Dagur - 23.01.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 23.01.1934, Blaðsíða 2
20 DAGUR 6. tbl. S .....:.. 3 Zinkhvíta, blýhvíta, mislit málning fernis, terpentína, þurkefni, lökk alísk. Verðið hvergi lægra. Kaupfélag Eyfírðinga. Járn- og Glervörudeild. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiM J Sjafnar K sápa. I Sjafnar sáputn eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni, notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfaetis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR PVOTTASÁPU, Sjöfn. Göð gjöf. Styrktarsjóður Heim- fararnefndar Pjóð- ræknisfélagsins. f Heimsknnglu 8. nóv. 1938 getur ritari stjórnarnefndar Þjóðrœknisfélags íslendinga, dr. Rögnvaldur Pétursson, þess, að ráðstafað hefði verið að fullu gjöf Heimfararnefndar Þjóðrækn- isfélagsins til Háskóla íslands. En svo stendur á gjöf þessari, að á 12. ársþingi Þjóðræknisfé- lagsins, 25. febr. 1931, lagði Heimfaramefndin fram ýtarlega skýrslu um starf sitt í sambandi við heimförina 1930, og gat þess að hún hefði með einróma sam- þykki allra nefndarmanna, fjær- sem nærstaddra, ákveðið að verja því fé, er í hennar vörzlum kynni að verða, eftir að allar skuldir væri greiddar, er stafað hefðu af undirbúningi heimfararinnar, til sjóðstofnunar við Háskóla ís- lands. Samþykkti Þjóðræknis- þingið þessar ákvarðanir nefnd- arinnar. í sumar var fé þetta sent Há- skólaráði íslands, og var viður- kenning fyrir því nýkomin vest- ur, er dr. Rögnvaldur ritar grein- argerð sína í Heimskrínglu. Nem- ur upphæðin 13738.90 krónum ís- lenzkum. Viðurkenningunni fylgdi frumvarp að skipulagsskrá, er háskólaráðið hafði samið og sam- þykkt. Var það einnig samþykkt af Heimfararnefnd og stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins og má telja víst að það verði samþykkt af íslenzkum stjórnarvöldum. En frumvarpið er á þessa leið: 1. gr. Nafn sjóðsins er Gjöf heimfararnefndar Þjóðræknis- félagsins 1930, og er hann stofn- aður með kr. 13728.90 er téð nefnd Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi hefir gefið Háskóla Islands. 2. gr. Háskólaráðið hefir á hendi stjórn sjóðsins, og skal það sjá um, að hann sé ávaxtaður á sem tryggilegastan og öruggastan hátt. Reikninga sjóðsins skal birta árlega í árbók háskólans. 3. gr. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða, og skal jafnan ár hvert leggja að minnsta kosti % hluta af tekjum sjóðsins við höf- uðstól hans. Þeim hluta af tekjum sjóðsins, sem eigi skal lagður við höfuðstól hans samkvæmt framansögðu, skal verja til að efla andlegt sam- band milli fslendinga — austan hafs og vestan — og enskumæl- andi þjóða, svo sem með því, að styrkja námsmenn frá þeim til náms hér eða íslenzka námsmenn til náms þar, með því að fá hing- að menntamenn af þeim þjóðum til fyrirlestrahalds eða senda fyr- irlesara héðan til fyrirlestrahalds þar, eða með því að styrkja út- gáfu rita, sem verða mega þessu sambandi til eflingar. 4. gr. Háskólaráðið ræður út- hlutun fjár úr sjóðnum. Heimilt er að leggja saman og úthluta I einu tekjum fleiri ára en eins, ef slíkt þykir hagkvæmt. 