Dagur - 02.01.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 02.01.1930, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirú- inga. • • ••em• •••••••• XIII. ár. I T 1930. lanosi-iqkasapn -Vk 128058 jsj-UwT Afgreiðslan er hjá /óm Þ. Þ4r, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • ••••• • • • ••••••••••••••••••••••• • • •• • •-•-• • • Akureyri, 2. janúar 1930. 2)agur. Með þessu tölublaði hefst 13. árgangur blaðsins. Á þessum áramótum vill Dagur vinsamlegast benda kaupendum sínum á, að framtið hans er mjög komin undir skilvisrí greiðslu þeirra á andvirði blaðsins. Á þessu er enn mikill misbrestur, þegar kemur út fyrir takmörk Eyjafjarðar- og Pingeyjarsýslu. Nán- ustu aðstandendur blaðsins hafa mjög í hyggju að stœkka það að miklum mun, þegar fært þykir fjárhagsins vegna. En sú breyiing hlýtur að mjög miklu leyti að verða háð því, hversu skilvísir kaupendur kunna að reynast i framtíðinni. Aðstandendur Framsóknarblaðanna haja ekki orðið þeirra hlunninda aðnjót- andi að fá eftirgefnar miljónir króna og því síður tugi miljóna aj veltufé þjóðarinnar og hafa heldur ekki œskt þeirra hlunn- inda. Peir eru og flestir aðeirrs bjargálnamenn, sem ekki eru svo ejnum búnir að geta ausið eigið fé í blöð þau, er þeir vilja styðja, þó að ekki skorti góðan vilja til fjárframlaga. Pað er og heldur ekki sanngjarnt að œtlast til þess, að einstakir, fórn- fúsir menn haldi landsmálablöðum uppi fjárhagslega, jafnvel þó þeir gœtu það. Auk þess er það ósiður að vanrœkja að greiða blaðagjöld, og œttu allir Framsóknar- og samvinnumenn Jyrst og fremst að bindast samtökum um að upprœta þann ósið sín á meðal. Af ojangreindum ástœðum ætti það að vera metnað- armál kaupenda Dags að greiða andvirði blaðsins skilvísiega, reynast skilamenn á því sviði eigi síður en á öðrum. — Petta eru kaupendur blaðsins nœr og fjœr, sem enn standa í skuld við það, beðnir að taka til rœkilegrar yfirvegunar. Það er gömul venja að staldra við á vissum tímamótum, renna huganum yfir liðna tíð eða síð- asta áfangann af lífinu og reyna jafnframt að skygnast inn í framtíðina. Einkum eru það þó hver ára- mót, sem þykja vel fallin til slíkr- ar hugleiðslu. Þá finst okkur sem fortíð og framtíð taki sérstaklega höndum saman með endurminn- ingar og vonir í skauti sér. Að vísu eru tímamörk þessi að- eins tilbúin af mönnunum sjálf- um, og í sjálfu sér ekki þýðingar- meiri en hver önnur augnablik í lífi þjóða og einstaklinga, en þetta skiftir í raun og veru engu máli. Gildi slíkra tímamóta, sem ára- skiftanna, fer eingöngu eftir við- horfi mannanna til þeirra. Og nú erum við staddir á einum þessum tímamótum, þegar við höfum sérstaka tilhneigingu til að líta um öxl, jafnframt því eg við leitumst við að rýna inn í framtíðina. Liðna árið er runnið út í tímans sæ, og síðasta ár hins þriðja tugar 20. áldarinnar runn- ið upp. Ekki er það ætlunin með þess- um línum að fara að semja regist- ur yfir helztu viðburði ársins 1929. Merkustu viðburðir þess árs eru þegar skráðir víðsvegar í blöðum og tímaritum, jafnóðum og þeir hafa gerst, og auk þess hefir Almanak Þjóðvinafélagsins tekið sér það hlutverk að birta skrá yfir helztu viðburði hér á landi árlega. En að öllu samanlögðu má segja, að liðna árið hafi verið ís- lenzku þjóðinni farsælt ár, Veðr- áttan hefir löngum leikið við landsmenn, árgæzka til lands og sjávar síðasta sumar, atvinnuveg- irnir þar af leiðandi gengið sæmi- lega, verzlunin verið í viðunandi horfi og engar stórsóttir herjað á landið. Ýmsir óttuðust, að yfir- standandi vetur yrði aftaka harð- ur, en ekki hefir sú reynd á orðið enn, þó umhleypingasamur hafi hann verið og tíðarfarið mjög ó- stöðugt, sem löngum vill við brenna á landi voru. Fjöldi manns mun líta með nokkuð einstæðum hugblæ til árs- ins, sem nú fer í hönd, vegna þess sérstæða atburðar, sem í vændum er usesta sumar. Á þessu ári á lög- gjafarsamkoma þjóðarinnar, Al- þingi, 1000 