Dagur - 20.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðiuga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár Afgreiðs!an er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. NorðurgÖtu3. Talsími 112. -?-•-•-•-•-•-• . ? Akureyri 20. janúar 1934. í 5. tbl. iimiiii III!!! €11111% lllillllll, •áiHHniittn' llllil.ll. Út af þeim óvænta atburði við síðustu bæjarstjórnarkosningar hér í bænum, að efsti maður á lista Framsóknarmanna, Bryn- leifur Tobiasson, var strikaður út á allmörgum atkvæðaseðlum og hlaut því kosningu aðeins sem varafulltrúi, í stað þess að vera aðalfulltrúi flokksins, eins og ætlazt hafði verið til, vill undirritað fulltrúaráð Framsóknarfélagsins á Akureyri, lýsa yfir því, er hér segir: Vér og ýmsir áhrifamenn í flokknum höfðum lagt fast að Brynleifi Tobiassyni að gefa kost á sér í efsta sæti listans, ein- mitt fyrir þá sök, að hann hafði setið í bæjarstjórn, sem full- trúi Framsóknar um 5 ára skeið og jafnan notið fyllsta trausts flokksins. Pað hefur og komið í Ijós nú eftir kosningarnar, að undantekningarlaust allir þeir Framsóknarmenn, sem vér höfum átt tal við um þetta mál, telja það illa farið og mikið tjón, jafnt frá sjónarmiði flokksins, sem bæjarfélagsins í heild sinni, að Brynleifur Tobiasson á ekki lengur sæti í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi. — Af þessu má ráða, hve fráleitt það er, að flokks- fulltrúar eða nokkrir forystumenn Framsóknarfélagsins hafi stuðl- að að eða átt þátt í samtökum í þá átt, að strika nafn hans út af listanum. En hinu verður ekki mótmælt, að allmargir kjósendur listans hafa — að því er virðist samtakalaust og áreiðanlega án tilhlut- unar frá nokkrum forystumönnum flokksins — breytt mjög röð- un á listanum og strikað út nöfn, eins og átt hefur sér stað um fleiri Iista við þessar bæjarstjórnarkosningar, meira en þekkzt hefur hér áður. Af þessu hefur hlotizt það, — sem jafnvel fæst- ir þeirra, er útstrikanir gerðu á Framsóknarlista, munu hafa ætt- azt til, — að einmitt sá maður á listanum, sem að flestradómi var.sjálfsagðastur til að vera fulltrúi flokksins í bæjarstjórn fram- vegis, hefur ekki náð kosningu, nema sem varafulltrúi. Við því verður ekki gert að þessu sinni. En af þessu má sjá, hve vara- samt það er, að strika út nöfn til þess að breyta röð á lista, því að slíkt getur haft aðrar og víðtækari afleiðingar en til var ætlast. Fulltrúaráð Framsóknarflokksins á Akureyri. Arni Jóhannsson. Sigtr. Þorsteinsson, Kristjdn Sigurðsson. Böðvar Bfarkan. Porsteinn M. Jónsson. Vilhjálmur Pór. Brynjólfur Sveinsson. Ingimar Eydal. Halldór Asgeirsson. Snorri Sigfússon. Finnur S. Agnars. Olafur Magnússon. Hannes J. Magnússon. Kristinn Ouðmundsson. Baldur Guðlaugsson. Kristinn Porsteinsson. Oddur Bjðrnsson. Björgvin Guðmundsson, tónskáld, er nú að æfa helgikantötu þá, er hann í Winnipeg gat sér þann orðstír fyrir, að Vestur-íslendingar gerðu honum kleift að fara til Lundúha, á konung- lega hljómlistaháskólann þar, til þess að ljúka fullnaðarnámi. Búast má við að kantatan verði sungín í marzmánuði. Þorrablót heldur Stúdentafélagið á Akureyri í kvöld á veitingahúsinu Herðubreið, með borðhaldi og dansleik á eftir. Er búizt við fjölmenni. Akureyringur fær laun ðr Carnegiesii. Verðlaunum úr Carnegie-sjóði var úthlutað í desember. Tveir ís- lendingar hlutu að þessu sinni verðlaun: Kristján Hreinsson, sjómaður á Stokkseyri, 400 krón- ur, fyrir að bjarga úr sjávar- háska 12 mönnum 1931 og Jakob Þorsteinsson á Akureyri, sonur Þorsteins M. Jónssonar, bóksala, 300 krónur, fyrir