Dagur - 04.01.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1934, Blaðsíða 2
2 D»GUE 1. tbl. Miðst0ðvarv0rur og hreinlætistæki höfum við ávalt á boðstólum bezt og ódýrust, — Leitið tilboða og fáið nánari upplýsingar. Kaupfólag Eyfirðinga. BiiliilliiilliiiiiiiiftiiS Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Tryggvi Þórhallsson snýr aftur heim til sinna pólitísku föður- húsa, mun honum fagnað sem týndum en afturfundnum syni. o —■ Framboðsfrestur til bæjar- stjórnarkosningar hér á Akur- eyri, sem fram á að fara 16. þ. m., var útrunninn á hádegi 2. þ. m. Alls verða 6 listar í kjöri og eru þeir merktir bókstöfum og skipaðir mönnum eins og hér segir: Listi Alþýðuflokksins, sem er A-listi: Erlingur Friðjónsson. Svanlaugur Jónasson. Guðmundur Jónsson. Haraldur Gunnlaugsson. Gestur Bjarnason. Jón Austfjörð. Halldór Guðmundsson. Stefán Árnason. Jón Stefánsson Vopni. Aðalsteinn Stefánsson. Halldór Friðjónsson. Þorsteinn Sigurðsson. Listi Kommúnista, sem er B- listi: Steingrímur Aðalsteinsson. Þorsteinn Þorsteinsson. Elísabet Eiríksdóttir. Magnús Gíslason. Sigþór Jóhannsson. Ástvaldur Jónsson. Sigurjón Jóhannesson. Margrét Vilmundardóttir. óskar Gíslason. Sigvaldi Þorsteinsson. Sigríður H. Jónsdóttir. Bjarni M. Jónsson. Stefán Guðjónsson. Jónas Hallgrímsson. Sigrún P. Jónsdóttir. Hermundur Jóhannesson. Margrét Magnúsdóttir. ólafur Aðalsteinsson. Sigurður Vilmundarson. Halldór Stefánsson. Þórður E. Valdemarsson. Ingólfur Árnason, Listi bæjarstjórans, sem er C- listi: Jón Sveinsson. Jón Guðlaugsson. Helgi Pálsson. Valdemar Steffensen. Jón Kristjánsson. Jón J. Jónatansson. Bogi Daníelsson. Haraldur Guðmundsson. Jón Sigurgeirsson. Einar Gunnarsson. Jón Björnsson. Jón Þorvaldsson. Lisli Framsóknarmanna og samvinnumanna, sem er D-listi: Brynleifur Tobiasson, kennari. Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri. Jóhannes Jónasson, fiskimatsm. Snorri Sigfússon, skólastjóri. ólafur Magnússon, sundkennari. Svanbjörn Frímannsson, bankafulltrúi. Haraldur Þorvaldsson, verkam. Sveinn Tómasson, járnsmiður. Jónas Þór, verksmiðjustjóri. Guðmundur ólafsson, byggingam. Eggert Melstað, slökkviliðsstjóri. Finnur Agnars, verkamaður. Steindór Jóhannsson, fiskimatsm. Bogi Ágústsson, ökumaður. Sigtryggur Þorsteinsson, kj ötmatsmaður. Stefán Marzson, verkstjóri. Árni S. Jóhannsson, skipstjóri. Gunnar Jónsson, lögregluþjónn. Hannes J. Magnússon, kennari. ólafur Ágústsson, húsgagnasm. Brynjólfur Sveinsson, kennari. Böðvar Bjarkan, lögmaður. Listi Sjálfstæðismanna, sem er E-listi: Sig. Ein. Hlíðar. Stefán Jónasson. Jón Guðmundsson. Axel Kristjánsson. Gunnar Sehram. Ari Hallgrímsson. Benedikt Steingrímsson. Indriði Helgason. Gunnar Thorarensen. Halldór Aspar. Árni Sigurðsson. Einar Methúsalemsson. Hallgrímur Kristjánsson. Páll SigurgéTrsson. Tómas Steingrímsson. Kristján Jónsson. Snoi’ri Guðmundsson. Jónatan M. Jónatansson. ólafur Ágústsson. Benedikt Benediktsson. Helgi Skúlason. Gunnlaugur Tr. Jónsson. Listi Iðnaðarmanna, sem er F- listi: Jóhann Frímann. Stefán Árnason. Steindór Jóhannesson. Jóhann Steinsson. Friðjón S. Axfjörð. ólafur Ágústsson. Jón Guðmundsson. Þorsteinn Þorsteinsson frá Gunnar Pálsson. Lóni. Gunnlaugur Sigurjónsson. Guðmundur Fi'ímann. Á öllum listunum eru þannig samtals um hundrað nöfn, en samt geta ekki náð kosningu fleiri en 11 aðalfulltrúar og 11 til vara. Af þessu leiðir, að mestu skiftir hvernig efstu sætin á hverjum lista eru mönnum skip- uð, því þeir einir eru líklegir til að ná kosningu. Þegar litið er yf- ir þessi nöfn, þá dylst engum ó- vilhöllum manni, að efstu sætin á D-listanum eru prýðilega skip- uð og að flestra eða allra áliti hæfustu mönnunum að öllum öðr- um ólöstuðum. Efsti maðurinn á D-listanum, Brynleifur Tobiasson, hefir setið í bæjarstjórn í 5 undanfarin ár; hann er því orðinn reyndur bæj- arfulltrúi, og sú reynsla mælir ó- tvírætt með honum til áfram- halds við það starf. Hann er ó- venjulega starfhæfur maður, vel menntaður, sæmilega framsæk- inn, en þó mjög vel gætinn. Hef- ir hann haft á hendi mikilsverð og vandasöm störf í