Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 24.04.1929, Blaðsíða 2
64 DAGUR 16. tbl. -•-•- ►-•-•- •-•■•■ •-• • • •••: Cement. Að forfallalausuj fáum við aukaskip með CEMENTFARM um miðjan næsta mánuð. —Verð á bryggju, með- an á uppskipun stendur, kr. 10,60 tunnan. Kaupfélag Eyfirðinga. •« mimmmmmímmm að eg þykist glögt sjá, að mentun og sannur þroski er ekki allur fólginn í fræðslu eða lærdómi. Eg vil reyna að skýra þetta með einföldum dæmum: 1. Eg er upp á Súlum, tek hnefastór- an snjóköggul og velti honum niður hjarnið og ofan að Glerá. Það“hleðst altaf utan á hann meiri snjór, og það sem við bættist verður hluti af upphaf- lega kögglinum. 2. Ólafur ræktunar- stjóri gróðursetur jurt og hnoðar utan um hana mold og áburði, því sama efni og er í jurtinni, en aldrei verður þessi aukning hluti af jurtinni, nema aukningin verði hluttakandi í því lífs- magni sem streymir um jurtina og endurnýjar hana. Sömu lögum lýtur fæðan sem við mennirnir neytum. Hér þurfa lífræn skilyrði. Og hliðstæð líf- ræn skilyrði þarf til að melta andlega fæðu, enda skilur hver góður kennari það, að börnin koma i skólann til að sœkja þangað andlega næringu, en ekki til að troðast út af lærdóms- hroka, sem engan þroska eða ’ment- un veitir. Hér ætla eg að fólginn sé þýðingarmikill sannleikur, sem ekki er ætíð nógur gaumur gefinn. Það sem mótar barnið verður aðeins það sem nær tökum á huga þess, það sem nær til hjar,tans. Nú vita ailir, að börn eru hrifnæm bæði fyrir illu og góðu, og þau virðast engu síður hafa tilhneig- ingu til að iðka það sem mi'ður fer, enda hafa eflaust ekki ætíð skýra dóm- greind um hvað er ljótt eða skaðlegt. Börn eru jafnan gjörn á að taka sér aðra til fyrirmyndar, og einmitt þess vegna er mikið undir því komið hvern- ig við fullorðna fólkið komum fram í augsýn barna. Og einmitt þess vegna erum við öll kenr.arar þeirra. Pað er því mikið undir því komið, hvernig framkoma vor er við börnin, hvort vér hefjum þau til sannra dáða eða drögum úr þeim kjark. Það er hægt að telja barni svo kröftuglega trú um að þjið sé heimskingi og amlóði að það trúi og leggji árar í bát En það er líka hægt að vekja traust og tiltrú barna á sig sjálf. Börn eru í eðli sínu spurul og starfsöm, það þarf að svara þeim, þegar þau leita, og örfa þau þegar þau starfa. , Frá alda öðli, Hvaða arf á að veita œskunni? eða svo Iangt sem sagan leyfir oss að skygnast fram eftir þroskabraut jarðlífsins, hefir mað- urinn reynt að ráða fyrir sér þessa gátu: Á hvem hátt get eg bezt búið börnin pnín undir U'fið, og hvaða arf get eg eftirlátið barninu mínu dýrastan og farsælastan? Öld fram af öld hafa mestu hug- vitsmenn þjóðanna skrifað bækuf um uppeldismál og lagt á ráðin, og þeim hefir jafnan borið saman um, að upp- eldi og fræðsla æskunnar er flóknara og vandasamara, en allur þorri manna á hverjum tíma hefir verið fær um að skilja. 4 ður. fyr var mest lagt upp úr upp- eldinu. Meðal helztu manna þeirrar . skoðunar frá eldri og nýjari tíð hafa verið: Platon d. 348 f. Kr., Locke d. 1704, Fichte d. 1814 og Herbart d. 1841. En upp úr uppeldis- og lær- •dómsdýrkuninni .