að bjarga manni frá drukknun í sjó, og leggja þar með líf sitt í hættu. Annars hefir Dagur áður skýrt frá þessu afreki Jakobs. — FRETTIR. Útvarpsfréttir herma að tilraun til uppreistar hafi verið gerð í Portúgal, og er hermt að kommúnistar muni hafa staðið á bak við, en álitið að hún sé þegar bæld niður. Ennfremur hafa Prakkar sagt upp viðskiftasamningi við Þjóðverja, og þykir ekki hafa vænkazt um friðar- horfurnar í heiminum við það. Annars líta menn nú með einna mestum ugg til Sfbfríu, þar sem Rússar óttast mjb'g árásir Japana á Bajkalhéruðin, og er talið £',ð sá uggur hafi mjög ýtt undir Bandsríkin að viðurkenna loksins rúss- nesku stjómina, með því að »gula hættan« hefir lengi verið þyrnir í augum Bandaríkjanna. Vmsækjendur um bæjarstjórastóðuna hér eru nú sagðir þessir: Steinn Stein- sen, verkfræðingur, Höskuldur Bald- vinsson, raffræðingur, Rvik, Ingólfur Jónsson, bæjarstjóri á Isafirði, Árni Daníelsson, verkfræðingur, Kvík, Páll Magnússon, lögfræðingur á Eskifirði og Alfons Jónsson, lögfræðingur á Siglufirði. j.lslendingur« hermir í gær, að núverandi bæjarstjóri muni ekki sækja. Sundpróf 5.-bekkinga Menntaskólans fer fram í lauginni hér í dag. Fóru þeir út í Svarfaðardal 2. jan., undir forystu Hermanns Stefánssonar fim- leikakennara, en komu aftur þann 9. og hafa æft sig hér siðan. Annars er laugin mikið notuð, sem von er til, af bæjarbúum og skólafólki. Nemendur Gagnfræðaskóla Akureyrar fá til vors tilsögn í sundi einu sinni til tvisvar í viku. KosiingabarátfaiL Eins og frá var skýrt í sfðasta blaði hlaut listi Framsóknarflokksins 377 gild atkvæði f bæjarstjórnar- kosm'ngunum 16. þ. m. Og kom að tveimur mðnnum. Auk þess voru um 20 atkv. dæmd ógild, sem sýni- legt var um, að hnigu til fylgis við þenna lista. Hafa kosningarnar þann- ig leitt f Ijós, að D listinn hafði fylgi um 400 kjósenda. Listi Sjálfstæðismanna og listi kommúnista fengu hvor um sig rúm 400 gild atkvæði, Fylgi við Framsóknarstefnuna hér á Akureyri er þvf nálega eins sterkt Og fylgið við Sjálfstæðið eða komm- únista. Framsóknarmenn tnega vel við una úrslit kosninganna að þvf er til at- kvæðamagnsins kemur. í kosningabaráttunni bar mest á aðsúg frá tveimur hliðum gegn öðrum manni á D listanuro, Vii hjálmi Pór. f ihaldsliðinu var þeirri skoðun baldið að mðnnum og hún látin vaða mjög uppi, að V. P. væri bæjarfélaginu hættulegur mað- ur. Kommúnistar voru al- veg sammála Ihaldinu um þesia hættu. Kjósendurnir hafa nú svar- að árásunum á V. Þ. og K. E. A, á viðeigandi hátt. En þó að V. P. sé og verði bæj- arfélaginu hinn þarfasti maður, þá er hann áreiðanlega hættulegur f annari merkingu. Sú hætta var skarplega fram tekin af Brynleifi Tobiassyni f þessu blaði 15. þ. m. Orð hans voru þessi: >Það er að vfsu hættulegt fyrir sinnuleysi, ðreglu og ragmennsku að fá dugandi menn inn f baejar- stjórnina*. Pó nú að Framsóknarmenn megi vel ánægðir vera yfir fylgi kjósenda við lista þeirra, þá hlýtur að slá fðlskva á ánægjuna út af þeirri hrapallegu slysni, að efsti maður- inn á Hstanum skyldi falla vegna útstrikana. Á 36 seðlum er nafn Brynleifs Tobiassonar strikað út, sem nægir til þess, að hann fær tæpl. 5 atkvæðum færra en 3. mað- ur, Jóhannes Jðnasson. Óhikað skal iiað fullyrt og skýrt fram tekið, að uessar úfslrikanir eru gerðar án vitundar, pvert á mðti vilja og í fullri óDökk allra leiðandi manna Framsóknarllokksins. Kviksðgur þær, er ðmerkilegir menn úr andstððuflokki Framsókn- ir bafi komið á flot, út if filii B,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.