Dagur - 23.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 23.01.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. í Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin tp af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 23. janúar 1934. '•#'? *-• • » • • Erlendar fréttir. Fjármálaráðherra Frakka hélt ræðu í fyrradag og kvað tekju- halla á frönsku fjárlögunum mundu verða um 6 miljarða franka. Ennfremur kvað hann innstæðufé Frakka erlendis hafa rýrnað úr 12 í 8 miljarða. Ritari Sovétlýðveldis Síberíu víðvarpaði ýtarlegri lýsingu á undirbúningi Japana í Austur- Asíu, til þess að hefja árásar- stríðið á Rússa þar eystra. Kveð- ur hann þá vera í óða önn að full- búa 50 flugvelli í Mantsjúríu (eða Manchukuo). Erf iðastir muni herflutningarnir austur í Bajkal- héruð verða Rússum. Eru þeir nú að byggja 1000—2000 kíló- metra af járnbrautarteinum þar eystra, til þess að létta fyrir her- gagnadreifingunni um víðlendi sitt. Annars hermir sama frétt, að hermálaráðherra Japana, Ar- aki, hafi sagt af sér, en hann hef- ir, undir niðri, verið árásarstríðs- ins mjög hvetjandi, að talið er. Berlín hermir 'að Englendingar hafi ákveðið að minnka við sig innflutning frá Rússlandi, svo nemi um 20%. —- Er þar með sennilega átt við timbur og korn,* því að fréttinni fylgir, að þessi ráðstöfun hafi vakið mikla gleði í Canada. Á hraðlestinni Wien—Agram (í Jugo-Slavíu) sprakk vítisvél í gærmorgun og hlutu 4 menn bana. Eigi er kunnugt um orsök- ina. Eigi er enn fullvíst um tjónið af jarðskjálftunum miklu á Ind- landi. Höfuðborg Nepalríkis hef- ir orðið illa úti og eru menn enn hræddir um sendisveitir Norður- álfumanna eða Englendinga, sem þar hafast við. * * * í Kaupmannahöfn laust í bar- daga milli ungra jafnaðarmanna og kommúnista og Nazista er sátu á fundi undir forustu Lemb- cke höfuðsmanns. Brutust hinir þangað inn og varð lögreglan að skakka leikinn. * * * Vinarkveðja. Cyril Jackson, M. A., er hér kenndi tvö ár við Menntaskólann, sendir vinarkveðjur til kunningja sinna á Akureyri. Hann er nú kennari við héraðsskóla í Slough, sem er nálægt hinum f ræga Eton- skóla. Er Mr. Jackson þar einn af 24 kennurum, en nemendur eru um 500. Kveður hann kennslu- starf sitt hér hafa greitt götu sína við umsóknina, og að brezk- ir menntamenn hafi stórlega undrast, er hann sýndi þeim skólaskýrslu Menntaskólans á Ak- ureyri, að slík stofnun skyldi vera hér, þar sem flestir þeirra höfðu aðeins hugsað sér hvítabirni, eld og ís og kannske einhvern slæð- ing af Eskimóum. Mr. Jackson kveðst oft hafa fengið köst af heimþrá til fslands, — og mega Akureyringar vafalaust telja sér það til hróss — en aldrei meira en á gamlaárskvöld er hann heyrði sálmasöng og dómkirkju- klukkuslátt frá Reykjavík um miðnætti og var svo boðin »góða nótt« og »gleðilegt ár« af hinni þýðu röddu þulunnar. * * * Síðmtu fréttir. Um 4000 atvinnuleysingjar eru á leið til Lundúna frá Skotlandi, á atvinnuleysis-ráðstefnu, og bú- izt við 20.000 í viðbót. * * * Mikil snjókoma í Dónárlöndum. Fljótið bólgið, flæðir yfir bakka, manntjón víða. FRETTIR. Ðieilingaikostnaður mjólkur. Formaður Mjólkurbandalags Suðurlands hefir nýlega upplýst, að hreinsunar og dreirlngarkostn- aður mjólkur f Rvík sé þessi: i. Hreinaun f mjólkurstöð 4 amar á lítra. 2, Kostnaöur við íiöskur 5 aura á Htra. 3. Söiugiald rajólkurbúð'a 8 aura a iítr. 4, Flutningskostnaður frá hreinsunar- stöð í búðir, 1 eyrir á lítra. Samtals iS aurar á lítra. Á Akureyri er hreinsunar- og dreifing- arkostnaðúr á flðskumjólk Mjólkursamlags- ins 7 aurar á lítra. í Noregi er þessi kostnaður 6.7 norskir aurar. >V0fÍÖ<, barnablað Hannesar J. Magn- úr.aonar kennara, byrjaði nú um áramótin sitt 3. ár, Qg jafnframt attekkaði blaðið Kosningaúrslit Bæjarstjórnarkosning fór fram I Reykjavtk á laugardaginn. Orslitin urðu þessi : A-listinn, eða listi Alþýðuflokks- ins hlaut 4675 atkv. og kom að 5 mönnum. B-listi, listi