Dagur - 07.11.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. aaur Afgreiðslan er hjá Jðni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár. \ Akureyri, 7. nóvember 1929. t 46. tbl. SjálfstœÐisflokkur -sjóifcwfiio. Pegar íhaldsforingjunum og for- ingjum flokks þess, er kendi sig við »frjálslyndi«, kom saman um að byggja eina »pólitíska ekta-sæng« og til ævarandi minningar um þann merkisatburð skrýddusí hvitavoðum og endurskírðu sjálfa sig, voru sumir svo hlálegir að taka ekki við- burðinn hátíðlega. Voru nienn lítt trúaðir á, að mikii alvara mundi fylgja >sjálfstæðisskrúðanum«, er Sigurður Eggerz hafði sniðið íhalds- mönnum úr kápulöfum sinum, sem nú reyndar voru orðin götótt. Fortíð sumra hverra þeirra, er nú gerðust »sjálfstæðismenn<, afsakaði fullkomlega þessa vantrú manna; og fyrirtæki af erlendri rót og stofni, sem þeir einnig voru viðriðnir, gátu naumast gefið glæsilegar vonir um, að þeim hinum sömu mönnum væri orðið sérstaklega ant um raun- verulegt sjálfstæði landsmanna gagn- vart útlendingum; enda hefir það komið á daginn, að vantrúin var á rökum bygð, þvi aðannaóhvort er, að gustur sá, er staðið hefir úr dálkum blaða flokksins gegn sam- bandslögunum sérstaklega, hefir verið magnaður í því skyni að reyna þurfti að leiða athygli al- mennings frá einhverju öðru alvar- legra, eða að öðrum kosti er alt saman fáránleg heimska og ekkert annað. Öllum flokkum hefir áður í opin- berum yfirlýsingum komið saman um að millirikjasamningnum við Danmörku bæri að segja upp, og endurskoða þá eða afnema lögin eftir ástæóum, þegar sá tími kæmi. Ennfremur vita aliir kunnugir, að eins og nú stóð á, voru alls engin líkindi til að danskir stjórnmálamenn, og ennþá siður alþýóa manna f Danmörku, mundi hreyfa hönd eða fót til þess að óskir vorar næðu ekki fram að ganga. — Einasta ráðið til þess að spilla þessu útliti voru ótímabærar og æsingakendar umræður um málið, líkar þeim, sem fram hafa komið í vissum islenzk- um blöðum upp á síðkastið — eða síðan íhaldsflokkurinn breytti um nafn. Nú viljum vér ekki frýja andstæð- ingum vorum vits, hvorki í þessu né öðru, en ósjálfrátt verðurmanni að gruna þá um græsku: Foringjar fiokksins eru hræddir um að hann sé orðinn nokkuö mórauður í aug- um almennings fyrir ýmsan tilverkn- að sinn sem flokks — og ekki síður fyrir tilverknað einstakra manna innan flokksins; hér verður því að viðhafa ofurlitla sjónhverf- ingu: það verður fyrir hvern mun að leiða athygli manna frá framferði flokksins og margra helztu manna hans í innanlandsmálum með því að láta þá sjá hættu úti í sjón- deildarhringnum — eða öllu heldur bak við sjóndeildarhringinn. í ýmsum ríkjum og á ýmsum timum hefir það verið þrautaráð, þegar stjórnmálamenn voru búnir aö vinna til óhelgis sér í irinan- landsmálum og skapa ástand, sem gerði, að þeir höfðu ástæðu til að óttast lyðinn, að þeir þá — til þess að bjarga áhrifum sínum — hafa reynt til — og oftast hepnast — að koma af stað stríði við er- lent ríki og þjóð, og þannig hefir þeim tekist að beina athyglinni frá sér og út á við gegn fjandmanni, sem þeir sjálfir í raun og veru höfðu vakið upp. Og á hættu- og fórnartimum stríðsins hafa þeir svo látist standa sem þeir einu og sönnu varðenglar þjóðar sinnar gegn erlendri áras og ásælni. Pegar allir málavextir eru íhug- aðir, virðist vera ástæða til að ætla, að tilraun sú^er íhaldsmenn hafa gert hér, sé í aðalatriðum hliðstæð því, sem hér hefir verið lýst. — Flokkurinn (eða hin opinberu blöð hans, og það kemur í sama stað# niður) hefir tekist á hendur það starf — sem nú reyndar lýsir lítilli flokks-fyrirhyggju — að verja hvern ósóma, sem einhver sá, er við flokkinn er riðinn, gerir sig sekan í. Eins og kunnugt er, hefir þessi vörn verið svo viðtæk, að hún hefir gripið yfir ekki einungis smá yfir- sjónir og misferli, heldur einnig það, sem telja verður bein lögbrot og glæpi gegn venjulegum réttar- venjum og þjóðfélagsskipulagi. Par við bætist, að þegar fortíð þessara blaða er athuguð nánar, sýnir það sig, að þau jafnan hafa verið frá- munalega óþjóðleg, sannkallaðar ruslakistur fyrir alt óþjóðlegt, andiegt skran, sem til landsins hefir flutst. (Sbr. greinar »Morgunbl.