Dagur - 10.01.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 10.01.1934, Blaðsíða 2
6 DAGUR 2. tbl. - * • gfflfflWWWHIHHWH 52 Hin ágætu s ensku eimkol E ta'li«(jliiiista.30.1 aátei. ISM Fáum pólsk húskol seinni hluta þessa mánaðar. S Kaupfélag Eyfirðinga. BmiMMIHHHMMMM ætlað að kasta þeim út í dauða og ógæfu. Þessa er öllum íslend- ingum skylt að minnast nú á 50 ára afmæli þessa félagsskapar. Þessa er okkur Akureyringum einkum skylt að minnast, þar sem að hérna stóð vagga hans, og hér starfar ennþá hin fimmtuga ísa- fold og hefir gert öll þessi ár. En þakklæti sitt gæti þjóðin ekki sýnt betur á annan hátt en þann, að snúa nú baki við drykkjuskap og drykkjusiðum, og hefja nýja baráttu fyrir bindindissemi i landinu, og bezta og heitasta af- mælisóskin mín er sú, að eftir næstu 50 ár búi hér þjóð, er valið hefir hið góða hlutskifti, að hafna öllu áfengi, og hefir gert það rækt úr landi sínu. Myndastofan Oránuiéiagsgötu 21 er opia alia daga frá ki. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. koma, og fáa mun hafa grunað, að hér var verið að leggja grund- völl að nýrri félagshreyfingu, sem átti eftir að verða slíkt stór- veldi í þessu fámenna landi, að vafamál er að nokkur félagsskap- ur einn hér á landi hafi lagt fram drýgri og blessunarríkari skerf til menningar og siðgæðis þjóðar- innar en þessi félagsskapur, sem fór svo hæglátlega af stað. Eftir áðurnefndan fund fréttist svo að búið væri að stofna Góðtemplara- stúku með 12 mönnum, sem nefnd var ísafold nr. 1, fyrsta stúka á íslandi, sem varð svo hornsteinn- inn undir Góðtemplarreghinni á Islandi. Stofnandinn var norskur iðnaðarmaður Ole Lied og við þennan dag, 10. jan. 1884 mun vafalaust alltaf verða brotið blað í menningarsögu þessarar þjóðar. Kunnastir þessara fyrstu frum- herja voru þeir Friðbjörn Steins- son, bóksali og Ásgeir Sigurðs- son, kaupmaður, sem á næstu ár- um vann svo ósleitilega fyrir þessi mál, að eftir liðugt ár var komið upp heilt kerfi af stúkum á Akureyri og Isafirði, og ná- grenni þessara staða, og tæpum tveim árum síðar, árið 1885 var svo stofnuð fyrsta stúkan í Reykjavík, st. Verðandi, sem tók nú upp baráttuna á Suðurlandi. Og þegar hin nýja hreyfing var búin að brjóta borgarmúra Reykjavíkur, og hélt innreið sína í höfuðstaðinn, vann hún þar hvern sigurinn á fætur öðrum. Nýjar og nýjar stúkur voru stofnaðar, og í þær gengu ýmsir hinir mætustu menn þjóðarinnar, t. d. Jón ólafsson, ritstjóri, séra Þórhallur Bjarnarson, síðar bisk- up, Björn Jensson, Björn Jóns- son, ritstjóri og síðar ráðherra, Guðlaugur Guðmundsson, sýslu- maður, sem reyndist Reglunni hinn þarfasti á Alþingi, og marg- ir aðrir, er síðar urðu mest Ieið- andi menn þjóðarinnar. En norð- ur á Akureyri lifði og starfaði ísafold og alltaf fjölgaði börnun- um hennar, og alltaf stækkuðu þau og urðu áhrifaríkari, og á sköramum tíma var íitla, fræ orðið að stóru tré, sem breiddi lim sitt víðsvegar um landið. En þegar úthluta á þakk- læti til þessara manna, karla og kvenna, er á síðastliðnum 50 ár- um hafa borið uppi þennan fé- lagsskap, þá fellur það