bæjarstjórn- inni, sem hafa aflað honum trausts og virðingar. Fer því vel á því að hann skipi hið efsta sæti við í hönd farandi kosning- ar til bæjarstjórnar. Annar maðurinn á sama lista, Vilhjálmur Þór framkvæmdastj., er að vísu óreyndur í bæjar- stjórn, en á öðrum sviðum hefir hann getið sér orðstír sem fram- úrskarandi starfsmaðurað hverju, sem hann hefir gengið, og þá ekki síður í glöggskyggni og þekkingu um allt það, er að fjármálum lýt- ur; eru þetta þeir hæfileikar, sem bærinn þarfnast mest. Það getur því ekki leikið á tveim tungum, hversu mikill fengur bænum væri að fá að njóta að einhverju leyti dugnaðar og hagsýni Vilhjálms Þór, enda mun þetta viðurkennt meðal hyggnari manna í öllum stjórnmálaflokkunum hér í bæ, þó vel kunni að vera, að sú við- urkenning verði vandlega dulin á sumum stöðum nú í kosningahit- anum. Allir samvinnumenn f bænum, sem eru frjalsir gerða sinna, eru sjálfsagðir að styðja að því, að V. Þ. komist í bæjar- stjórnina. Þriðji maðurinn á D-listanum, Jóhannes Jónasson yfirfiskimats- máður, er yfirlætislaus í háttum og framkomu allri, en hann er engu að síður traustur maður, þéttur á velli og þéttur í lund og ágætlega vel hygginn. Allir þeir mörgu hér í bæ, sem kynnzt hafa Jóhannesi, vita, að hann er giftu- drjúgur og farsæll í öllum sínum störfum, Ekki þarf því að óttast að hann mundi ekki skipa sæti sitt í bæjarstjórn með prýði. Við sfðustu bæjarstjórnar- kosningar komu Framsóknar- menn að þremur. Það má ekki minna verða nú, ekki sízt þegar litið er til þess mannvals, sem er á D-listanum. ----o----- Samvinnumál, Nú er liðin rúmlega hálf öld síð- an samvinnustefnan barst hingað til lands. Og það leikur ekki á tveim tungum að margt af þeim geysilegu framförum, sem orðið hafa hér á landi á þeim tíraa, er beinlínis eða óbeinlinis að þakka þessari merkilegu félagsmálahreyf- ingu. Og þó þarf ekki neina sér- staka .bjartsýni til að sjá það, að hún muni f framtfðinni verða þjóð- inni til ennþá meiri blessunar, eftir þvi sem hún grfpur inn á fleiri svið f menningar viðskífta og framleiðslu- málum. Samvinnuhreyfingunni eru engin takmðrk sett. En 8amvinaustefnan er hugsjóna- stefna, sem ,reynir á félagshyggju fylgjenda sinna. Pess vegna krefst hún meiri andlegs þroska heldur en þær stefnur, sem byggja á miskunnarlausri einstaklingshyggju. Samvinnumaðurinn vill bjálpa bróði ir sfnum til efnalegs sjálfstæðis um leið og hann bætir sinn eigin hag, með réttlátum viðskiftum og rétt- látri arðskiftingu við framleiðsluna. En samkeppnismaðurinn hirðir ekki um þó vegur sinn tii velmegunar liggi yfir val fjöldans, sem orðið hefir undir f Iffsbaráttunni. — Að- eins ef þeir >hæfu* ná takmarkinu. En á erfiðum tfmum eins og nú standa yfir, er hætt við að mörg- um samvinnumanninum gleymist hvað unnist hefir á undanförnum árum, og verði þvf vonlftill um framtíðina. Pað er þvf aldrei eins nauðsynlegt að rifja upp sigrana að baki, eins og einmitt á slfkum stundum. Yngri starfsmenn sam- vinnustefnunnar mega ekki gleyma afrekum eldri kynslóðarinnar. En þeir þurfa að gera meira: Deir piitla að vinna nyja sigra i framleiðslu- og við- skiltamálum. Og peir purla að móta hugs- unarhátt pjóðarinnar í samræmi viðbræðra- lagshugsjón samvinnustefnunnar- Takist þetta hvorttveggja, þá mun vel fara. Fyrst framan af gætti samvinnu- stefnunnar lftið, nema þá f versl- unarmálum. Pað voru stofnuð kaupfélög og félagsmenn fengu þar erlendar vörur fyrir sannvirði, og kaupfélögin seldu innlendu vör- una og fengu framleiðendur fyrir hana það, sem hún seldist á er- lendum markaði. Kaupiélögin eru félög alira neyfenda, ai peirri eintöldu ðstæðu, að pau selja vörur með raunverulegu Sannvirði (kaupverði plúi dreifingar- kostnaó ) en útiýma algjörlega milliliöa- gróðanum. Sá blóðskattur mergsaug fslenzku þjóðina á einokunartiman- um, meðan danskar selstöðuversl- anir réðu hér í verzlunarmálum, og hann gerir það enn, þar sera kaupfélögin hafa ekki þrýst vöru- verðinu niður fyrir kaupmönnum. Pá hafa kaupfélögin unnið þjóð- þrifaverk með þvl að útvega fs-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.