Dagur - 10.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.01.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur útáhverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. r-v XVII. ár. í -•-•-•-•-•-•-•- D-listinn. Nú líður óðum að bæjarstjórn- arkosningum hér í bæ og blöðin því eðlilega farin að minnast á þær. »5slendingur«, sem er mál- gagn kaupmanna, ræddi nokkuð um listana í síðasta tölublaði. Varaði hann meðal annars kjós- endur við D-listanum, þar sem í efstu sætum eru Brynleifur Tobiasson, Vilhjálmur Þór, Jó- hannes Jónasson og Snorri Sig- fússon, ekki vegna þess að eigi væri margt gott um þessa menn að segja sem hæfa menn, held- ur vegna hins, að þeir væru i Kaupfélagi Eyfirðinga. Þar í lægi hættan. Kaupmannablaðið segir, að K. E. A. sé orðið risa- . fyrirtæki, og völd þess og áhrif fari stöðugt vaxandi. Aftur á móti ræður ísl. mönnum 'eindreg- ið til að kjósa E-listann, sem er listi kaupmannavaldsins í bænum. Sá listi þurfi endilega að koma að 6 bæjarfulltrúum, svo að kaupmannaflokkurinn fái meiri- hlutavald í bæjarstjórninni, því þá séu hagsmunir bæjarins tryggðir og ekki þurfi að óttast vald Kaupfélags Eyfirðinga. Þeir 6 menn, er að dómi ísl. gera »forráð bæjarins trygg«, eru Sigurður Hlíðar, Stefán Jónas- son, Jón Guðmundsson, Axel Kristjánsson, Gunnar Schram og Ari Hallgrímsson. Ekki er það lítið happ fyrir Akureyrarbæ að eiga völ á þessum 6 úrvalsmönn- um til þess að stjórna málefnum kaupstaðarins eftir hinum beztu og fullkomnustu reglum! En án þess að þessir 6 menn séu nokk- uð lastaðir, gæti þó ef til vill fall- ið nokkur skuggi af efa á þessa glæsilegu fullyrðingu ísl. um að forráð bæjarins yrðu fortakslaust trygg í höndum þeirra, og því yæri ekki úr vegi að láta ein- hverja aðra hafa nokkura hönd í bagga með um stjórn bæjar- málanna, svo að þessir 6 ágætu menn yrSu ekki alveg einráðir. Það getur því farið svo, að eitt- hvað skorti á að 6 kaupmanna- fulltrúar komist í bæjarstjórnina. Það er ekki torskilið, þó mál- gagn kaupmanna sé óttaslegið við fylgi D-listans, þar sem blaðið heldur því fram, að á bak við hann standi Kaupfélag Eyfirð- inga. Með því á blaðið vitanlega við það, að listann styðji kaupfé- lagsmenn í bænum, sem skifta Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Uppsögn, bundín við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu3. Talsími 112. Akureyri 10. janúar 1934. nokkrum hundruðum. Meðal ann- ars eru það þessir bæjarbúar, sem gert hafa Kaupfélag Eyfirð- inga að því risafyrirtæki, sem það er í augum kaupmanna og málgagns þess. Vöxtur og við- gangur félagsins byggist fyrst og fremst á skilningi almennings um hagkvæman mátt samvinnunnar í verzlun o. fl. Þess vegna hafa öll þessi hundruð bæjarbúa flutt við- skifti sín til Kaupfélags Eyfirð- inga. Þeir hafa séð sér hag í því, af því að engin önnur verzlun hér í bæ getur boðið jafngóð kjör. Blað kaupmanna gengur nú að vísu ekki lengra en það, að Kaupfél. Eyf. eigi ekki að gefa »aðstöðu til þess að verða ráð- andi í bæjarstjórninnk. Þetta gæti nú skilizt svo, að blaðið ótt- ist að fylgi D-listans sé svo mik- ið, að fulltrúaefni af honum verði í hreinum meirihluta í bæjar- stjórninni og þar með ráðandi. Þó að þeir, er að D-listanum standa, teldu það sízt hættulegt fyrir bæjarfélagið, þá mun þó engum þeirra hafa dottið í hug að slíkt kæmi fyrir. En ummæli ísl. er líka hægt að skilja á þann veg, að þó fulltrúaefni af D-list- anum verði í minni hluta í bæj- arstjórninni, þá verði sá minni hluti mjög ráðandi, og gæti það þá ekki byggzt á öðru en því, að fulltrúaefni D-listans væru svo miklir hæfileika- og áhrifamenn, að þeir séu líklegir til að leiða hina. Hvor skilningurinn, sem í þetta er lagður, er hér um að ræða »fín« meðmæli til handa D- listanum, og þau meðmæli koma úr óvæntri átt — frá málgagni kaupmanna. Svo er að heyra á Isl., að bæj- arfélaginu stafi einkum hætta frá Kaupfélagi Eyfirðinga af þeim sökum, að kaupmenn séu ekki orðnir samkeppnisfærir við það, og gangi því verzlun þeirra og atvinnurekstur stöðugt saman, en kaupmennirnir séu nauðsynlegir til þess að greiða útsvör bænum til fjárhagslegra heilla. Nú er meðal annars sá munur á kaup- félagsverzlun og kaupmannaverzl- un, að sú fyrrnefnda skilar verzl- unararðinum til viðskiftamanna sinna, en