< um nætur- »kabaret< í Reykjavík fyrir nokkrum árum). — Ennfremur hefir ýmsum helztu mönnum flokksins — og því miður ekki með óréttu — verið dreift við erlend fjárafla-fyrirtæki, sem grunsamleg þóttu, og afstaða þeirra þar var þannig, að hún var alt annað en þægileg til þess að vekja traust þjóðarinnar á þeim sem leiðtogum. (Sbr. Magnús Ouðmunds- son og Shell o: fl.). En það er kunnugra — eða ætti að vera kunn- ugra en frá því þurfi að skýra, að öll heimspólitíkin er nú — og verður — fjárhagspólitík, og menn hefðu gott af að gera sér grein fyrir, að það er harðhent pólitik, sem ræður. Sjálfstæði landa og ríkja — og þá auðvitað sérstaklega smáríkja — fer algerlega eftir því, hvort eða hvernig tekst að komast hjá að lenda i klóm erlendra fjár- ðflunar-félaga og auðhringja, hvort þeim tekst að varðveita og efla viðskiftalíf sitt, án þess að glata fjárhagslegu — og um leið pólitísku sjálfstæði og sjálfræði. — Raunveru- legt sjáifstæði íslenzka rikisins í framtíðinni liggur áþessum grund- velli, er undir því komið, hvort stjórnmálamönnum vorum tekst að síýra milli skersins og bárunnar í þessu efni — en ekki i neinu af ákvæðum hins uppsegjanlega samn- ings milli íslenzka og danska ríksins, jafnvel þó hann hafi lagagildi þang- að til 1943. Petta er í raun og veru nægileg skýring til þess að skilja hina nú- verandi afstöðu þess flokks, er nú nefnir sig »sjálfstæðisflokk<. Nafn- breyting og skinbreyting eða rétt- ara sagt skinaukning á stefnuskrá flokksins er ekki einungis flótti frá fortið, sem flokkurinn og blöð hans hafa gildar ástæóur til að óttast, en það er einníg — og ef til vill öllu fremur — skýla — átakanlega gagnsæ að vísu — en þó skýla, sem flokkurinn reynir að bregóa yfir sig, til þess að dylja mistök og yfirsjónir, sem hann er að fremja og getur ekki afstýrt sökum þess, að hann er kominn út á hála braut og getur ekki stöðvað sig. Alt virð- ist þó benda til, að hvað eina sé fyrir- fram yfirvegað og gert af yfirlögðu ráði, og hér kennir allrar þeirrar blendnu framsýni, sem stjórnmála- menn annara þjóða hafa sýnt, er þeir duldust bak við stríð, sem þeir höfðu hafið í þeitn tilgangi að beina athygli frá gerðum sinum. En sann- Ieikurinn er sá, að slik framsýni getur verið hættulegust fyrir þá, sem ætla að beita henni, það er gletni tilverunnar, að undirhyggjan bregður stundum fæti fyrir sjálfa sig. Vopnin virðast einnig ætla að snúast í höndum fyrv. íhaldsmanna. Pað er ekki líkiegt, að kjósenda- fylgi þeirra hafi vaxið, til þess hefir m. a. blaðamenska þeirra verið of óforsjál, og sú óforsjálni hefir gert skýluna gagnsærri og götóttari, en hún ef til vill hefði þurft að vera í \ augum almennings — þar hefir þeim sézt yfir verulegt atriði frá byrjun, en þeir geta huggað sig við, að slíkar yfirsjónir eru engin einsdæmi, þegar einhvers þárf að dyljast og málstaður er hæpinn.— Auk þess lítur út fyrir að Danir hafi ekki í hyggju að láta nota sig sem verkfæri til að fremja íslenzka íhalds- flokks-pólitík, eins og tilætlunin hefír verið. Blöð þeirra — af öllum flokkum — bera það með sér, að þeir muni ekki ætla sér að fara í deilu út af væntanlegri sambands- laga uppsögn. (Sjá t. d. ummæli eftir próf. Knud Berlín í hægriblðð- unum, sem »Lögrétta< birtir þ. 23. okt. s.l.) í sjálfu sér er það vel far- ið — en það gerir framtiðarvonir þeirra, er nú nefna sig »Sjálfstæðis- flokk«, að engu. Blöð íhaldsmanna hafa hvað eftir annað haldið þvi fram, að andstæð- ingar þeirra hafi fjandskapast við þau út af afstöðu flokksins til >sjálfstæðismálanna«, sem þau kalla það. Petta er í raun og veru hreinn misskilningur. Blððin hafa fengið að neyta naglasúpu sinnar óáreitt, enda voru þau ekki öfundsverð af þeirri uppsuðu úr málgagni Sigurð- ar Eggerz. En hitt hefir verið gert, og mun jafnan verða gert, að benda á falsháttinn, sem legið hefir á bak við öll urnmæli Og öll afskifti flokks- ins af þessum rhálefnum — og satt er það, að vér höfum ekki viljað viðurkenna sjálfstæðisheitið, ehda var það ástæðulaust fyrir oss að vera að látast trúa því, sem vissu- iega var blekking. En á blöðum þessum rætist þið fornkveðna, að þá, sem guðirnir ætli sér að eyði- leggja, slái þeir með blindni. Ann- ars mundu þau smárn saman geta séð og áttað sig á, að það gagn, sem flokkurinn, er faldi sig undir nafninu, ætlaði að hafa af þvi, snýst honum til ófarnaðar. Falsið verður honum til falls. Við því verður ekk- ert gert, og það er engin ástæða til að dyljast þess, að í raun og veru hentar það allri þjóðinni bezt. — En geti flokknum verið nokkur fróun f að nefna sig »Sjálfstæðis- fiokk«, þrátt fyrir að það hly"tur að láta sem háð í eyrum hvers manns, þá ætti honum ekki að vera það ofgott — en það er til ofmikils ætlast, að aðrir taki undir blekk- ingartilraunina og nefni flokkinn það i alvöru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.