Dagur - 18.12.1931, Blaðsíða 4

Dagur - 18.12.1931, Blaðsíða 4
232 DAGUR Í59. tbl. þótt fjárhagur Einkasölunnar hafi ekki verið eins hörmulegur og látið var í veðri vaka á full- trúafundinum í Reykjavík, hefir Einkasalan í ár mjög brugðist vonum manna. En það er ekki einkasöluskipulaginu að kenna, heldur hefir svona farið, þrátt fyrir það að síldin var öll á einni hendi, hjá Einkasölunni, í stað þess að hver framleiðandi keppti við annan og spillti þannig fyrir allri síldarsölunni, eins og áður tíðkaðist, á tímabili hinna stóru gjaldþrota síldarmanna hér á landi. Ástæðan er hin, að Einka- salan hefir að þessu sinni ekki takmarkað veiðina nægilega. Veiðileyfin voru aukin síðastliðið vor, í stað þess að draga heldur úr þeim eins og allt#öluútlit var þá. Þetta er yfirsjón, sem undirritað- ur þarf að vísu ekki að biðjast af; sökunar á, því að hann var utan- lands og tók engan þátt í þeirri ráðstöfun. Ýmsar aðrar yfirsjón- ir hjá stjórn Einkasölunnar kann að mega benda á, og má vel vera að undirritaður sé samsekur um sumar þeirra. En fullyrða má að öll önnur mistök Einkasölustjórn- arinnar, en þetta eina sem að of- an er. nefnt, eru fremur smávægi- leg og ekkert þeirra hefir komið Einkasölunni á kné eða spillt verulega afkomu hennar, að minnsta kosti ekki á þessu ári. í sambandi við þessa spurningu, hvað það er sem raunverulega hefir komið Einkasölunni á kné, má geta sér þess til með fullum rökum, að þar komi í fyrstu röð hin misheppnaða tilraun síðasta alþingis til endurbóta á skipulagi Einkasölunnar, tilraun sem hefir leitt til þess að framvegis hefði stjórn Einkasölunnar í raun og veru verið öll í höndum fulltrúa verkalýðs þess, sem vinnur að síldarverkun í landi, í stað þess að fulltrúar útgerðarmanna og verkalýðs voru áður jafnsterkir aðilar um Einkasölustjórnina. Þessi röskun á jafnvægi í stjórn- inni, hlaut fyr eða síðar að stofna Einkasölunni í voða, og er ekki ólíklegt að þessi hætta hafi eflt mjög þær heiftarlegu árásir, sem leiddu til hins skjóta fráfalls Einkasölunnar. En eins og þá stóð, þegar full- trúafundurinn í Rvík veittist að Einkasölunni, var ekki kominn fram í henni neinn banvænn sjúk- dómur, og fjárhag hennar alls ekki svo komið, að það eitt út af fyrir sig þyrfti að leiða til hins sviplega dauðsfalls hennar. Það er kallaður eðlilegur dauðdagi, er menn deyja . kristilega og skap- lega af völdum sjúkdóma. En hitt voveiflegt, þegar orsökin er hast- arlegt slys eða árásir haturs- manna og ofbelðis valda skjótum dauða þess sem veitzt er að. Eftir þessari skilgreiningu mismunandi tegunda dauðsfalla, má óhætt full- yrða að Síldareinkasala íslands hefir dáið voveiflegum dauða. Böðvar Bjarkan, Á viðavangi. Ríkisskuldirnar. »íslendingur« heldur því fram, að Dagur hafi skýrt rangt frá því, hvað ríkisskuldirnar hafi verið, þegar íhaldið lét af stjórn 1927. Ætlar blaðið að fara að leið- rétta þetta og segir, að skuldir ríkissjóðs sjálfs hafi verið um 1114 milj. og aðrar ríkisskuldir, vegna sérstakra stofnana hafi numið um 16l/2 nrnj- Þetta £erir þá samtals sem næst 28 miljónir. Það er einmitt nákvæmlega sama upphæð og Dagur hélt fram að