kaupmannaverzlun stingur arðinum í sinn eigin vasa. Af þessum arði greiða kaupmannaverzlanir útsvör sín, en hvaðan er hann kominn? Auð- vitað skapast hann af víðskiftun- um við almenning og er þannig frá almenningi kominn. Það er því hin fáránlegasta villa að halda því fram, að kaupmenn séu nauðsynlegir til þess að græða á almenningi, svo að þeir geti greitt há útsvör. Almenningur getur engu síður bætt þeim gjöld- um á sig án milligöngu kaup- manna. Sú staðhæfing, að kaup- menn séu almenningi nauðsynleg- ir til þess að geta borið útsvörin og létt þeim þannig af öðrum, er álíka gáfuleg og ef einhver færi að halda því fram, að bændur þyrftu að hafa nautgripi til þess eins að geta fengið mykju á tún sín! Á bak við kosningabaráttu þá, er nú stendur yfir hér í bænum, eru þrjár aðalstefnur: Fyrst sér- Jmgsmunastefnan, sem einkum snýst að því að hlynna sem mest að tiltölulega fáum einstaklingum á kostnað fjöldans. í brjóstfylk- ingu þessarar st$fnu eru kaup- menn og þeirra lið. í öðru lagi er samvinnustefnan, sem leitast við að f inna úrlausnir til hagsbóta og hamingju fyrir almenning með samvinnu í verzlun, iðnrekstri o. fl. D-Iistinn er listi þeirra manna, sem þessari stefnu fylgja. I þriðja lagi er svo byltingastefnan, sem vill leggja allt, sem fyrir er, í rústir og byggja síðan ein- hverja ímyndaða þjóðfélags- skrauthöll upp í skýjunum. Þessi stefna vill láta hnefana skera úr málefnaágreiningi, en ekki skyn- samleg rök eða fortölur. Nú er það kjósendanna að ráða það við sjálfa sig hverri þessara stefna þeir telja happasælast að fylgja, til þess að bæjarfélaginu megi vegna sem bezt. f því sam- bandi skal ÉLeitt bent þeim til at- hugunar. Fyrir tilverknað sam- vinnumanna hefir hvert iðnaðar- fyrii'tækið af öðru verið sett á stofn hér í bæ og undir stjórn þeirra farnast þeim öllum vel og eru í vexti. Nú síðast hefir Klæðaverksmiðjan Gefjun verið stækkuð til stórra muna. Þessi iðnaðarfyrirtæki samvinnumanna hafa feikilega þýðingu fyrir at- vinnulífið í bænum og um leið fyrir efnalega afkomu verka- manna, þar sem álitleg hundraðs- tala þeirra hefir lífsuppeldi fyrir sig og sína við það að vinna við þessar samvinnustofnanir. Er þetta eitt dæmi þess, hvernig samvinnumenn leysa úr vanda- málum, sem aðrir reynast ekki færir um. Allir þeir kjósendur, sem að- hyllast samvinnustefnuna, en hafa hvorki trú á samkeppnis- 2. tbl. né byltingastefriunni, eiga að kjósa D-LISTANN. i f GúQtempIarareolan a isianni 50 ára. W.Jan. 1884. — W.Jan. 1934. — »1 hverju strái er himingróður, í hverjum dropa reginsjór*. Matth. Joch. Þegar viðreisnarbarátta fslend- inga hófst fyrir alvöru á síðari hluta 19. aldar, fór eins og ætíð, þegar Ijúka á uþp borgarhliðum hins gamla tíma fyrir nýrri og betri öld, með djarfari vonum, fleiri viðfangsefnum og hærri himni, að starfið varð að vera tvennskonar í höf uðdráttum: í fyrsta lagi, að rífa niður alda- gamla ósiði, venjur og hleypi- dóma, sem lágu eins og martröð á þjóðinni, og í öðru lagi, að byggja upp, byggja nýjar hallir á hinum gömlu rústum; í stuttu raáli: Nýja menningu á þeim grundvelli, sem þeir Fjölnismenn og Jón Sigurðsson höfðu verið að byggja á undanförnum áratugum. Þessi nýja sköpun var í fyrstu fá- þætt, en smátt og smátt fjölgaði þráðunum. Mönnum varð það ljóst, að til þess að hin nýja menning mætti eiga framtíð, þyrfti ekki aðeins nýtt fjármagn, nýjar réttarbætur o. s. frv., þjóð- úuþurfti sjálf að skifta um lífs- venjur. Menningin varð fyrst og fremst að koma að innan. Þessi andi fór nú að renna um farvegi hins nýja tíma, þp hægt fari, og fór að setja fingraför sín á ým- islegt það, sem var að gerast með þjóðinni á þessum árum. Ylur og frjómagn þess nýja anda varð nú upphaf ýmsra þeirra hræringa í þjóðlífinu, sem átti eftir að gera fyrsta þriðjung 20. aldarinnar glæsilegasta menningartímabilið sem þessi þjóð hefir lifað. Til þess að fá örstutt yfirlit yfir eina slíka hreyfingu í þjóð- lífinu á þessum tíma, verðum við að hverfa 50 ár aftur í tímann. Það var vetur, en einmitt á þeim tíma vetrar þegar sólin er nýfar- in að hækka göngu sína eftir skammdegismyrkrið. I húsi einu á Akureyri eru fáeinir menn samankomnir, og eru þar eitt- hvað að ráða ráðum sínum. Litla athygli vakti þessi fámenna sam-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.