5. gr. Leita skal staðfestingar konungs á skipulagsskrá þessari og birta hana í árbók háskólans. En hér með er ekki allt talið. Að auki afhenti Heimfararnefnd- in sumarið 1930, íslenzku stjórn- inni húsbúnað allan er keyptur og notaður var fyrir dvöl hátíða- gesta á Landsspítalanum. Hús- búnaður Jjessi hljóp upp á 4475.40 dali og var skift upp á milli lýð- skólanna víðsvegar um land. Þá sendi nefndin heim minningar- gripi er námu réttum 700 dölum, til manna þeirra, er bezt greiddu götu gestanna og tóku á sig ómök og útgjöld til þess að gera Vest- ur-íslendingum heimkomuna sem ánægjulegasta. Samtals nema þessar þrjár upphæðir um 38,400 krónum, er gengið hafa til íslands og komið hafa þar að almennum notum. Heimfarai'nefndina skipuðu 12 menn, en þeir voru þessir: Jón J. Bíldfell, ritstjóri »Lögbergs«, séra Jónas A. Sigurðsson, er nú er lát- inn, dr. séra Rögnvaldur Péturs- son, séra Ragnar E. Kvaran, Sig- fús Halldói’s frá Höfnum, rit- stjóri Heimskringlu, Árni Egg- ertsson, fasteignasali, Jakob F. Ki’istjánsson, deildai’stjóri hjá C. N. R. (járnbrautarsambandi Can- adaríkis), Ásmundur P. Jóhanns- son, byggingameistari, Joseph T. Thorson, sambandsþingmaður, Guðmundur Gi’ímsson, héraðs- dómari í Noi’öur Dakotariki, Gunnar Björnsson, skattstjóri Minnesotaríkis og ritstjóri »Min- nesota Mascot«, og W. H. Paul- son fylkisþingmaður í Saskatche- wanfylki. Þetta er myndai’leg bróðurgjöf og því fremur, sem það var ein- göngu að undirlagi Heimfarai’- nefndarinnar, og fyrir öfluga baráttu hennar því máli til fylgis, að Canadaríki sæmdi ísland heið- ui’sgjöfinni Canadasjóði, er nanx ? 25.000, en vextir hans ganga til framhaldsnáms íslenzki’a kandi- data við Canadiska háskóla, sem kunnugt er. Stöi’f Heimfai’ai’nefndarinnar voru ekki auðveld, allra hluta vegna. Því meiri sigri rná Þjóð- ræknisfélag Vestur-fslendinga fagna, er svo giftusamlega tókst, og því meira þakklæti væri Is- lendingxxm skylt að gjalda því og starfsemi þess allri. Allir unnu heimfararnefndamienn íxokkuð, margir mjög rnikið, en engum einum maixni ber árangurinn að þakka, sem dr. Rögnvaldi Péturs- syni. Hann átti frumkvæði að flestu sæmilegu, er nefndin tók sér fyrir hendur, og enginn var betur eljaixþi’eki íxé gáfum gædd- ur til þess að leiða þau fyrirtækí farsællega til lykta. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kwrlakór Akureyrar söng í Sam- komuhúsinu á sunnudagskvöldið var, undir forystu Áskels Snorrasonar og við allgóða aðsókn. Verður frekari um- getning að bfða næsta Waðs. Heimsóknartíma sjúkrahússins hefir verið breytt þannigfrál. febr. að hann verður: Virka daga ki. 3-4 e. h. Sunnu- og helgidaga - 2—4 • - TILBOÐ óskast í flutninga mjólkur úr Hrafnagilshreppi til Samlagsins, frá 1. júní þ. á. til 31. maí 1935. Tilboðum sé skilað fyrir fe- brúarlok n. k. til mjólkurflutn- inganefndar Hrafnagilshrepps, sem gefur nánari upplýsingar um starfið. Hrafnagili 19. janúar 1934. F. h. flutninganefndar Hólmgeir Porsteinsson. Prentsmiðja Odds Björnasoaar. Síðustu fréttir. útvarpið í Kalundborg hei’mir, að meðal minni ríkjanna í Mið- Evrópu sé hin mesta óánægja yf- ir skoðunum og tillögum Musso- lini, er ganga í þá átt, að rýra mjög áhrif smærri þjóðanna í Al- þjóðasambandinu. — Utanríkis- ráðherra Czecko-Slóvakíu kveður »LitIa bandalagið« vel samtaka og einhuga um að hvorki skuli bi’eyta Alþjóðasambandinu, né fyrirkomulaginu á starfsemi þess. Geneva sé áfranx miðstöð Alþj.- samb., og allir fundir, er alþjóða- mál varða haldist þar. Pólsk stjórnarblöð taka í sama streng; ásaka Mussolini um vísvitandi miðuix að sama stórvelda-einræði og kúgun í Norðurálfu, og fyrir ófriðinn mikla 1914. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs fri Höfnunt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.