ríkisskuldirnar hefðu alls verið, þegar íhaldsmenn fóru frá völd- um. Um þetta atriði eru þá bæði blöðin, Dagur og íslendingur, sammála og ætti þess þá ekki að vera þörf að ræða þetta meira en orðið er. En hvað þykist fsl. þá vera að leiðrétta? Blað Einars Olgeirssonar skýrir með mikilli nákvæmni frá því, hvað Jónas dómsmálaráð- herra hafi lagt sér til munns, þeg- ar hann var hér fyrir norðán á dögunum. Þessar fæðutegundir telur blaðið upp: hafragraut, mjólk, slátur og rjómatertur. En ekki getur blaðið um, áð J. J. hafi nærzt á »sleikipinnum«, sem ver- ið er að ginna óvita á að kaupa. Svo bætir blaðið við: »Vesalings fátækir smábændur og leiguliðar. Hvenær skyldu opn- ast augu ykkar fyrir svikapólitík Framsóknar?« Er ekki von að blaðinu blöskri þessi svikapólitík í mataræðinu?!! Harðræði kommúnista. Kommúnistablaðið hérna finnur sér það til, að framkvæmdastjóri K. E. A. »hafi tíma til að bregða sér frá starfi sínu« á sunnudegi. Má af þessu marka hvernig kommúnistar ætla að haga sér, þegar þeir eru komnir til valda og orðnir húsbændur verkamanna. Þeir ætla að banna þeim að fá frí frá störfum á sunnudögum. Verkamenn! Viljið þið leggja ykkur undir slíka vinnuníðinga? Jólamessur: Aðfangadagskvöld: Akureyri kl. 6. Jóladag: Akureyri kl.ll. Lögm.hlíðkl.2. 2 Jóladag: Grundkl.ll. Munkaþverákl.2 Sunnud. milli jóla og nýjárs: Kaupangi kl. 12. Hátiðarmessur í Mööruvallaklausturs- prestakalli: Aðfangadag jóla kl. 6 á Möðruvöllum. Jóladag kl. 12 1 Glæsibæ. Annan jóladag kl. 12 á Möðruvöllum. Gamlaárskvöld kl. 6 í Glæsibæ. Nýjársdag kl. 12 á Möðruvöllum. Úr Grýtubakkahreppi. Gifting: Ung- frú Stefanía Guðlaugsdóttir Tindriða- stöðum, Hvalvatnsfirði og Jónatan Stefánsson Þönglabakka. Trúlofun: Ungfrú Hólmfríður H. Björnsdóttir Nolli og Ingólfur Bene- diktsson Jarlsstöðum. Dagw kemur ekki út aftur fyrjr jól. óskast um flutning á mjólk nœsta dr úr Glœsi- bœjarhreppi til Akureyrar. — Vœntanlegum til- boðum sé skilað til Ágústar Jónssonar Sila- stöðum fyrir 27. p. m. 16/u 1931. Mjólkurnefndin. Björn Líndal iátinn. Á mánudaginn síðla barst sú fregn hingað, að Björn Líndal hefði andazt á Landakotsspítala kl. 3 þá um daginn, eftir þriggja vikna legu. Hann kom frá útlönd- um með »íslandi« síðast og lagð- ist veikur í Reykjavik nokkrum dögum síðar. Björn Líndal Jóhannesson var fæddur 5. júní 1876 á Sporði í Línakradal. Var hann þannig 55^2 árs gamall, er hann andað- ist. Björn gekk skólaveginn og varð stúdent frá Reykjavíkur- skóla 1901. Síðan fór hann á há- skólann í. Kaupmannahöfn og tók þaðan lögfræðipróf 1907. Stund- aði síðan málaflutningsstörf á Ak- ureyri til 1918 og var stundum settur bæjarfógeti og setudómari á þeim árum; jafnframt þessum störfum rak hann nokkuð búskap. Árið 1909 var hann ritstjóri blaðsins »Norðri«. Árið 1918 fluttist hann að Svalbarði á Sval- barðsströnd og rak þar búskap og útgerð það sem eftir var æfinnar. Bætti hann jörð sína stórum, og mun Svalbarð lengi bera minjar hans. f útflutningsnefnd Síldar- einkasölunnar var hann kosinn árið 1928 og hefir starfað í henni síðan. Ýms fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum um æf- ina. Björn