þakklæti ekki aðeins í skaut mannanna með stóru nöfnin, nöfnin sem all- ir þekkja og muna. Nei, í þeim herskörum er hafa fylkt sér und- ir merki Reglunnar, og unnið hafa af fórnfýsi og eigingimi, oft í ónáð heimsins, eru þúsundir af hetjum, sem fáir vita nú nöfn- in á, hetjum sem í gegnum ótelj- andi erfiðleika, allskonar mót- spyrnu, háð og fyrirlitningu sviku aldrei hugsjón sína, en voru henni trúir til dauða. Fyrir slík- um hetjum tek ég hattinn ofan hvort sem þær bera purpura- skikkju þjóðhöfðingjans, eða bætta buru öreigans. Saga Reglunnar á íslandi er merkileg um margi, og grípur svo víða inn í menningu og líf þjóðarinnar á þessum áratugum, að það er ekki unnt að rekja þá sögu hér. Hún hefir átt sín blómaskeið og hnignunarskeið, og hún hefir átt sína vini og óvini. Sumum kann nú að virðast harla einkennilegt að siðbóta- og menn- ingarfélag sem Góðtemplararegl- an, sem hefir ekkert að vinna fyrir sjálfa sig, en allt fyrir aðra, skuli geta átt óvini, en slíkt hefir verið harmsaga allra alda, að á móti öllum siðbóta- og menning- arhreyfingum hafa risið upp menn, fleiri eða færri, með kreppta hnefa. Það eru mennirn- ir með nátttröllaeðlið, sem ekki þolir neina nýja birtu. Mennirnir sem venja sig á að horfa inn í myrkrið, vanann og hleypidóm- ana. En góðu öflin hafa jafnan orðið sterkari. Þakklæti og bless- unaróskir frá þúsundúm heimila, sem reglan hefir bjargað frá ó- gæfu, Eefir öll þessi ár meðal annars gefið henni styrk til að halda áfram sínu óeigingjarna og blessunarríka starfi. 50 ár er ekki langur tími í sögu heillar þjóðar. En það mun flestra mál að þessi hálfrar aldar áfangi Góðtempl- arareglunnar á íslandi sé einn af hinum vígðu þáttum í íslenzkri menningu, þáttur, sem bjargað hefir mörgum mannslífum þegar þin loðúft hönd illra skapa hefir Hannes J. Magnússon. - ■ o — Síídarverksmið/an og júlíus Havsteen sýslumaður. Sýslumaður Þingeyinga, Júl. Havsteen, skrifar alllangt mál í »Dag« og »íslending« um hvar hin nýja síldarverksmiðja ríkis- ins eigi að standa og heldur þar Húsavík eindregið fram, sem heppilegasta staðnum, en mót- mælir öðrum stöðum af mismun- andi ástæðum. — Ekki varð ég neitt hissa á því, það er svo alvanalegt að hver skari eld að sinni köku, — og ekki furðaði ég mig heldur neitt á því, þó sumar röksemdirnar væru æði barnalegar, t. d. þessar: 1. Á Skagaströnd er ekki heppi- legt »á þessum tímum« að stofna til »gelgjuþorps«. 2. í Eyjafirði, »við hinn fagra fjörð«, eru heppilegir staðir, en »Akureyringar kæra sig naumast um fýluna úr Ægisverksmiðjunni á sumrin, hvað þá meira af svo góðu«. 3. I Siglufirði hefir »framkoma yfirmanna og undirmanna við i’íkisverksmiðjuna« ekki verið »svo til eftirbreytni, að ástæða sé til þess að byggja ofan á þær verksmiðjur, sem þar eru fyrir«, m. ö. o.: þar eru svo vondir menn, að þessvegna má ekki fjölga verk- smiðjum þar. 4. En með Húsavík er öðru máli að gegna. Þar er verksmiðj- an sérstaklega nauðsynleg, því á Húsavík eru betri »ræktunarskil- yrði« og meiri »jarðrækt«, en í flestum öðrum kauptúnum, og »hvað skeður ef að þorskveiðin eða landið bregst?