ára afmæli, og er, sem kunnugt er, efnt til samkomu á hinum forna þingstað, tii þess að minnast á viðeigandi hátt þessa merkilega viðburðar í sögu þjóð- arinnar. Er gert ráð fyrir, að há- tíðahald þetta verði hið langsam- lega stærsta og veigamesta, er haldið hefir verið hér á landi. Skiftir vitanlega miklu að afmæl- isfagnaður, slíkur sem þessi, geti farið sem bezt úr hendi, og orðið þjóðinni til sæmdar og vegsauka í augum þeirra útlendu gesta, er þá sækja oss heim, og þó fyrst og fremst í augum ' landsmanna sjálfra. En í þessu efni eru menn- irnir að vísu ekki einráðir. Al- þingishátíðin, samkoman á Þing- völlum, er að miklu leyti háð nátt- úrunni. Dutlungar hennar geta gert veizluspjöll, sem um munar, eins og blíðviðri getur lyft fagn- aðinum í hærra veldi á Þingvöll- um. Við illviðri og óblíðu náttúr- unnar ráðum við lítt, hin ytri náttúra er okkur löngum ofjarl. En hugblæ og hrifningu sjálfra okkar eigum við að geta stýrt með hæfilegri tamningu skap- brigðanna. Samkoman á Þing- völlum og hátíðahaldið þar er því í raun og veru ekki þungamiðja þessa máls, heldur geðblær ís- lendinga í sambándi við 1000 ára afmæíið. Megni þessi sögulegi at- burður ekki á neinn hátt að móta sálarlíf þjóðarinnar til meiri full- komnunar og þroska og hvetja til nýrra manndáða, en sé aðeins augnabliksslcemtun, þá verður Al- þingishátíðin lítils virði. Nái at- burðurinn aftur á móti að vekja af svefni dottandi framsóknaröfl þjóðarinnar og stilla hugi lands- manna til sameiginlegrar sóknar á sviði framfaranna til eflingar alhliða farsældar allrar þjóðar- innar, þá hefir hann ómetanlegt gildi. Áður en þessum áramótahug- leiðingum lýkur, skal að því vikið, að á þessu nýbyrjaða ári fer fram kosning á þremur þingmönnum landskjörnum, í stað þeirra Jón- asar Jónssonar dómsmálaráð- herra, Jónasar Kristjánssonar og Ingibjargar H. Bjarnason. Þó að hér sé ekki um stórfelda kosningu að ræða hvað mannfjölda snertir, hafa þó urslit hennar mikilvæga Gjaldkeri „Dags“, Árni Jóhannsson í K. E. A. hefir tekið að sér alt það starf við blaðið, er að auglýsingum lýtur. Framvegis eru menn því beðn- ir að snúa sér til hans um of- angreint efni. þýðingu. Að vísu má gera ráð íyrir að sinn maðurinn komist að frá hverjum hinna þriggja stjórnmálaflokka, en fylgi það, er í ljós kemur í hverjum flokki í sambandi við landskjörið, gefur nokkuð glögga bendingu um það, hvort í náinni framtíð eigi meiru að ráða sérdrægnis- og samkepn- ishneigð fjáraflamenningarinnar, þar sem hver reynir að troða skó- inn niður af öðrum í skipulags- lausum stimpingum, og þar sem, ábyrgðarleysi í opinberum störf- um er vel metið, eða félagsleg menning, þar sem skipulagið tryggir hverjum hlutdeild eftir verðleikum og þar sem mönnum er haldið til ábyrgðar í opinber- um trúnaðarstörfum og siðmenni- legra skila í viðskiftum. í þetta skifti verður það mál ekki lengra rakið, en síðar mun gefast tæki- færi til þess, þegar nær dregur landskjörinu. »Lítið sjáum aftur og ekki fram« segir forn málsháttur. At- burðir fortíðarinnar eru liðnir hjá og minjar þeirra geymast í endurminningunni, ljúfar eða sár- ar eftir atvikum. Vonir okkar og þrár stefna á hverjum tíma út í myrkur þess ókomna. Inn í það myrkur sjá ekki aðrir en spá- menn þjóðanna, og slíkir sjáend- ur eru sjaldgæfir. öruggir og ákveðnir skulum við ætíð leggja út á djúpið fram undan. Að svo mæltu óskar Dagur les- endum sínum fjær og nær gæfu- ríks árs. ------o----- Síldareinkasalan hefir nú greitt síð- ustu peningana, 30 aura á tunnu, fyrir síldina frá í fyrra. Hafa þá síldareig- endur fengið kr. 13.55 fyrir hverja tunnu herpinótasíldar, sem hafði inni að hftlda 88 kg. af síld, og kr. 14.55 fyrir reknetasíld, sama þunga. Er verð þetta að frádregnum öllum kostnaði f landi, útflutningsgjaldi, sölukostnaði og öðru, sem á síldina legst, eftir að hún er konvin á land. \ ’

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.