Alþýðublaðið - 03.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐ0BLAÐÍÐ blaðsins er í Aiþýöuhúsissa við Ingói&stwti og Hverfisgöta ^íuai 988. Augiýsísigum sé skiíað þanagað eða i Outeabetrg í sfðasta 5agi kl. 10 árdegi&j þaan dag„ aem þær siga sð koma i blaðið. Áskriftargjald ein is t ■ á TOánuði. Auglýsiffigaverð kr. 1,50 can. eindáUcuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til aígreiðslunnar, að sninsta kosti ársijórðusgslega Hvernig líst alþýðunni á það? Morgunblaðið segir, að Aiþ.bl. vilji láta aðra atvinnuvegi taka við skellinum, þ. e. „botnvörpu- fiskimennirnir eiga að verða ó magar á öðrum atvinnuvegum", segir blaðið. Hvað eru botnvörp- ungaeigendurnir, eða hvað verða þeir, ef skuldirnar sem landið &■ byrgist fyrir þá ýellur á það? — Og hvað er líklegra, en að svo verði, ef botnvörpungarnir eiga lengi að liggja aðgerðalausir ? — Éru þeir ekki orðnir ómagar? Sannleikurinn ér sá, að Alþbl. vill ekki láta nokkurn heilbrigðan tnann vera ómaga. Það vill að allir vilji vinna og vinni. Það vill iáta ríkið annast um alla framleiðsluna, því sé hún rek- in með hagsýni og í stórum stíl, er engin hætta á því, að hún beri sig ekki í heild, þó fyrir geti komið að einhver liður beri sig ekki um skeið. „En hver á svo að lokum að bera alt samaa?“ spyr veslings Moggi í örvæntingu. „Berið hver annars byrðar", sagði meistarinn mikli. Morgunblaðið þarf ekki að bera kviðboga fyrir því, >hver beri alt saman*, þegar svo er komið sem það talar um, því sé Jón Magnús- son, skjólstæðingur þess og styrk- armaður, sé á góðum vegi með að setja landið á höfuðið, þá verð- nr að gera ráð fyrir því, að spek ingarnir við Mogga bendi honum í tíma á ráð út úr öngþveitinu. Eða hvað segir Þ. G., hinn ný- bakaði stjórnmálaritstjóri Miijón- arfjórðungsins ? Qvað á að gera með rikislánið? Lengi hefir verið rifist um ríkis lánið og mikið hefir verið rifist um það. Stjórninni hefir ekki að því er séð verður hugkvæmst að leita annars staðar fyrir sér um lánið en í Danmörku — og má þó merkilegt heita. Og lántakan hefir ekki heldur reynst svo anð- sótt þar, að sjálfsagt ætti að þykja að útiloka sig frá lánum, sem ef til vill mætti fá annarstaðar. Látum nú vera þó lán væri tekið í Danmörku, ef það fengist með sæmilegum skilyrðum. En á því eru sízt horfur. Alt virðist benda til þess að lánið verði fyrst og fremst mjög litið og að því fylgi þau skilyrði að það verði notað til að borga með því skuld ir einstakra íslendinga við dönsk verzlunariyrirtæki. Ef það verður ofaná að láta ekki féð nema með þessum skil- yrðum, þá er ekkert vit í að taka við því. Það eina sem getur rétt- lætt lántökuna, er að féð verði notað til þess að styðja að heill almennings. En að taka lán til þess að borga skuldir einstakra spekúlanta, sem almenningur hefir enga ástæðu til þess að styðja í einu eða öðru — það er óverj- andi tiltæki. íslenzk alþýða lítur svo á, að lántaka í þágu einstakra atvinnu- rekenda og spekúlanta sé augljós voltur þess að stjórnin sé í vasa þeirra — að ríkið sé orðið lítið annað en vopn í höndum íslenzkra auðmanna. Hvernig á almenningur hér að geta fallist á að ríkið sé notað íil þeðs að haida uppi þeim mönn- um, sem verið hafa og verða munu sníkjudýr á íslenzka þjóð félaginu svo fremi að atvinnu- vegirnir verði ekki teknir í hend- ur hins opinbera? Alþýðan neitar að láta hafa sig til þess að standa straum af þeim þjóðarbúskap, sem rekin er til hagsmuna fyrir fámennan flokk manna. Hún mótmælir því að auðmennirnir verði framvegis látn- ir reka alla arðvænlegustu atvinnu vegina í gróðaskyni og ríkissjóður verði gerður að einskonar vara- sjóði er þeir geti gripið til, hve- nær sem þeir þurfa á fé að haldai: Hún mótmælir lántökunni, svc fremi að það fé er fengist, eigi að nota til að styðja íslenzku spekúlantana 1 * €rienð símskeytL Khöfn, 1. ágúst. Frá Rússlandi. Folitiken segir, að orðrómur frá Petrograd segi, að sovjetstjórn- in hafi hætt við að fást við hung- ursneyðina, og þykist fús til að fara frá svó blönduð stjórn af öll- nm flokkum taki við. Moskva £ umsátursástandi vegna hungurs- uppþota. [Skeyti dagsett 2. ágúst virðist benda til, að þetta sé ekki annað en venjulegar lygr.r. Skeytið hljóð- ar svo:j Símað er frá Washington, að Hoover verzlunarráðherra hafi sent: fulltrúa til Riga til þess að semja við sovjetsíjórnina viðvíkjandi matvælum til Rússiands. Flutning- ar frá amerískum vörugeymslu- húsum f Danzig byrja strax þegar samningar eru gerðir. Álandsmálin. Þing Álandseyja mótmæiir með= ferð Þjóðasambandsins á Alands- eyjum. íslendingnr drepinn. Á sunnudáginn var lenti Þor- geir Halldórsson veitingaþjónn £- handalögmál við vopnaðan fót- gönguliðsmann og var rekinn £ gegn af honum með byssusting. Þorgeir dó f gær. Vegandinn var handtekinn. Mm ðagina og vegina. Prófessor Pilcher, sá er þýtt hefir Passfusálmana á ensku, ætlar að flytja erindi um trúmál f dóm- kirkjunni kl. 8*/a f kveld. Ólaffa Jóhannsdóttir þýðir. Allir vel- komnir. Skemtiferð fóru verzlunarmenn inn f Hvalfjörð f gær. Tii farar- innar voru valin: >Þór< og >Skjöld-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.