óx hið rígskorðaða fræðslukerfi skólanna með óhæfilegan fjölda námsgreina og prófkröfur, þar sem allir skyldu steypast í sama mótið. Ymsir uppeldisfræðingar höfðu þó fyrir löngu fundið það og haldið því fram, að ofætlun væri að leggja sama mælikvarða á hæfileika og hvatir allra nemenda. Einstaklingarnir væru ólíkir og að nokkurt tillit yrði' að taka til þess í uppeldi og skólum. Pó má segja að það sé Rousseau d. 1778, sem opnar augu uppeldisfræðinga fyrir því að hvert barn sé gætt einstaklings- sál; hanri vill að barnið ali sig upp algerlega sjálft undir leiðbeiningu og ráðleggingum kennara síns. Aftur opnar Pestalozzi d. 1827 augu manna fyrir gildi foreldra og heimilis á mótun sálarlífs barnanna. En flest það sem þessir djúpskygnu menn höfðu bezt sagt um uppeldismál hafði ekki fest djúpar rætur. Gamla skólaspekin og rígskorðaða fræðslukerfið sat sð völdum, og þeir menn, sem fundu galla þess og vildu ráða bót á þeim voru að almanna dómi land- rá^amenn eða annað verra. Pó breytist þetta smátt og smátt, og einstaka áræðnir áhugamenn reyna að gera skólahugmyndir leiðtoganna að veru- leika. Eitthvað það merki- legasta í skólanýjung- um, sem fylgismenn Pestaiozzi leiddu fram var starfsemi Fredriks Fröbels d. 1852. Skóli hans var altaf kallaður Barna- garður Fröbels. Fröbel er frumkvöðull barnagarðanna, sem síðan eru hafðir út um víða veröld, og enn í dag bera fjöldi skóla nafn Fröbels, þó hafa þeir náð mestri útbreiðslu í Ameríku. Hér er aðeins rúm til að drepa á, hvað fyrir Fröbel vakti: Hann vildi gjöra skóla sinn að öðru heimili barnanna. Hann sagði: ^Við eigum að fela Barnagarðar Fröbels. mœðrunum að móta barnshugann“. En þegar hann sá, að þær voru ekki færar um það eða gátu ekki sint börn- unum, þá bauð hann þeim heimili hjá sér. Fröbel helt því fram, eins og María Montessori síðar, aö undirstaða uppeldisins y ði að vera lögð i fyrstu bernsku og hann lagði ríka áherzlu á, að það yrði að gjörast áður en skólinn fengi börnin i hendur. Á skólatöflu Fröbels stóð heiti fjögurra námsgreina, eða réttara sagt, nöfn fjög- urra eðlisþátta, sem liann tók sér fyrir að innræta börnunum, og sem gengu fyrir fræðslu eða hverskyns lærdómi. Pessi nöfn voru: trú, iðja, hófsemi ' og hugsjónir. Mest kensla Fröbels fór fram í leikjaformi og bjó hann til 6 leikjahópa, er hann notaði sem kenslu- kerfi til að æfa börnin í hinum fjór- um aðal námsgreinum. Nú eru barna- garðar stofnaðir í Reykjavík og á Ak- ureyri, og mega Akureyringar þakka fröken Elísabetu Eiríksdóttur áhuga hennar og dugnað í þessu efni, því að svo má heita, að hún hafi ein bar- ist fyrir þessari hugsjón hér í bæ, og er Montessori-skóli hennar engu síður merkilegur og ætti að njóta betri skil- yrða, en honum hafa enn sköpuð ver- ið. Eg mun annars síðar rita um það sérstaklega, ef ekki verða aðrir fyrri til. Þó að Fröbel Nýjar vakning- aröldur. væri merkisberi aukins frelsis og víðsýnis í uppeld- ismálum, tókst honum ekki né sam- herjum hans að knýja fram almennar stórtækar umbætur skólatyrirkomulags- ins. En þegar lýður fram um álda- mótin 1900 er eins* og fari vakning- aralda yfir heiminn, nýjar skólahug- sjónir eru bornar fram af eldlegum á- huga, sem grípur hugi fjölda skóla- manna um allan heim. Hið gamla og nýja heyir harða baráttu. Pað gamla heldur fast við lexíur, einkunnir og aga, en nýju stefnurnar heimta þrosk- andi og mentandi uppeldi og engin bönd. Þœr heimta takmörkun á náms- greinaf jölda, en aukna kenslu í verk- legum efnum. Þœr vilja gera kensluna lifrœna og hagnýta og miða hana meir eftir sálarþroska hvers nemanda og gleyma ekki, að frœðsla og upp- eldi á að hjálpa lifandi lifi til þroska en ekki móta steingjörðar vélar. Höfundur Mont- essori skólanna er ít- alskur kvenlæknir í Rómaborg. Ennþá er tæpur aldarfjórðungur síðan hún bar fram skólanýjungar sínar, og þó eru þær nú framkvæmdar um allan hinn mentaða