kommúnista, hlaut 1147 atkv. og kom að 1 manni. Clisti, sera var listi Sjálfstæðis- flokksins, fékk 7043 atkv. og kom að 8 mönnum. D listi, Framsóknarflokkslistino, fékk 1015 atkv. og kom að 1 manni. E-listi, eða lisíi þjóðernissinna, fékk 399 atkv. og kom engum að. íhaldið hefir þvf hreinan meíri hluta f bæjarstjórn Rvikur etns og áður, og breytingin á flokkaskipun- 6. tbl. inni engin önnur en sú, að i stað annars Framsóknarmanns, sem áð- ur var, er kominn kommúnisti. En að ððru leyti er mikii breyt- ing á orðin. Við sfðustu bæjar- stjórnarkosningar hafði fhaldið f Rvik 800 atkv. meiri hluta. Nú er það I nálega 200 atkv. minni hlutai Er þvf sýnilegt, að fhaldið í Reykja- vfk er á niðurgðngu, og eftirtektar- vert er það, að þrátt fyrir minni hluta aðstöðu fhaldsmanna í Reykja- vfk, hafa þeir meiri hluta i bæjar- stjórninni. A ísafirði féllu bæjarstjórnar- kosningar þannig, að Alþýðuflokk- urinn fékk um 560 atkv. og kom 4 að, Sjálfstæðisflokkurinn tæp 500 atkv. og kom einnig 4 að, en kommúnistar tæp 120 atkv. og kOmu 1 að. Verður þvf kommúnistinn odda- maður til beggja hliða f bæjar- stjórn ísafjarðar. og kemur framvegis út mánaðarlega. —¦ Verð árgangsins verður tvær krónur f stað einnar krónu og 50 aura áður. VaiaflilltrÚar í bæjarstjórn Akureyrar eru þessir. Af A-lista: Svanlaugur Jónasson. — B — Elfsabet Eiríksd. og Magnús Gíslason. — C — Helgi Pálsson og Valdemar Stefíensen. — D — Brynl. Tobíasson (338 atkv.). og Snorri Sígfússon (326 atkv). — E — Axel Kristj. Gunnar Schram og Ari Hallgrímsson. — F — Stefán Arnason. Stúdentafélag Akureyrar hélt Þorra- blót sitt á laugardagskvöldið á »Herðu- breið«. Formaður félagsins, Þórarinn Björnsson magister, gat því miður eigi setið blótið sökum lasleika. Hófið sátu um 70—80 manns. Aðalræðuna hélt Steingrímur læknir Matthiasson, og tal- aði fyrir minni Þorra. Kvað hann myndi birtast síðar um kvöldið og á- þreifanlegar en menn ættu að venjast. Skildi þá enginn hvað læknirinn fór. Auk þess töluðu Böðvar Bjarkan lög- maður og Bjarni Jónsson, bankastjóri, báðir við mikinn orðstír. Er leið á borðhaldið birtist risavaxinn líkamning Þorra í tignarklæðum hvítum, kórónu á höfði og alskegg vel þriggja álna. Héldu menn fyrst að þetta væri Jón frá Ljárskógum, en er Þorri kom upp hjá matborðum sást að Jón myndi dvergvaxinn til samanburðar og var þá til getið að Gtuvnar Pálsson Hrís- eyingur hefði skotið undir sig göngu- teinum. En þá sáu menn »hendur Hrólfs«, er héldu um atgeir fimm álna eða meira og skildu menn að ekki væru þær áfastar Gunnari. Ávarpaði Þorri boðsmenn og lofaði engu stríðu, en er hann var genginn skildu allir orð Stgr. enda lýsti hann því þá, að þetta væri Svarfdælingurinn Jóhann Pétursson, er rvd mun eimia rnestur maður á Norö- urlöndum. Hefir hann verið til laskn- inga hér við fótarmeini. Að loknum steikum og laufabrauði var danz stiginn, og teygði þá hljóm- sveit M. A., undir forystu Guðmundar Matthiassonar, margan fallegan sprett úr fótum elztu manna sem yngstu. — Mátti enginn kyrr sitja, er þeir hljóm- sveinar lögðu sig fram, Á stúdentafé- lagið engum meira en þeim að þakka, að gleðin varð góð og óslitin. Gat vara- formaður félagsins þess nokkrum orð- um undir lokin, og þakkaði Sigurður skólameistari Guðmundsson fyrir hönd hljómsveitarinnar, hlýjum og fögrum orðum. Var blótinu slitið rétt á eftir, enda var þá klukkan undir fimm. Viðstaddur. ,Cavalcade' í Reykjavík hefir undanfaiúð verið sýnd kvikmynd með þessu nafni og hlotið stórkostlega að- sókn. Mynd þessi er af erlendum blöðum talin einhver merkilegasta hljóm- og talmynd sem gerð hef- ir verið. Efni hennar er saga Englendinga frá 1899 til 1932. Hún er því mjög fróðleg. Væri æskilegt að kvikmyndahúsið hér reyndi að ná í mynd þessa, úr því að hún er komin til landsins, og sýna hana nú, meðan skólafólk er sem fjölmennast í bænum. X,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.