Líndal var orðlagður heimilisfaðir. Hann var stórbrot- inn í lund, vel máli farinn, skjót- orður og hvassyrtur í orðasenn- um og lenti því oft í útistöðum við skoðanaandstæðinga sína. Hann var þingmaður Akureyrar 1924—1927. Björn Líndal var kvæntur danskri konu, Berthu, dóttur Hans Jörgen Hansení Flensborg á Suður-Jótlandi. Lifir hún mann sinn. --------o Stmskeyti. (Frá FB). Rvík 16. des. Gengi sterlingspunds í New York og Londan var í gær 3.44— 3,471/2 miðað við dollar. 7. des. voru atvinnuleysingjar í Englandi 2,627,342, eða 5,297 fleíri en vik- una á undan. Madrid: Azana hefir lokið stjórnarmyndun sinni. Gulltoppur hefir selt ísfisksafla sinn fyrir 931 sterlingspund. Lögreglan hefir haft upp á þeim, sem valdið hafa innbrotum hér í Reykjavík að undanförnu. Inn- brotsþjófarnir eru allir um tví- tugt að undanteknum aðalmannin- um, sem er aðeins 16 ára piltur. —...........-o...........— Hver þjónar sinni lund. f timariti, sem sjaldan er að nokkru getið, birtast erfiljóð. Þar í er þetta erindi: »Hve sárt er að féllstu í sædjúpsins reit því sagt er upp hérlendis allsherjar griðum. Oss vantar nú harðgeðja Væringjasveit með vaikandi útsprungnum sjálfboða- liðum gegn fárinu rússneska, er flytur oss grand. I flekkuðum ræningjahöndum er þjóðin. Og sprengidufl flutt eru í laumi um land og lögð undir húsveggi, spönuð upp glóðin<. Það er þægilegt að yrkja ljóð um dána menn. Þar má koma sennilega öllu að, og fleiru en hin- um dána var og er viðkomandi. Þar má dylgja um allt sem »skáld- inu« er kærast. Þar má koma fyr- ir bæði gömlum og nýjum »sprengiduflum«. Þar má blása í glóðina og — kveikja upp eld. Og í öllu þessu er fólgin samúðin og hinn kærleiksfulli klökkvi til eft- irlifandi vina og vandamanna. Þetta á svo vel við á degi sorgar- innar. — Samt eru margir, sem ganga á snið við allt þetta í minn- ingarljóðum um dána menn og eru þó af sauðsvörtum almúga nefndir skáld. En hvað um það. Hið tílfærða erindi á mjög vel heima í tímariti, sem aldrei' þarf að nefna á nafn, og þorri manna ætlast til að týnist og gleymist. — i sömu erfiljóðum eru þessi vísuorð: »-------En andvaka skáldi er innbyrðis heitt, sem einmana leitar í /orsæ£wrönnum«. í mörgu eru mennirnir ólíkir. Jónas kvað: »Skáld er ég ei, en huldukonan kallar« o. s. frv. Sum- ir vilja tylla sér á tá og hækka sjálfa sig frammi fyrir almenn- ingi. Aðrir hafa enga löngun til þess, heldur frekar að draga sig í hlé og láta lítið yfir sér. — Sum- ir halda sig forsælumegin í lífinu, leita þar uppi allt stórt og smátt eins og væri það sjálft takmarkið. Jafnvel leggja þeir á sig vökur og erfiði til að leita uppi sorann og gruggið. Aðrir vilja vera sólar- megin og sýna almenningi fram á það bezta og fegursta, sem lífið hefir að bjóða. — Svona eru mennirnir ólíkir. Og þó eru þeir líkir, — líkir að því leyti, að hver vill lifa eftir sinni lund.------------ ¦_____________ Nói. Gleðilegra jóla óskar Dagur öllum lesendum sínum nær og f jær. Eitstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. ¦" '" '................—¦¦¦¦—¦...-1111—.——.-,-......—..... .....mim Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.