heim, ýmist sem sérstakir skól- ar eða nýtt kensluform gömlu skól- anna, og mjög víða eru ráðleggingar Maríu Montessori notaðar við uppeldi á sjálfum heimilunum. (Jppeldisaðferð þessi er 'bygð á starfsþrá barnanna. M. Montessori hafði séð að börn, smá og stór, þurfa ætíð að háfast eitthvað að, en þessari starfshvöt beinir hún til þroskúnar barnsins, og yndi er að sjá hversu það verður, þar sem vel tekst. Gamla skólastofan, sem áður líktist fuglabúri, þar sem útþrá og starfsáhugi fuglanna hrópaði: út, út, frelsi, mér leiðist, eg vil hugsa og vinna, en lex- íurnar og þunglamalegt kensluform svaraði með málmhljómi: svona áttu að vera, þetta áttu að gera; þessi gamla stofa breytist nú í einu vetfangi í vinnuskóla glaðværra og áhugasamra Montessori skólar. smábarna, sem hvert og eitt vinnur af áhuga og kappi við sitt sérstaka efni eftir hæfileikum sínum og þoli. Andinn í stofunni er frjálsræði og starf. Kenslutækin eru gjörð og samin í föstu kerfi, en hver nemandi má nota þau eftir vild sinni. Pau byrja með þvi auðveldasta, að finna mismun á þunga hluta eða stærð, eða mismun frum- lita, og halda áfram til hversdagslegra viðfangsefna, að læra að hneppa, krækja, telja og sundurgreina vandasamari hluti. En þau enda með allþungum viðfansg- efnum ásamt lestri, skrift og reikningi. Til þessa hefir Montessorikensla mið- ast við fyrstu bernsku til 7 ára aldurs, en nú er höfundurinn að semja kerfi á- halda og kenslu fyrir nám fram til fullorðnisára. Eg kom í nokkra Mont- essoriskóla í Pýzkalandi, Hollandi og Bozen á Ítalíu, og þótti mér alstaðar bera af hve, þar var starfað af fjöri og lifandi áhuga. En hér er ekki rúm að lýsa því nánar. Kenslutæki Montessori skiftast í tvo aðalflokka eftir tilgangi sínum og eðli: Þau, sem lúta að lík- amsæfingum, hreyfiþörf, og hin, sem viðkoma þroska anda, vits og skynj- unar. En tilgangur þessara tveggja flokka áhalda er að efla samstarf heila og handar, anda og líkama. Engin uppeldisaðferð leiðbeinir foreldrum og kennurum betur í því, hvernig hægt sé að temja æskuna til að stjórna sér sjálfri, velja það rétta en hafna því ranga í fullu frelsi og á eigin ábyrgð. Oft hefir M. Montessori verið brugð- ið um öfgar, en umbótastarf hennar er réttmætt og verðmætt og hlýtur að leiða tíl góðs. ------o------ 6’ imsk eyti. (Frá Fréttastofu Islands). Rvík 23. apríl. Alþinyi. Við umræðu um frum- varp um einkasölu á lyfjum, bar Jón í Stóradal fram rökstudda dagskrá svohljóðandi: »í trausti þess að ríkisátjórnin láti endurskoða núgildandi lyfja- taxta og athugi hver ráð séu væn- legust til að lækka lyfjaverð fyr- ir almenning, tekúr deildin fyrir næsta mál á dagskrá.« Neðri deild hefir lokið við aðra umræðu fjárlaganna. Allar breyt- ingatillögpr samþyktar, nema að hækka styrkinn til Good-Templ- ara upp í 12 þús. kr. Samþykt að veita 20 þús. kr. til innflutnings sauðnauta. Allmörg mál hafa verið sam- þykt til Efri-deildar og sett þar umræðulaust í nefnd. Um fiskiveiðasjóð hafa orðið talsverðar umræður í Neðri-deild. Meiri hluti sjávarútvegsnefndar vill samþykkja frumvarpið, en hefir þó gert á því talsverðar breytingar, en Sigurjón vill láta vísa því til stjórnarinnar. Frumvarp um kvikmyndir setti Neðri-deild í mentamálanefnd. Búist er við mikilli deilu í deild- inni um það mál. 1200 metra bylgjulengd hefir fengist fyrir hina fyrirhuguðu út- varpsstöð hér. Erlent. Oslo: Noregsstjórn hef- ir synjað beiðni um dvalarleyfi í Noregi fyrir Trotzki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.