Dagur - 09.10.1930, Side 4

Dagur - 09.10.1930, Side 4
200 DAGUR 56. tbl. vantar mig. Frí kensla í píanó- eða orgel-spili, óskað er. Sigurgeir Jónsson. Snjóbíla, 3 að tölu, hefir landsstjórnin pantað fyrir veturinn. Einn þeirra á að vera á Hellisheiði til viðbótar þeim, sem fyrir er, annar á Holtavörðuheiði og si þriðji á Fagradal fyrir austan. SkýfSla um Hinn almenna mentaskóla í Reykjavík skólaárið 1929-30 er nýlega komin út. í upphafi skólaársins voru 206 nemendur skráðir, en 6 þeirra heltust úr Iestinni vegna veikinda og féleysis. Nem- endur voru allir úr Reykjavík að undan- teknum 30—40, er heima áttu annarstaðar. Stúdentsprófi luku 51, en gagnfræða- prófi 58. í skýrslunni segir svo um heilsufarnem- enda: »Á þessu skólaári virðist heilsufar nemanda hafa verið allmiklu betra en hin næstu ár á undan. Enginn nemenda hefir dáið og enginn veikst af tæringu, Eru slíkt góð tíðindi og gleðileg öllum þeim, erað skólanum standa, og er ekki ólíklegt, að þar komi fram ávöxtur þeirra umbóta, sem geröar hafa verið á skólanum hin síðustu ár.« Skýrslunni fylgir fróðleg ritgerð um bókasafn skólans, eftir Vilhjálm Þ. Gísla- son mag. art. og birtast jafnframt myndir af bókasafnshúsinu og lestrarsal nemenda. Silfurbrúðkaup. Valdemar V. Snævar skóla- stjóri á Norðfirði og kona hans eiga 25 ára hjúskaparafmæli hinn 19. nóv. næst- komandi. Er þessa getið hér vegna þess, að Valdemar á marga vini og kunningja í Norðurlandi og er einn af mætustu mönn- um í kennarastétt þessa Iands. Hótel Borg. Eigandinn að Hótel Borg hr. Jóhannes Jósefsson, biður Dag að geta þess út af sögusögnum, sem gangi um landið um óhæfilega hátt verð á herbergj- um í hótelinu, að leigan yfir sólarhringinn sé sem hér segir: Eins-manns-herbergi kr. 5.00 — 6.00 — 7.00 — 8.00 — 9.00 og 12.00. Tveggja manna herbergi kr. 12.00 — 14.00 — 20.00 — 25.00. Ef um dvöl yfir lengri tíma er að ræða, er hægt að semja um lægra verð. J. J. segir leiguna á herbergjum í sínu hóteli ekki dýrari en í gömlum, ófullkomn- um hótelum í Reykjavík. Yfirlit yfir verzlun Horegs nefnist rit, er út kom í sumar. Er þar skýrt nokkuð frá þróun á sviði verzlunar og iðnaðar þar í landi og enn fremur eru í bókinni kveðj- ur til íslands, ritgerð um menningarsam- band íslands og Noregs í fortíð og nútíð og mikið af auglýsingum. Bókin er öll á á íslenzku máli og mjög vönduð að papp- ír og prentun. í henni eru margar ágætar myndir, bæði af mönum og mannvirkjum. Mentaskólinn á Akureyri var settur kl. 2 í fyrradag. í setningarræðu sinni mintist skólameistari 12 ára starfs Lárusar Bjarna- sonar við skólann og fór um það mjög lofsamlegum orðum. Nemendur í skólan- um í vetur verða frá 170 til 180 og er það fleira en nokkru slnni áður. Minningarorð. Pann 27. júlí siðastliðinn andað- ist Halldór Bjarnason bóndi á Stóru- tjðrnum í Ljósavatnsskarði, tæpra 67 ára gamall. Banameins síns, innvortis mein- semdar, mun hann fyrst hafa kent á síðastliðnum vetri öndverðum, en gengdi þó störfum fram til vors, og hafði fótaférð nema síðasta mán- uðinn sem hann lifði. Halldór flutt- ist að Stórutjörnum með foreldrum sínum, er hann var barn að aldri, og dvaldi þar alla æfi síðan. Tók hann svo mikilli trygð við æsku- stöðvarnar, að aldrei varð af þvf, að hann flytti búferlum þó honum kæmi það í hug og betra jarðnæði væri í boði. . Halldór tók við búi af föður sín- um. Voru efni Iftil mjög í fyrstu en jukust með árunum, svo hann var orðinn í röð betri bænda í sinni sveit, enda