« Frá Húsavík er svo stutt til Ásbyrgis, að sjó- mennirnir geta skroppið þangað á helgum. »Enginn staður á Norðurlandi á það frekar skilið að fá verksmiðju en Húsavík«. — Ekki er hætt við að hún verði að gelgjuþorpi. — Húsvíkingar eru ekki svo viðkvæmir að þeir þoli ekki verksmiðjufýlu og ekki eins slæmir og Siglfirðingar, svo nein hætta sé á að verksmiðjurekstur- inn fari í ólestri þar. (Liklega er« þar ekki neinir kommúnistar, þó eínhvernveginn svo undarlega hafi tekizt til, að býsna margir þar, að tiltölu við fólksfjölda, hafi leiðst út í að kjósa Aðal- björn). Eg var því viðbúinn að sjá ýmsar einkennilegar röksemda- færslur í þessu máli, en hitt kom mér algerlega á óvart, að Júl. Havsteen skuli nota illgjarnar dylgjur í garð eins keppinaut- anna (Siglufjarðar). — Það hafði ég ekki ætlað honum, eftir þeirri góðu kynningu, sem ég hafði af honum á fyrri árum. — Hvað þekkir hann til »framkomu yfir- manna og undirmanna við ríkis- verksmiðjuna« á Siglufirði? Fyr- ir hvað sneiðir hann að »undir- mönnunum (verkamönnunum) þar? Á hann við að komið hafi upp vinnudeilur við verksmiðj- una, sem þó hafi verið leystar á friðsamlegan hátt, 'éða það, að vinna var stöðvuð hjá þeim um stund í sumar, gegn vilja þeirra? Er hann þess fullviss að vinnu- deilur mundu aldrei rísa upp við verksmiðju á Húsavík eða hvar annarstaðar, sem hún kynni að vera sett? Eða á hann við það, að verkamennirnir í Siglufirði þoldu ekki yfirráð manns, sem þeir töldu hafa framið níðingsverk á meðstjórnanda sínum í verk- smiðjustjórninni, en foringja þeirra? Eða heldur hann að verkamenn ríkisverksmið j anna vinni af minni trúmennsku en verkamenn annarstaðar? Eg veit að hann mundi manna fúsastur til að leiðrétta þann misskilning, ef hann vildi bregða sér hingað í sumar og horfa stundarkorn á vinnubrögðin í ríkisverksmiðjun- um. Og hvað hafa yfirmennirnir unnið sér til óhelgis? Varla verða vélameistararnlr víttir fyrir það, að þeir hafa á ýmsan hátt gert þær endurbætur í verksmiðjunni, að vélarnar vinna nú úr nokkur hundruð fleiri málum á sólar- hring, en gert var ráð fyrir í fyrstu; eða skrifstofustjórinn fyrir að fá árlega yfirlýsingu endurskoðendanna um sérstak- lcga yrýðilegt reikningshald; eða stjórn verksmiðjunnar eða fram- kvæmdastj. fyrir það að hagur verksmiðjunnar hefir farið batn- andi ár frá ári? Það væri gott að fá skýringu á því hvað sýslumaðurinn á við, því að óreyndu vil ég ekki trúa því, — sem ýmsum finnst þó sennileg skýring — að hann vilji við því líta að nota árásir Sveins Bene- diktssonar á mig sem heimildir. Enda þykist ég hafa hrakið þær svo rækilega, að þar sé ekki þörf við að bæta. Sýslumaðurinn segir ennfrem- ur að »rekstur« verksmiðjunnar hafi ekki verið svo til fyrirmynd- ar að rétt sé að reisa fleiri verk- smiðjur á Siglufirði. Sjálfsagt er nú sama hvar verksmiðjan verð- ur reist upp á það að gera, að all- ar verða síldarbræðsluverksmiðj- ur ríkisins undir sömu yfirstjórn, sem selur allar afurðirnar, því lítið vit væri í, að ríkiBverksraiðj*»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.