavísur til litlu stúlknanna. Pessar vísur, sem jeg gat um, voru stílaðar til Viggu á Selalæk frá Ounnari, en Vigdís þessi er nú valinkunn húsfreyja í Hafnarfirði. Skal eg leyfa mér að setja hér vísurnar til gamans og vona eg að hvorki frú Vigdís þykkist við mig fyrir^ né Ounnar. Ounnar var í þá daga ætíð kall- aður Oaui, en hann er nú lyfsali vestur við Kyrrahaf. Væna besta Vigga mín, vandi er nú að lifa. Mætti eg vera að vitja þín, væri eg ekki að skrifa. Eg á að geyma bæ og bú, bæði slá og róa. Hirða lambið, kálf og kú, kríu, hrafn og spóa. Svo er hún litla systir mín, sem er kölluð Ela. Hún er mesta hljóðaskrín, hafi hún ei fullan pela. Efnið var það Vigga mín: — vantar þig ekki kodda? — að biðja nú um blíðu þín og bjóða þér heirn að Odda. Sykurmola sendi eg þér — svona rétt í spaugi, — innan í honum ástin er, unnusti þinn, Oaui. Eg get ekki neitað þvj, að mér hafa orðið vonbrigði að því, hve dræmt hefir gengið að innheimta það litla, sem komið er af því mikla, sem eg veit að faðir minn sendi sitt í hverja áttina til kunn- ingja, frá skrifborði sínu og ekki hefir komið fyrir almenningssjón- ir, en sem var þó margt þess vert. Eg vil ekki fara að lýsa mínu vaxandi svartsýni á ódauðleika mannanna, jafnvel skáldanna af guðs náð — og á eg þar að vísu aðeins við ódauðleikann í minni manna og þjóða (því um ódauð- leikann bak við tjaldið er eg — viti menn — talsvert bjartsýnni). Eg vildi aðeins með línum þessum ýta við einum og öðrum, sem ætti vald á því að forða frá tímanlegri glötun, æinhverjum andans neista föður míns í línu eða Ijóði. Akureyri, 28. okt. 1928. Steingrimur Matthiasson. og sendlar, sem sitja um ferðamenn mikilsháttar, eins og skrattinn um sál, til þess að hafa tal af þeim °g spyrja þá spjörunum úr. Allii eru þessir menn á þeytingi dag eftir dag, til þess að tína eitthvað saman í sarpinn á blöðunum. Hér að auki er hrúgað inn á ritstjórnar- skrifstofur blaða þessara, frá því haninn galar um aftureldingu og fram á rauða nótt, haugum af bréf- um, myndum, símskeytum, blöðum úr víðri veröld, tímaritum allskonar, kvörtunum og ýmiskonar greinar- kornum um menn og málefni. Sendingarnar koma með flugvélum, skipum og eimlestum. Radioskeyt- um rignir niður. Símaklukkan hring- irí sífellu: Fréttir, fréttir, slys, morð, uppþot, þjófnaður, rán, húsbruni, landskjálftar, giftingar, trúlofanir og þrotlaust samsafn af kviksögum, að ógleymdum öllum pólitískum frétt- um, fjær og nær. Pá eru heimsóknirnar: Fréttasnat- ar koma másandi utan úr bænum, fullir af frásögnum, vinir og and- stæðingar, er krefjast yfirlýsinga um eitt og annað. Altaf er straumurinn út og inn. Blessun og bölvun, sann- leikur og lygi, ágirnd og fórnfýsi. Alt gengur það út og inn. í þess- ari hringiðu stendu^ritstjórinn með sjö anda —kannske sér verri—kann- ske sér betri — kannske sér áþekka. Peir vinna úr öllu saman, og hand- ritum þeirra er fleygt í prentarana, sem vinna nótt og dag á víxl. Venjulegt þýzkt bæjarblað (ekki í stórborg) er prentað í 250 þús. eintaka á tveimur klukkustundum. Pappírsræman, sem gengur gegn- um prentvélina, miðað við þenna eintakafjölda, nemur að lengd sem svarar einni mílu danskri. Pað hefir verið reiknað út, að ef öllum þeim pappír, sem fer í þýzk blöð hálfsmánaðarlega, væri hlaðið í ströngla, hverjum ofan á annan, yrði sá hlaði sjö sinnum hærri en Mont Everest (hæsti fjall- tindur í heimi)! Öll þýzku blöðin þurfa árlega 68 þúsundir tunna af prentsvertu. Prentuð voru 40 eintök af litlu blaði—fjórar blaðsíður — á klukku- stund í handprentsmiðju Guten- bergs á síðari hluta 15. aldar. Parna er munurinn! í Hákonar sögu góða segir frá ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess að kveðja her manns úr öll- um Noregi á vettvang, svo fljótt sem unt var, þá er ófrið bar að höndum. Par stendur, að vita skuli gera á hám fjöllum, svo að hvern mætti sjá frá öðrum. Segja menn svo, að á sjö nóttum fór herboð- ið frá hinum syðsta vita í hina nyrstu þinghá á Hálogalandi. Agamemnon, foringi Grikkja í Trójustríði. sendi konu sinni Klytem- nestra skeyti, sem barst á einni nóttu til Argos, um fall Trójuborg- ar. Pað var eldurinn, sem hann notaði til þess. Hann hefir þurft kringum 12 — 15 vita. milli Tróju og Grikklands. Vegalengdin er ekki svo mikil. Petta er fyrsta hraðskeyti, ef kalla má því nafni, sem veraldar- sagan skýrir frá, að sent hafi ver- ið í Evrópu. Aischylos, hið fræga harmleika- skáld Grikkja, lýsir óviðjafnanlega í leikriti sínu »Agamemnon« þeim atburðum, sem þetta fyrsta hrað- skeyti skýrði frá. Klytemnestra gengur út á hallar- tröppurnar heima í Argos um morg- uninn og flytur fólkinu fréttirnar: *Trója er unnin h »Hver hefir sagt þér það,« spyrja þeir. Hún segist hafa fengið fréttina í eldblossum frá manni sínum, og að borgin hafi verið sigruð í nótt, »á þeirri nótt, er þennan fæddi dag«, Petta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.