var dugnaður hans og atorkusemi með afbrigðum. Mátti segja að honum slyppi aldrei verk úr hendi, hvorki vetur né sumar. Munu allir þeir, er til þektu, hafa dáðst að því, hversu miklu hann fékk afkastað, ekki þrekmeiri maður en hann virtist vera. Hann bygði gott fbúðarhús á bæ sfnum snemma á búskaparárunum Auk þess bygði hann upp öll peningshús og hlöð- ur. Tún sitt girti hann og stækkaði og bætti svo mjög, að þegar hann tók við búi gaf það af sér um 75 hesta í meðalári, en nú á þriðja hundrað hesta. Fyrir tveimur árum lét hann byggja rafmagnsstöð, sem nægir heimilinu til Ijósa, suðu og hitunar. — Yfirleitt hafði Halldór mjög glöggan skilning á þvf, hvað gera þarf til að bæta skilyrðin fyrir þá er f sveitunum búa, og dugnað og atorku til að koma því í fram- kvæmd, er hann sá að gera þurfti. Ef sem flestir íslenzkir sveitabænd- ur jafnast í framtíðinni á við hann í þessu tilliti, er íslenzkri sveita- menningu vel borgið á ókomnum árum. — Halldór var ágætlega vel hagur bæði á tré og járn. Mundi hann þó hafa orðið mikið fremri f þeirri greim ef notið hefði tilsagn- ar við smíðar. En hennar naut hann engrar; átti þess ekki kost. Halldór hafði hina mestu unun af söng og hljóðfæraslætti. Ekki gafst honum þó tækifæri til að læra f æsku neitt, er að slfku lýtur. En það sýnir á- huga hans og löngun til þess, að hann á unglingsaldri smfðaði sér langspil og lék á það i tómstund- um sínum. Halldór var dulur maður ogfrem- ur fáskiftinn og lét lítið til sín taka út á við, en þó mun hann hafa haft ákveðnar skoðanir í opinberum mál- um og ekki kvikað frá þeim. — Hann var mjög bókhneygður mað- ur og notaði þær fáu tómstundir, sem hann hafði, til lesturs. Halldór var mikill trúmaður. Hélt hann við þeim góða sið alla sfna búskapar- tið, að hafa um hönd húhlestra á ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. Friðun rjúpna. Dómsmálaráðuneytið hefir falið mér að til- kynna að það samkvæmt heimild í lögum nr. 27 frá 1924 hafi gefið út auglýsingu 7. þ. m. um að rjúpur skuli vera friðaðar allt þetta ár. Petta tilkynnist hérmeð til eftirbreytni. Skrifstofu Eyjafj.s. og Ak,, 8. október 1930. STBINGR. JÓNSSON. P il s n e r £ezt. — Ódýrast Innlent heimili sínu. Las hann jafnan sjálf- ur fyrir fólkið og notaði hinar beztu bækur, sem fðng voru á, nú sfð- ustu árin aðallega predikanir séra Haralds Níelssonar. Því þótt Hall- dór væri uppalinn við fastheldni við bókstaf og erfikenningar, var síður en svo að hann amaðist viðhinum nýrri skoðunum um ýms trúaratriði. Og sálarrannsóknum var hann mjög hlyntur, ias alt, sem hann náði i, um þau efni. Tímaritið Rökkur. (Stofnað i Winnipeg 1922.) Nýr flokkur hófst með árinu 1930. Árgangsstærð 10—12 arkir í Eim- reiðarbroti. Verð kr. 5.00 árg. — Tvö hefti, alls 7 arkir út komið af árganginum, Priðja heftið verður 4 arkir og verður komið út í nóvem- ber. Rökkur fæst hjá flestum út- sölumönnum Bóksalafélags íslands norðanlands, á Akureyri hjá Þ. M. Jónssyniog Kr. QuHmunds- syni bóksölum. Ritið geta menn einnig pantað beint frá afgreiðslunni: Eimskipafélagshúslnu nr. 29 Reykjavik. Halldór var kvæntur frændkonu sinni, Kristjðnu Krisjánsdóttur mestu dugnaðar- og sómakomu. Hún lifir mann sinn. Börn eignuðust þau sjö, og eru þau öll á lífi, K. K. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Friðrík Ásmundsson Brekkaa. Aöalstrwti 16. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. ■0"

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.